Morgunblaðið - 02.02.1980, Side 32

Morgunblaðið - 02.02.1980, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 32 Barna- og plskyldnsíðan Þórir S, (jiuðbcr«sson Rúnaíiisiadóttir Hver var J esús? Hann sagðist sjálfur vera sonur Guðs. Hann sagðist hafa verið til frá upphafi. Hann hélt því fram. að orð hans væru jafn áhrifarík og orð Guðs. Hann fullyrti, að hann og Guð væru eitt. Er hægt að trúa slíkum fullyrðingum? Hver er hann eiginlega, þessi Jesús? Ekki var hann persóna, sem enginn tók mark á. Annars hefði timatal okkar varla miðast við fæðingu hans. En var hann sá, sem hann sagðist vera? Ef ekki — hvaða aðrir móguleikar eru fyrir hendi? 1. Lygari Hann gat í fyrsta lagi verið lygari eða svikari. Svikari, sem notfærði sér eftirvæntingu fólks á þessum tíma, sem beið eftir komu Messíasar, sem átti að frelsa þjóðina undan valdi Rómverjanna. Það er mögulegt, að hann hafi verið lygari. Þó er það harla ótrúlegt, þegar við veltum fyrir okkur siðaboðum hans, sem þykja einhver þau fegurstu í heimi. Er trúlegt, að svikari og lygari hafi boðað jafn háleitar hugsjónir og sett fram jafn skýran siðaboðskap og Jesús gerði? Og auk þessara orða: Hann lifði samkvæmt þessum boðum. 2. Sjúkur á geðsmunum Varla var hann lygari, en hann gat verið sjúkur á geðsmunum. Kannski hugsaði hann svo mikið um komu Messíasar, að hann hélt að lokum, að hann væri sjálfur Messías! Eru ekki til menn, sem segjast vera aðrir en þeir eru? Hafa ekki oft komið fram menn, sem segjast vera Jesús eða frelsar- ar heimsins? Jú, það eru til menn, sem eru haldnir ranghugmyndum, en þeir eru þá oftast lagðir á sjúkrahús til lækninga meina sinna. Þeir sýna með orðum sínum og atferli, að eitthvað er að — og það þarf að koma þeim til hjálpar. Var nokkuð slíkt í fari Jesú? Var nokkuð sem benti til þess í raun og veru, að hann væri öryggislaus eða sjúkur? Stafaði ekki friður og öryggi af fasi hans, sem sagði jafnvel á krossinum: „Faðir, fyrir- gef þeim því þeir vita ekki, hvað þeir gera“ — af því að hann elskaði þá, og var sjálfum sér samkvæmur. 3. Hugmyndauðgi? Þriðji möguleikinn er sá, að sagan um Jesú sé aðeins helgi- sögn, hann hafi aldrei verið til í raun og veru, aðeins í hugum Ímanna og hjörtum. Kannski er hann aðeins óskadraumur mann- kynsins um veru eða afl, sem er j æðra og voldugra öllu því, sem ; maðurinn þekkir? Hugsaðu þér söguna um frelsis- hetjuna Jón Sigurðsson. Getum við ímyndað okkur á okkar dögum, að sagan um hann geti breyst á tvö þúsund ára ferli — að sögu hans væri breytt skömmu eftir dauða hans, sem túlkuðu líf hans og gerðir á allt annan hátt, en vinir hans og samtíðamenn? Markúsarguðspjall var senni- lega til þegar um árið 50, það er að segja aðeins tuttugu árum eftir dauða Jesú. Var mögulegt að breyta sögu hans svo mjög strax eftir dauða hans og fá menn til að trúa henni — jafnvel fólk, sem sá hann og heyrði? En hvaða möguleikar eru þá eftir? Hver var hann, þessi Jesús? 4. Jesús var sá, sem hann sagðist vera Hann var raunverulega sonur Guðs. Hann hafði vald til að fyrirgefa syndir. Hann var sann- leikurinn og vegurinn til Guðs. Hann undirstrikaði þennan raun- veruleika með því að rísa upp frá dauðum. Lærisveinarnir sáu hann lifandi eftir dauðann. Sú stað- reynd breytti lífi þeirra og við- horfi. Ótti þeirra og öryggisleysi breyttist í von og trú, sem gaf þeim styrk til að vitna um Jesúm og bera sannleikanum vitni. Marg- ir þeirra létu lífið fyrir trúna á hann. Er hægt að hugsa sér menn, sem vilja deyja fyrir eitthvað eða einhvern, sem þeir halda að sé lygi eða hafi ekki verið til? Árið 56 e. Kr. skrifaði Páll postuli, að Jesús hafi mætt yfir 500 eftir upprisuna á sama tíma „og flestir þeirra eru enn á lífi“ segir hann. Með öðrum orðum: „Spyrjið þá sjálfa“. Hann hefði varla farið að skrifa slíkt, ef Jesús hefði ekki risið upp. 5. Eru til fleiri möguleikar? Nú höfum við nefnt fjóra mögu- leika. Er ekki fimmti möguleikinn sá, að Jesús hafi einungis verið „góður maður"? Nei, varla eftir það, sem við höfum nú þegar sagt um hann. Jesús sagði sjálfur, að hann væri sonur Guðs og sannaði það með upprisu sinni. Annað- hvort var hann lygari, sjúkur á geðsmunum, hugarburður mann- anna — eða sonur Guðs. Jesús var sá, sem hann sagðist vera. Með því er kristindómurinn í algjörri sérstöðu. Engin trúarbrögð skýra frá álika atburðum og upprisu Jesú. Hann var og er Guð. Að lokum þurfa allir að standa frammi fyrir hon- um samkvæmt því sem Jesús segir sjálfur. Ábyrgðin er þvi mikil, sem hvílir á okkar herðum, þegar við tökum afstöðu til Jesú. (Þýtt ok endursaiít úr norsku) Hefurðu heyrt ’ann áður? Óli bað kennarann um leyfi til að fara heim úr skólanum, af því að honum liði svo illa. „Sjálfsagt, Óli minn,“ svaraði kennarinn vingjarnlega. „Hvar líður þér illa?“ „Hérna í skólanum" svaraði Óli. (Ef þú hefur heyrt’ann áður, skaltu bara hlaupa yfir’ann og lesa þann næsta!) Kennarinn: „Þú hlýtur að skilja það, Nonni minn, að þegar þú verður að sitja eftir í skólanum, gengur það út yfir vinnuna mína, og ég fæ ekkert borgað fyrir þetta.“ „Nei, það er einmitt það, sem ég get huggað mig við!“ (Ef þú hefur heyrt þennan áður, hefurðu lesið óvenju mikið af skrýtlum) „Af hverju hopparðu svona eins og kengúra, Jómi minn, upp og niður, upp og niður? Er eitthvað að?“ „Já, ég steingleymdi að hrista meðalaflöskuna, áður en ég tók inn meðalið. Betra seint en aldrei!“ (Hafirðu heyrt þennan áður, ertu með frábært minni!) „Enn var ég að lesa eina af þessum frægu skotasögum," sagði Skoti nokkur við vin sinn. „Hver skyldi búa til allar þessar undarlegu sögur um níska Skota?" „Þú getur bara hringt í dagblaðið og rannsakað þetta sjálfur upp á eigin spýtur." „Þarna komstu með það. Auðvitað get ég hringt. — En hver á að borga simtalið?" (Ef þú hefur líka heyrt þennan áður, máttu til með að setjast niður og senda okkur fáeinar skrýtlur — nýjar af nálinni!) Spennandi hattar Nonni litli var ósköp venjulegur, lítill drengur. Einu sinni sem oftar datt honum í hug að líta inn i klæðaskápinn. Hann læddist að honum og opnaði. Hvað heldurðu, að hann hafi séð? Hann fann þar gamla húfu, sem hann hafði notað, þegar hann var lítill, pínulitill! Nonni tók húfuna og setti hana á sig. Hún var allt of lítil. Þegar hann leit í spegilinn fór hann að brosa og siðan að skellihlæja. „Gaman væri að hafa hattaboð“ hugsaði hann með sér. Og svo framkvæmdi hann hugmynd sina og hringdi i Tomma. „Viltu koma i hattaboð til min og koma með einhvern sniðugan hatt með þér?“ spurði hann Tomma. „Já, þakka þér fyrir,“ sagði Tommi. „Ég ætla að segja Gunnari frá þvi. Hann vill áreiðanlega koma líka. Eigum við ekki að fá hann með okkur?“ Og þannig gekk þetta koll af kolli. Tommi hringdi i Gunnar, Gunnar hringdi í Inga og Ingi hringdi i Bjössa. Allir komu þeir síðan með skemmtilega hatta með sér eins og upphaflega var ákveðið. Tommi var með gamlan sjóhatt, sem pabbi hans ætlaði að henda. Gunnar var með barðastóran sólarhatt og Ingi var með sundhettu. En kannski var Bjössi hvað sniðugastur. Systir hans hafði gefið honum einn af brúðuhöttunum sinum. Hann var rétt nógu stór til að koma honum á annað eyrað! Þið hefðuð átt að sjá, hvað þeir skemmtu sér vel. í hvert skipti sem þeir litu hver á annan fóru þeir að skellihlæja. Þið ættuð einhvern tíma að reyna eitthvað álíka. Góða skemmtun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.