Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
23
Ármann sigraði
• Hinn snjalli linumaður KA, Þorleifur Ananiasson, i dauðafæri á linunni. Egill Steindórsson, markvörður
Týs, sýnir mikil tilþrif þar sem hann kemur út úr markinu. Egill átti stórleik í markinu. Ljósmynd SOR.
Auðveldur sigur KA
óhætt er að fullyrða að ekkert
lið hefur komið jafnmikið á óvart
í vetur i 2. deildinni i handknatt-
leik og lið Aftureldingar úr
Mosfellssveit. Liðið, sem kom upp
úr 3. deildinni í fyrra, hefur svo
sannarlega velgt hinum reyndari
liðum undir uggum. í siðustu
viku sigraði liðið Fylki i Laugar-
dalshöllinni með þriggja marka
mun, 17—14. Á laugardag mætti
liðið svo Ármanni á heimavelli að
Varmá og var þar um mikinn
hörkuleik að ræða allan timann.
Afturelding átti alla möguleika á
að sigra í leiknum en féll á eigin
bragði. Seint i síðari hálfleiknum
lét Pétur Jóhannsson þjálfari
U.M.F.A. tvo af leikmönnum
sinum taka þá Björn Jóhannes-
son og Friðrik Jóhannesson,
Ármanni, úr umferð, en við það
opnaðist vörn Aftureldingar svo
mikið og illa að átakalaust gat
Ármannsliðið skorað hvert mark-
ið af öðru og náði að tryggja sér
sigurinn á síðustu mínútum
leiksins. Emil i marki UMFA,
sem átt hefur góða leiki með liði
sínu í vetur, var óvenju slakur í
leiknum og varði varla bolta. Það
var því meira fyrir mistök UMFA
en gæði Ármannsiiðsins að Ár-
menningar gengu með sigur af
hólmi i leiknum. Lengst af hafði
lið Aftureldingar sýnt betri
handknattleik og sóknarleikur-
inn var mun beittari og léttari
allan timann.
Gangur leiksins
Fyrri hálfleikur var bráð-
skemmtilegur á að horfa þar sem
sóknarleikur var í fyrirrúmi og
mörg falleg mörk voru skoruð,
sérstaklega af hálfu UMFA. Jafn-
ræði var með liðunum út hálfleik-
inn, en síðustu fimm mínútur
hans tókst UMFA að ná forystu og
ÞEGAR um 3 mínútur voru eftir
af leik Þórs og Týs og staðan var
21 — 18 Tý í vil brutust út mikil
slagsmál. Aðdragandinn var sá
að Týrarar voru í sókn og var
dæmt aukakast á Tý. Þórsarar
sem voru að vinna á ætluðu að
flýta sér að taka aukakastið, en
þá gerði Kári Þorleifsson sér lítið
fyrir og lét boltann ekki af hendi
þegar Arnar Guðlaugsson Þórs-
ari reyndi að ná boltanum. Arnar
•.erði sér hins vegar lítið fyrir og
skellti Kára í gólfið og tók síðan
boltann. Sigurlás, bróður Kára,
sem var nærstaddur, líkuðu eng-
an veginn aðfarir Arnars og kom
hlaupandi og tók Arnar hálstaki
og keyrði hann í gólfið. Á meðan
á þessu stóð átti Ragnar mark-
vörður Þórs í útistöðum við tvo
leikmenn Týs. Á næstu augna-
blikum bar að múg og marg-
menni, og þar á meðal dómarana,
til að stilla til friðar. Tókst að
stilla til friðar og ráku dómar-
arnir tvo leikmenn Þórs út af en
einn úr liði Týs. Litlu eftir að
leikurinn hófst aftur, dæmdu
dómararnir eitthvað á Tý sem
þjálfari þeirra gat engan veginn
sætt sig við. Hann lét miður góð
Ármann ^ lm*M
hafði tvö mörk yfir í hálfleik,
14-12.
Þeim tókst svo að halda frum-
kvæðinu í leiknum fram undir
miðjan síðari hálfleik að Ármanni
tókst að jafna leikinn 19—19. Var
það greinilega farið að fara nokk-
uð í taugarnar á leikmönnum
Ármanns hversu illa þeim gekk að
hemja lið heimamanna. Var nokk-
ur harka kominn í leikinn en góðir
dómarar, þeir Óli Olsen og Ólafur
Steingrímsson, höfðu nokkuð góð
tök á leiknum. Þegar átta mínútur
voru eftir af leiknum var staðan
jöfn, 21—21, en þá fór UMFA að
láta elta tvo menn með fyrr-
greindum afleiðingum. Lokakafl-
ann í leiknum skora Ármenningar
fimm mörk á móti tveimur, það
reið baggamuninn.
Liðin:
Lið Aftureldingar lék þennan
leik lengst af vel. Þó sérstaklega
sóknina. Varnarleikurinn og
markvarslan hjá liðinu voru ekki
góð að þessu sinni. Bestu menn
liðsins voru Lárus og Steinar. Þá
sýndi Gústaf góð tilþrif.
í liði Ármanns var Friðrik
einna bestur. En lokakaflann í
leiknum sýndi Þráinn góðan
sprett og skoraði þá þrjú mörk í
röð og átti stóran þátt í því að
tryggja Ármanni sigur í leiknum.
Mörk Aftureldingar: Lárus 8 (4
víti), Steinar 6, Sigurjón 4, Gústaf
3, Ingvar 2, Björn 1.
Mörk Ármanns: Friðrik 7, Björn
5 (4 víti), Þráinn 5, Smári 3, Jón
Viðar 3, Einar 1, Jón Ástvaldsson
orð falla i garð dómaranna sem
umsvifalaust ráku hann út úr
salnum. Ekki löngu siðar var svo
flautað til leiksloka og Týrarar
stóðu uppi sem sigurvegarar,
þeir höfðu gert 21 mark gegn 19
mörkum Þórsara, staðan í hálf-
leik var 11 — 10 Þór í vil.
Lítum á gang leiksins. Strax í
upphafi leiksins Tóku Týrarar
Pálma Pálmason úr umferð og
héldu uppteknum hætti allan leik-
inn. Þetta gafst vel því Þórsarar
voru mjög ráðvilltir og bitlausir
án Pálma. Fyrri hálfleikur var
mjög jafn og skiptust liðin á um
að hafa forystuna. Leikurinn var
Ieiðinlegur á að horfa og fátt sem
gladdi augað nema þá helst lagleg
mörk sem Hrafnkell Óskarsson
gerði úr horninu. Staðan í hálfleik
var eins og áður sagði 11—10 fyrir
Þór.
I upphafi síðari hálfleiks náðu
Týrarar að jafna og var jafnt
11—11 og 12—12. Þá kom kafli,
sem gerði út um leikinn. í heilar
18 mínútur skoruðu Þórsarar ekki
mark á meðan Týrarar gerðu
hvert markið á fætur öðru og
breyttu stöðunni í 18—12 sér í
hag. Þegar svo Þórsarar fundu á
ÞAÐ, sem bar hæst í fyrri
hálfleik í leik KA og Týs frá
Vestmannaeyjum i 2. deild á
föstudaginn, var snilldarmark-
varsla Egils Steinþórssonar í
marki Týs. Hann varði 11 skot.
Langskot, úr hornunum og af
Iínu. Gauti í KA-markinu varði
lika ágætlega, eða 7 skot. Einnig
voru varnir liðanna mjög góðar
en sóknarleikurinn ekki að sama
skapi góður. Sérstaklega var
sóknarleikur Týs lélegur og alls
ekkert augnayndi. Þeir hafa
enga almennilega skyttu í sinum
röðum. Sífellt er reynt að hnoðast
með boltann inn í vörnina eða
reynt að koma honum inn á
Iínuna, en það gafst þó ekki vel
þar sem KÁ-menn lokuðu þeirri
íeið yfirleitt.
KA-menn sýndu heldur enga
snilldartakta í sókninni í fyrri
hálfleik, það var eins og leikur
þeirra drægist niður á sama plan
og leikur Týrara. KA sigraði þó
örugglega í leiknum með 24 mörk-
tjr 19:21
ný leiðina í mark Týs var það um
seinan og sigur Týs var aldrei í
hættu þrátt fyrir að Þórsarar hafi
gert síðustu 4 mörk leiksins.
I heildina var leikurinn fremur
slakur og var fátt um fína drætti.
Sóknarleikur beggja liða var mjög
bitlaus og virtist hvorugt liðið
hafa á að skipa góðum skyttum, og
er það mjög bagalegt. Varnirnar
voru hins vegar ágætar og mark-
varslan oft á tíðum góð, þó einkum
og sér í lagi hjá Agli markverði
hjá Tý. Það sem réð mestu um
sigur Týrara var kaflinn þegar
Þórsarar gerðu ekki mark í 18
mínútur.
Lið Týs var ekki sannfærandi í
þessum leik. Liðið vantar tilfinn-
anlega góðar skyttur en þeir hafa
ágæta horna- og línumenn. Hjá Tý
bar Egill Steinþórsson höfuð og
herðar yfir aðra leikmenn, hann
sýndi mikið öryggi og varði eins og
herforingi.
Lið Þórs var hvorki fugl né
TKr 24:15
um gegn 16. Staðan í leikhléi var
9:9.
Eftir 13 mínútna leik var staðan
4:1 KA í hag og þrátt fyrir lítið
skor virtist KA hafa leikinn alger-
lega í hendi sér. En á næstu 12
mínútum skoruðu KA-menn að-
eins 1 mark en Týrarar aftur á
móti 4 og jöfnuðu þar með leikinn,
5:5, er 25 mínútur voru liðnar af
hálfleiknum. Skoraði Snorri Jó-
hannsson öll 4 mörk Vestmanna-
eyinganna á þessum kafla og fékk
yfirleitt mjög mikinn tíma til að
athafna sig.
Síðustu 5 mínúturnar lifnaði
mjög yfir leiknum og skoraði
hvort lið þá 4 mörk. Staðan í
hálfleik var því 9:9 eins og áður
sagði.
fiskur í þessum leik og virtist það
hafa mikil áhrif á leikmenn að
Pálmi var tekinn úr umferð. Þegar
Pálmi svo losnaði voru samherjar
hans ekki með á nótunum og það
nýttist því lítið. Liðið lék nú á ný
leiðinlegan gönguhandbolta sem
bar lítinn árangur. Enginn skar-
aði fram úr, en Pálmi gerði ágæta
hluti þegar hann losnaði en hon-
um urðu þó á mistök eins og
öðrum leikmönnum. Hrafnkell
Óskársson gerði einnig falleg
mörk úr horninu.
Dómarar voru þeir Stefán Arn-
aldsson og Guðmundur Lárusson.
Þeir dæmdu ágætlega framan af
leiknum en þegar líða tók á leikinn
slöppuðust þeir hins vegar mjög í
dómgæslunni.
Mörk Týs: Óskar Ásmundsson 6
(1 v), Þorvarður Þorvaldsson 4,
Magnús Þorsteinsson 4 (1 v), Kári
Þorleifsson 3, Ingibergur Einars-
son 2 og Logi Sæmundsson og
Sigurlás Þorleifsson 1 hvor.
Mörk Þórs: Hrafnkell Óskars-
son 5, Benedikt Guðmundsson 5 (2
v), Pálmi Pálmason 3, Árni Stef-
ánsson 2, Sigtryggur Guðlaugsson
2 og Valur Knútsson og Arnar
Guðlaugsson 1 hvor.
í seinni hálfleik var jafnræði
með liðunum framan af og jafnt á
öllum tölum upp í 13:13. Þá
skoruðu KA-menn 4 mörk í röð og
breyttu stöðunni í 17:13 á aðeins 2
mínútum. Við þetta brotnuðu Týr-
arar algjörlega og áttu sér aldrei
viðreisnar von. Öskar Ásmunds-
son minnkaði muninn í 3 mörk en
Alfreð svaraði með 2 mörkum í
röð fyrir KA. Sigurlás skoraði
næst úr víti fyrir Tý og Alfreð
skoraði fyrir KA, einnig úr víti.
Staðan var þá orðin 20:15 fyrir KA
eftir 23 mín. og nánast formsatriði
að ljúka leiknum. KA-menn létu
þó ekki þar við sitja, heldur
skoruðu þeir næstu 4 mörk og
komust í 24:15. Snorri Jóhannsson
skoraði síðan síðasta mark leiks-
ins fyrir Tý, þannig að leiknum
lauk eins og áður sagði með
yfirburðasigri KA, 24 mörkum
gegn 16.
KA-liðið hefur oft leikið betur
en í þessum leik, þrátt fyrir
auðveldan sigur. Fyrri hálfleikur-
inn var frekar slakur, en um
miðjan seinni hálfleik tók KA
leikinn algjörlega í sínar hendur
og réðu Týrarar ekkert við hraða-
upphlaup KA-manna. Þá áttu þeir
í miklum erfiðleikum með að
stöðva Alfreð Gíslason sem átti
mjög góðan leik. Þeir Þorleifur og
Jóhann áttu einnig ágætan leik og
Magnús Birgisson kom á óvart, en
hann skoraði 3 góð mörk úr
hornunum. Þá varði Gauti vel.
Lið Týs vantar tilfinnanlega
góða skyttu, því svo virðist sem
enginn leikmanna liðsins geti
skorað mörk með langskotum.
Spilið byggist mjög mikið í kring-
um Sigurlás, en ekki sýndi hann
nein glæsitilþrif í leiknum. Vörnin
er greinilega sterkari hluti liðsins
og var hún mjög góð á köflum,
sérstaklega þó í fyrri hálfleik.
Aðeins 1 leikmaður í liði Týs á
skilið hrós fyrir leik sinn, en það
er Egill Steinþórsson markvörður.
Hann varði frábærlega í fyrri
hálfleik en ekki eins vel í þeim
síðari þegar vörnin fór að opnast
meira. Góðir dómarar leiksins
voru þeir Guðmundur Skarphéð-
insson og Gunnar Jóhannsson.
Mörkin: Fyrir KA skoruðu: Alfreð
Gíslason 10(3v), Jóhann Einársson
4, Þorleifur Ananíasson 3, Magnús
Birgisson 3, Gunnar Gíslason 2 og
þeir Guðmundur Lárusson og
Guðmundur Guðmundsson 1 mark
hvor. Fyrir Tý skoruðu: Snorri
Jóhannsson 5; Sigurlás Þorleifs-
son 5(lv), Óskar Ásmundsson
4(2v) og þeir Þorvarður Þorvalds-
son og Benedikt Guðbjartsson 1
mark hvor.
-þr,
Staðan í 2. deild
EFTIR leiki helgarinnar í 2. deild í handknattleik er
staðan orðin mjög tvísýn og spennandi í deildinni. Er
hún opin í báða enda og allt getur gerst í þeim leikjum
sem eftir eru, svo jöfn eru liðin að styrkleika.
Staðan er nú þannig í 2. deildinni:
Fylkir
Þróttur
Ármann
Afturelding
KA
Týr
Þór, Ak.
Þór, Vest.
8 5 1 2 164-145 11
6 4 0 2 131-123 8
7 3 2 2 168-148 8
3 1 2 123---116 7
6 3 1 2 90-113 7
5 2 1 2 99-99 5
6 1 0 5 116-128 2
4 0 0 4 72-106 0
Allt á suðupunkti í
leik Þórs og Týs