Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
Birgir G. Albertsson:
Ferðalög útlendinga á Hornströndum
Lastaranum likar ei neitt
lætur hann ttanxa róginn.
Finni hann laufhlaó fólnaó eitt
t>á fnrda mir hann skóginn.
Stgr. Th.
Þessi orð gætu vel náð yfir þau
blaðaskrif, sem átt hafa sér stað
s.l. haust vegna hópferða Dick
Phillips til Jökulfjarða og
Hornstranda undanfarin ár.
Vestfirska fréttablaðið gerir
þessar ferðir að fréttaefni í for-
síðugrein 18. okt. s.l. Morgunblað-
ið birtir nokkru síðar útdrátt úr
sömu grein og loks skrifar
Málfríður Halldórsdóttir grein í
Mbl. 1. nóv.
Þar sem Vestfirska fréttablaðið
hefur mjög takmarkaða útbreiðslu
þykir undirrituðum full ástæða til
að biðja Morgunblaðið fyrir
nokkrar athugasemdir.
Nær allt það sem hefur verið
skrifað um Dick Phillips hefur
haft á sér neikvætt yfirbragð og
miðað að því að gera manninn
tortryggilegan í augum ókunn-
ugra.
Agæt grein Þórðar Tómassonar,
safnvarðar á Skógum, í Mbl. 28.
nóv. s.l. er því óvænt undantekn-
ing, skrifuð af þekkingu og rétt-
sýni, þörf lesning þeim sem láta
dylgjur og þekkingarleysi sitja í
fyrirrúmi.
Hornstrandir og Jökulfirðir eru
að verulegu leyti friðlýst land, þar
sem öllum er heimilt að koma,
fylgi þeir settum reglum. Útlend-
ingar jafnt og íslendingar eiga því
fyllsta rétt á því að njóta sann-
mælis.
Undirritaður hefur um rúmlega
20 ára skeið skomið næstum á
hverju sumri á áðurnefndar slóðir,
þar sem náttúrufegurð og stór-
brotið landslag eiga vart sinn líka.
Ótrúleg breyting til hins betra
hefur átt sér stað hin síðari ár.
Aður fyrr voru þeir ýmsir sem litu
á landsvæðið sem almenning, þar
sem hver fór sínu fram. Hús voru
brotin upp, rúður brotnar og
ýmiss konar innanstokksmunir
teknir ófrjálsri hendi. Þeir sem
slíka iðju stunduðu skákuðu i því
skjólinu að mannaferðir voru litl-
ar sem engar og því óhægt um vik
fyrir húseigendur að ná rétti
sínum. Á þessu hefur orðið mikil
breyting síðan friðsamir ferða-
menn og náttúruunnendur tóku að
venja komur sínar á þessar slóðir
í vaxandi mæli. Það er því lág-
markskrafa, að menn njóti sann-
mælis um umgengnishætti á áður-
nefndu landsvæði, hvort sem i
hlut eiga íslendingar eða útlend-
ingar.
Nokkur undanfarin ár hafa 2—3
skipulagðar hópferðir Englend-
inga á vegum Dick Phillips verið
farnar á áðurnefndar slóðir. Vest-
firska fréttablaðið segir orðrétt í
grein sinni: „Margt er á huldu um
Phillips þennan en hann er titl-
aður prófessor og íslenskir kunn-
ingjar hans segja að hann búi í
kastala einum á Suður-Englandi.“
Hér virðist því um enskan huldu-
mann mað prófessorsnafnbót að
ræða og heimatilbúnir kunningjar
fréttablaðsins koma honum fyrir í
kastala í Suður-Englandi. Sam-
kvæmt staðreyndum er hins vegar
engin von um prófessorsstöðu á
næstunni og kastali fréttablaðsins
er gamalt steinhús í Alston í
Norður-Englandi.
Hvar blaðið hefur krækt sér í
þessar furðulegu upplýsingar er
ýmsum ráðgáta og séu aðrar
heimildir álíka, við hverju má þá
búast.
Engin leynd hvílir yfir starf-
semi D. Ph. en vanþekking og
hugarburður greinarhöfundar
sitja í fyrirrúmi. Dick Phillips
gefur árlega út lítinn, stuttorðan
og hnitmiðaðan bækling um
Island og ferðir sínar hingað. Þar
eru réttar, nákvæmar upplýsingar
fyrir væntanlega ferðamenn og
þeir sérstaklega hvattir til að hafa
besta útbúnað, þar sem allra veðra
er von og yfirleitt ekki dvalist í
húsum.
Dick Phillips kom hingað fyrst
1955 sem óbreyttur ferðamaður.
Hann tók þá þegar ástfóstri við
land og þjóð og bjó hér allt árið
um langt skeið.
Hann hefur reynst dyggur mál-
svari Islands í heimalandi sínu
ekki hvað síst í síðasta þorska-
stríði og þeir sem hingað hafa
komið á hans vegum — sumir
margsinnis — hafa reynst Islandi
góðir meðmælendur.
Hvers konar fólk er þá hér um
að ræða? Að því er ég best veit,
yfirleitt úrvalsfólk, oft námsfólk,
náttúruunnendur, sem leggja á sig
erfiði og kostnað til að vera fjarri
skarkala þéttbýlisins.
Þessu fólki er borin á brýn slæm
umgengni en ég leyfi mér að
fullyrða hið gagnstæða. Hún hefur
aldrei verið betri en nú og húseig-
endum aukið öryggi að dvöl þessa
fólks. Oft var ömurleg aðkoma
áður fyrr að mannlausum húsum
og slysavarnaskýlum, þannig út-
lítandi að best er að viðhafa sem
fæst orð.
Það var áður en ferðaútgerð
Dicks Philips á Hornströndum
kom til sögunnar. Skotvopn eru
algjör bannvara og veiðitæki ekki
leyfð.
Framámenn ferðafélags hér í
Á forsíðu Morgunblaðsins 30.
nóvember 1979 birtist frétt frá
fréttaritara blaðsins í Osló þess
efnis, að Utanríkismálastofnun
Kanada hefði lagt til í skýrslu til
kanadísku ríkisstjórnarinnar, að
vegna vaxandi áhrifa Sovétríkj-
anna á Islandi væri nauðsynlegt
að efla varnir Islands, sem
Kanadamenn ættu að verða reiðu-
búnir að taka þátt í, m.a. með
staðsetningu kanadískra orrustu-
flugvéla og kafbátaleitarflugvéla á
Islandi.
Þar sem hér er um mjög athygl-
isvert mál að ræða, sem ekki hefur
komið fyrir almenningssjónir á
Islandi áður, er rétt að gera
nánari grein fyrir þeirri umræðu
sem átt hefur sér stað í Kanada
meðal ákveðinna aðila og fjallar
um þá hugmynd að færa út
varnarsvæði Kanada austur fyrir
Island. Þá er rétt að það komi
fram hér í upphafi að ofangreind
frétt Morgunblaðsins er ekki í
öllum atriðum rétt eins og blaðið
greindi raunar sjálft frá. Það var
ekki Utanríkismálastofnun Kan-
ada (Canadian Istitute of Interna-
tional Affairs) sem gerði þessa
skýrslu fyrir ríkisstjórn Kanada,
heldur samdi hana prófessor
nokkur í sovéskri utanríkisstefnu
við Toronto-háskóla, Franklyn
Griffiths að nafni fyrir utanríkis-
ráðuneytið. Þá er þess ekki getið í
fréttinni, sem er ekki síður mikil-
vægt, að skýrslan er dagsett 20.
apríl 1978 og var lillögum í henni
hafnað umsvifalaust af þáverandi
utanríkisráðherra í ríkisstjórn
Trudeaus. Skýrsla þessi var gefin
út s.l. sumar í bókarformi af
Utanríkismálastofnun Kanada
undir nafninu „Utanríkisstefna
fyrir norðrið" (A Northern For-
eign Policy).1’
Island hefur hingað til ekki haft
mikilvægu hlutverki að gegna, né
verið sýndur mikill áhugi meðal
þeirra stjórnmálamanna, embætt-
ismanna, hermanna og fræði-
manna, sem móta utanríkis- og
varnarmálastefnu Kanada. Ýmis
teikn eru þó á lofti í Kanada um
að á þessu geti orðið breyting í
nánustu framtíð, sem hefði það í
för með sér að hið skilgreinda
varnarhagsmunasvæði Kanada
ýrði fært austur á bóginn yfir til
Islands og Norður-Noregs.
Þegar er hafin umræða í Kan-
ada meðal ofangreindra stefnu-
mótunaraðila um endurmat á
varnarhagsmunum landsins, sem
geti leitt til þess að farið yrði
framá heimild til að koma á fót
sendiráði í Reykjavík og hafa
kanadískt herlið á Keflavíkur-
flugvelli, og réttilega kemur fram
í Morgunblaðsfréttinni, að til eru
um það tillögur til ríkisstjórnar-
innar. Höfundur þessarar greinar
hefur hins vegar fengið ótvíræðar
upplýsingar um að þessar tillögur
eru ekki einhver einkaskoðun
prófessors frá Toronto, heldur
hefur þetta verið rætt formlega af
helstu herforingjum og æðstu
embættismönnum sem fjalla um
utanríkismal.2* í þessari grein
munu verða raktar þær forsendur
sem þessi umræða byggist á og í
hverju þær hugmyndir felast sem
snerta Island og N-Atlantshaf.
Hornsteinninn í varnarstefnu
Kanada hefur verið, allar götur
síðan síðari heimsstyrjöldinni
lauk, órjúfanleg samvinna . við
Bandaríkjamenn, þar sem litið er
svo á að varnir Bandaríkjanna séu
jafnframt varnir Kanada. Án efa
er mikilvægast þátturinn í varn-
arkerfi N-Ameríku hið svonefnda
NORAD-kerfi (North American
Defence System), sem sett var á
fót með samningi milli kanadísku
og bandarísku ríkisstjórnarinnar
árið 1957. NORAD-kerfinu er
fyrst og fremst ætlað að verjast
hugsanlegri árás langdrægra
flugvéla frá Sovétríkjunum, sem
bera kjarnorkuvopn, en geg nr nú
jafnframt því hlutverki að verjast
hugsanlegri árás langdrægra
kjarnorkuflugskeyta. Kerfið er því
hugsað sem varnarkerfi í stór-
styrjöld Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna þar sem kjarnorkuvopn-
um yrði beitt á báða bóga.3)
Af þessum ástæðum töldu
margir stjórnmálamenn í Kanada
að Norad-kerfið væri nóg vörn
fyrir Kanada og fullnægði öllum
varnarþörfum þess. Töldu þeir því
að það væri tilgangslaust fyrir
Kanada að vera í NATO. Hófst
raunverulega alvarleg umræða,
eftir að Trudeau kom til valda árið
1968, um það hvort Kanada ætti
ekki að segja sig úr NATO þar
sem aðild þjónaði ekki grundvall-
arhagsmunum landsins, heldur
hefði einungis í för með sér
útgjöld. Þá var einnig þeirri skoð-
un haldið mjög á loft að hlutverk
kanadíska hersins ætti að vera
friðargæsla en ekki þátttaka í
hernaðarbandalagi.4*
Á síðustu árum hefur þeirri
skoðun vaxið stöðugt fylgi meðal
stefnumótenda og þeirra, sem
ákvarðanir taka í NATO-ríkjun-
um, að það sé meiri hætta á
takmarkaðri styrjöld í Evrópu en
á stórstyrjöld þar sem kjarnorku-
vopnum yrði beitt takmarkalítið.5)
Þessi skoðun hefur haft bein áhrif
á hugsunarháttinn í Kanada og
hefur ríkisstjórnin á síðustu árum
fjárfest meira í nýjum hergögnum
en áður. Skammlíf ríkisstjórn
íhaldsflokksins í Kanada ákvað
jafnfram að auka útgjöld til her-
mála, auka hernaðarsamvinnuna
við önnur NATO-ríki og aðgreina
herinn í landher, flugher og
flota.61
Það sem hins vegar hefur eink-
um aukið áhuga Kanadamanna á
því að endurmeta varnarstöðu
landsins óháð hinum sameiginlegu
vörnum með Bandaríkjamönnum
er ákveðin þróun mála, sem átt
hefur sér stað í N-Atlantshafi,
sem Kanadamenn telja að hafi
aukið spennuna á svæðinu fyrir
austan Kanada, sem krefjist beins
aðgangs Kanadamanna að upplýs-
ingum um þessa þróun. Þessi
þróun sem Kanadamenn telja sig
varða öryggislega séð byggist á
eftirfarandi þáttum:
1. Vaxandi flotaumsvif Sovétríkj-
anna í N-Atlantshafi.
2. Deila Sovétmanna og Norð-
manna um skiptingu Barents-
hafs, þar sem stangast á tillaga
Norðmanna um að miðlína
verði látin gilda og tillaga
Sovétmanna um póllínuna svo-
nefndu. Þessi deila gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir
samskipti ríkjanna, en miklir
hagsmunir eru í húfi sem varða
fiskveiðar og olíu og málma á
landgrunninu.
3. Deila Sovétríkjanna og Noregs
um Svalbarða, en Norðmenn
saka Rússa um að auka umsvif
sín þar.
4. Útfærsja þjóðanna við N-Atl-
antshaf á efnahags- og fisk-
veiðilögsögu og þeir árekstrar
sem orðið hafa milli íslendinga
og Breta annars vegar og nú
milli íslendinga og Norðmanna
hins vegar. Kanadamenn telja
að þessa auðlindadeilur íslend-
inga við nágranna sína hafi sett
og muni setja framtíð Kefla-
víkurstöðvarinnar í hættu.
5. Olíufundir í N-Atlantshafi t.d.
fyrir norðan Island og austur af
Grænlandi, gætu valdið
árekstrum milli þjóða N-Atl-
antshafsins, sem gætu kallað á
afskiptasemi hernaðarstór-
velda eins og Sovétríkjanna.
6. Heimastjórn á Grænlandi. Þau
skref, sem Grænlendingar eru
að stíga til fullveldis, gætu haft
þær afleiðingar að vera banda-
rísku herstöðvanna þar verði
talin óæskileg af grænlenskum
yfirvöldum. Fullvalda Græn-
land gæti einnig aukið áhuga
Sovétríkjanna á að koma sér
upp þar einhvers konar að-
stöðu.^
Hvort þessir þættir eru raun-
hæfir eða ekki þá er það staðreynd
að kanadískir stefnumótendur
hafa ekki lokað augunum fyrir
þeim og telja þeir að þetta séu
einkum þeir þættir, sem áhrif hafi
á endurmatið á varnarstefnu
landsins á næstu árum, og þar
sem þessir þættir eru samkvæmt
þeirra mati spennuskapandi, þá
telja þeir nauðsynlegt að hafa
beinan aðgang að upplýsingum um
þróunina á N-Atlantshafi. Það
verður ekki framkvæmanlegt
nema með staðsetningu diplómata
og hersveita á svæðinu.81
Á síðustu 3—5 árum hafa Kan-
adamenn stigið nokkur skref sem
koma til með að vera stefnumót-
andi fyrir stjórn landsins varð-
andi þetta heimsveldi.
Fyrir 3 árum var sett á fót
nefnd háttsettustu hersöfðingja
kanadíska hersins sem hafði það
hlutverk að skoða hvaða valkosti
Kanada hefði hernaðarlega varð-
andi varnarhagsmuni á Noður-
Atlantshafi. Nefndin einbeitti sér
fyrst og fremst að möguleikum á
staðsetningu hersveita í N-Noregi
og könnun á því ástandi sem þar
Þórður Ingvi Guðmundsson:
Stefnu
í Kana
varðar ö
málís
er. Samkvæmt upplýsingum, sem
formaður þessarar nefndar veitti
greinarhöfundi, þá töldu nefnd-
armenn að staðsetning kanadísks
herliðs á Grænlandi og íslandi
þjónaði varnarhagsmunum Kan-
ada.91
Tveir fundir hafa verið haldnir
milli kanadískra og íslenskra
embættismanna á s.l. 3 árum, nú
síðast s.l. haust í Reykjavík, þar
sem ræddir hafa verið öryggis-
hagsmunir íslands og Kanada.
Nokkrir fræðimenn á þessu
sviði hafa verið ráðnir af varnar-
og utanríkisráðuneytinu til að
setja á blað valkosti Kanada og
gera tillögur um leiðir, þ.á m. er
skýrsla Franklyn Griffiths, sem er
getið var að ofan. Auk hennar má
nefna ritgerð prófessors Nils Or-
viks, „Nágrannar okkar í austri"
(Our Neighbours to the East), en
éinmitt hann var kallaður til
skrafs og ráðagerða við kanadísku
sendinefndina, sem fór til íslands
s.l. haust og getið var hér að
framan.101
Þær tillögur sem lagðar hafa
verið fyrir þá, sem með valdið fara
í utanríkisstefnumótun Kanada og
hafa verið ræddar sameiginlega af
kanadískum embættismönnum,
herforingjum og fræðimönnum,
eru efnahagslegar, pólitískar og
hernaðarlegar að eðli. Hér á eftir
fer stutt yfirlit yfir þær, sem
snerta ísland.
— Kanada ætti að sækjast eftir
náinni samvinnu við íslendinga á
sviði fiskileitar, fiskirannsóknar
og framleiðslu.1 1
— Kanada á að veita íslending-
um fjárhagslega aðstoð til að
styrkja stöðugleika efnahagslífs
og stjórnmálaþróun landsins. Pen-
inga þessa á að fá með því að
minnka þróunaraðstoð Kanada við
lönd þriðja heimsins.121
—Tækni og vísindasamvinna
Islands verði stór-
kanadísks sendiráðs i
Reykjavík, þar sem stjórnmála-
legar og menningarlegar stofnanir
á vegum Kanada myndu hjálpa til
að styrkja þátttöku íslands í Nato
og hafa jákvæð áhrif á almenn-
ingsálitið. Á sama hátt mun það
þjóna þeim tilgangi að minnka
áhrif sovéska sendiráðsstarfsliðs-
ins, losa um þrýstinginn á
Keflavík og tjá þær sameiginlegu
ímyndir, sem þessar þjóðir norð-
ursins hafa um sjálfar sig.141
— Kanada ætti ekki að hafa
sendiherra á íslandi, heldur ein-
ungis embættismann frá utan-
ríkisráðuneytinu og ritara sem
hefðu dagleg samskipti við sendi-
ráðið í Osló.
— Kanada ætti ekki að bjóðast
til að hafa hersveitir eða hergögn
frá Kanadíska hernum á íslandi,
Kanada og
efl—Stofnun