Morgunblaðið - 22.01.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
Eftir 20 mínútna leik
var staðan 1—1, og í
hálfleik var staðan 5—6
ÞEIM gekk ekki vel að íinna
leiðina í markið leikmönnum
Aftureldingar og Þórs írá Vest-
mannaeyjum er liðin mættust í
íslandsmótinu i handknattlcik í
2. deildinni á laugardag að
Varmá í Mosfellssveit. Þegar 20
mínútur voru liðnar af leiknum
var staðan 1 — 1, já 1 — 1 í meist-
araflokki í handknattleik. Og
þcgar 25 mínútur voru liðnar af
fyrri hálfleiknum var staðan 3—
2 og tvö af þessum fimm mörkum
voru skoruð úr vítaköstum. Stað-
an í hálfleik var svo aftur 6—5
fyrir Eyja-Þór. Markvarsla
beggja liða var góð i fyrri
hálfleiknum svo og varnarleikur-
inn, eins og markatalan bendir
til. Leiknum lauk hins vcgar með
sigri Aftureldingar sem er nú
komin í baráttusætið í 2. deild og
á liðið góða möguleika í deildinni
ef svo heldur sem horfir. Þjálfari
liðsins, Pétur Jóhannsson hefur
gert með það góða hluti, og er
liðið sterkara og nær betri ár-
angri en nokkur þorði að vona.
UMFA — 10-17
Þór Ve lUi I I
Liði Þórs frá Vestmannaeyjum
gengur hins vegar afar illa að ná
sér í stig. Liðið er skipað góðum
einstaklingum og það hefur frá-
bæran markvörð, Sigmar Þröst,
en það er eins og að hinn rétti
taktur í leik liðsins láti standa á
sér. Liðið er nú sem stendur neðst
í 2. deild og er í mikilli fallhættu
ef það tekur ekki á honum stóra
sínum í síðari hlutanum í mótinu.
Fyrri hálfleikur að Varmá var
afar jafn og mátti ekki á milli sjá
hvort liðið lék betur. Nokkur
harka var í leiknum allan tímann
og áður en leiknum lauk hafði átta
leikmönnum verið vísað af leik-
velli. Þegar síðari hálfleikur var
hálfnaður var staðan 13—12 fyrir
lið UMFA og með góðum leik
síðasta korterið tókst þeim að síga
fram úr og sigra nokkuð örugg-
lega.
Lokakaflann varði Emil mark-
vörður vel, þar á meðal vítakast á
örlagaríku augnabliki.
Lið Aftureldingar er í stöðugri
sókn, og leikur oft á tíðum mjög
góðan handknattleik. Bestu menn
liðsins voru að þessu sinni þeir
Sigurjón og Gústaf ásamt Emil í
markinu. Lárus var mjög öruggur
í vítaköstunum og brást þar aldrei
bogalistin.
Lið Þórs frá Eyjum á að gata
gert betur, það hefur á að skipa
mörgum góðum leikmönnum. Þá
er góð barátta í liðinu, en það er
eins og meiri útsjónarsemi vanti í
sóknarleikinn. Besti maður liðsins
að þessu sinni var tvímælalaust
Sigmar Þröstur Óskarsson mark-
vörður, sem varði mjög vel. Þá var
Ásmundur góður bæði í vörn og
sókn.
MÖRK Aftureldingar: Lárus 5
(4v), Gústaf 4, Sigurjón 5, Steinar
2, Þórður 2, Ingvar 1.
MÖRK Þórs: Ragnar 5 (2v), Gúst-
af 5 (2v), Ásmundur 4, Böðvar 2,
Albert 1.
- þr.
fslandsmðtlð 2. delld
J
ENN versnar staða Þórs frá
Vestmannaeyjum í 2. deild ís-
landsmótsins í handknattleik, en
á sunnudaginn mátti liðið enn
þola tap. Á Þór enn eftir að hala
inn fyrsta stigið. Ekki er þó öil
nótt úti enn, því að næstu Iið eru
ekki langt undan, t.d. nafninn
frá Akureyri, sem hefur aðeins
hiotið eitt stig. Eyja-Þór tapaði
að þessu sinni gegn Fylki og urðu
lokatölur 20—16 fyrir Árbæjar-
liðið. Sýndi Þór það í leik þessum
svo og að Varmá gegn UMFA á
laugardaginn, að ekki er ioku
fyrir það skotið að liðið hreppi
stig áður en langt um líður. Þó að
margt megi enn laga, lék liðið
mun betur heldur en í flestum
leikjum sínum á gamla árinu.
Þetta var þæfingsleikur og var
sóknarleikur beggja liða til-
viljanakenndur. Fylkismenn virk-
uðu þó sterkari aðilinn, en hristu
Þór ekki af sér fyrst og fremst
vegna markvörslunHar, sem var
mjög góð hjá Sigmari í marki
Þórs, en Jón Gunnarsson náði sér
ekki á strik hjá Fylki. Er skemmst
frá fyrri hálfleik að segja, að jafnt
var á öllum tölum upp í 6—6 og
hafði Þór meira að segja tvívegis
yfir, 1—0 og 6—5. En undir lok
skreið Fylkir fram úr og hafði
mark yfir í hálfleik, 10—9.
Þór missti Fylki tveimur mörk-
um fram úr í upphafi síðari
hálfleiks, en tókst síðan að jafna
13—13. Þá var komið að vendi-
punktinum í leiknum. Það var
einkum tvennt sem réð úrslitum. í
fyrsta lagi höfðu orðið mark-
varðaskipti hjá Fylki og í markið
var kominn kornungur og aug-
sýnilega bráðefnilegur markvörð-
ur að nafni Ólafur Hilmarsson.
Hann lokaði markinu á löngum
köflum. Og þegar staðan var
13—13, brá stórskytta Fylkis,
Gunnar Baldursson sér í framandi
hlutverk, fór inn á línuna og
skoraði þrjú mörk í röð og breytti
stöðunni í 16—13. Lét Gunnar lítið
í sér heyra í leiknum að öðru leyti.
20:16
Voru úrslitin nú ráðin, ekki síst
vegna þess að Fylkismenn létu
ekki staðar numið þó að Gunnar
hefði þurrausið sig í bili, þeir
bættu fleiri mörkum við og staðan
var 19—13 þegar Þór skoraði i.oks
aftur. Meðan á þessari orn iríð
stóð, varði Ólafur í Fylkismarkinu
m.a. tvö vítaköst.
Ólafur Hilmarsson var maður
þessa leiks; er þar mikið efni á
ferðinni. Markvarsla hans í síðari
hálfleik var þung á metunum er
Fylkir seig fram úr. Aðrir leik-
menn áttu misjafnan dag, flestir
gerðu laglega hluti, en síðan
vitleysur á milli. Magnús Sigurðs-
son kom þó mjög vel frá leiknum.
Hjá Þór bar Sigmar Þröstur af, en
sem fyrr í vetur dugði markvarsla
hans ekki til. Varnarleikur Þórs
var oft í betra lagi, enda sókn
Fylkis lengst af einhæf. í sókninni
bar mest á samvinnu fyrrum
Frammaranna Ragnars Hilmars-
sonar og Gústafs Björnssonar. En
þeir gerðu rúmlega sinn skammt
af villum að auki.
MÖRK Fylkis: Magnús 6/2, Gunn-
ar 4, Einar 3, Guðni 3/1, Ragnar 2,
Óskar og Hafliði 1 mark hvor.
MÖRK Þórs: Ragnar 4, Gústaf
4/2, Albert 3, Karl 2, Böðvar 2/2
og Þór eitt mark.
— gg-
STAÐAN
Staðan í 2. deild er nú
þessi:
Fylkir 9 6 1 2 184-161 13
Þróttur 7 5 0 2 157-146 10
UMFA 7 4 1 2 142-133 9
Ármann 8 3 2 2 191 —174 8
KA 7 3 2 2 120-125 8
Týr 5 2 1 2 99-99 5
ÞórAk. 6 1 0 5 115-128 0
ÞórVe. 6 0 0 6 105-145 0
Og markhæstu menn
eru:
Sigurður Sveinsson Þrótti 60
Alfreð Gíslason KA 38
Friðrik Jóhannesson Árm. 37
Lárus Halldórsson UMFA 32
Guðni Hauksson Fylki 31
Gústaf Baldvinsson UMFA 30
Páll Ólafsson þrótti 28
Steinar Tómasson UMFA 28
Ragnar Hermannsson Fylki 28
Þráinn Ásmundsson Árm. 25
Björn Jóhannsson Árm. 24
Ragnar Hilmarsson Þór Ve. 23
Sigurður Sigurðsson Þór Ak. 20
STAÐAN
STAÐAN í 1. deild kvenna
í handknattleik er nú þessi
að loknum leikjum helgar-
innar.
Fram 6 6 0 0 113-64 12
KR 7 4 0 3 109-81 8
Víkingur 7 4 0 3 120-100 8
Valur 6 4 0 2 105-101 8
Haukar 7 4 0 3 99-100 8
Þór 5 2 0 3 84-85 4
FH 7 2 0 5 109-134 4
Grindavík 7 0 0 7 94 — 156 0
Knattspyrnumenn -
Þjálfarar
U.M.F. Víkingur, Ólafsvík óskar eftir að ráða
þjálfara fyrir n.k. sumar. Nánari uppl. í símum
6199, og 6413.
• Markvörður Þórs-liðsins Sigmar Þröstur Óskarsson átti mjög góða
leiki með liði sínu um helgina og varði eins og berserkur.
Naumur sigur
Hauka yfir KR
KR-STÚLKURNAR í meistara-
flokki urðu að bita í það súra epli
að tapa fyrir Haukum í 1. deild-
inni á laugardag 11 — 10, í mjög
jöfnum og spennandi leik. KR
hafði náð yfirburðastöðu í fyrri
hálfleiknum komst í 6 mörk gegn
1, en Haukum tókst að jafna
metin áður en flautað var til
hálfleiks.
Jafnt var svo á öllum tölum í
síðari hálfleik og jafntefli hefði
verið sanngjörnustu úrslitin í
leiknum. En þegar ein mínúta og
20 sekúndur eru eftir af leiknum
er dæmt vítakast á KR og skoraði
Margrét úr vítinu fyrir Hauka og
reyndist það vera sigurmark leiks-
ins. Lokamínútuna léku KR-stúlk-
Haukar 9l10
urnar maður á mann en allt kom
fyrir ekki, þær töpuðu tveimur
dýrmætum stigum. Bestar í liði
Hauka voru þær Halldóra og
Margrét, en í heildina átti liðið
ágætan leik. Hjá KR var Hansína
atkvæðamikil svo og Karólína. —
MÖRK Hauka: Margrét 5 (2 v),
Halldóra 3, Kolbrún, Sesselía og
Sjöfn eitt mark hver.
MÖRK KR: Hansína 3, Olga 2 v,
Karólína 3, Birna og Anna eitt
mark hvor.
- þr.
Víkingar sigruðu
FH: iMÆ
Víkingur
GÓÐUR endasprettur Víkinga
færði liðinu sigur gegn FH í 1.
deild íslandsmótsins í hand-
knattleik kvenna, en liðin mætt-
ust í Hafnarfirði á laugardaginn.
Um miðjan síðari hálfleik hafði
FH fjögurra marka forystu, 13—
9, en þá var úr FH-stúlkunum
allur vindur og Víkingur skoraði
hvert markið af öðru, 8 stykki
gegn einu og sigraði Reykja-
víkurliðið því 16—14, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið
10-8 fyrir FH.
Víkingur hafði forystu upp í
2—1, en síðan ekki aftur fyrr en í
lokin og lengst af benti fátt til
þess að Víkingur myndi hirða
bæði stigin, því að FH hafði
yfirleitt 3—4 marka forystu.
Varnarleikur og markvarsla var
oft með ágætum í leiknum, báðir
markverðirnir, Jóhanna hjá
Víkingi og Álfhildur hjá FH vörðu
mjög vel. En sóknarleikur beggja
liða var yfirleitt í molum og féllu
bæðu liðin í þá gryfju að ætla að
gera allt í einum grænum. Sókn-
arlotum lauk yfirleitt jafnharðan
og þær hófust og oft með ótrú-
legum vitleysum. Inn á milli gerðu
bæði liðin síðan laglega hluti, en
því miður báru vitleysurnar allt
það góða ofurliði að þessu sinni.
Auk markvarðanna áttu fram-
bærilegan leik þær Kristjana Ara-
dóttir hjá FH og Eiríka og Ingunn
hjá Víkingi.
MÖRK FH: Kristjana 7/4, Svan-
hvít 4, Katrín 2, Ellý 1 mark.
MÖRK Víkings: Ingunn 5, Eiríka
4, íris 3/1, Sigurrós 2, Sigrún og
Guðrún 1 mark hvor.
gg.
íslandsmótið 1. deild kvenna