Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
45 .
1
TD ^ 7S
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
I0100KL. 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
"h w ujjqmPi'UH'ij it
Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og hýðir þá með vendi.
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum.
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta
fundu hann Jón á Völlunum.
ísleif hittu þeir utan gátta
og ætluðu að færa tröllunum.
En þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum.
Þórarinn Eldjárn Kristjánsson
á Tjörn í Svarfaðardal, var lengi
kennari í Tjarnarsókn. Þórarinn
var frábær stærðfræðingur. Sem
dæmi um kennslu hans var haft
eftir Sigurður Guðmundssyni þá-
verandi skólameistara Mennta-
skólans á Akureyri, að mestu
stærðfræðingar og bestu skrifarar
kæmu frá Þórarni á Tjörn.
Því minnist ég á Þórarin hér, að
ég hygg að sá nemandi hans hefði
ekki verið hátt skrifaður, sem ekki
vissi skil á tug, þ.e.a.s. upphafi og
endi. Það er eða á að vera
auðskilið mál. Að nú er níundi
tugur tuttugustu aldarinnar eftir
fæðingu Krists hafinn.
Mér virðist svo sem Helgi Hálf-
danarson sé í miklum vafa um
það.
Með fyrirfram þökk, virðingar-
fyllst, Þorsteinn Jónsson,
Hvassleiti 30.“
Þessir hringdu . . .
• Bændur ofaldir?
Fyrrum bóndi rabbaði við
Velvakanda um málefni bænda og
var honum m.a. tíðrætt um ýmis
konar styrki og fyrirgreiðslu, sem
honum fannst bændur njóta og
sagði hann m.a.:
„Að undanförnu hefur nokkuð
verið rætt í þjóðfélagi okkar um
bændur og hvernig staða þeirra
er. Talað er um að þeir eigi í
erfiðleikum vegna of mikillar
framleiðslu á síðustu árum, fram-
leiðslu, sem þeir geti ekki selt m.a.
vegna þess að búið sé að reka svo
mikinn áróður gegn henni að við
séum hætt að leggja okkur land-
búnaðarafurðir til munns.
Mér hefur alltaf fundist þetta
óþarfa viðkvæmni hjá bændum,
en hitt er sjálfsagt að nokkru leyti
rétt að áróður gegn landbúnaðar-
vörum hefur verið full óvæginn og
ekki alltaf réttmætur. En kannski
mættum við neyta minna af dýra-
fitu en við höfum lengi gert. En ég
vildi hins vegar tala örlítið um
fyrirgreiðslu þá sem bændur flest-
ir njóta. Nú þegar um offram-
leiðslu er að ræða eru vörur þeirra
seldar úr landi fyrir gjafverð og
þurfum við því að borga með
vörunum. Hvers vegna er ekki
hægt að geyma þessar vörur
hreinlega nokkuð lengur og draga
jafnframt miklu hraðar úr fram-
leiðslu en við höfum þegar gert ?
Síðan eru landbúnaðarvörur
niðurgreiddar og fylgja því ýmis
útgjöld að sjálfsögðu og þannig
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu i Dort-
mund í V-Þýskalandi í sumar kom
þessi staða upp í skák þeirra
Georgadze, Sovétríkjunum, sem
hafði hvítt og átti leik, og V-Þjóð-
verjans Böhmfeldts.
31. Hxh6+! og svartur gafst upp,
því að 31... Kxh6 yrði auðvitað
svarað með 32. Dh3+ og svartur er
mát.
mætti e.t.v. halda áfram að telja
ýmsan kostnað sem við höfum af
því að framleiða landbúnaðarvör-
ur. Nú er ég ekki að leggja til að
við kaupum þessar vörur frá
útlöndum, éins og stungið hefur
verið upp á, en væri ekki hægt að
söðla hraðar um og taka upp nýjar
búgreinar ? Til eru alls kyns
ráðunautar og rannsóknarstofn-
anir sem eiga að ýta undir fram-
leiðniaukningu og hagkvæmni
hvetja til nýbreytni o.s.frv. hjá
bændum og því ekki að leggja nú
mikla áherslu á þessa þætti, að
taka upp nýjar greinar í landbún-
aði, sem við getum rekið með
hagnaði. Þessi mál finnst mér
þurfa að skoða almennilega og
jafnframt fljótt, því ekki er hægt
að láta þessi mál dankast í sífellu.
Vona ég svo að fleiri komi á
eftir með umræður um málið og
taki það til meðferðar af meira
viti þar sem ég hefi ekki fylgst
nógu mikið með að undanförnu.
HÖGNI HREKKVÍSI
Ásgeir í Garði 15 ára:_
Fjölmenn veisla
í samkomuhúsinu
Garði. 13. janúar.
í DAG, sunnudag. var haldið
veglegt kaffisamsæti í samkomu-
húsinu. Var það fyrirtækið Ás-
geir hf. sem stóð fyrir því en um
þessar mundir eru 15 ár síðan
fyrirtækið var stofnað. Alls
komu um 150 manns en hrepps-
nefndarmönnum og bankastjór-
um Útvegsbankans í Keflavík
var boðið ásamt núverandi og
nokkrum fyrrverandi starfs-
mönnum.
Ásgeir Hjálmarsson rakti sögu
fyrirtækisins í stórum dráttum.
Þá var þremur starfsmönnum
veitt viðurkenning fyrir vel unnin
störf í þágu fyrirtækisins í allt að
15 ár. Þeir, sem viðurkenningu
fengu, eru Hjálmar Hjálmarsson,
Óli Ragnarsson og Jón Hjálmars-
son. Verkstjórar og starfsfólk
færðu fyrirtækinu málverk að gjöf j
og ýmiss konar glens og söngur *
var viðhafður. '
Umsvif fyrirtækisins Ásgeirs j
hf. hafa aldrei verið meiri á 15 ára
starfsferli en sl. ár og nú vinna
milli 50 og 60 manns hjá fyrirtæk-
inu. 1
Eigendur Ásgeirs hf. eru i
Hjálmar Magnússon, Ólafur Ág-
ústsson og Ásgeir Hjálmarsson og
makar þeirra.
Arnór r
Ungmennafélag Stafholtstungna:
Sýnir „Fjölskyld-
una46 á nýju sviði
LEIKDEILD Ungmennafélags
Stafholtstungna mun á föstu-
dagskvöldið frumsýna leikritið
FJÓLSKYLDAN i Héraðsheimil-
inu að Varmalandi. Er þetta i
fyrsta sinn sem sýnt er á leiksviði
þessarar glæsilegu byggingar.
sem nú er smátt og smátt verið að
taka í notkun.
Leikritið „Fjölskyldan" er ann-
að verkefnið sem leikdeildin fæst
við. Fyrir tveimur árum sýndi hún
„Nakinn maður og annar í kjólföt-
um“ eftir Dario Fo.
Leikritið „Fjölskyldan", sem
sýnt var í Iðnó fyrir skömmu er
eftir sænskumælandi Finna, Claes
Andersson. Á yngri árum starfaði
hann sem hljómlistarmaður en
hóf síðan nám í læknisfræði með
geðlækningar sem sérgrein og
hefur síðan starfað sem geðlækn-
ir.
Leikritið gerist aðallega á heim-
ili fjölskyldu nokkurrar sem á við
ýmis vandamál að stríða. Heimil-
isfaðirinn er drykkfelldur og veld-
ur það vandkvæðum í fjölskyldu-
lífinu bæði hjá konu hans og
börnum en einnig út í frá, í vinnu
og í skólanum. Lýsir leikritið á
sannfærandi hátt ýmsum hliðum
mannlegra samskipta í gleði og
sorg, blíðu og stríðu.
Leikstjóri er Þórir Steingríms-
son og Gunnar Þórðarson gerði
tónlistina. Leikmynd gerði Jón
Þórisson en Heimir Pálsson þýddi
leikritið.
Leikendur eru Sigurjón Valde-
marsson og Sjöfn Ásbjörnsdóttir
sem leika hjónin, Anna Lea
Björnsdóttir, Guðmundur Sig-
urðsson og Valgerður Björnsdóttir
sem leika börn þeirra, hið yngsta
16 ára, en einnig koma fram í
sýningunni Guðmundur Finnsson
og Sigríður Þorvaldsdóttir.
Eins og áður sagði verður frum-
sýning á leikritinu föstudaginn 18.
janúar, 2. sýning laugardaginn 19.
janúar og 3. sýning þriðjudaginn
22. janúar kl. 21.00 í Héraðsheim-
ilinu að Varmalandi.
(Fréttatilkynning)
Leikararnir í FJÖLSKYLDUNNI, sem frumsýnd verður á föstudag-
inn.