Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
Málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í
MÁLFLUTNINGUR í Guðmundar- og Geirfinnsmálum
hófst í Hæstarétti klukkan 10 í gærmorgun. Þetta eru
umfangsmestu sakamál. sem komið hafa fyrir réttinn í tugi
ára. Ríkissaksóknari hóf sóknarræðu sína í gærmorgun og
í gær talaði hann í rúmar fjórar klukkustundir, og var
hann staddur í miðju Guðmundarmálinu þegar hlé var gert.
Talið er að ræða saksóknara muni standa fram til
miðvikudags eða fimmtudags og þá taka verjendur til máls.
Er áætlað að málflutningur standi a.m.k. fram í miðja
næstu viku.
Sem fyrr segir er Þórður Björnsson ríkissaksóknari
sækjandi í málinu en dómarar eru Björn Sveinbjörnsson,
forseti Hæstaréttar, Benedikt Sigurjónsson, Logi Björns-
son, Ármann Snævarr og Þór Vilhjálmsson. Varadómari er
Sigurgeir Jónsson. Verjendur eru Jón Oddsson hrl. fyrir
Sævar Marínó Ciesielski, Benedikt Blöndal hrl. fyrir
Guðjón Skarphéðinsson, Hilmar Ingimundarson hrl. fyrir
Tryggva Rúnar Leifsson, Örn Clausen hrl. fyrir Albert
Klahn Skaptason, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. fyrir
Erlu Bolladóttur og Páll A. Pálsson hdl. fyrir Kristján
Viðar Viðarsson og er þetta prófmál hans fyrir réttinum.
í upphafi las Björn Helgason dómsorð í undirrétti og bréf
saksóknara. Að því búnu hóf Þórður Björnsson mál sitt og
las upp dómkröfur. Síðan reifaði hann fyrsta ákæruliðinn,
sem fjallar um dráp Guðmundar Einarssonar.
Sævar, Tryggvi Rúnar og Kristján eru ákærðir um að
hafa orðið Guðmundi að bana en Sævar, Kristján og Guðjón
Skarphéðinsson eru ákærðir fyrir að hafa orðið Geirfinni
Einarssyni að bana.
Ljósm. Emilia.
Saksóknari, Þórður Björnsson, við upphaf sóknarræðu sinnar í gær. Dómarar eru, talið frá vinstri:
Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson.
Guðmund að kvöldi 26. janúar og
aðfararnótt 27. janúar.
Samkvæmt framburði þessara
vitna kom Guðmundur við í tveim-
ur húsum áður en hann fór á
dansleikinn i Alþýðuhúsinu
skömmu fyrir miðnætti. Félagar
hans sáu hann á dansleiknum og
var hann þá orðinn talsvert öl-
vaður og sömuleiðis sáu tvær
stúlkur hann á dansleiknum þegar
nokkuð var liðið á hann. Þá
kvaðust tvær stúlkur, sem voru á
ferð í bifreið á Strandgötu í
Hafnarfirði umrædda nótt, hafa
séð tvo menn við Bæjarbíó, þar
sem þeir reyndu að stöðva bíla til
þess að fá far. Þekktu þær Guð-
mund og síðar töldu þær að hinn
maðurinn hefði verið Kristján
Viðar Viðarsson. Þekktu þær hann
á mynd í myndasafni lögreglunnar
og bentu á hann við sakbendingu,
þar sem Kristján stóð í röð ásamt
átta öðrum mönnum. Taldi ríkis-
saksóknari Þórður Björnsson upp-
lýst að Guðmundur hefði umrætt
kvöld farið á dansleik í Alþýðu-
húsinu og eftir dansleikinn, um
klukkan 2 um nóttina, verið á
gangi á Strandgötu eða neðst á
Reykjavíkurvegi ásamt manni,
sem var að öllum líkindum ákærði
Kristján Viðar Viðarsson.
En hvað gerðist síðan? Þessari
spurningu varpaði ríkissaksóknari
fram og leitaðist við að svara
spurningunni með framburði
ákærðu í málinu, sem hefur væg-
ast sagt verið reikull eins og sjá
má glöggt af frásögninni hér á
eftir. Hins vegar fer framburður-
inn í svipaðan jarðveg hjá öllum
hinum ákærðu, a.m.k. á einhverj-
um stigum.
Framburður
Erlu
Framburður Erlu í málinu var
þessi í stórum dráttum.
Við yfirheyrslur 20. desember
1975: Laugardaginn 26. janúar fór
ég í Klúbbinn. Þegar dansleikur-
inn var búinn, hitti ég konu sem
ég kannaðist við fyrir utan dans-
staðinn og ók hún mér heim til
þekkt Tryggva Rúnar þarna um
nóttina en hún hefði séð hann
síðar og teldi hún að um væri að
ræða sama manninn og var um
nóttina að Hamarsbraut 11.
Fyrir sakadómi í mars 1977
sagði Erla: Ég var heitbundin
Sævari og við bjuggum saman að
Hamarsbraut. Aðfararnótt 27.
janúar var ég á dansleik í Klúbbn-
um og hitti konu fyrir utan, sem
ók mér heim. Þetta hefur verið um
klukkan 3.30. Ég skreið inn um
glugga í þvottahúsi en þar var
enginh. Ég lagðist til svefns og tók
þá eftir að lakið vantaði í rúmið.
Ég vaknaði og var þá búið að
kveikja ljós í ganginum og menn
voru í þvottahúsinu. Þekkti ég að
þar voru Sævar, Kristján og einn
ókunnur maður. Ég sá inn í
geymsluna og þar var einhver
hlutur vafinn inn í lak, mér var
ljóst að það var mannslíkami.
Hluturinn var borinn eftir gang-
inum og út úr íbúðinni en um leið
rakst Sævar á mig svo að ég féll.
Sævar reisti mig við og sagði að ég
skyldi aldrei segja frá þessu. Ég
heyrði aldrei í nefnum bíl né sá ég
Albert Klahn Skaptason eða
Gunnar Jónsson. Daginn eftir fór
ég út í öskutunnu og fann þá lakið.
Framburður
Sævars
Fyrsta lögregluskýrslan var
tekin af Sævari Marínó Ciesielski
4. janúar. Þar sagði í stórum
dráttum þetta: Skömmu eftir ára-
mót kom ég heim til mín að
Hamarsbraut að nóttu til og var
þetta um helgi. Voru þá Kristján
Viðar og Tryggvi Rúnar þar fyrir
og voru þeir staddir í geymslonni.
Sá ég að þeir voru með lík í laki.
Um þetta leyti kom Erla þarna að
líka. Þeir Kristján og Tryggvi fóru
með líkið út í bifreið. Ekið var
suður fyrir Hafnarfjörð og beygt
til vinstri við Álverið. Bifreiðin
var stöðvuð og þeir Kristján og
Tryggvi hurfu út í náttmyrkrið
með líkið.
Við yfirheyrslur 6. janúar segir
Sævar: Síðast í janúar 1974, senni-
þar sem atburðir Guðmundarmálsins eiga að hafa gerst, þ.e.
Hamarsbraut 11 i Hafnarfirði, i kjallaraíbúðinni.
mín að Hamarsbraut 11 í Hafnar-
firði. Þangað hef ég líklega komið
kl. 3.30 til 4. Ég fór beint í rúmið
en sá þá að lakið var horfið og
þótti það skrýtið. Nokkru síðar
vaknaði ég við eitthvað þrusk og
fór fram. Heyrði ég raddir úr
geymslunni og þekkti raddir
tveggja manna, Sævars og Krist-
jáns Viðars og einnig heyrði ég
þriðju röddina, sem ég þekkti ekki.
Þeir voru að bera eitthvað þungt á
milli sín í hvítu laki. Ég var
fullviss um að þetta væri manns-
líkami, því að ég sá móta fyrir
sitjanda og fótum. Sævar kom til
mín og spurði hvort ég hefði séð
nokkuð og hann sagði að ég mætti
ekki segja frá neinu. Daginn eftir
fór ég út með rusl og fann þá lakið
í ruslatunnunni.
Erla staðfesti þennan framburð
fyrir dómi. Þá sagði hún ennfrem-
ur við lögreglu að hún hefði ekki
Tryggvi Rúnar Leifsson (t.v.) í
fylgd lögreglumanna. Myndin
var tekin við réttarhöldin í
sakadómi Reykjavikur í októ-
ber 1977, en Tryggvi var ekki
viðstaddur réttarhöldin í
Hæstarétti í gær.
Guðmundur
hverfur
Upphaf Guðmundarmálsins var
það, að faðir Guðmundar Einars-
sonar, Hraunprýði við Blesugróf,
kom til lögreglunnar og tilkynnti
hvarf sonar síns. Hafði hann farið
að heiman laugardagskvöldið 26.
janúar 1974 og ætlað á dansleik í
Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Vitn-
eskja fékkst um það að sést hefði
til Guðmundar sömu nótt en
rannsókn á hvarfi hans og víðtæk
leit bar ekki árangur, en rann-
sóknina kvað saksóknari því mið-
ur ekki hafa verið jafn ítarlega og
þurft hefði. Lýst var eftir Guð-
mundi í fjölmiðlum en það bar
heldur ekki árangur. Einkahagir
Guðmundar voru kannaðir en það
skýrði ekki hvarf hans, en Guð-
mundur var talinn maður heil-
brigður og mjög óáreitinn, eins og
kom fram í máli saksóknarans.
Gerist nú ekkert í málinu fyrr
en 20. desember 1975, að yfir-
heyrslur yfir Erlu Bolladóttur og
Sævari Ciesielski standa sem hæst
vegna 950 þúsund króna svikamáls
hjá Pósti og síma að rannsóknar-
lögreglunni berst vitneskja um
það að Sævar sé hugsanlega við-
riðinn hvarf Guðmundar Einars-
sonar. í framhaldi af þessu var
Erla yfirheyrð og eftir að fram-
burður hennar lá fyrir hófst
rannsóknin af fullum krafti. Voru
skýrslur teknar af ákærðu í mál-
inu, svo og fjölda fólks, sem sá
Reikulir framburðir sakborn-
inga í Guðmundarmálinu