Morgunblaðið - 22.01.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1980
7
Krónprins
komma-
kjarnans
Jón Baldvin segír í leiö-
ara Alþýóublaösins á
laugardag: „Gamli
kommakjarninn f Alþýðu-
bandalaginu viröist þó
ekki geta unnt Ragnari
(Arnalds) þessa hlut-
skiptis (að leiða stjórnar-
myndunarviðræöur).
Krónprins gamla kjarn-
ans er Svavar Gestsson.
Tillaga um að Svavar
Gestsson stýrði stjórnar-
myndunarviðræöum af
hálfu Alþýðubandalags-
ins klauf þingflokkinn f
tvennt. Þrátt fyrir endur-
teknar atkvæðagreiöslur
skildu þeir Ragnar og
Svavar jafnir... Svavar
Gestsson er því tilvon-
andi forsætisráðherra
islendinga samkvæmt
hlutkesti."
Víst getum viö,
segja kratar
Síðar víkur Jón Baldvin
að skrifum Mbl., þar sem
tvenns konar rök eru
færð gegn því, að lýð-
ræðisflokkar taki sæti í
ríkisstjórn undir forsæti
kommúnista: 1) Að Al-
þýðubandalagið stefni að
afnámi borgaralegs þjóð-
fólags lýðræðis og þing-
ræðis. 2) Að ekki sé við
hæfi að forsætisráðherra
hafi gagnstæöar skoðanir
við meirihluta þjóðarinn-
ar og væntanlega sam-
starfsflokka í utanríkis-
og öryggismálum. Um
þetta segir ritstjóri
Alþýðublaðsins: „Af
þessu tilefni er rétt að
taka það skýrt fram, að
Mbl. talaði ekki í umboði
Alþýðuflokksins".
Síðan segir hann efnis-
lega, að Alþýðuflokkurinn
sé ekki andvígur for-
sætisráðherraefni á þeirri
forsendu að hann sé
Alþýðubandalagsmaður,
heldur komi slíkt því að-
eins til, aö skoðanir nái
ekki saman. Þetta segir
ritstjórinn vitandi um
stefnu Alþýðubandalags-
ins í öryggismálum og
endanlegt markmið
þeirra um breytta þjóð-
félagsgerð. Eðlilegt er að
menn staldri við slík orð
og hugleiði hvað við er
átt.
Smámál
og afsökun
Svavar Gestsson kom
á sjónvarpsskjá um helg-
ina og ræddi stöðu og
líkur í stjórnarmyndunar-
viðræöum. Hann fjaliaöi
nær einvörðungu um
efnahagstillögur Alþýðu-
bandalagsins en sté á
önnur stefnumál. Frétta-
maður spurði hann, hvort
ekki væri ágreiningur um
utanríkismál og hver yröi
forsætisráðherra. Það eru
smámál, sagði Svavar, og
gaf í skyn, að efnahags-
málin væru möndullinn,
hitt algjör aukaatriði.
Skömmu síðar í sama
fréttatíma kom eins kon-
ar leiðrétting frá Svavari,
þar sem sagði m.a., að
víst hefði Alþýðubanda-
lagið reifaö önnur mál í
stjórnarmyndunarvið-
ræðum, ekki sízt „her-
stöðvamálið“. Þá kvikn-
uðu skammdegisbros.
Framangreind við-
brögð, bæði Svavars og
ritstjóra Alþýðublaðsins,
minna óneitanlega á póli-
tíska „akróbatík", en
íþróttir koma nú mjög inn
á pólitískar bylgjulengdir
vegna innrásarinnar í
Afganistan og væntan-
legra Olympíuleika í
Moskvu. Máske Svavar
leiði nýja vinstri stjórn til
pólitískra loftfimleika á
skoðanalegum heima-
vettvangi innan tíðar? En
til hvers „sprengdu“ þá
Kratarnir í haustskugg-
um?
Samstaöa
lýöræöis-
flokkanna
Á laugardaginn efndi
Varöberg, félag ungra
áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, til fund-
ar undir heitinu ísland og
Afganistan. Þar samein-
uðust fulltrúar íslensku
lýðræðisflokkanna Sjálf-
stæöisflokks Alþýöu-
flokks og Framsóknar-
flokks um kröftuga and-
úð á hernámi Sovétríkj-
anna og litu til þess,
hvaða lærdóm íslending-
ar mættu af því draga.
Eiður Guðnason alþingis-
maður sagði, aö þessir
hörmulegu atburðir
sönnuðu betur en áður
nauðsyn þess, að ísland
væri aðili að Atlantshafs-
bandalaginu og ekki væri
hvikað frá þeirri utan-
ríkisstefnu, sem fylgt
hefði verið á lýðveldis-
tímanum. Hörður Einars-
son ritstjóri Vísis sagði,
að þaö fælist í yfirgangs-
stefnu kommúnismans
að bíða aðeins færis til að
láta til skarar skríða, hvar
sem möguleiki væri tal-
inn á því að geta komist
til áhrifa og valda. Þess-
ari staðreynd mættu
íslendingar ekki gleyma
á þeim óvissu tímum,
sem nú ríktu. Og Jón
Sigurðsson ritstjóri Tím-
ans benti á, að ísland
væri í raun ekki annað en
sker í hafnarmynni
Sovétríkjanna, þegar litið
væri á ferðir sovéska
flotans um Norður-
Atlantshaf. Kremlverjar
gætu þvi talið sig hafa
jafn mikilla hagsmuna að
gæta hér á landi og í
Afganistan ef ekki meiri.
VARAHLUTAMIÐSTÖÐ
1 BELGÍU
Áður en þið festið kaup á japönskum bílum, þá spyrjið
um varahlutamiðstöð fyrir ísland, því leiðin frá Japan
er löng og ströng ef þið
lendið í óhöppum.
SMIDSHÖFDA 23 simar: 81264 og 81299
BÍLABORG HF
LJOÐALESTUR
í Norræna húsinu
Finnsk-sænska leikkonan May Pihlgren les upp Ijóö
eftir Edith Södergran, Elmer Diktonius, Solveig v.
Schoultz, Lars Huldén og Per-Hakon Páwals, þriðju-
daginn 22. janúar kl. 20:30.
Veriö velkomin.
NORRíNA HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
VÖTIAT
LAUGALÆK