Morgunblaðið - 02.02.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980
Júlíana ílytur árlcgt ávarp sitt til hollcnsku þjóðarinnar árið 1976. Bernharð prins er klæddur i
hann að sejija aí sér storfum hjá hollcnska hernum vegna Lockheed-mútuhneykslisins.
borgaraleg föt en skömmu áður varð
Júlíana hefur staðið
af sér lífsins ólgusjóa
ÞAÐ KOM hollensku þjóðinni mjög á óvart þegar Júlíana
Hollandsdrottning ákvað að draga sig í hlé á 71. afmælisdegi
sínum, þann 30. apríl. Hún hafði ekkert gefið í skyn, að hún
hyggðist draga sig í hlé. Aðeins nánustu vinir og rðagjafar höfðu
vitneskju um ákvörðun hennar og ráðherrar stjórnarinnar fengu
að vita um hana aðeins 2 klukkustundum fyrir sjónvarpsávarpið
þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína. Dóttir Júlíönu, Beatrix
prinsessa, tekur við krúnunni í Hollandi en ekki hefur enn verið
ákveðið hvenær krýningarathöfnin fer fram.
Júlíana drottning hefur verið
mjög dáð af þjóð sinni. Hispurs-
leysi hennar hefur fallið í góðan
jarðveg meðal þjóðarinnar. Hún
sagðist hafa tekið ákvörðun sína
vegna aldurs. „Þegar aldurinn
færist yfir mann, þá minnkar
getan til að sinna skyldustörfun-
um. Þar kemur, að hið eina rétta
er að segja af sér,“ sagði Júlíana
í ávarpi til þjóðarinnar.
Júlíana hefur nú ríkt í tæp 32
ár. Hún tók við völdum 4.
september 1948. Þá voru Hol-
lendingar enn í sárum vegna
heimssiyrjaldarinnar og her-
náms Þjóðverja. Á stríðsárunum
dvaidist Júlíana í Kanada. Júlí-
ana er eina barn Vilhelmínu
drottningar og hertogans af
Macklenburg-Swhwerin, þýzks
aðalsmanns, sem hlaut titilinn
Henrik prins. Vilhelmína var
dáð af Hollendingum á sínum
tíma og óhætt er að fullyrða að
Júlíana hafi einnig notið
óskiptrar virðingar hollensku
þjóðarinnar.
Oft hefur þó nætt um holl-
ensku konungsfjölskylduna. Á
sjötta áratugnum var jafnvel
talað um að Júlíana yrði að segja
af sér vegna sambands hennar
við miðil. Yngsta dóttir hennar,
Christina, hafði ekki fulla sjón
þegar hún fæddist og Júlíana
sneri sér til miðils. í hollenskum
blöðum síðar var rætt um óeðli-
lega mikil áhrif þessa miðils,
Greet Hoffman, á störf Júlíönu.
Þar kom að Bernharð prins
bannaði konunni að koma til
konungshallarinnar og orðrómur
um afsögn drottningar var ekki
kveðinn niður fyrr en sérstök
nefnd var skipuð til að vera
konungshjónunum til ráðgjafar.
Um miðjan sjöunda áratuginn
var hollenska konungsfjölskyld-
an enn í sviðsljósinu þegar Irena
prinsessa snerist til kaþólskrar
trúar og giftist kaþólikka. Júlí-
ana neitaði að gefa ráðahagnum
blessun sína og enginn fulltrúi
konungsfjölskyldunnar var
viðstaddur brúðkaup Irenu. Og
1966 var fjölskyldan enn í
sviðsljósinu þegar Beatrix
krónprinsessa giftist Klaus von
Amsberg, nú Klaus prins. Gyð-
ingar í Hollandi mótmæltu
kröftuglega vegna tengsla prins-
ins við Hitlersæskuna — minn-
ugir ofsókna nazista á stríðsár-
unum.
Segja má þó, að upp úr hafi
soðið árið 1976 þegar Bernharð
prins dróst inn í Lockheedmútu-
hneykslið. Hann tók þóknun
fyrir sölu á vígvélum frá banda-
ríska fyrirtækinu að talið var, og
beytti áhrifum sínum í hollenska
hernum til að keyptar yrðu
kafbátaleitarflugvélar frá fyrir-
tækinu. Ekkert varð af sölunni
vegna skrifa í hollensk blöð og
raunar víðar en Bernharð prins
sagði af sér störfum í þágu
hollenska hersins og eins dró
hann sig í hlé frá viðskiptum.
Hollenskur dómstóll neitaði
síðar að höfða mál á hendur
honum. En Júlíana hefur staðið
vörð um fjölskyldu sína og þrátt
fyrir deilur hefur aldrei farið á
milli mála, að hún hefur átt
óskipta virðingu þjóðarinnar.
Hollensk
blöð hæla
Júlíönu
Amsterdam, 1. íebrúar. AP.
HOLLENZK blöð fóru lofsamleg-
um orðum í dag um Júlíönu
drottningu sem hefur ákveðið að
afsala sér völdum og þar með
fcomið mörgum löndum sínum á
óvart.
Óháða blaðið Telegraaf í Amst-
erdam segir. að Júlíana drottn-
ing hafi notið almennra vinsælda
og mikillar virðingar. Þar að
auki hafi henni tekizt að varð-
veita djúpstætt og hefðbundið
gildi konungdæmisins og vera
sameiningartákn þjóðar sem oft
hafi verið sundruð í mörgum
málum. „Hollenzka þjóðin stend-
ur í ósegjanlega mikilli þakk-
arskuld við þessa drottningu,*'
sagði blaðið.
Vinstrablaðið Volkskrant í
Amsterdam segir, að valdaafsal
drottningar komi á óvart og
kveðjustundin sé skyndileg og erf-
ið því- að Júlíana hafi ekki aðeins
verið góður þjóðhöfðingi heldur
einstaklega viðfelldin drottning.
Blaðið segir að Júlíana hafi gegnt
einkar mikilvægu hlutverki því að
í valdatíð hennar hafi konung-
dæmið verið svipt miklu af ljóma
sínum. Með vingjarnlegri skapgerð
og nútímaskoðunum hafi drottn-
ingin brotið niður múra.
Óháða blaðið Trouw í Amster-
dam segir, að þótt vald drottn-
ingar hafi verið takmarkað hafi
hún notið þríþættra forréttinda:
að fá upplýsingar, að setja fram
viðvaranir og að þrýsta á eftir
málum og þetta séu engin smáræð-
is völd þrátt fyrir allar takmark-
anir stjórnarsfcrárinnar, „sérstak-
lega þegar í hlut á svo hjartahrein
og heiðríkur persónuleifci. Þannig
hefur drottningin leyst svo vel af
hendi verkefni sín samkvæmt
stjórnarskránni frá 1948 að það
hefur verið næstum því til fyrir-
myndar".
Óháða blaðið Algemeen Dagblad
í Rotterdam segir, að innan þess
þrönga ramma sem Júlíönu hafi
verið leyft að starfa hafi hún átt
drjúgan þátt í því hvernig konung-
dæmið hafi þróazt í Hollandi.
„Hjartahlýr persónuleiki hennar
varð meira að segja til þess að
sárafáir lýðveldissinnar lands okk-
ar sögðu að hún yrði að vera fyrsti
forseti lýðveldisins sem þeir vildu
koma á fót.“
1 Beatrix — með henni
koma nýir siðir
EKKI er enn Ijóst hvenær Beatrix prinsessa verður krýnd
drottning Hollands. Samkvæmt heimildum í Hollandi þá er jafnvel
talið líkiegast, að Beatrix verði krýnd þann 30. apríl — á
afmælisdegi móður sinnar og daginn, sem móðir hennar afsalar sér
völdum. Beatrix er nú 42 ára gömul. Hún er gift Klaus prins og
eiga þau þrjá syni. Búist er við að talsverð breyting verði á stíl
krúnunnar, ef svo má að orði komast. Júliana hefur ávallt verið
heimilisleg, alþýðleg og dáð af eldri kynslóðinni. Beatrix prinsessa
er hins vegar lögfræðingur. Hún hefur ferðast víða, kynnt sér
alþjóðastjórnmál og sýnt þeim mikinn áhuga. í Hollandi er litið á
hana sem tákn nýrra tíma, — nútímakonu, sem tekur sér stöðu við
hlið karlmannsins í að gegna störfum og skyldum i nútimaþjóðfé-
lagi.
Beatrix — væntanleg drottning Hollands ásamt manni sínum,
Klaus prins.
Eitt hið fyrsta sem Beatrix
mun gera, eftir að hafa tekið við
krúnunni, er að flytjast í höll
nærri miðborg Haag til þess að
vera nær stjórnsýslu landsins.
Þetta er mikil breyting því Júlí-
gegnt sínum störfum í Soestdijk-
höll þar sem hún hefur búið.
Rétt eins og um ýmsa aðra úr
konungsfjölskyldunni hefur stað-
ið styr um Beatrix. Árið 1966
gekk hún í hjónaband — giftist
þýzkum manni, Klaus von Ams-
berg. Þessi ráðahagur olli mikl-
um deilum í landinu. Þingið
samþykkti ráðahaginn en ekki
samhljóða og 18 af 45 borgarráðs-
mönnum Amsterdam neituðu að
vera viðstaddir brúðkaupið. Á
brúðkaupsdaginn voru mikil mót-
mæli og lögreglan átti fullt í
fangi með að halda aftur af
mótmælendum. Ástæðan var sú,
að Klaus von Amsberg var þýzk-
ur, sem var í sjálfu sér nógu
slæmt í augum Hollendinga
vegna hernámsins á stríðsárun-
um. En hann var bendlaður við
Hitlersæskuna og það átti hol-
lenska þjóðin erfitt með að sætta
sig við. Þá var það haft gegn
honum, að hann væri ekki aðals-
maður en Beatrix kærði sig
kollótta — hún giftist Klaus, og
haft var eftir henni: „í nútíma-
þjóðfélagi eru titlar aukaatriði,
heldur skiptir manngildið
mestu." Þó sagði hún blaða-
mönnum, að hefði móðir hennar
og ríkisstjórn sett sig á móti
ráðahagnum þá hefði hún ekki
gengið að eiga Klaus. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
Klaus prins hefur tekist að losna
við allan þýzkan hreim og Hol-
lendingar hafa tekið hann í sátt.
Þau búa nú í Drakensteynhöll,
um 30 kílómetra austur af Amst-
erdam.