Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
PÖKKUN IKgVERÐ IÞVNGO
IVERD
BRAGOSTYRKUR
.MILDUR
HRÁEFNI
Mjolk,
undánrenna
AUKAEFNI
Oslahleypir,
salt. saltpetur
NÆRtNGARGILDI
1100g er u þ b
Proteín 27g
Miolkurfita 26g
Kalsium 0 8g
Hitaeinmgar 350
UDA
45-4- W
|VEM>
»<5a gamali
00 I OAGSÞÖRF
Prótefn 45-65g
50 I Katoum 08-1,40
m
Merkingum osta breytt:
Nú miðað við
heildarfitumagn
„BREYTINGIN er íyrst og
fremst í því fólgin að ostarnir
koma nú gieggra merktir í
hendur neytenda, verið er að
breyta forsendum fyrir efna-
innihaldinu eins og gerist með
aðrar matvörur,“ sagði Óskar
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Osta og smjörsölunnar er Mbl.
innti hann eftir þeim breyting-
um sem gerðar hafa verið á
pakkningum osta til neytenda.
Ostar eru eina vörutegundin
sem miðuð hefur verið við þurr-
efnisinnihald, þ.e. fituinnihald í
ostinum sjálfum.
Þessar breytingar hafa farið
fram í flestum nágrannalöndum
okkar á undanförnum árum, t.d.
Svíþjóð 1973, Kanada fyrir
tveimur árum og Norðmenn eru
um þessar mundir að gera breyt-
inguna.
Ostur sem mest er seldur á
íslandi og hefur verið merktur
45+ er raunverulega 26% feitur,
en ekki 45% eins og neytendur
hafa yfirleitt haldið. Sá ostur
sem merktur hefur verið 30+ er
raunverulega 17% feitur og sá
sem merktur hefur verið 20+ er
raunverulega 11% feitur," sagði
Óskar ennfremur.
Hagstæðast að
verzla í New York
„STAÐREYNDIN er sú að
New York er ein alhag-
stæðasta borgin í dag til
þess að verzla í og mjog
margir farþega okkar til
Flórída hafa gjarnan ein-
hverja viðdvöl þar á leið
heim,“ sagði Kristín Aðal-
steinsdóttir hja Ferða-
skrifstofunni Útsýn, er
Mbl. innti hana eftir því
hvort rétt væri að íslend-
ingar legðu nú helzt leið
sína til New York ef þeir
væru í verzlunarhugleið-
ingum.
„Það hefur hins vegar ekki
komið upp ennþá að skipulagðar
hafi verið sérstakar hópferðir til
New York, eins og gert hefur verið
til dæmis til London. Fólk fer hins
vegar ekki lengur til London til
þess að verzla, heldur fer það í
leikhús og þess háttar.
Varðandi New York hef ég trú á
því að ferðastraumurinn eigi eftir
að aukast til muna á næstu
mánuðum og árum,“ sagði Kristín
ennfremur.
Flugleiðir:
Fokkervélarnar
á leið frá Kóreu
FOKKER ílugvélarnar
fjórar, sem Flugleiðir
keyptu í Kóreu eru nú á
heimleið, þ.e. tvær þeirra
eru væntanlegar til lands-
ins á morgun, miðvikudag,
en seinni tvær vélarnar
leggja upp frá Kóreu 30.
janúar og eru væntanlegar
til Reykjavíkur 8. eða 9.
febrúar.
Upphaflega var áætlað að þær
yrðu báðar afhentar á sama tíma
og kæmust til landsins sl. helgi, en
af því gat ekki orðið að sögn.
Sveins Sæmundssonar blaðafull-
trúa Flugleiða. Lögðu fyrri tvær
vélarnar upp þann 12. og voru í
gær staddar í Dubai við Araba-
flóa. I síðasta áfanganum fara
þær frá Luxemborg til Reykja-
víkur með viðkomu í Glasgow og
er ráðgert að þær lendi í
Reykjavík síðdegis á morgun.
Flugstjórarnir Gylfi Jónsson og
Ríkharður Jónatansson fljúga vél-
unum heim, en Gylfi er jafnframt
leiðangursstjóri hópsins er sækir
vélarnar. Snýr hann aftur til
Kóreu frá Luxemborg til að sækja
hinar vélarnar en annar flugstjóri
tekur við af honum í Luxemborg.
Auk flugmanna er einn vélamaður
í hverri vél. Vélarnar fljúga heim
með talsvert magn varahluta og
varahreyfla.
Fokker vélarnar, sem koma til
landsins á morgun bera einkenn-
isstafina TF—FLS og FLT og hafa
þær verið seldar Finnair. Verður
sett nýtt mælaborð í þær hér áður
en þær verða afhentar Finnum og
er gert ráð fyrir að finnskir
flugliðar komi hingað til þjálfunar
og taki vélarnar til Finnlands.
Vélarnar sem Flugleiðir koma til
með að eiga bera einkennisstafina
FLR og FLO og þarf einnig að
gera nokkrar breytingar á þeim og
mála og kvaðst Sveinn Sæmunds-
son ekki vita hvort þær færu strax
í áætlunarflugið hér innanlands
eða hvort ráðist yrði í breyt-
ingarnar fyrst. Önnur vélin tekur
56 manns í sæti, þ.e. er nokkru
lengri en fyrri Fokker vélar Flug-
leiða, sem taka 48 farþega og
kvaðst Sveinn gera ráð fyrir að
hún yrði einkum notuð á Akureyr-
arleiðinni.
98.543 atvinnuleysis-
dagar á síðasta ári
Atvinnuseysisdagar
voru samtals 98.543 á
landinu á s.l. ári, þar af
langflestir ír Reykjavík,
eða 30.643. í lok ársins
voru alls 797 atvinnulaus-
ir á landinu, þar af 156 í
Reykjavík og á Ilúsavík.
Á átta stöðum á landinu
voru atvinnuleysisdagar
yfir 3000 á s.I. ári auk
Reykjavíkur. Á Akureyri
7507. Húsavík 6561, Hafn-
arfirði 5805, Siglufirði
4807, Keflavík 3946, Sauð-
árkróki 3537 og í Bakka-
gerði 3203.
í lok ársins voru flestir atvinnu-
lausir í Reykjavík og á Húsavík
eins og áður sagði, en auk þessara
tveggja staða voru atvinnulausir í
Hafnarfirði 52, Vopnafirði 51,
Djúpavogi 25, Stokkseyri 22,
Kópáskeri 22, Selfossi 17, Rauf-
arhöfn 16, Bakkagerði 16, Þórs-
höfn 13, Drangsnesi 13, Kópavogi
13, Hvolshreppi 12, Seyðisfirði 10,
Rangárvallahreppi 8, Bakkafirði 7,
Njarðvík 7, Neskaupstað 7,
Blönduósi 6, Árskógshreppi 6,
Hofsósi 4, Dalvík 3, Vestmanna-
eyjum 3, Egilsstöðum 3, Djúpár-
hreppi 3, Akranesi 2, Þorlákshöfn
2, Hvammstanga 2, Skagaströnd 2.
Eskifjörður:
Ibúðarhús eyði-
lagðist í eldsvoða
Líffræðifélag íslands stofnað
Líffræðistofnun Háskól-
ans gekkst fyrir ráðstefnu
íslenzkra líffræðinga 9.—
10. des. sl. Tilgangurinn
með ráðstefnuhaldinu var
að veita innsýn í þær
rannsóknir á sviði
líffræði, sem eru stundað-
ar hérlendis. Mjög margar
rannsóknastofnanir hér á
landi stunda rannsóknir í
einhverjum greinum líf-
fræðinnar og á ráðstefn-
unni mætti íólk frá 14
stofnunum til að halda
fyrirlestra um rannsóknir
sínar. Haldin voru 35 er-
indi, sem snertu flestar
greinar lífíræði.
Á ráðstefnunni var stofnað
Líffræðifélag íslands. Tilgangur
þess er að efla þekkingu í líffræði,
m.a. með því að auka samskipti
hinna fjölmörgu aðila sem stunda
líffræðirannsóknir hér á landi, en
einnig að auðvelda tengsl ís-
lenzkra líffræðinga við erlenda
aðila með svipuð áhugamál. Líf-
fræðifélagið hefur þegar skipulagt
röð fyrirlestra um líffræði og eru
þeir auglýstir í fréttabréfi félags-
ins. Fyrirlestrarnir eru haldnir kl.
20.30 annan þriðjudag hvers mán-
aðar í stofu 158 í húsi Verkfræði-
og raunvísindadeildar Háskólans,
Hjarðarhaga 2—4.
^Eskifirði, 21. janúar.
Á sjötta tímanum í morg-
un kom upp eldur í ibúð-
arhúsinu við Réttarstíg 3b
á Eskifirði. Slökkvilið bæj-
arins kom fljótlcga á
vettvang og var þá allmik-
ill eldur logandi í húsinu,
logaði m.a. út um glugga
og ris.
Gekk vel að slökkva eldinn
Leiðrétting
Myndirnar af Jóni Þorlákssyni,
Ólafi Thors og dr. Magnúsi Jóns-
syni, sem birtust með grein Hann-
esar Gissurarsonar, „Frjálshyggj-
an sameinaði sjálfstæðismenn", í
blaðinu sl. laugardag, eru teknar
úr bók Agnars Kl. Jónssonar,
„Stjórnarráð Islands". Mynda-
textarnir eru á hinn bóginn ekki
þaðan teknir, heldur eru þeir frá
höfundi greinarinnar.
og var því lokið á sjöunda
tímanum, en húsið sem er lítið
steinhús með risi skemmdist
mjög mikið bæði utan og
innan, en það var timburklætt
að innan. Er það með öllu
óíbúðarhæft. Gamall maður,
Tryggvi Eiríksson, er eigandi
hússins og var hann vaknaður
þegar eldurinn kom upp. Hann
komst í næsta hús og gat gert
viðvart.
Sem fyrr segir er húsið
mjög mikið skemmt og tjón
gamla mannsins því mjög
mikið.
— Ævar.
Ein sala ytra
SUÐUREY frá Vestmannaeyjum
seldi afla sinn í Englandi í gær,
fyrir 43,5 lestir fengust um* 20
milljónir króna.
Ingi Hrafn sýnir
28 vatnslitamyndir
INGI Hrafn Hauksson myndlist-
armaður opnaði í gærdag sýn-
ingu í Studío 5 við Skólastræti 5 á
28 vatnslitamyndum, sem hann
málaði allar á síðasta ári. Allar
myndirnar eru til sölu.
Ingi hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér á landi og erlend-
is auk þess sem hann hefur haldið
sjö einkasýningar, síðast í apríl á
s.l. ári þegar hann sýndi skúlptúr.
Sýning Inga stendur ti! 3.
febrúar n.k. og er opin frá klukkan
16.00 til 22.00.