Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 16
en lækkuð fasteignagjöld Leó E. Löve lögfræðingur Oft hafa cÍKcndur Klæsilcgra cinhýlishúsa verið taldir slcppa vel frá sköttunum. Hvers vegna er þá tcefinn afsláttur af fasteÍKnaBjöldunum? Fremur útsvarsafslátt Þessa dajíana stendur yfir dreif- infí fasteignaKjaldaseðla, en ný- lega hafa bæjar- og sveitarfélöf; ákveðið hversu há ííjöldin skuli vera. Nokkuð er það mismunandi eft- ir sveitarfélöKum hvað gjaldið er hátt. Gjaldið er almennt 0,50% af fasteignamati, en sum bæjar- og sveitarfélög gefa afslátt og taka ekki nema 0,45%. Önnur bæta við skattheimtuna og taka 0,55% , sem er heimilt. Vegna þessa mismunar hafa orðið nokkur blaðaskrif að undan- förnu, einkum í Morgunblaðinu, en þar sem skrifin eru öll á einn veg, — að hrósa þeim bæjarfélög- um sem afsláttinn veita —, finnst mér rétt að önnur sjónarmið komi líka fram. „Skattpíningu“ aflétt á röngum staö Þegar bæjarfélag getur veitt afslátt af tekjustofnum sínum hlýtur það að vera vegna þess að bæjarfélagið telur sig ekki þurfa allt það fé, sem til boða stendur. Það telur nægilega séð fyrir þeim verkefnum sem á dagskrá eru. Tekjuminnkunin getur reyndar líka þýtt að bæjarfélagið sé að draga saman þjónustu, t.d. vegna þess að stjórnendum þess þyki ástæðulaust að leggja eða malbika götur, byggja dagvistunarstofnan- ir o.fl. Ég trúi þvt' að minnsta kosti ekki, að tilgangurinn sé að létta „skattpíningunni" af borgurunum. Ég trúi því ekki vegna þess, að sé Nokkur orð um ranga stefnu nokkurra bæjarfélaga sú ástæðan hafa bæjaryfirvöld veitt afsláttinn á svo vitlausum stað í „kerfinu", að með ólíkindum er. Hinir ríku verða ríkari Oft hefur verið um það rætt, að þeir sem í stærstu og fínustu húsunum búa séu með „vinnu- konuútsvar“ eða skattlausir — fái jafnvel útborgaðar barnabætur. I þessum umræðum hafa húseig- endur t.d. á Arnarnesi verið teknir sem dæmi. Þeir sem búa dýrt en greiða Ií'.í opinber gjöld eru ýmist taldir „kunna á kerfið" eða þeir eiu hreinlega taldir vera skattsvikar- ar. Háværar raddir heyrast oft um það, að þessa menn þurfi að skattleggja. En hvað gerist? Sum bæjarfélög umbuna öllum íbúum sínum í eigin húsnæði með afslætti af fasteignagjöldum og að sjálfsögðu fá þeir hæstan afslátt- inn sem best og dýrast búa. Eru ekki fasteignagjöldin einmitt til þess fallin að ná nokkru fé af „tekjuháum skattleysingjum"? Ekki fer hjá því að manni detti i hug að þeir bæjarstjórnarmenn sem svona hugsa hafi þá stefnu að „gera hina ríku ríkari" á kostnað bæjarfélagsins. Útsvör láglauna- manna lækka í stað afsláttar af öllum fasteignagjöldum Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt cða niðurfellingu fast- eignagjalda alls staðar, jafnt í þeim bæjarfélögum sem taka 0,55% og þeim sem taka 0,45%. í fasteignagjöld. Afsláttur þeirra er alveg óháður því í hvaða bæ þeir búa, og mundi full nýting fasteignagjaldspró- sentunnar lítil áhrif hafa á þá. En það eru fleiri sem hafa fulla þörf fyrir aðstoð frá bæjarfélag- inu, og á ég þar einkum við láglaunafólk, einstæða foreldra og fleiri í svipaðri aðstöðu. Þetta fólk býr oft í tiltölulega ódýru húsnæði, og fær því lítinn afslátt í krónutölu, ef fasteigna- gjöldin eru lækkuð. Því má svo heldur ekki gleyma, að búi þetta fólk í leiguhúsnæði — sem er mjög algengt — nýtur það einskis af þessum afslætti. Það er leigusal- inn sem græðir bara meira. Ef stjórnendur hinna vel stæðu bæjarfélaga, sem afsláttinn veita, Leó E. Löve hugsuðu máiið betur, myndu þeir sjálfsagt komast að sömu niður- stöðu og ég: Lækkum frekar út- svör þeirra lægstlaunuðu — það er heilbrigðast og kemur sér best, þar rennur afsláttarféð til þeirra sem raunvcrulcga þurfa þess með. Því má ekki gleyma, að útsvör eru brúttóskattur sem ekki tekur tillit til barnafjölda o.fl. nema mjög takmarkað. Hröð og einföld innheimta fast- eignagjalda Það eru fleiri rök en hin félags- legu, sem leiða til þeirrar niður- stöðu, að heppilegra sé að veita afslátt af útsvörum þeirra lægst- launuðu en að veita öllum afslátt af fasteignagjöldum. í fyrsta lagi má nefna það, að um árabil hafa sveitarstjórnar- menn barmað sér yfir þvi að verðbólgan éti upp útsvarstekj- urnar, þar sem útsvarið sé greitt jafnt yfir allt árið, og þegar síðustu útsvarsgreiðslurnar berast séu þær krónur léttvægar miðað við allan kostað, sem hefur hækk- að um 50%. frá ársbyrjun til loka ársins. Fasteignagjöldin eru öll inn- heimt á fyrstu mánuöum ársins, og ættu því að nýtast betur til framkvæmda. í öðru lagi má nefna að útsvör, sem ekki eru greidd þarf að innheimta með lögtaki og oft þarf að eltast við gjaldendur og eignir þeirra í því skyni. Fasteignagjöldin hafa hins veg- ar svokallað lögveð í eigninni og má selja eignina á uppboði án lögtaks eða annarra tafsamra aðgerða. Fasteignagjöldin hafa forgang fyrir öðrum skuldum, og inn- heimtast því 100%., en útsvörin innheimtast hins vegar á bilinu 80-90%. Sjálfsagt geta menn fundið fleiri rök — og e.t.v. einhver gagnrök, en ég læt hér staðar numið að sinni. Von mín er hins vegar sú, að á næsta ári hafi ráðamenn bæjar- félaganna hugsað málið gaumgæ- filega — og held ég að þá verði niðurstaða þeirra sú sama og mín. Ný stjórn félags háskólakennara NÝLEGA var haldinn að- alfundur Félags háskóla- kennara, en félagsmenn eru allir fastir kennarar við Háskóla íslands, tæp- lega 300 talsins. Á fundinum var fjallað um ýmis helztu mál, sem eru á dagskrá innan fé- lagsins, svo sem kjaramál og byggingu orlofsheimil- is. Ný stjórn var kjörin á aðalfundinum. Hana skipa: Gunnar G. Schram, forseti lagadeildar, for- maður, Jónas Hallgríms- son prófessor, varafor- maður, María Jóhanns- dóttir deildarritari, gjald- keri, Guðlaugur Tryggvi Karlsson fulltrúi, ritari og Jón Bragi Jónsson dós- ent, meðstjórnandi. Full- trúar félagsins í Háskóla- ráði voru kjörnir þeir Arnór Hannibalsson lekt- or og Þorgeir Pálsson dós- ent. Frá aðalfundi Félags háskólakennara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.