Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 5

Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 5
Meiri loðnu- afli heldur en í fyrra SAMKVÆMT skýrslum Fiski- fólaKs íslands hafdi 51 skip fcnjíið einhvern afla á loðnu- vertíðinni fram til síðasta lauKardajískvölds. Vikuaflinn varð samtals 55.710 lestir og heildaraflinn frá byrjun vertíðar var þá orðinn tæp- lega 148 þúsund lestir kominn á land. en á sama tíma í fyrra var hann liðlega 139 þúsund lestir. Aflahæstu skipin í vikulokin voru: tonn Sigurður RE 4 5798 Bjarni Ólafsson AK 70 5407 Pétur Jónsson RE 69 5052 Víkingur AK 100 4741 Júpiter RE 161 4410 Hrafn GK 12 4322 Eldborg HF 13 4237 Grindvíkingur GK 606 4218 Hákon ÞH 250 4149 Guðmundur RE 29 3769 Óli Óskars RE 175 3750 Gullberg VE 292 3648 Börkur NK 122 3615 Loðnu hafði á laugardags- kvöld verið landað á 16 stöðum á landinu, mestu á Siglufirði eða 44.966 tonnum, 15.997 tonnum á Raufarhöfn og 13.224 tonnum á Akranesi. Gérard Delavault: Ekki hætt- ur við flugið — Þakkar björgun- araðgerðirnar GÉRARD Delavault. íranski flugmaðurinn. sem varð fyrir því óhappi að vél hans fórst á Mosfellsheiði skómmu fyrir jól. hefur beðið Mbl. að koma á framfæri nokkrum þakkar- orðum til þeirra er áttu þátt í björgun hans og farþega flugvélar hans, en sem kunn- ugt er komust allir lífs af úr slysinu. — Fyrir hönd okkar, sem vorum í litlu flugvélinni sem fórst á Mosfellsheiði hinn 18. desember, þakka ég innilega fyrir björgunina og alla þá hjálp sem okkur var veitt, sagði Gérard Delavault og vildi sérstaklega þakka eftirtöld- um aðilum: Flugmálastjórn, hjálparsveitum skáta, Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, Slysavarnafélagi Islands, lögreglunni á Selfossi og Reykjavík, íbúum í nágrenni slys- staðarins, slökkvistöðinni, þyrlu- björgunarmönnum varnarliðsins og starfsfólki ýmissa spítala. Gérard Delavault kvaðst vera orðinn nokkuð góður til heilsu og farinn að vinna að nýju, en hann hefur verið búsettur hér alllengi og eftir að hafa lagt stund á íslenskunám m.a. fengist við að læra að fljúga. Kvaðst hann ekki hættur því tómstundagamni sínu þrátt fyrir slysið á dögunum, hann myndi án efa fara í loftið aftur þegar frá liði, — honum lægi ekkert á. Hann sagði að finnsku stúlkurnar væru enn á spítala og yrðu nokkurn tíma áður en þær yrðu vinnufærar að nýju. ER MEST TALAÐ UM í BÆNUM? ? ? UTS0LUN sem allir höföu beðið eftir og er í 7 verslunum samtímis Nýjar útsöluvörur teknar fram í dag. ALLT nýjar og nýlegar vörur T,ZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR I Glæsibæ — Laugavegi 66. í—Austurstræti 22 i->s Laugavegi 20. Sími fri tkiptiborði 85055. 'f ! Austurstræti 22, 2. hæö. Sími 85055 úl’lio mKArniABÆR I l®j,S»eÆR . —. ~ Austurslræti 2^ Sirrn tra Skiptiboröi 85055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.