Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
Reikulir framburðir sakborn-
inga í Guðmundarmálinu
Athugasemd hagfræð-
ings Seðlabankans við
blaðaskrif um ágrein-
ing við Þjóðhagsstofnun
einnig verið viðstaddir. Þegar
átökin voru áfstaðin hafi Guð-
mundur legið kyrr og þeir talið
hann meðvitundarlausan en síðar
hafi þeir reynt að finna púls og
þreifað við gagnauga en engin
merki fundið um að lífsmark væri
með Guðmundi. Skelfing hafi
gripið þá og síðar um nóttina hafi
þeir komið líki hans fyrir úti í
hrauni.
Kristján dregur
framburðinn
til baka
Kom nú Kristján til yfirheyrslu
nokkrum sinnum og stóð við
framburð sinn í aðalatriðum en
27. september 1977 söðlaði hann
alveg um og óskaði eftir að bókað
yrði:
„Ég veit ekkert um hvarf Guð-
mundar Einarssonar. Ég fór fram
á það 12. maí og 6. júlí að þetta
yrði bókað en því var hafnað.
Fyrri skýrslur mínar gaf ég vegna
þess að lögreglumennirnir fóru
fram á það og við sem sátum inni
vegna málsins vorum látin hjálp-
ast að við að muna atburði, sem
aldrei skeðu en lögreglumennirnir
töldu að hefðu gerst. Ég var ekki í
Hafnarfirði nóttina sem Guð-
mundur Einarsson hvarf.
Og aftur kom Kristján fyrir í
yfirheyrslu 29. september og þá
endurtók hann það sem hann
sagði hér að framan og kvað allan
framburð sinn í málinu tóman
þvætting.
Framburður
Tryggva
Rúnars
Næst víkur sögunni til Tryggva
Rúnars og framburðar hans í
málinu. Hann kom fyrst í yfir-
heyrslu 23. desember 1975 og þá
var bókað eftir honum: Hef enga
hugmynd um það hvernig maður
sá sem talað er um lézt.
Daginn eftir kom hann aftur
fyrir og þá var bókað: Er ekki
viðriðinn hvarf Guðmundar Ein-
arssonar.
Það var svo 9. janúar að Tryggvi
Rúnar gefur eftirfarandi skýrslu
hjá lögreglunni: Ég hef mikið
hugsað um þetta mál. Ég man nú
að ég var staddur í húsi með
Sævari, Kristjáni Viðari og ein-
hverjum öðrum, sem ég man ekki
hver var. Ég man nokkuð vel
herbergjaskipan þarna. Lýsti
Tryggvi nú af nokkurri nákvæmni
herbergjaskipan að Hamarsbraut
11. Mér virtist á tali ókunna
mannsins og Kristjáns að hann
þekkti hann. Eitthvað ósamkomu-
lag kom upp, ábyggilega milli
Kristjáns og hins óþekkta, þetta
byrjaði með fúkyrðum en endaði
með átökum. Sævar lenti í átökum
við hann en ég kom til hjálpar. Ég
fékk högg frá manninum en sló
hann til baka. Þá féll maðurinn og
virtist dasaður. Hann reyndi að
standa á fætur en þá sá ég að
Sævar stökk fram og sparkaði í
höfuð mannsins rétt aftan við
eyrað. Maðurinn hreyfði sig ekki.
Það var stumrað yfir honum en
ekkert lífsmark fannst. Okkur brá
í brún því við vorum þess fullvissir
að maðurinn væri látinn. Hann
var nú lagður í geymsluherbergið
en ég man ekki hvað við gerðum
við manninn.
Tryggvi kom fyrir sakadóm 11.
janúar og þar skýrði hann sjálf-
stætt frá málsatvikum og var
skýrslan að mestu í samræmi við
fyrri skýrslu. 22. mars kom hann
aftur fyrir dóm en kvaðst þá ekki
hafa neinu við að bæta. Aftur kom
hann fyrir 30. apríl og hafði enn
litlu við að bæta, nema hvað hann
sagðist hafa slegið manninn niður.
17. september kom hann enn á ný
fyrir og kvaðst þá ekki muna
frekar hvert farið var með lík
Guðmundar.
Tryggvi snýr
við blaðinu
30. marz 1977 kom Tryggvi
Rúnar fyrir dóm eftir að ákæra lá
fyrir og óskaði þá eftir að bókað
yrði að hann hefði ekki ráðist að
Guðmundi Einarssyni og mis-
þyrmt honum svo að hann hlaut
bana af. Kvaðst hann aldrei hafa
komið að Hamarsbraut 11. Gaf
hann þá skýringu að hann hefði
verið mjög illa fyrir kallaður í
desember 1975 enda honum verið
borin á brýn mjög alvarleg sakar-
efni svo sem manndráp. Kvaðst
Tryggvi ekki hafa getað sofið og
honum hefði verið neitað um að fá
svefntöflur. Læknir hefði komið
og sprautað hann niður og hefði
hann alls ekki verið í jafnvægi.
Þar að auki hefðu yfirhéyrslur
staðið yfir allt að 12 tíma á dag.
Lögreglumennirnir hefðu lagt
hart að honum að játa þar sem
allir aðrir væru búnir að játa og
því hefði hann játað á sig brotin í
von um að sannleikurinn kæmi
síðar í ljós.
Framburður Alberts
Hér hefur verið rakið það sem
fram kom hjá ríkissaksóknara í
gær um framburði Erlu Bolladótt-
ur, Sævars Marínós Ciesielskis,
Kristjáns Viðars Viðarssonar og
Tryggva Rúnars Leifssonar. Eins
og frásögnin ber greinilega með
sér hefur framburður þeirra verið
ákaflega reikull en hefur þó fallið
í sama meginfarveg. Síðan gerðist
það, sem kemur fram hér á undan
að þeir Sævar, Kristján og
Tryggvi hafa alveg dregið fram-
burð sinn til baka og segjast
ekkert við málið kannast. Hins
vegar hefur Erla Bolladóttir ekki
dregið framburð sinn til baka né
Albert Klahn Skaftason, sá sem
talinn er hafa ekið þeim félögum
með lík Guðmundar suður í Kap-
elluhraun nálægt Alverinu. Hans
framburður stendur enn, en sak-
sóknari rakti hann skilmerkilega í
ræðu sinni í gær. Þar kom fram að
Albert ók Kristjáni og Tryggva til
Hafnarfjarðar í þann mund er
dansleiknum var að ljúka í Al-
þýðuhúsinu og setti þá út neðst á
Reykjavíkurvegi við Strandgötu.
Komu þeir aftur eftir u.þ.b. 10
mínútur með mann sem Albert
þekkti ekki óg síðar kom í ljós að
var Guðmundur. Vildi Albert ekki
taka þá upp í bílinn aftur né
Guðmund. Kom Albert síðan að
Hamarsbraut 11 seinna um nótt-
ina og var að nokkru leyti vitni að
átökunum þar, sem leiddu til
dauða Guðmundar. Sýndist hon-
um að þeir Kristján, Tryggvi og
Sævar tækju allir þátt í þeim
átökum. Síðan lýsti Albert
líkflutningr.um út í hraun og
hvernig þeir félagar hurfu með
líkið út í myrknð en Albert sat
einn eftir í bílnum og beið þess að
þeir kæmu aftur.
Sömuleiðis stendur enn fram-
burður Gunnars Jónssonar sem
áður er á minnst og var með
Albert í bílnum um kvöldið og fór
með honum inn í Hamarsbraut 11
í þann mund er átökin hófust.
Þegar málið kom upp var Gunnar
staddur á Spáni og var hann
þangað sóttur til að gefa skýrslu
fyrir dómi. Gaf hann skýrslu um
atburði næturinnar og minnist á
skýrslu Kristjáns Viðars, sem
honum fannst gefa góða mynd af
því sem gerðist..
í lok ræðu sinnar í gær gat
Þórður Björnsson ríkissaksóknari
þess að allmörg vitni hefðu verið
kölluð til í máli þessu. M.a. hefði
stúlkan, sem Erla sagðist hafa
fengið far með úr Klúbbnum til
Hafnarfjarðar, staðfest frásögn
Erlu að þessu leyti. Sömuleiðis
hefur vinkona Sævars í starfs-
mannahúsi Kópavogshælis stað-
fest samband sitt við hann og man
eftir að félagar Sævars hafi komið
þangað kvöld eitt á föstudegi eða
laugardegi. Sagði hún að Sævar
hefði verið undarlegur um þetta
leyti, ætt um gólf og eitt sinn
sagðist hann hafa drepið mann.
Kvað hún Sævar hafa grobbað sig
af því að auðvelt væri að láta
menn hverfa. Saksóknari kvað
yfirheyrslur yfir nágrönnum á
Hamarsbraut og leigubílstjórum
ekki hafa varpað frekara ljósi á
málið.
Sýnileg
sönnunargögn
ekki mikil
Þá sagði ríkissaksóknari efnis-
lega: Lík Guðmundar hefur ekki
fundist og framburðir ákærðu um
það hvar líkið er að finna reikulir
og óljósir. Þrátt fyrir mikla leit
hefur staðurinn ekki fundist.
Sýnileg sönnunargögn eru ekki
mikil, enda ber að hafa í huga að
tæp tvö ár liðu frá hvarfi Guð-
mundar þar til grunur beindist að
ákærðu.
Nefndi saksóknari athuganir á
blóði, sem fannst í frakka þeim
sem Kristján Viðar var í kvöldið
sem átökin áttu að hafa átt sér
stað. í frakkanum fannst blóð,
sem greint var í rannsóknarstofu
vestur-þýzku lögreglunnar.
Fannst út að blóðið væri af
A-flokki, sem gæti verið flokkur
Guðmundar heitins, en hann var í
flokki A eða AB. Hins vegar gat
blóðið ekki verið úr flokki Krist-
jáns. — Þetta segir ekki mikið en
er frekar í áfellisátt, sagði sak-
sóknari.
Þá fannst blóð í teppi kjallara
íbúðarinnar á Hamarsbraut 11 og
ennfremur í Volkswagenbíl Al-
berts Klahn Skaftasonar en ekki
reyndist unnt að greina það.
Ríkissaksóknari mun halda
áfram sóknarræðu sinni klukkan
13.30 í dag fyrir Hæstarétti og
mun þá fjalla áfram um Guð-
mundarmálið.
- SS.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd hag-
fræðings Seðlabankans.
Dagblöð helgarinnar fluttu
mönnum þá nýlundu, að upp væri
kominn ágreiningur milli hag-
fræðideildar Seðlabankans og
Þjóðhagsstofnunar um túlkun til-
löguhugmynda til umræðu við
tilraunir til stjórnarmyndunar.
Einkum er bitastætt á fréttum
þessa efnis í Þjóðviljanum á laug-
ardag 12. þ.m. og Morgunblaðinu á
sunnudag 13. þ.m.
Fréttum þessum er það sameig-
inlegt, að sagt er, eða látið að því
liggja, að hagfræðideild Seðla-
bankans hafi gert sjálfstæða út-
reikninga á kjaraskerðingaráhrif-
um hinna mismunandi tillöguhug-
mynda og fengið niðurstöður veru-
lega frábrugðnar þeim, sem Þjóð-
hagsstofnun lét frá sér fara. Þetta
er misskilningur og missir marks
um meginefni þess álits, sem
hagfræðingur Seðlabankans lét í
té. Hagfræðideildin hefur enga
slíka útreikninga gert að þessu
sinni. Að vísu hefur deildin komið
sér upp reiknilíkani áþekkrar
gerðar og Þjóðhagsstofnun notar,
en það hefur sýnt mjög svipaðar
niðurstöður og því engin ástæða
þess að ætla, að það muni sýna
aðra mynd að gefnum sömu for-
sendum og Þjóðhagsstofnun hefur
fengið upp í hendurnar.
Mergurinn málsins er hins veg-
ar sá, að hér er um að ræða
reiknilíkan til þess að ráða í
Þorlákshofn, 14. janúar.
NÚ ER að hefjast hér vetrarvertíð.
Bátarnir eru sem óðast að byrja
róðra og allt er að fara í gang. Útlit
er fyrir að hér muni landa 25 bátar á
komandi vetrarvertíð eða líkur fjöldi
og í fyrra. Níu bátar eru þegar
byrjaðir með net og fjórir með línu.
Á sl. ári sem var metafiaár, kom hér
sennileg viðbrögð markaðar og
verðákvörðunaraðila eftir venju-
bundinni hegðun, miðað við áorðin
kostnaðartilefni og tímatafir í
kerfinu. Útkoman sýnir þá vænt-
anlegan feril verðlags og kaup-
máttar. Stjórnvöld geta hins veg-
ar tæpast tekið slíka niðurstöðu
sem gefna, heldur hljóta að meta
hana út frá raunverulegum efna-
hagslegum og þjóðfélagslegum að-
stæðum. Þegar söðla skal um af
háskalegri verðbólgubraut, getur
það einmitt orðið meginefni opin-
berrar stefnumótunar að brjótast
út úr vítahring vanabundinnar
verðbólguhegðunar. Við þau orð,
að ekki væri unnt að taka niður-
stöður vélrænna utreikninga af
þessu tagi alvarlega sem stefnu-
ráðgjöf, hefði verið ástæða til að
bæta því við, að slíkt væri sjálf-
sagt heldur ekki ætlan Þjóð-
hagsstofnunar. Hið fyrsta var
stofnuninni falið að meta tillög-
urnar á þann kvarða, sem hér um
ræðir og henni er tiltækur. En í
framhaldi af því vann stofnunin
að víðtækari athugunum tillagn-
anna, og lágu niðurstöður þeirra
ekki fyrir, þegar tilvitnuð orð voru
rituð.
Rétt er að taka fram, að álits-
gerð undirritaðs var ekki samin
með það fyrir augum að birtast í
fjölmiðlum, en í því tilviki hefði að
ýmsu leyti verið ástæða til fyllri
skýringa og fyrirvara.
Reykjavík, 14. janúar, 1980
Bjarni Bragi Jónsson
á land af bolfiski miðað við áramót
bátafiskur 17.871 tonn og togarafisk-
ur 6.496 tonn eða samtals 24.367
tonn.
Togárarnir hafa nú fiskað vel það
sem af er þessu ári og hér er nóg
vinna fyrir alla. Um það hvenær
loðna berst hingað er allt í óvissu
ennþá. Raiínheiúur
Sólin brosti á rétt-
um tíma á Eskifirði
EskifirAi — 14. janúar
í DAG sáum við sólina í fyrsta
sinn á "þessu nýbyrjaða ári og var
hún stundvís því hciðskírt var.
Menn fengu því snlarpönnukök-
urnar árvissu á réttum degi. Sól
hafði ekki sézt síðan 20. desem-
ber, en nú hætist hamufetið við á
hverjum degi og ef að líkum lætur
léttist á mönnum brúnin í sam-
ræmi við það.
Agætis tíð hefur verið það sem
af er árinu, varla komið frost og
hitinn farið allt upp í 14 stig, eins
og var síðastliðinn laugardag. Sem
dæmi um veðursældina má geta
þess að þeir áhugasömustu spiluðu
golf á golfvellinum við Byggðar-
holt allan þann dag og fátt minnti
á að samkvæmt almanakinu er
miður janúar og því hávetur.
Línubátar hafa lítið getað róið
vegna brælu þótt gott hafi verið til
landsins. Allgóður afli er þó þegar
þeir komast á sjó eða allt að 7 tonn
í róðri.
— Ævar
Logmenn, talið frá vinstri: Hilmar Ingimundarson, Benedikt
Blöndal, Örn Clausen og Páll A. Pálsson. Bak við þá situr
Kristján Viðar Viðarsson milli tveggja lögreglumanna. Allmargt
manna fylgdist með réttarhöldunum í gær.
Frá höfninni.
Þorlákshöfn:
Næg atvinna