Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 15 Hæstarétti í gærmorgun: Ég var ekki að Hamarsbraut umrædda nótt heldur hjá vinkonu minni í starfsmannabústaðnum við Kópavogshæli alla nóttina. Ég hef verið beittur hörðu af lögregl- unni, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari og það er allt rangt sem ég hef áður sagt um dauða Guðmund- ar Einarssonar. Framburður Kristjáns Víkur nú að framburði Krist- jáns Viðars. Við lögregluyfirheyrslu 23. des- ember 1975 segir hann: Ég hef enga minnstu hugmynd um það hvernig dauða Guðmundar Ein- arssonar bar að höndum. Fyrir dómi sama dag neitaði hann nokkurri vitneskju um málið. Við lögregluyfirheyrslu 28. des- ember sagði Kristján (Um er að ræða endursögn eins og í öðrum frásögnum af framburði ákærðu): Ég kom að nóttu til heim til Sævars. Þetta var seint í janúar og örugglega um helgi. Með mér voru Sævar, Tryggvi Rúnar og lega aðfararnótt sunnudags, kom ég heim til mín. Stóðu Kristján og Tryggvi Rúnar þá á tröppunum ásamt þriðja manni. Ruddust þessir menn inn óboðnir. Einhver orðaskipti urðu og sagðist sá ókunni vilja fara út. Kristján sló hann þá og heyrði ég smell eins og eitthvað slægist utan í og svo féll maðurinn í gólfið. Kristján og Tryggvi stumruðu yfir honum og hristu hann til en þeir fundu að hann var ekki með meðvitund. Kristján sagði að maðurinn væri látinn. Hann sagði mér að hringja í Albert og þegar hann kom sagði hann Albert að aka með líkið suður fyrir Hafnarfjörð í áttina að Alverinu. Við yfirheyrslu 11. janúar 1976 sagði Sævar: Þeir Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar ruddust inn og hófust átök, sem enduðu með því að maðurinn rotaðist. Þá sagðist Sævar hafa sparkað í kjálka Guðmundar eftir að Kristján var búinn að rota hann og hefði Guðmundur þá oltið á hliðina og ekki stigið upp eftir það. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 30. september 1976 sagði Sævar við yfirheyrslu hjá lögreglu: Nú vil ég skýra frá því sem gerðist þegar Guðmundur Einarsson hvarf. Þessa nótt fór ég rakleitt að Hamarsbraut og hitti mennina og sagði að þeir gætu ekki verið þar. Tryggvi og Guðmundur neituðu því og ég man að Guðmundur hugðist ráðast á mig. Þá réðst Kristján á Guðmund óg ég man að Guðmundur lá á gólfinu. Kristján sagði að Guðmundur væri dáinn. Síðan fórum við í ökuferð um Hafnarfjörð, en komum aftur að Hamarsbraut. Þá var Erla komin heim. Akveðið var að hafa sam- band við Albert. Upp kom misklíð, sem endaði í slagsmálum Hinn 9. marz 1977 endurtók Sævar fyrri framburð en gaf fyllri skýrslu. Þar kom m.a. fram: Um kvöldið kom ég í starfsmannahús Kópavogshælis til stúlku sem ég þekki. Þetta var um klukkan 23. Þangað komu Kristján og Tryggvi Rúnar í bifreið. Talaði Kristján um að fara til Keflavíkur. Úm klukkan 2 um nóttina fór ég að hugsa um það að líklega væri best að huga að því hvort hinir ætluðu að reyna að komast inn í íbúðina á Hamarsbraut. Fór ég þangað í leigubíl og þegar þangað kom sá ég að ljós var í íbúðinni og bíll Alberts fyrir utan. Inni voru Kristján, Tryggvi, Albert, Guð- mundur og Gunnar Jónsson, en þá tvo síðastnefndu þekkti ég þá ekki. Tryggvi hafði beðið Guðmund um peninga til þess að kaupa áfengi. Upp kom misklíð sem endaði í allsherjarslagsmálum, sem beind- ust að Guðmundi. Kristján sló Guðmund í andlitið, ég heyrði dynk eins og maður hefði fallið á vegg. Ég sá að Guðmundur lá á gólfinu. Kristján og Tryggvi beygðu sig niður og reyndu að vekja hann en fundu þá að hann var látinn. Ég komst að sömu niðurstöðu. Þeir urðu mjög ótta- slegnir. í sakadómi 29. marz 1977, eftir að ákæra var gefin út, sagði Sævar m.a. (Um endursögn er að ræða): Eg kom heim til Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82 klukkan 20 um kvöldið. Þar voru auk mín Kristján, Tryggvi Rúnar og Gunn- ar Jónsson. Þaðan fór ég í hús við Vesturgötu ásamt Albert og síðan í starfsmannahús Kópavogshælis. Var þetta á tímabilinu 22.30—23. Um klukkan 24 kom Albert á bíl og með honum Kristján, Tryggvi og Gunnar Jónsson. Bað Kristján mig að lána sér 5 þúsund krónur en ég sagðist enga peninga hafa á mér, þeir væru allir í Hamars- brautinni. Sagði Kristján þá að þeir væru að fara til Hafnarfjarð- ar.^Um nóttina fór ég að Hamars- braut og þá var ljós þar og bíll fyrir utan. Þar voru staddir menn þeir sem ég áður nefndi og auk þeirra Guðmundur, sem ég þekkti ekki þá. Guðmundur var talsvert drukkinn. Mikil spenna var þarna. Kristján og Tryggvi vildu fá hann til þess að leggja peninga í flösku. Atökin hófust í stofunni með því að Guðmundur þreif til mín, hann hefur líklega haldið að ég hefði tekið veskið hans eða þá að hann hefur talið að ég hefði vísað þeim út. Kristján sló nú til Guðmundar og Tryggvi blandaði sér í slaginn. Upphófust nú allsherjar slagsmál og var Guðmundur einn á móti Kristjáni og Tryggva og hugsan- lega Albert. Ég heyrði þá dynk og sá Guðmund liggja á gólfinu. Reynt var að fá hann til að ranka við en þá kom í ljós að Guðmundur var látinn. Sævar snýr við blaðinu Þegar hér var komið sögu í sakadómsyfirheyrslunni var gert á henni 25 mínútna hlé. Þegar hún hófst að nýju „var engu líkara en straumrof hefði orðið hjá ákærða", eins og saksóknari orð- aði það í gær, því Sævar óskaði bókað: Dómendur Hæstaréttar, talið frá vinstri: Björn Helgason hæstaréttarritari, Þór Vilhjáimsson, Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Fyrsta fréttin i Mbl. um hvarf Guðmundar í janúar 1974. annar maður, sem ég man ekki hver er. Erla var ekki heima. Átök byrjuðu í íbúðinni en ég tók ekki þátt í þeim. Þau voru milli manns- ins, Sævars og Tryggva. Ég geri mér ekki grein fyrir því hve lengi átökin stóðu en það var nokkra stund. Erla kom heim og ég man að Sævar og Tryggvi voru að bjástra með poka í þvottaherberg- inu. Erla kom og virtist hissa. Sævar og Tryggvi báru pokann út í bíl fyrir utan. Pokinn virtist þungur því bifreiðin vaggaði þegar pokinn var settur í farangurs- geymsluna. Var nú ekið í átt til álversins en síðan beygt útaf veginum. Þar fóru Sævar og Tryggvi út, tóku pokann úr far- angursgeymslunni og hurfu út í myrkrið. Við yfirheyrslu 3. janúar 1976 sagði Kristján m.a.: Eg hef mikið hugsað um málið og tel mig nú muna ýmis atriði betur. Átökin byrjuðu í svefnherberginu og bár- ust inn í stofuna. Sævar varð undir í átökum við Guðmund og kallaði á hjálp og fór ég að hjálpa honum og einnig Tryggvi Rúnar. Ég aðhafðist ekki mikið, tók bara í aðra löppina. Tryggvi og Sævar voru í átökum við Guðmund. Ég man greinilega að Guðmundur lá í gólfinu og Sævar sparkaði marg- sinnis í höfuð hans. Það leið ekki yfir Guðmund því hann fór fram í gang þar sem átökin héldu áfram. Eg var ekki viss um það fyrst hver þetta var en tel nú eftirá að það hafi verið Guðmundur Einarsson, gamall skólafélagi minn. Við tókum hann upp í bifreiðina í brekkunni í Hafnarfirði, sem liggur til Reykjavíkur. Tel ég sennilegt að þarna hafi verið um Guðmund að ræða. Ég held að tilefni átakanna hafi verið það að Guðmundur kallaði okkur dópista. Við vorum með töflur og ég man að Guðmundi voru boðin lyf. Næst man ég með vissu að það urðu einhver átök og þeir Sævar og Tryggvi voru að bjástra við að setja eitthvað fyrirferðarmikið í hvítt lak, það gæti hafa verið mannslíkami. Þeir báðu mig að bera þetta en ég neitaði. Þá vil ég geta þess að þegar Sævar sparkaði í Guðmund, lá Tryggvi ofan á Guðmundi og hélt honum niðri. Næst kom Kristján fyrir rétt 11. janúar og hafði þá þetta að segja: Þegar átökin voru um garð gengin var farið með líkið suður fyrir Leitarflokkar safnast saman til leitarinnar. (Ljósm. MbL Sv. I Víðtækleitað 18 ára pilti ■jsam KKL.YG AK í 12 hjorgunarsveit- (uu SVFI og hjálparsvvilum skáta á hofuðhorgarsvæðinu og ai Suðurnesjum leituðu I gær á siæðinu írá Hafnarfirði yfir að Blesugróf I Keykjai Ik að 18 ára pilti. sein ekkert hefur frét/t af Irá þvl aðfararnótt sl. suiinti- dags. Pilturinn lieitir t.uð- inuiidur Kinarsson. til heimilis að llraunprýði i Blesugróf llann fór á laugardagskvoldið a daitsleik i Alþyðuhiisinu í llatnarfirði og lieítir siðast spur/t nl lians um kl 02 um nóttina á Straiulgólu i llalnar- lirði. Þar var hann i f.vlgd méð óðr.um piltt, seiimlega nokkru eldri. sein var dókkskolhærður og i gulri skyrlu, jakkalaus. Sá piltur er heðmn að hafa sam- hand við lógreyluna til að veita henni upplýsmgar. (iuðmundur var kheddur doppóttuin jakka, grænleitum Inisum og brúnum skóm Hann er 180 sm á hæð og samsvarar sér vel. dökkhærður með hár mður á herðar. Lýst var eftij (íuðmundi i út- varpt i gærog um hádegið hófu leilarflokkar leit og leituðu frain til myrkurs. en án árang- urs Þvrla Landhelgisga'/lunn- ar og SVKi. TF—G.MA. var einmg fengin til leitarinnar Leitað var i llafnarfirði og nágrenm og einmg I (iarða- hreppi. Kópavogi og nágrenni. með það i huga, að Guðmundur kvnm að hata ætlað að ganga hetm ttl sin að dansleiknum lokiuun. Þá voru ihúar húsa i Hafnarfirði og Garðahreppi beðmr að Jeita i krmgum hús Hafnarfjörð og það sett í gjótu og stór steinn yfir. Einnig vil ég bæta því við að Sævar sparkaði í höfuð Guðmundar þar sem hann lá. 22. marz kom Kristján enn fyrir dóm og hafði þá þetta að segja: Ég sagði Erlu frammi í ganginum að það hefði orðið ógurlegt slys. Daginn eftir atburðinn hitti ég Tryggva Rúnar og við fengum okkur LSD. Við ímynduðum okkur að ekkert hefði gerst í íbúðinni um nóttina og við hefðum ekki verið þar. Hnífurinn kemur til sögunnar Hinn 7. apríl gaf Kristján skýrslu að eigin ósk og var þá annað hljóð komið í strokkinn, því að nú lýsti Kristján því yfir að hann hefði orðið Guðmundi að bana með hnífi: Guðmundur tók mig hálstaki, það greip mig hræðsla, ég tók hníf og rak hann í blindni aftur fyrir mig og fann að hann stakkst í Guðmund og tak hans linaðist. Hann féll niður og við töldum hann látinn. Rúmum tveimur mánuðum síð- ar eða 22. júní kom Kristján fyrir að nýju að eigin ósk og sagði þá: Ég vil að nokkru leyti breyta framburði mínum. Ég stakk Guð- mund aldrei með hnífi. Við lentum í átökum, sem leiddu til dauða Guðmundar. 19. september 1976 kemur Krist- ján enn til yfirheyrslu og segir þá: Eftir því sem ég man bezt byrjuðu átökin vegna þess að Sævar stal veski Guðmundar. Hann ætlaði að ráðast á Guðmund en Tryggvi gekk á milli. Ég bað Guðmund að fara með góðu en hann sagðist hafa í fullu tré við mig. Hann tók mig hálstaki, sem ég gat ekki losað mig úr. Ég lét mig því falla á gólfið. Ég fann að ég var hættur að heyra og var að missa meðvit- und. Ég varð ofsahræddur, greip hníf og stakk í hann. Guðmundur elti mig yfir gólfið en lá svo hreyfingarlaus. Það heyrðist hljóð frá honum, sem erfitt er að lýsa. Þarna var hnífurinn sem sagt kominn aftur inn í framburðinn en við skýrslugjöf 14. marz 1977 fyrir lögreglu hvarf hann á ný úr málinu, því þá sagði Kristján: Það að ég hafi stungið Guðmund Einarsson með hníf eða byssu- sting er ekki rétt. Þessu skaut upp í kollinn á mér, kannski vegna þess að ég hafi viljað taka á mig sökina einn. Þá tók Kristján það einnig fram að hann myndi það nú að Álbert og strákur að nafni Gunnar hafi einnig verið þarna inni. Þeir hafi verið í bílnum, ekið til Hafnar- fjarðar og hitt þar Guðmund og farið svo gangandi að Hamars- braut 11. Fljótlega hafi byrjað átök milli Guðmundar, Sævars og Tryggva og hann hafi sjálfur slegið Guðmund fjórum sinnum, og segist sjálfur halda að hann hafi orðið honum að fjörtjóni. Tryggvi hafi einnig slegið Guð- mund. Næst kemur Kristján fyrir dóm 25. marz 1977 eftir að ákæra var útgefin. Þar staðfestir hann skýrslur sínar og gefur nákvæman framburð um ferðir þeirra um nóttina, hvernig þeir hitta Guð- mund við veitingahúsið Skiphól og þeir þrír, Kristján, Tryggvi og Guðmundur gera árangurslausar tilraunir til þess að fá far til Reykjavíkur. Síðan hafi þeir farið að Hamarsbrautinni, átök hafi blossað upp eftir að þangað kom vegna missættis um áfengiskaup. Átökin hafi aðallega verið milli Sævars, Tryggva og Guðmundar en Albert og Gunnar Jónsson hafi Sjá næstu síðu Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.