Morgunblaðið - 22.01.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 22.01.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 31 5. Til Aflatryggingasjóðs a) Almenn deild2) ............ 3 234 b) Aflajöfnunardeild ......... — c) Áhafnadeild ............... 3 822 Til Tryggingasjóðs fiskiskipa og til úreldingarstyrkja til eigenda fiskiskipa, skv. reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur a) Til greiðslu á hluta af vá- tryggingarkostnaði fiskiskipa 3 969 b) Til úreldingarstyrkja til eig- enda fiskiskipa ................. — Til Fiskveiðasjóðs íslands og Fiskimálasjóðs a) Til Fiskveiðasjóðs ........ 3 087 b) Til Fiskimálasjóðs ............ 132 Til sjávarrannsókna og Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða skv. reglum, sem sjávarútvegsráðu- neytið setur ..................... 338 Til Landssambands íslenskra út- vegsmanna ......................... 59 Til samtaka sjómanna .............. 59 Samtals 14 700 2 450 122 61 61 81 81 12 250 13 475 1) Miðað er við verðlag i lok ársins 1979 og að gjaldstofn útfluttra sjávarafurða nemi 245 niilljörðum króna. Hér eru einungis sýndar áætlanir um tekjur af útflutningsgjaldi en auk þess hafa sjóðirnir tekjur af eignum svo og fá Fiskveiðasjóður og almenna detld Aflatrygg- ingasjóðs mótframlag úr ríkissjóði. . 2) Við tekjur almennu deildarinnar af útflutningsgjaldi, sem her eru syndar, bætist móttramlag úr ríkissjóði, sem skv. núgildandi lögum nemur fjórðungi tekna hennar af útflutnmgsgjaldi, en skv. frv. um breyting á lögum um Aflatryggingasjóð, sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi hækkaði mótframlagið í 40% útfiutningsgjaldsteknanna. Útflutningsgjald og aflajöfnunardeild: Yeiðistýring um verðuppbætur Frumvörp til auðveldunar fiskverðsákvörðunar Frumvarp um olíugjald væntanlegt í vikunni SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA lagði fram í gær tvö stjórnarfrumvörp, sem tengjast væntanlegri ákvörð- un um fiskverð, sem gert er ráð fyrir að tekin verði um eða upp úr miðri þessari viku: frumvarp til laga um breytingu á Aflatryggingarsjóði sjávarútvegsins um frumvarp til laga um 5,5% útflutningsgjald af sjávarafurðum. Frumvarp til laga um olíugjald er og væntanlegt næstu daga ákvörðun. Af latryggi ngar sj óður / Aflajöfnunardeild Frumvarp þetta er flutt til þess að „marka skýran farveg fyrir greiðslu verðuppbóta á einstakar fisktegundir í því skyni að beina sókn fiskiskipa- flotans frá einstökum fiskteg- undum að öðrum, sem fremur eru taldar þola veiðar," segir í athugasemdum með frumvarp- inu. „Frumvarpið er ennfremur flutt í því skyni að greiða fyrir ákvörðun fiskverðs frá 1. janúar 1980,“ segir og þar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Aflatryggingarsjóður skiptist í þrjár deildir: 1) Almenna deild, 2) áhafnadeild og 3) aflajöfnun- ardeild. Hér er annars vegar um beina skipulagsbreytingu að ræða, þar sem er sameining tengslum við fiskverðs- almennu deilda báta- og togara- flotans. Hins vegar er hér lagt til að stofnuð verði ný deild við sjóðinn, aflajöfnunardeild. Aflajöfnunardeild fær tekjur af útflutningsgjaldi og eignum deildarinnar. Verðlagsráð sjáv- arútvegsins eða yfirnefnd þess skal fyrir upphaf hvers verð- tímabils gera tillögur um fjár- hæð aflajöfnunarbóta á einstak- ar fisktegundir að fengnu áliti Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjafiska og aflahorf- um. Sjávarútvegsráðherra þarf að staðfesta ákvarðanir hér að lútandi. Hann setur og nánari reglur um framkvæmd verðbót- anna. Útflutningsgj ald af sjávarafurðum Um sl. áramót féllu úr gildi lög um 5% útflutningsgjald af sjávarafurðum. Þá komu aftur í gildi eldri ákvæði um 6% út- flutningsgjald. Frumvarp þetta gerir hins vegar ráð fyrir 5,5% útflutningsgjaldi af f.o.b. -verðmæti sjávarafurða, þ.e. Vi% lækkun frá gildandi lögum (en Vi% hækkun frá lögum er giltu á liðnu ári). Tilgangur frumvarpsins er þríþættur að því er kemur fram í athugasemdum með því: •1) Að auðvelda fiskvinnslunni að greiða olíugjald til fiskiskipa (með lækkun útflutningsgjalds). •2) Að afla tekna til aflajöfnun- ardeildar Aflatryggingarsjóðs (til að gera henni kleift að standa undir greiðslu verðbóta á afla af einstökum fisktegund- um). •3) í þriðja lagi er nú ætlað sérstaklega fé af útflutnings- gjaldi til úreldingarstyrkja til eigenda fiskiskipa (til að létta þeim að taka úr umferð óhentug skip úr rekstri). Meðfylgjandi er tafla er sýnir áætlanir um tekjur sjóða sjávar- útvegsins af útflutningsgjaldi og fjárþörf á árinu 1980. Þingfréttir í stuttu máli Staðfestingar Alþingis leitað: Bráðabirgða- lög gegn far- mannaverkfalli — Búvara, húsnæði og fuglafriðun Óverðtryggð búvara I gær var fram haldið í neðri deild umræðu um frumvarp 9 sjálfstæðismanna um 3ja millj- arða króna lán til að bæta bænd- um að nokkru halla af óverðtryggðum útflutningi bú- vöru, er greitt verði niður úr Byggðasjóði á næstu þremur árum með jöfnum fjárhæðum. Pálmi Jónsson (S) taldi að sjálfstæðismenn hefðu verið til viðræðu um lausn af þessu tagi allar götur síðan þessi vandi var séður, en framsóknarmenn hefðu komið í veg fyrir að mál yrðu leyst á þessum forsendum þegar í haust. Miklar umræður urðu um þetta mál í deildinni, sem snerust upp í almennar umræður um landbúnað. Á dagskrá deildarinnar voru 7 mál, en önnur komu ekki til umræðu. Húsnæðisfrumvarpið til þingnefndar I efri deild Alþingis voru eftir- talin 7 mál afgreidd til 2. umræðu og viðkomandi þingnefnda: • 1) Stjórnarfrumvarp um Hús- næðismálastofnun ríkisins, sem gerð hefur verið grein fyrir hér á þingsíðu Mbí. • 2) Frumvarp um staðfestingu bráðabirgðalaga vinstri stjórnar „um stöðvun verk- falls á farskipum og verk- bannsaðgerða V.í.“ frá því í október 1979. • 3) Stjórnarfrumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafrið- un, sem nú er flutt í fjórða sinn. Frumvarpið er í 6 köflum: 1) Um veiðirétt og stjórn friðunar- og veiði- mála, 2) Friðunarákvæði og veiðitímar, 3) Um fugla- veiðisamþykktir, 4) Um veiðitækni og veiðiaðferðir, 5) Um inn- og útflutning, kaup og sölu fugla og 6) Refsiákvæði og réttarfar. Vilmundur Gylfason mennta- málaráðherra mælti fyrir frum- varpinu. Stefán Jónsson (Abl) gagnrýndi frumvarpið harðlega, taldi það ofsókn á hendur tiltekn- um fuglategundum og sneiða að hagsmunum annarra þegna en þeirra, sem hagsmuni hafa af æðarvarpi. í frumvarpið vantaði og nánari ákvæði um veiðirétt. • 4) Þrjú frumvörp er fjalla um breytingar á almennum hegningarlögum: 1) til stað- festingar á Evrópusamningi um varnir gegn hryðjuverk- um, 2) um hækkun hámaiks fésekta í 30 m. kr., 3) um fyrningar sakar (öll brot séðu háð fyrningu nema þau er ævilangt fangelsi liggur við — og fyrningarákvæði rýmkuð); og um líkamsárás- ir og líkamsmeiðingar. Iðnþróunarfélag Skagafjarðar stofnað STOFNFUNDUR Iðnþróunarfé- lags Skagafjarðar var haldinn 14. desember s.l. Félagið er sam- eignarfélag með heimili og varn- arþingi á Sauðárkróki en starfs- svæði þess er Skagaf jarðarhérað. Stofnaðilar félagsins eru: Skaga- fjarðarsýsla, Sauðárkrókskaup- staður og Búnaðarsamband Skagafjarðar. Markmið Iðnþróunarfélags Skagafjarðar er að efla iðnað og styðja framtak einstaklinga og fyrirtækja í héraðinu öllu. Stjórn félagsins skipa: Jón Guð- mundsson Oslandi, formaður, Egill Bjarnason, Sauðárkróki, varaformaður, Pálmi Jónsson, Sauðárkróki, gjaldkeri og Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Mælifelli, ritari. Rauðsokkahreyfingin: Æ' Atelur seinagang borgaryfirvalda Á FUNDI i Rauðsokkahreyfing- unni 17. jan. s.l. var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun: „Ársfjórðungsfundur Rauð- sokkahreyfingarinnar, haldinn 17. janúar 1980, átelur harðlega seinagang borgaryfirvalda varð- andi kaup á fasteigninni Holts- gata 7b, til nota fyrir dagvistar- stofnun. Fundurinn skorar á borgarráð að ganga nú þegar frá húskaupun- um og hraða sem mest opnun dagheimilis, sem brýn þörf er fyrir eins og alkunnugt er.“ FUF fordæmir innrás Sovét- ríkjanna í Afganistan EFTIRFARANDI tilkynning barst frá Félagi ungra framsókn- armanna í Reykjavík: „Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, haldinn 12. janúar 1980, fordæmir harðlega innrás Sovétríkjanna í Afganistan og varar við yfir- gangsstefnu stórveldanna. Krefst fundurinn þess að herir Sovétríkj- anna verði samstundis dregnir til baka.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.