Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 21 Jon setti íslandsmet „ÞAÐ er greinilegt að það er kraftur í Jóni og þetta er góð byrjun á Ólvmpíuárinu hjá hon- um,“ sagði Ölafur Unnsteinsson í gær er hann færði okkur þær fregnir að Jón Diðriksson UMSB hefði nýverið sett nýtt tslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss á móti í Vestur- Þýzkalandi, en þar í landi stundar Jón æfingar og nám. Jón hljóp á 8:13,8 minútum og bætti fyrra metið úr 8:26.0 minútum, en það setti Ágúst Ásgeirsson ÍR í Gautaborg í marz 1975. Jón hélt uppi hrað- anum í hlaupinu og fór nokkuð greitt. Fyrsta kílómetrann hljóp hann á 2:42 mínútum og fram hjá 2.000 metrum fór hann á 5:25 mínútum, en undir lokin dró af honum og hraðinn minnkaði. Sagði Ólafur að Jón stefndi að því að gera betur á móti í Dortmund í lok janúar og takmarkið væri að sigrast þá á átta mínútna múrnum. ágás. Hörður Hilmarsson fær tilboð frá AIK Ætlar að dveljast í vikutíma hjá félaginu og kynna sér aöstæður Hörður Hilmarsson knatt- spyrnumaðurinn sterki í Val, hefur fengið boð um að koma og dveljast í vikutíma hjá sænska félaginu AIK sem leikur í 2. deildinni sænsku. AIK sem er frá Stokkhólmi féll niður siðasta keppnistímabil og hefur nú i hyggju að rífa sig upp af miklum krafti og er að leita sér að leikmönnum. Hörður Hilm- arsson sagði í stuttu spjalli við Mbl. að hann færi út til Svíðþjóðar næstkomandi föstu- dag með félögum sínum í Val til þess að taka þátt í Evrópumeist- arakeppninni í handknattleik. En eins og kunnugt er leikur Hörður einnig með mfl. Vals i handknattleik. — Ég mun svo verða eftir í Svíþjóð og dvelja í eina viku hjá félaginu til þess að kynna mér aðstæður og tilboð það sem þeir hafa gert mér. Ég gæti vel hugsað mér að leika erlendis i eitt til tvö ár, sagði Hörður, en bætti um leið við að allt væri enn óákveðið í þessum efnum, að mörgu þyrfti að hyggja áður en skrifað væri undir samning. - Þr. Armann sigraði á Miillersmótinu SVEIT Ármanns bar sigur úr býtum á fimmtánda Mtillers- mótinu á skiðum sem fram fór i Hveradölum um helgina. Sigur- sveitina skipa Tryggvi Þor- steinsson, Kristinn Sigurðsson, Ilelgi Geirharðsson og Halldóra Björnsdóttir, en sveitin fékk samanlagða timann 268,7. Fimm sveitir mættu til leiks, en tvær, sveitir UBK og KR, voru dæmdar úr leik. Sveit ÍR hafnaði í öðru sæti, en hana skipa Guðmundur Gunnlaugs- son, Örnólfur Valdimarsson, Jónas Valdimarsson og Hjörtur Hjartarson. Loks hafnaði sveit Víkings í þriðja sætinu, en sveitina skipa Þórður Björns- son, Samúel Þórisson, Gunnar Ólafsson og Þórður Hjörleifs- son. Aðstæður voru erfiðar, harð- fenni. Nokkur gola var meðan mótið fór fram og 3—5 stiga frost. Illiðin voru 35 talsins og fallhæðin 150 mctrar. • Stjórn KSÍ var endurkjörin á ársþinginu um helgina, lengst til hægri er Ellert B. Schram formaður KSÍ, þá Friðjón Friðjónsson gjaldkeri KSÍ síðustu 8 árin, Jens Sumarliðason og Árni Þ. Þorgrímsson. (Ljósm. Mbl. RAX). Sjá þing KSÍ á bls 27. Hið opinbera græddi 10 milljónir á KSÍ Brottför landsliðsþjálfarans hvorki að ósk KSÍ né hans sjálfs, sagði Ellert Schram í ræðu á ársþinginu MÁLEFNI landsliðsins voru meðal þess, sem Ellert B. Schram drap á í ræðu sinni á KSÍ-þinginu á laugardag. Sagði hann þá meðal annars: „Enn hefur ekki verið gengið frá þjálfaramálum fyrir lands- liðið, en ljóst er að Sovétmaður- inn Juri Ilitschev verður ekki með okkur á næsta ári. Þessi ágæti þjálfari og mikli íslands- vinur hefur reynst knattspyrnu- íþróttinni hér á landi drjúgur liðsmaður. Við erum þakklátir honum og sendum honum okkar beztu kveðjur. Það er söknuður meðal okkar við brottför hans og þótt bæði hann og KSÍ hafi ekki óskað eftir þeirri þróun mála, sem orðið hefur, verður ekki við það ráðið þegar menn eru ekki frjálsir ferða sinna. Þetta skilj- um við ekki alltaf íslendingar, en mættum þó vera þess minn- ugir á stundum að frelsið er það dýrmætasta, sem við eigum. Óþarfi er að halda því leyndu, að framkvæmdastjórn KSÍ hefur leitað hófanna hjá Guðna Kjart- anssyni, margreyndum lands- liðsmanni og viðurkenndum þjálfara, að hann taki að sér þjálfun landsliðsins, og raunar er aðeins eftir að undirskrifa samninga, sem af eðlilegum ástæðum hefur verið dregið þar til ný stjórn hefur tekið við. Sú ráðning yrði jafnframt hugsuð sem þáttur í frekari uppbygg- ingu í fræðslu- og unglinga- starfi." Ellert vék í ræðu sinni nokkuð að fjármálum sambandsins og kom fram hjá honum að velta sambandsins var um 122 millj- ónir króna, aðsókn að leikjum í 1. deild jókst um 35% eða úr 65 þúsund manns í 84 þúsund. Unglingastarfið hefur aldrei verið jafn blómlegt og á síðasta starfsári en til þess eins var varið um 20 milljónum króna. Síðar í ræðu sinni sagði formað- urinn: „Ef reikningar KSÍ eru skoð- aðir, kemur í ljós, að af 122 milljón króna veltu nema styrkir frá hinu opinbera 3,6 milljónum króna og á sama tíma og íþrótta- hreyfingin berst í bökkum fjár- hagslega, greiðir KSÍ á síðasta ári vegna fjögurra landsleikja, 13 milljónir króna í vallarleigu. Með öðrum orðum. Ríki og Reykjavíkurborg hafa 10 milljón króna hagnað af starfi KSÍ einu sér, á sama tíma og sífellt verður erfiðara að láta enda ná saman." Kist þrengir að Petri • Pétur Pétursson var enn á skotskónum fyrir lið sitt Feyenoord um helgina, er Nec Nijmegen var lagt að velli. Skoraði Pétur sigurmarkið og hefur þá skorað 18 mörk í hollensku deildarkeppn- inni. Hann er þar mark- hæstur, en Kees Kist hjá Alkmaar skoraði þrennu og hefur skorað 14 mörk á keppnistímabilinu. Allt getur því gerst enn. PÉTUR Pétursson bætti átjánda marki sínu i hollensku deildarkeppninni við, er hann skoraði sigurmarkið íyrir Feyenoord gegn Nec Nijmegen. Rene Notten skoraði fyrra mark Feyenoord, en Albert Helsper svaraði fyrir Nec. Pét- ur er sem fyrr markhæsti leik- maðurinn i hollensku deildinni, en Kees Kist sækir nú fast að honum eftir að hafa skorað þrennu fyrir lið sitt AZ’67 Alkmaar. Kist hefur nú skorað 14 mörk. Alkmaar vann stórsig- ur gegn MVV Maastricht. Fjórða og fimmta mark liðsins skoruðu Jan De Graaf og Peter Tol, en Leo Keerstegens skoraði eina mark MVV. Úrslit leikja í Hollandi urðu AZ’67 Alkm. - MVV Maas. 5-1 Nac Breda — Ajax 0—1 Willem 11 — Tvente 1—0 Roda JC — Pec Zwolle 2—1 Feyenoord — Nec Nijmegen 2—1 FC Utrecht - PSV Eindh. 2-1 Haarlem — Den Haag 1—1 Vitesse Arnhem — Sparta 2—1 GAE Deventer — Excelsior 0—2 Ajax var heppið að sigra Nac Breda, sem sótti látlaust allan leikinn. Hvað eftir annað sluppu leikmenn liðsins með skrekkinn og síðan þegar aðeins tíu mínút- ur voru til leiksloka skoraði Martin Val Geel ódýrt mark sem reyndist vera sigurmark Ajax. Tap PSV Eindhoven kom á óvart, en Utrecht hefur hins vegar staðið sig betur en áður það sem af er þessu keppnistí- mabili. Markvörður liðsins, Hans Van Breukelen var þó sá sem mest kvað að, en hann varði hvað eftir annað af mikilli snilld. Leo Van Veen og Ton De Kruik skoruðu mörk Utrecht, en Mic E1 Valke svaraði fyrir PSV. Staðan í deildinni er nú þessi: Ajax 19 15 2 2751- -19 Feyenoord 19 10 8 1 38- -15 AZ’67 Almaar 18 11 4 3 37- -17 PSV Eindhoven 19 8 6 5 36- -24 FC Utrecht 19 8 6 5 27- -23 Roda JC 19 9 3 7 28- -26 Excelsior 19 8 5 6 33- -34 FC Den Haag 18 6 7 5 22- -23 FC Twente 19 7 5 7 23- -27 Go Ahead Eagles 18 7 4 7 29- -24 Willem II 19 5 7 7 22- -37 MVV Maastricht 19 :l 91 7 24- -30 Pec ZwoIIe 19 5 5 9 20- -26 Vitesse 19 4 G 9 22- -35 Sparta 18 5 3 10 24- -30 Haarlem 19 3 7 9 21- -37 Nec Nijmegen 18 5 2 11 19- -30 Nac Breda 18 2 5 11 12- -32

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.