Morgunblaðið - 02.02.1980, Side 13

Morgunblaðið - 02.02.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 13 SÍÐUSTU vikur hafa miklar umræður farið fram í fjölmiðlum um, hvort rétt sé af íslendingum að taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu, eða hvort beri að hætta við þátttöku vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan og handtöku Nóbelsverðlaunahafans og andófsmannsins Andrei Sakharovs. íslenzka Ólympíunefndin ákvað á fundi sínum í,vikunni að stefna að þátttöku, þó að endanleg ákvörðun liggi ekki endanlega fyrir. Gísli Halldórsson, forseti ÍSI sagði í fjölmiðlum að einhugur hafi verið um þá ákvörðun. Morgunblaðið sneri sér til nokkurra aðila forystumanna í íþróttahreyfingunni, íþróttamanna, bæði núverandi og fyrrverandi, og bar undir þá eftirfarandi spurningu: Hver er afstaða þín til þátttöku íslands í Ólympíuleikunum í Moskvu í sumar með tilliti til þeirrar umræðu, sem fram hefur farið vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan og handtöku andófsmannsins Andrei Sakharov? Telur þú að fresta beri leikunum, færa þá til annars staðar eða fella þá niður? að hætta við þátttöku? þar sem byggingu mannvirkja og öðrum undirbúningi var ekki lokið á tilsettum tíma. Sovétmenn hafa haft jafnlangan tíma og Kanada- menn og ekkert til sparað, en þó er mörgu ólokið þar ennþá. Sumarleik- arnir 1984 eiga að fara fram í Los Angeles og trúlega yrði fram- kvæmdanefnd þeirra leika undr- andi, ef hún yrði að sjá um leikana eftir sex mánuði. Ef samþykkt yrði að fella leikana niður er trúlegt að þeir yrðu ekki haldnir aftur í náinni framtíð, að minnsta kosti. Slíkt væri mikill skaði, ekki aðeins íþróttanna vegna, heldur fyrir öll mannleg samskipti í okkar hrjáða heimi, en þar gegna íþróttirnar mikilvægu hlutverki til að reyna að bæta sambúð jarðarbúa án tillits til stjórnmála, trúarskoð- ana eða kynþátta. Carter notar ÓL til pólitísks framdráttar — segir Gústaf Agnarsson lyftinga- maður ÉG ER algjörlega andvígur því, að menn eins og Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna geti notað Ólympíu- leikana sér til pólitísks framdráttar. Það hljóta að vera til aðrar leiðir til að þrýsta á Rússa vegna yfirgangs þeirra. Ég get náttúrulega farið til Moskvu, lyft 200 kílóum og hent þeim síðan í hausinn á Rússum, en ég vil fremur lyfta Ólympíuleikun- um og þeirri hugsjón sem þeim fylgir upp fyrir það lágkúrulega plan, sem margir stjórnmálamenn heimsins skríða á. Ég er hlynntur þeirri hugmynd að flytja leikana til Grikklands til frambúðar og tel það raunverulega það eina sem getur bjargað þeim frá því að lognast útaf. En þá ekki fyrr en eftir Ólympíuleikana í Moskvu. Þegar hefur verið ákveðið að hafa þá austur þar og of seint er að snúa við eins og málin standa nú. íþróttahreyfingin í fararbroddifriðar — yki aðeins á spennu í heiminum ef hætt yrði við þátttöku, — segir Gísli Halldórsson. forseti ÍSÍ 1. Á ÁRUNUM frá síðustu heims- styrjöld, hafa alþjóðasamtök íþróttamanna byggt upp íþrótta- samvinnu allra þjóða í anda friðar og frelsis. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið í fararbroddi varðandi Ólympíuleikana, sem haldnir eru 4. hvert ár í því landi, sem Alþjóðaól- ympíunefndin ákveður. Það er talið, að gestgjafaþjóðin þurfi 4—5 ár til að undirbúa leikana. Nú er komið að lokaundirbúningi leikanna, sem ákveðið er að halda í Moskvu á þessu ári. Nú hefur dregið bliku á loft, vegna innrásar Sovétmanna í Af- ganistan, og með frelsisskerðingu andófsmannsins Andrei Sakharovs. Að undanförnu hefur því verið mjög rætt um það hér heima og erlendis, hvort ekki sé rétt að sniðganga Ólympíuleikana í Moskvu og neita að taka þátt í þeim. Margir telja, að slík framkoma væri sú ráðning, sem ein dygði til þess að Sovétmenn breyttu um stefnu í innanlands- og utanríkisstefnu. Hér yrði því um heimspólitíska ákvörðun að ræða, enda hefur forseti Bandaríkjanna beitt sér mjög fyrir framkvæmd hennar. íþróttahreyfingin er ópólitísk og hefur ávallt reynt til hins ýtrasta að halda sig fyrir utan hana. Þetta hefur tekist furðu vel, nema í einræðislöndunum. Verður að viður- kenna það, að íþróttahreyfingin hefur verið misnotuð þar í pólitísk- um tilgangi. En það hefur sýnt sig, að það eru víti til varnaðar. Iþróttamenn og konur eru friðar- boðar um allan heim. í því sam- bandi má minna á, að í kalda stríðinu í Evrópu voru það íþrótta- samtökin sem rufu stærstu glufurn- ar í „járntjaldið", sem skildi Aust- ur- og Vestur-Evrópu. Þá má minna á upphaf samskipta Kína og Banda- ríkjanna, en það voru borðtennis- leikar sem sköpuðu grundvöll fyrir viðræðum stjórnmálamannanna, og allir þekkja áframhaldið á þeirri þróun mála. Tvær af voldugustu þjóðum heims hafa sæst heilum sáttum með tilstyrk íþróttalegra samskipta. I stríðandi heimi er nauðsynlegt að hafa stóra hópa friðarboða. Iþróttahreyfingin er þar í farar- broddi og vill vera það um ókomin ár. Ef við neitum nú að taka þátt í mestu friðarhátíð heims — Ólymp- íuleikunum í Moskvu, erum við að leggja leikana í rúst og auka þar með á þá spennu, sem fyrir er í heimsmálunum. Það verður að telj- ast óviturlegt. Allir vilja varðveita frið á jörðu, en með ógætilegum ákvörðunum gætum við flýtt fyrir að sá hern- aður, sem nú er staðbundinn á takmörkuðu svæði, yrði að ófriðar- báli, sem ekki yrði stöðvað. Yfirgangur og kúgun mega ekki eiga sér stað. Það er ekki í anda okkar íslendinga, né íþróttamanna. Þess vegna verðum við að berjast gegn slíku. Það gerum við best með því að þjóðir heims auki kynni sín í milli og ræði vandamálin hispurs- laust. íþróttamenn og konur um allan heim vilja stuðla að því af einurð og festu, að varanlegur friður verði hlutskipti allra þjóða. Af þessum ástæðum tel ég að Island eigi að senda þátttakendur á Ólympíuleik- ana í Moskvu sem hefjast í júlí 1980. 2. Að flytja Ólympíuleikana nú í sumar t.d. til Grikklands, er útilok- að. Þar eru engin mannvirki til reiðu, til að hýsa leikana. Og þótt niannvirki væru fyrir hendi, þá væru 2 ár lágmarksundirbúnings- tími fyrir skipulagningu eina sam- an. Að taka á móti 12—15 þús. íþróttámönnum og leiðtogum, 8— 9000 fréttamönnum og 300—500.000 gestum kostar nákvæman undirbún- ing og mikinn tíma. Aldrei má fella niður Ólympíu- leikana. Það er sama og ganga af Ólympíuhugsjóninni dauðri. Það er sama og skipbrot fyrir íþróttahreyf- inguna í heiminum. Tökum þátt — en §ýn- um tákn vanþóknunar — segir Vilhjálmur Einarsson, silfurhafinn frá Melbourne STAÐSETNING Ólympíuleika hef- ur oft orkað tvímælis og er svo nú — en þrátt fyrir það tel ég að Islend- ingum beri að taka þátt í Ólympíu- leikunum í Moskvu. Það tel ég farsællegast. Það er nefnilega betra að hafa alþjóðleg samskipti en rjúfa þau alveg. Ég hefði ekki talið það til bóta fyrir sovéska andófsmenn, að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum, þvert á móti. Ég var í Moskvu 1957 og hvarvetna blasti við ófrelsi fólks- ins, en einmitt með samskiptum frjálsra þjóða við fólk, sem þarf að búa við ófrelsi, er lykill að opnara þjóðfélagi í einræðisríkinu. Ég hefði haldið að sovéskir andófsmenn hefðu getað notfært sér þá mögu- leika, sem skapast þegar tugir, jafnvel hundruð þúsunda ferða- manna — íþróttafólk, blaðamenn og almennir ferðamenn — kæmu til landsins. Sovéska andófshreyfingin er ekki bara byggð á einum manni, þó að hann sé stór í sniðum. Þetta er geypiöflug hreyfing. í þessu sam- bandi vil ég nefna að í stað þess að hætta alveg við þátttöku og þannig loka öllum sundum að baki sér, þá gætu til dæmis íþróttamenn hinna frjálsu þjóða borið sorgarborða í keppni. Slíkt alþjóðatákn myndi verða mjög áhrifamikið. Þá óttast ég, að með því að hundsa leikana, fái Sovétmenn þá samúð, sem þeir ekki eiga skilið. Sovéskir valdahafar ráða fjölmiðl- um og þeir mundu vafalítið notfæra sér það í áróðri sínum þar eystra — þeir mundu einfaldlega snúa hlut- unum við. Ég tel að of mikið sé í húfi og að það sé tvísýnn hagur frelsisins og friðarhorfum í heimin- um, að taka ekki þátt í Ólympíuleik- unum. Það er auðvitað engum vafa undirorpið að íþróttir og pólitík blandast saman — og ég óttast þær afleiðingar, sem þáð kynni að hafa í för með sér ef leikarnir yrðu teknir frá Sovétmönnum. Jafnframt þessu vil ég slá varnagla. Ymislegt gæti komið upp, sem breytti skoðun minni. Atburðarásin hefur verið mjög hröð og óvænt síðustu vikur og í ljósi þess er tæpast varlegt að slá nokkru föstu. Mælti aðeins gegn ÓL ef öryggi væri ekki tryggt — segir Ólaíur Sigurgeirsson. íormaður Lyítinga- samhandsins FJÖLMARGIR lyftingamenn hafa fyrir löngu síðan sett sér það markmið að keppa fyrir Islands hönd á Ólympíuleikunum í'Moskvu 1980, en keppnin þar er jafnframt þeirra heimsmeistaramót. Ég hef stutt þá og mun styðja þá til að svo geti orðið. Einungis myndi ég mæla gegn þátttöku þeirra og annarra íslenzkra íþróttamanna ef ég teldi, að aðstæður í Sovétríkjunum væru þannig að öryggi þeirra væri ekki tryggt- Ég tel þær aðstæður ekki hafa skapast við atburði síðustu vikna. Allt tal um að færa, fresta eða fella niður Ólympíuleikana nú tel ég fráleitt, svo og að staðsetja Ólymp- íuleika framtíðarinnar í landi eins og Grikklandi. Núverandi kerfi hef- ur að mörgu leyti gefist vel og skapað þann glæsileik sem Olymp- íuleikum fylgir og fylgja ber og ég vona einungis að þjóðir heims þroskist það á næstu árum að eyðingaröfl Ólympíuleikanna nái ekki yfirtökunum. Hætta við ÓL í Moskvu — segir Guðmundur Hermannsson, þátttakandi i Olympíu- leikunum í Mexikó 1968 ÓLYMPÍULEIKAR undanfarinna áratuga hafa tengst pólitískum at- burðum að ekki sé kveðið sterkara að orði. Árið 1968 voru Ólympíuleik- arnir í Mexíkóborg haldnir undir hervernd vegna undangenginna „stúdentaóeirða" í borginni og á leikunum sjálfum mótmæltu tveir negrar í liði Bandaríkjanna kyn- þáttamisrétti í heimalandi sínu með því að halda uppréttri hægri hendi með svörtum hanska á meðan þjóð- söngur þeirra var leikinn er þeim voru veitt verðlaun fyrir sigur í spretthlaupi. Árið 1972 voru Ól- ympíuleikarnir í Munchen haldnir undir hervernd vegna þess, að í upphafi leikanna voru ellefu menn úr liði ísraels myrtir í Ólympíu- þorpinu. Þá lá við að hætt yrði keppni. Árið 1976 kom upp misklíð með Afríkuþjóðum á Ólympíuleik- unum í Montreal og nokkrar þjóðir hættu við þátttöku. Sagan geymir ljótar myndir frá þessum Ólympíu- leikum. Það hlaut eitthvað það að gerast, sem varðar Ólympíuleikana í Moskvu á komandi sumri, sem til vandræða horfði á hinu pólitíska sviði. En það eru fleiri hliðar á málinu þegar ræða á um það hvort það eigi að halda áfram að halda Ólympíuleika fjórða hvert ár eins og verið hefur. Kapphlaup stórveld- anna um rándýrar skrautsýningar og áróðursgildi þeirra eru öfgar langt frá heilbrigðri skynsemi. íþróttaafrek eru komin fram úr mannlegri getu og hljóta að nást með ólöglegum hætti. Að öllu þessu athuguðu finnst mér að Ólympíu- leikar séu ekki haldnir í þeim anda, sem varð til þess að til þeirra var stofnað á sínum tíma. Það er ekki lengur keppt á Ólympíuleikum undir kjörorðinu, „heilbrigð sál í hraustum líkama", það er heldur ekki hægt að segja með sanni, að Ólympíuleikar séu haldnir fyrir það fólk, sem æfir og keppir af áhuga fyrir íþróttum, heilbrigði og hreysti. Atvinnu- mennskan hefur haldið þar innreið sína og það er skammarlegt að vera með feluleik í því efni. Mitt svar er því, að ■ það eigi að hætta við Ólympíuleikana í Moskvu. Styð stefnu Carters — segir Finnbjörn Þorvaldsson, ritari FRÍ og þátttakandi íslands í ólympíuleikunum í Lundúnum1948 ÉG ER á móti þátttöku íslendinga í Ólympíuleikunum og styð þá stefnu Jimmy Carters, forseta Bandaríkj- anna að vestrænanr þjóðir hundsi leikana. Ég hef verið andvígur því að blanda saman íþrottum og póli- tík. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að þetta hefur blandast saman, hvort sem mönnum líkar betur að verr og framhjá því verður ekki litið. Afstaða mín hefur breyst í samræmi við þessi breyttu viðhorf. Margir sem ég hef rætt við eru sömu skoðunar og ég í þessu máli. Þá ber að breyta grundvallar uppbyggingu leikanna. I Ölympíu- leikum á einungis að keppa í frjálsum íþróttum — eins og var í upphafi. Þá þarf að hyggja vel að, hvort ekki sé rétt að færa leikana til Grikklands — vöggu lýðræðisins í heiminum. Ekki blanda íþrótt- um saman við pólitík mmlur ÞAÐ á skilyrðislaust ekki að blanda saman íþróttum og pólitík. Það ber að halda Ólympíuleikana í Moskvu í sumar. Allir frjálsir menn hljóta auðvitað að fordæma harðlega inn- rás Sovétríkjanna í Afganistan og ofsóknir sovéskra yfirvalda á hend- ur Andrei Sakharov og félögum hans í andófshreyfingunni í Sovét- ríkjunum. En þrátt fyrir það er það óbifanleg sannfæring mín að ekki eigi að blanda saman pólitík og íþróttum — og á þessari sannfær- ingu byggi ég að ísland eigi að taka þátt í Ölympíuleikunum í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.