Morgunblaðið - 22.01.1980, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
- En fjórum leikjum var frestað í 1. deild
ÞAÐ GENGUR ekki allt Liver-
pool í haginn þcssa dagana og
eftir að hafa tapað 0—1 fyrir
Coventry, hefur efsta lið 1.
deildar aðeins hlotið eitt stig af
síðustu 4 mögulegum. Man-
chester Utd. lék ekki á laugar-
daginn, leik liðsins gegn Aston
Villa var frcstað. Enn skilja því
tvö stig liðin að, en nú hafa þau
leikið jafnmarga leiki. Arscnal
sem er í þriðja sæti, er hins
vegar 5 stigum á eftir Liverpool
en hefur leikið tveimur leikjum
meira. Það er því að sjá að
baráttan um meistaratignina
verði æsispennandi einvígi Liv-
erpool og Manchester Utd. Það
er merkilegt með Liverpool, að
liðinu gengur oft mjög illa í
janúarmánuði. hverju sem um
er að kenna. Það gæti verið
skýringin, að þá eru vellirnir
hvað verstir yfirferðar.
Sigurmark á 6. mínútu
Fréttamenn BBC voru sam-
mála um það, að Coventry átti
sigurinn fyllilega skilið og það
hefði jafnvel ekkí verið ósann-
gjarnt þó að mörkin hefðu orðið
fleiri heldur en þetta eina. Sig-
urmarkið kom strax á 6. mínútu
leiksins og var þar ungur nýliði
að nafni Paul Dyson að verki.
Skoraði hann með skalla af
stuttu færi.
Lundúnaliðin í ham
Lundúnaliðin sem leika í 1.
deild áttu góðu gengi að fagna að
þessu sinni, öll unnu góða sigra.
Arsenal treysti þriðja sætið með
2—0 sigri gegn einu af botnlið-
unum, Derby. Leikurinn þótti
þunglamalegur og lélegur, en
engum blöðum var um að fletta,
að mun betra liðið sigraði. Liam
Brady skoraði fyrra mark Ar-
senal úr víti snemma í síðari
hálfleik og áður en yfir lauk
hafði Willy Young bætt öðru
marki við.
Tottenham vann frekar
óvæntan sigur á útivelli gegn
Brighton sem hafði aðeins tapað
einum leik af síðustu ellefu.
1. DEILD
Liverpool 24 14 7 3 50-16 35 1
Manrh. U. 24 13 7 4 37-17 33
Arsenal 26 10 10 6 30- 20 30 1
Southampt. 26 12 5 9 41-31 29 I
Ipswich 26 13 3 10 37- 30 29 |
Nott. Forest. 25 12 4 9 38 - 31 28 1
Norwieh 25 9 10 6 38-33 28 |
Crystal P. 25 9 10 6 28-25 28 |
Aston Villa 23 9 9 5 29- 23 27
Leeds 0. 26 9 9 8 30-32 27
Middlesbr. 21 10 6 8 25- 22 26
Tottenh. 25 10 6 9 32-36 26
Coventry 26 12 2 12 38-43 26
Wolves 24 10 5 9 29-30 25
Manch. C. 25 9 5 11 27—10 23
Everton 25 6 10 9 30 - 32 22 1
Briiíhton 25 8 6 11 33 -38 22
WBA 24 6 8 10 32-35 20
Stoke 24 6 7 11 26-35 19
Bristol C. 26 5 8 13 20- 39 18
Derby C. 26 6 4 16 23-39 16
Bolton 24 1 9 14 16-42 11
2. DEILD
Neweastle 26 14 7 5 41-28 35
Chelsea 25 15 3 7 44 - 28 33
Leicester 26 12 9 5 41-27 33
Luton T. 25 11 10 4 43-27 32
Sunderl. 26 12 6 8 41-34 30
West Ham 24 13 3 8 32- 23 29
Birminxh. 24 12 5 7 31-24 29
Wrexham 26 13 3 10 33 -28 29
QPR 25 11 5 9 45-32 27
Preston 26 7 11 8 33 - 32 25 1
Swansea 25 10 5 10 26-32 25 1
Cardiíf 26 10 5 11 25 - 32 25 1
Orient 25 8 9 8 29-38 25 |
NotLs C. 26 8 8 10 35-32 24 |
CantbridKe 26 6 11 9 36-36 23 1
Watford 25 6 9 10 19-26 21
BrÍHtol R. 25 7 6 12 33-41 20
Shrewsbury 26 8 3 15 33-38 19
Oldham 23 6 7 10 24 -30 19
Burnley 25 5 9 11 28 - 43 19
Charlton 25 5 7 13 23-44 17
Pulham 24 6 3 15 25-45 15
• Liverpool gegn Nottingham Forest. Félögin mætast þrívegis næstu vikuna, tvívegis í
undanúrslitum deildarbikarsins og einu sinni í 4. umferð FA-bikarkeppninnar. Verður fróðlegt að sjá
hvort liðið hefur betur i þessum risaviðureignum.
Tottenham skoraði fljótlega
tvívegis, Chris Houghton og Ric-
ardo Villa, og síðan lögðust
leikmenn liðsins í vörn, sem
heimaliðinu tókst ekki að brjóta
á bak aftur.
Crystal Palace vann góðan
sigur á liði Úlfanna, sem hafði
mætt til leiks með góða sigra að
baki. Mick Flannagan skoraði
eina mark og sigurmark leiksins.
Flannagan hefur lítið verið með
að undanförnu vegna meiðsla.
Forest að koma til
Evrópuméistararnir Nott-
ingham Forest eru heldur betur
að taka við sér eftir ömurlegt
tímabil þegar ekkert gekk í
haginn. í annað sinn á skömm-
um tíma sigraði liðið Leeds ;í
Elland Road, síðast 4—1 í 3.
umferð bikarkeppninnar •' byij-
un mánaðarins og nú 2—1. Leeds
náði þó forystunni í leiknum
með marki blökkumannsins
unga Terry Connor. Mínútu fyrir
hlé tókst hins vegar Gary Birtles
að jafna metin og síðan virtist
stefna í jafntefli. Svo fór þó ekki
og þegar 6 mínútur voru til
leiksloka renndi Trevor Francis
sér í gegn um vörn Leeds og
skoraði sigurmarkið.
Ipswich óstöðvandi
Ipswich hefur unnið hvern
• Liverpool-leikmaðurinn Phil
Neal, fær væntanlega nóg að
gera í vikunni, er lið hans
mætir Forest.
sigurinn af öðrum að undan-
förnu og hefur uppgangur liðsins
verið slíkur, að liðið hefur rokið
úr 22. sæti deildarinnar í 5. sætið
og er það ekkert smá afrek.
Bristol City fékk Ipswich í heim-
sókn og átti heimaliðið aldrei
glætu. Er Bristol City nú í
bullandi fallhættu. Paul Marin-
er, Eric Gates og Alan Brazil
skoruðu mörk Ipswich og mörkin
hefðu getað orðið helmingi fleiri.
Enska
knatt-
spyrnan
Nýliðinn skoraði með
fyrstu spyrnunni
18 ára nýliði hjá Southampton
rak endahnútinn á stórsigur
Southampton gegn Manchester
City. Steve Moran, en svo heitir
strákurinn, kom inn á á 85.
mínútu og vart var liðin ein
mínúta, er hann hafði sent
knöttinn í netið hjá City af
stuttu færi. Staðan var þá orðin
4—1 fyrir Southampton og sögðu
fréttaþulir BBC það undur mikið
að það skyldi taka Southampton
85 mínútur að skora 4 mörk, svo
sundurleikið var lið City. „Mörk-
in hefðu átt að vera orðin sex
fyrir leikhléið" voru orð frétta-
mannanna. Mick Channon gerði
sínum gömlu félögum hjá City
grikk á 10. mínútu, en þá skoraði
hann fyrsta mark Southampton
og þannig var staðan í hálfleik.
Gamla kempan Alan Ball bætti
öðru við á 50. mínútu, en síðan
var komið að gestunum að svara
fyrir sig. Paul Power minnkaði
þá muninn eftir hrikaleg varn-
armistök júgóslavans Ivan Gol-
ac. En yfirburðir Southampton
voru algerir. Dave Watson, einn-
ig fyrrum leikmaður hjá City,
skoraði þriðja markið með
þrumuskalla á 81. mínútu og
síðan bætti Steve Moran fjórða
markinu við eins og áður er
getið.
Loks má geta frestaðra leikja í
1. deild. Everton — Stoke, Man.
Utd. — Aston Villa, Norwich —
Middlesbrough og WBA — Bolt-
on.
Newcastle á toppinn
á nýjan leik
Ekki staldraði Chelsea lengi
við í efsta sæti 2. deildar, leik
Jiðsins gegn Birmingham var
frestað og Newcastle endur-
heimti efsta sætið með öruggum
sigri 2—0, gegn Orient. John
Barton og John Connelly skor-
uðu mörk liðsins.
• Alan Ball skoraði eitt af
mörkum Southampton í stór-
sigri gegn Manchester City.
Það er mikill grautur á toppi
deildarinnar og munar fáum
stigum hjá mörgum liðum. Leic-
ester er þó sem stendur í þriðja
sætinu, vann mikilvægan sigur á
útivelli gegn Notts County með
marki Strickland. Um aðra leiki
2. deildar er þetta að segja:
Cambridge 3 (Finney, Falon og
Christie) — Sunderl. 3 (Maran-
goni, Brown og Cummins).
Fulham 0 — QPR 2 (Waddock og
Burke).
Shrewsbury 1 (Dungworth) —
Cardiff 2 (Buchanon og Moore).
Watfor 0 — Bristol Rovers 0.
West Ham 2 (Stewart og Allen)
— Preston 0
Wrexham 3 (Jones, McNeil og
Vinter) — Charlton 2 (Oster-
gaard og Robinson).
Loks fékk Liverpool skell
Knatt-
spyrnu-
úrslit
1. deild:
Arsenal—Derby 2—0
Brighton—Tottenham 0—2
Bristol City—Ipswich 0—3
Coventry—Liverpool 1—0
Cr. Palace—Wolves 1—0
Everton—Stoke fr.
Leeds—Nott. Forest 1—2
Man. Utd.—Aston Villa fr.
Norwich—Middlesbrough fr.
South.—Man. City 4—1
WBA—Bolton fr.
3. deild:
Blackpool—Southend 1—0
Blackburn—Wimbledon 3—0
Brentf.—Sheffield Wed. 2—2
Bury—Exeter 3—0
Colchester—ChesterfieldO—1
Gillingham—Carlisle 1—1
Mansfield—Barnsley fr.
Millwall—Chester 3—1
Plymouth—Grimsby 1—1
REading—Oxford fr.
Sheffield Utd.-Hull C. 1-1
Swindon—Rotherdam fr.
4. deild:
Darlington—Hartlepool 0—1
Newport—Huddersfield 2—2
Torquai—Doncaster 2—2
Spánn:
Barcelona—Almeria 2—0
Rayo Vall.—Zaragoza 0—1
Valencia—Real Betis 2—2
Bilbao—Real Madrid 3—0
Las Palmas—Salamanca 1—0
Atl. Madrid—Real Soc. 1—1
Sevilla—Hercules 2—1
Malaga—Sporting Gijon 0—3
Burgos—Espanol 0—0
Real Sociedad og Real
Madrid eru efst og jöfn með
26 stig hvort félag, fyrr*
nefnda liðið hefur betri
markatölu. Sporting er í
þriðja sætinu með 23 stig.
Ítalía:
Ascoli—Torina 1—0
Avellino—AC Milanó 1—0
Cagliari—Napólí 1—0
Fiorentina—Lazíó 0—0
Inter—Udinese 2—1
Juventus—Catanzarro 1—0
Perugia—Bolognia 1—1
Roma—Pescara 2—0
Það er ekki mikið skorað á
Ítalíu frekar en fyrri daginn.
Inter hefur nú náð afgerandi
forystu, hefur 25 stig, en
meistarinn frá síðasta ári og
nágrannalið Inter, AC Míl-
anó er í öðru sæti með 20 stig.
Roma hefur hljóðlega skotið
sér í þriðja sætið og hefur nú
hlotið 19 stig.
Belgía:
Charleroi—Hasselt 2—0
Anderlecht—Berchem 3—0
FC Brugge—Molenbeek 1—2
Waterschei—C. Brugge 3—1
Waregem—Lierse 0—0
Beveren—Standard 0—0
FC Liege—Lokeren 1—0
Antwerpen—Beerschot 1—1
Beringen—Winterslag 0—2
Þrátt fyrir tvo ósigra í
síðustu þremur leikjum
sínum, heldur Ixikeren for-
ystunni, þar aem næsta liði,
FC Brugge, hetur eínnig orð-
ið lítið ágengt í leikjum
sínum Lokeren hefur hlotið
30 stig að loknum 20 leikjum,
FC Brugge hefur 28 stig,
Molenbeek hefur 27 stig og
Standard hefur 26 stig.