Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 41

Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANUAR 1980 21 Itlorjjimlilníiiíi Fóru á fyllerí! MIKIÐ hóf var haldið í Bremen á föstudaginn og komu þar saman öll liðin sem þátt tóku i keppninni. Það vakti athygli og það ekki litla, að á sama tima og flest liðin sátu undir borði snæðandi nokkuð frambæri- legan svínarétt, voru leikmenn A- og B-liða Vestur-Þýskalands við áfengissölu vietingahússins. Barst ómurinn af fjöldasöng þeirra inn í matsalinn þar sem ýmsir menn freistuðu þess að flytja frumsamdar ræður. Þeg- ar að var gáð, kom i ljós að um allsherjar fylleri var að ræða hjá þeim þýsku. Þessi hegðun Þjóðverjanna daginn fyrir elik kom öllum i opna skjöldu, en skýringin mun hafa verið sú, að fyrst að hvorugt liðið keppti um efsta sætið, þótti Þjóðverjum það smánarlegt að A-Iiðið skyldi ekki leika betur en svo að það yrði hlutskipti þess að mæta B-liðinu i leik um 3.-4. sætið. 152 hlutu vinning í 20. leikviku getrauna komu fram 6 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 354.000.-. Með 10 rétta voru 152 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 6.000.- All langt er um liðið síðan komið hefur fram seðill með 12 réttum, og að þessu sinni hefur jafnteflið hjá Liverpool sett strik í reikninginn. Eftir margra vikna sigurgöngu kom Southampton i heimsókn og með því liði leikur hinn kunni landsliðsmaður, Alan Ball, sem hefur líklega oftar en nokkur annar leikmaður i Englandi í dag verið í sigurliði gegn Liver- pool á heimavelli þess. Hann kom þangað fyrst sem táningur fyrir 18 árum mcð Blackpool, sem sigraði, og síðan lék hann lengi með Everton og Arsenal, sem bæði hafa haft sérstök tök á hinu sigursæla Liverpool-liði í gegnum árin. En ekki cr ósenni- legt, að Liverpool hafi tekið daginn rólega, því að miðviku- daginn 16. janúar skal liðið mæta sínum erfiðasta andstæð- ingi, Nottingham Forest, í und- anúrslitum deildabikarsins. Sveinbjörn til Sundsvall BLM. MBL. rakst á Sveinbjörn Hákonarson knattspyrnumann á Kastrup-flugvelli á sunnudag- inn. Kom í ljós að kappinn var á leið til Svíþjóðar, nánar tiltekið til sænska 1. deildar liðsins Sundsvall. Þar er áætlað að hann dvelji næstu vikuna og skoði aðstaeður. Er nú óhætt að fara að taka undir þær raddir, að þróunin í þessum málum sé að verða uggvænleg. Svo tugum skiptir eru ungir og efnilegir knattspyrnumenn að leita fyrir • Sveinbjörn Hákonarson. sér í Svíþjóð og reyndar víðar. Enginn álasar þeim, þetta er afleiðingin af því aðstöðuleysi sem hér ríkir. Sá þýski skrifaði undir hjá Val VESTUR-þýski knatt- spyrnuþjálfarinn sem dvaldist hjá Val um helg- ina eins og sagt var frá í Mbl. á laugardaginn hef- ur gert samning við fé- lagið. Stjórnaði hann æf- ingu hjá félaginu og líkaði öllum vel, var því eftir engu að bíða. Eins og skýrt var frá í Mbl. heitir maðurinn Volker Hoffenberg. Ilann er 31 árs og hefur nýlok- ið námi við knattspyrnu- deild íþróttaskólans mikla í Köln. Ilonum hefur þegar verið boðið að starfa sem aðstoðar- þjálfari hjá Bayern, Stuttgart og Fortuna Diisseldorf, en það þykir mikill skóli að þjálfa á íslandi og því kaus hann Val frekar. Sveitakeppni J.S.Í fór fram um helgina. Keppendur tóku hraustlega á hver öðrum eins og sjá má á þessari mynd. Það var Júdófélag Reykjavíkur sem sigraði í keppninni en á bls. 22 má sjá allt um keppnina. Ársæll Sveinsson hefur gert eins árs samning við sænska félagið Jönköping. Ársæll mun halda utan til Sviþjóðar ásamt fjölskyldu sinni í lok mánaðarins. Ljósm. Sigurgeir. Ársæll til Jönköping „Gat ekki slegið hendinni á móti svo góðu tilboði" ÁRSÆLL Sveinsson markvörð- urin snjalli úr ÍBV, sem kjörinn var leikmaður síðasta íslands- móts í knattspyrnu af Morgun- blaðinu hefur nú ákveðið að halda utan til Svíþjóðar og leika með Jönköping. í spjalli við Mbl. í gærkvöldi sagði Ársæll meðal annars. — Ég hafði verið úti að kynna mér aðstæður hjá félag- inu og hafði fengið gott tilboð. Samt var ég á báðum áttum hvort ég myndi fara til þeirra. Síðan skeður það að þeir hafa samband við mig og hækka verulega tilboðið. Það gerði útslagið. Ég mun halda til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu minni 27. janúar n.k. — Það er æft úti fjórum sinnum í viku og leikið á laugar- dögum eða sunnudögum. Liðið mun svo fara í 10 daga æfinga- ferð til Ungverjalands í marz. Fyrsti leikur okkar í deildinni verður svo við Örgryte og þar mun ég mæta fyrrum félaga mínum Erni Óskarssyni, en hann leikur með því liði. Það verður mikill missir fyrir ÍBV að Ársæll skuli fara til Svíþjóðar. Ársæll hefur verið í mikilli sókn sem markmaður og aldrei leikið jafn vel og síðast liðið sumar. Það fer nú að horfa til stórvandræða hjá íslenskum félögum hversu margir leikmenn halda utan. - þr. Stórleikur í körfunni: Valur og UMFN á Ijölunum EINN leikur fer fram í íslandsmótinu í körfuknattleik i kvöld, er það viðureign Vals og Njarðvíkur. Fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.00. Þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessa leiks og má því reikna með mikilli spennu. Til að slaka á henni, munu Halli og Laddi stjórna fjöldasöng í hálf- leik. Gæti það hæglega orðið hvalreki fyrir einhvern plötu- framleiðandann. Seppi hættir GAMLA kempan Sepp Maier, markvörður vestur- þýska landsliðsins i knatt- spyrnu í mörg ár, hefur að læknisráði tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuiðk- un. Sem kunnugt er hlaut Maier alvarlcg innvortis meiðsl í bilslysi fyrir nokkr- um mánuðum og hafa eftir- köstin haft þessi áhrif. Kemur Hilpert ekki? TALIÐ er að Klaus Hilpert sjái um þjálfun ÍA í íslands- mótinu í knattspyrnu i sumar. Hafa báðir aðilar lýst áhuga sinum á þvi. Nú er Ililpcrt hins vegar sam- kvæmt góðum heimildum i þannig vinnu í Þýskalandi, að skyndilega er ekki alveg eins vist að hann geti komið. Er málið sagt á því stigi nú, að brugðið geti til beggja vona. Eyjamaður til Reynis REYNIR í Sandgerði hefur ráðið til sin þjálfara fyrir komandi keppnistimabil i knattspyrnu. Er þar um að ræða Kjartan Másson, sem var aðstoðarþjálfari íslandsmeistara ÍBV á siðasta keppnistimabili. Kjartan er ekki með öllu ókunnugur i Sandgerði, því hann þjálfaði liðið fyrir nokkrum árum. Pétur bætir í safnið! PÉTUR Pétursson skoraði 17. mark sitt í hollensku deildarkeppninni er hann skoraði fyrra mark Feyen- oord gegn Pec Zwolle um helgina. Feyenoord sigraði 2—1 og var það Jan Van Deinsen sem skoraði siðara mark Feyenoord.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.