Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 13

Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 13 — Hagnaðurinn af þessari mynd. ef hann verður einhver. fer í að hefja framleiðslu á næstu mynd fyrirtækisins, en aðsóknin virðist ætla að verða jöfn og «óð. sasði Indriði G. Þorsteinsson einn eig- enda ísfilm er hann var spurður hvað tæki við nú þegar sýningar eru hafnar á Landi og sonum. Indriði skrifaði söguna um Land og syni. sem kvikmyndahandritið var samið eftir og var hann beðinn að greina nokkuð frá þeirri sögu: — Sagan er skrifuð sumarið 1962 þegar ég dvaldi í þrjá mánuði á Edduhótelinu á Akureyri og fékk þar góða fyrirgreiðslu hótelstjórans og leið sérlega vel þar. Var ég mjög greiðfari við ritun sögunnar, tók um þrjá mánuði, og var hún gefin út haustið eftir. Kom hún út í kjölfarið Indriði G. Þorsteinsson. höfundur handrits eigi að hafa allan rétt til að bylta um viðkomandi sögum, en kannski hefur það ein- faldað málið að sagan er skrifuð nokkuð með sjónminni í huga þótt ekki sé hún á neinn hátt hugsuð sem kvikm.vndahandrit í upphafi. En Ágúst hefur farið vel með söguna, gert hana skýrari í kvikmyndinni og ég er algjörlega sáttur við það verk sem rís í höndum hans af sögunnni. Hvort er algengara að menn taki sögur og kvikmyndir eða að skrifuð séu kvikmyndahandrit frá grunni? — Það er allur gangur á því skilst mér og sjálfsagt er ágætt að skrifa kvikmyndahandrit frá grunni fyrir þá sem það kunna, en við Islendingar eigum alltof mikið ógert í því að skoða það sem til er ritað og held ég að sé farið yfir ána til að sækja vatn í bæjarlækinn ef við skoðum ekki Indriði G. Þorsteinsson: r Islensk kvikmyndapólitík verður að fara af stað á kvikmyndinni 79 af stöðinni og var prentuð og bundin í nokkuð stóru upplagi þar sem útgefandinn taldi hana myndu seljast vel og fékk hún sæmilega dóma en hlaut ekki mikla sölu. Sumir gagnrýnendur töldu samtöl bókarinnar ekki í samræmi við náttúrulýsingar hennar, en ég var ekki óánægður með hana. Menn höfðu nefnilega sagt eftir að 79 af stöðinni var sýnd að ég væri einnar bókar maður og með henni væri ég að skrifa eitthvað frá sjálfum mér og það væri í sjálfu sér ekki mikið afrek. Þessari gagnrýni vildi ég svara með Landi og sonum enda í mér einhver metnaður þá sem nú er löngu horfinn. En ætlunin var að skrifa eitthvað meira frá þessum umskiptatímum heldur en ég hafði gert með 79 af stöðinni og byrjaði ég á byrjuninni með landi og sonum. Lagði ég þar út í þá íþrótt að hafa engar persónur í bókinni er byggðust á viðkynningu, sagan er skáldskapur frá rótum, enda þótt sögusviðið sé þekkt. En hvernig kom það til að sagan var kvikmynduð? — Við Jón Hermannsson stofnuð- um Isfilm til að taka heimildarkvik- myndir og höfum m.a. gert mynd um laxarækt og laxeldi, sem gert hefur mikla lukku erlendis og hygg ég að bretar muni taka hana upp á sinn eyk og sýna hana sem dæmi um umhyggju manna og meðferð á laxinum. En Jón taidi fljótt að við yrðum að gera meira heldur en framleiða heimildarmyndir, hann hefur að orðtæki „þetta er ekkert mál“, og með það hófum við vanga- veltur um hvað við réðum við og átti hann þar við söguna Land og synir. Málið lá síðan í láginni um hríð eða þar til Ágúst Guðmundsson kom heim frá kvikmyndagerðarnámi í Bretlandi, en ég er mjög hrifinn af vinnubrögðum engilsaxa í kvik- myndum og get nefnt sem dæmi Arabíu Lawrence og Ryans daught- er, sem eru vel gerðar myndir. Ágúst hefur samband við mig og greindi ég frá hugmyndum Jóns og upp úr því er ákveðið að hann fari launalaust að skrifa kvikmyndahandrit. Hann gerir fínt handrit og þróast málin þannig að honum er róað in í ísfilm og gerist meðeigandi okkar Jóns. Og hvað fannst höfundi sögunnar um handritið? — Ég tel Ágúst hafa leyst það mál mjög vel af hendi, enda tel ég að alla hluti fyrst áður en við tökum til við að skrifa handrit. Áttu þá von á að íslensk kvik- myndagerð eigi framtíð fyrir sér? — íslensk kvikmyndapólitík verð- ur að fara í gang og hefi ég raunar talað fyrir íslenskri kvikmyndagerð allt frá því ég var við blaðamennsku á Tímanum og skrifaði þar um m.a. kvikmyndir, og ég fer út í þetta af pólitískum ástæðum. Ég vil leyfa mér að halda því fram að með þessari mynd hafi Ágústi tekist að skapa það sem heitir íslensk stefna í kvikmyndagerð. Þarna er um að ræða einhverja tilfinningu og örlar ekki fyrir erlendum áhrifum, hér er ekkert markaðsofbeidi eða mark- aðskynlíf á ferðinni, heldur hein- ræktuð íslensk mynd. Mér finnst algjört nauðsynjamál að koma kvik- myndinni af stað á Islandi. Hvað þá með útlendinga sem hér taka sínar myndir? — Við þurfum að eiga gott sam- starf við þá og sýna þeim fyllstu kurteisi, hér er stórkostlegt landslag og margvíslegir möguleikar, en ég tel nauðsynlegt að þeir finni hér- lendis sína mótaðila og samstarfs- menn er þeir hyggja á kvikmynda- töku hér. Gunnar Reynir Sveinsson: Vissum ekki hvað ætti helst við — Þetta er fyrsta kvikmyndin aí þessu tagi sem ég sem tónlist við, enda þótt ég hafi áður samið tónlist við ýmiss konar myndir svo sem sjónvarpsmyndir og ýmis ieikhús- verk. sagði Gunnar Reynir Sveins- son tónskáld er við ræddum við hann. Og eins og fyrri viðmælendur greinir hann frá hvernig tónlist við kvikmynd verður til: — Þeir höfðu samband við mig þegar þeir voru á leið norður til að taka myndina og þegar þeir voru búnir að fá úr framköllun nokkrar filmur fór ég að geta skoðað efnivið- inn og velt fyrir mér hvers kyns tónlist ætti við. Það var eiginlega mesta vandamálið að finna út hvað ætti best viö og það vissi enginn hvaða leið ætti helst að fara í þessu efni. „Ætti þetta ekki að vera „countryrock" spurðu menn þegar menn voru að hringja utan úr bæ og ræða við mig. Svo við vorum í svarta myrkri með þetta og töldum að við ættum t.d. ekki að fara út í þjóðlög enda þótt stefum úr þjóðlögum bregði fyrir svo þetta voru eiginlega mikil vandræði og mikill þæfingur. En við Ágúst áttum góða samvinnu og þegar við vorum komnir niður á einhvern grunn til að byrja á hófst ég handa. Það var nefnilega ekki heldur gott að taka t.d. lögin frá síldarárunum og ekki máttum við fara út í neinn „skandinavisma" ef nota má það orð, heldur varð að Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld. Ljósm. Rax. finna eitthvað sem manni datt ekki strax í hug, því það hefði hver maður getað gert, það hefði hver og einn maður látið sér til hugar koma að nota síldarlögin og nikkurnar hljóma sem tónlist við þessa mynd. — En þetta komst á sporið og þegar leikstjórinn var búinn að ákveða hvar hann vildi hafa tónlist í myndinni mældi ég allar þær tökur með skeiðklukku og hann gaf einnig tóninn um það hvort hann vildi hafa tónlistina þunga hér, létta þar o.s.frv. og eftir það gat mín eiginlega tónsmíði hafist. Settist þú þá niður og fórst að skrifa eða fékkstu hugmyndir hér og þar og settir þær síðan á blað? — Það var kannski allur gangur á því, en ég fæ oft hugmyndir í strætó og síðan þarf að vinna og útfæra þær hugmyndir, velja hljóðfærin og út- setja tónlistina. Þannig fer maður skref fyrir skref myndina út í gegn og fylgir bara handritinu, þar gerir leikstjórinn grein fyrir því hvernig hann vill hafa hlutina og þannig er gert þegar vel á að standa að hlutunum. Er nóg að gera fyrir tónskáld við þessi verkefni eða sinnirðu öðrum störfum einnig? — Undanfarið hefi ég haft nóg að gera, var við kennslu í og með áður, en síðastliðið eitt og hálft ár hefi ég samið tónlist við ein 7 leikrit svo það hefur verið í nógu að snúast. Þá þarf kannski að fara á eina eða tvær æfingar á dag, fara síðan heim og velta vöngum yfir hlutunum o.s.frv. Það er líka gott að vinna í leikhúsi, það er eins og það gefi manni alltaf einhvern ramma og meðan á æfingu stendur er hægt að máta og skynja hvernig og hvort maður er að fara réttu leiðina. En annars koma hug- myndirnar til manns á ýmsan hátt, stundum kemur ákveðinn taktur eða rytmi, stundum ákveðnir hljómar, eða eitthvert ákveðið andrúmsloft og stemmning og þegar hugmyndin er komin fer hin endanlega úrvinnsla fram við skrifborð. — Það er líka mikill munur á því að hafa ákveðin verkefni sem þessi og ólíkt skemmtilegra að fylgjast með í leikhúsi hvernig verkið þróast og er síðan allt í einu tilbúið og fullskapað. Þessi vinnubrögð eru miklu betri heldur en að semja fyrir skrifborðsskúffuna og gleyma kannski verkinu, gleyma kannski að láta flytja það og það er kannski alveg farið frá manni þegar næsta verkefni er komið af stað. Yaskur vega- bótamaður Steingrímur Davíðsson: Haust- lauf, ljóðmæli. Gefin út af aðstandendum höf- undar. Reykjavík 1979. Mér barst þessi bók í nóvember síðastliðnum. Það er þó ekki vegna þess, hve ómerkileg hún sé, að ég hef ekki getið hennar fyrr, heldur tókst svo illa til, að hún kaffærðist í bókaflóðinu og henni skaut ekki upp fyrr en nú fyrir fáum dögum. Svo greip ég hana þá og las hana rækilega, og nú ræki ég þá skyldu við höfund hennar að geta hansjsg hennar að nokkru. Steingrímur Davíðsson var í áratugi vegaverkstjóri, Starfssvið hans var aðallega þjóðbrautin milli suður- og Norðurlands. Hafa því tugþúsundir manna farið þá vegi, sem hann hefur lagt eða bætt. Fjöldi manns hefur og notið leiðsagnar hans og forystu á öðrum vegum en þeim, sem fólks- og vörubifreiðir aka allan ársins hring. Hann var skólastjóri á Blönduósi frá 1920—1959. Hann átti sæti í hreppsnefnd í 30 ár og var helft þess tíma oddviti. Hann starfaði í ungmennafélagi og stofnaði verkalýðsfélag á Blöndu- ósi. Þá var hann framámaður í rafveitumálum héraðsins, og lengi sýslaði hann um bókasafn sveitar sinnar. Fleiri nauðsynjamálum sinnti hann, en ótalið er það þjóðnýta framtak hans og að sögn stórmerkrar konu hans að koma til manns þrettán börn'um! Það mun svo ekki hafa verið fyrr en hann var orðinn um sjötugt, að hann tók að sinna ljóðagerð svo að heitið gæti, en orti þó þrítugur tvö hvatakvæði, sem eru birt í bók hans. En af skilorðum eftirmála, sem gamall lærisveinn Steingríms í barna- ákóla, Baldur Pálmason ritar, má vissulega marka, að bókarhöfund- ur hefur síður en svo verið kunnur Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN sem vísnasmiður á starfsárum sínum nyrðra, hvað þá stórvirkt ljóðskáld. Það kom sem sé flatt upp á Baldur, þegar honum var færð stærðar ljóðasyrpa eftir hans nærfellt níræða læriföður og hann beðinn að velja úr henni í myndarlega bók, ásamt Þormóði Pálssyni frá Njálsstöðum! Ekki var við því að búast, að hin aldraða kempa tæki varanlegt sæti á skáldabekk þjóðarinnar með þessum ljóðum sínum, en samt sem áður er hann síður en svo nokkur bögubósi. Honum leik- ur yfirleitt á tungu hreint og fagurt mál, og ekki fatast honum það ljóðform, sem hann ann frá fyrstu bernsku og veit, hvert gildi hefur haft fyrir líf og menningu þjóðarinnar. Þá er hann og samur við sig um það að vilja greiða meðbræðrum sínum farsæla leið, örvar þá til manndóms, bjartsýni, ástar á landinu og hinum græð- andi öflum tilverunnar þessa heims og annars. Þrítugur ávarp- aði hann Ungmennasamband Austur-Húnvetninga þannig — meðal annars: Enn er köíuk verk að vinna. vernda frelsi. land og þjóð. að nýjum gróðri göfgum hlynna. grósku magna íeðraslóð... Og aldinn segir hann: Gróðursetjum lund við lund. limaríka kostaskÓKa. brunasanda. hera grund búum klæðum. vtra'ðum und. Ávöxtum svo okkar pund. andans sæði megi jcróa. Groðursetjum lund við lund. limaríka kostaskóga. Svo mjög sem hann ann þjóð sinni og landi og dáir þá, sem hafa ' haft forystu um menntun og manndóm og margvísleg gæði, þá er sízt undarlegt, þó að honum á níræðisaldri súrni nú sjáldur í augum, er hann verður vottur að víli og vanþakklæti: I>ÍK hryllir að sjá okkar sífrandi lýð. sællegan. fínan o« strokinn. vælandi í angist ef versnar tíð. í vindkuli stendur hann hokinn. En enn er til manndómur, og þó að Steingrímur hafi meira haft að segja af þeim, sem taka björg sína á þurru landi, heldur en hinum, sem sjóinn sækja, nærir hann trú sína og meðfædda bjartsýni á þeim, sem hvorki hafís né hörku- Steingrímur Daviðsson byljir beygja, hvað þá brjóta. Hann segir og sækir nú orðfæri til manndómsskáldsins Bjarna amt- manns, sem ásamt Jónasi Hall- grímssyni er minnzt í einu af ljóðunum í þessari bók: I.andvættir Ilýja vorn. lágkúruhátt otf læpuskaps ódyKxðasýki. rr xlata mrnn trúnni á xuðlexan mátt i ttlaumsins ux lastanna riki. Við eigum þó hetjur á hafinu enn. er hart sækja leiðir til fanxa. Svo lenxi sem hyllum við Hrafnistumenn er hugsanleK velferðarxanKa. Baldur Pálmason lætur þess getið, að þeir Þormóður hafi sleppt nærfellt öllum ádeiluljóð- um Steingríms, þegar þeir völdu úr syrpunni, sem hinn löngum mikli áhuga- og athafnamaður hefur ort — svo til eingöngu eftir að hann lauk lífsstarfi sínu í þágu opinberra aðila. Og þó að ég hafi nú birt erindi, sem sýna hvort tveggja, hvatningar hins stórhuga og djarfmælta framfaramanns og hug hans gagnvart víli og voli og eftirsókn eftir síauknum lífsþæg- indum, þá eru flest ljóðin í bókinni lofsöngur um fegurð landsins, hinar vængjuðu verur lofts og láðs, öfl gróandans og guðlega forsjá. Þá er hann hyllir sinn mikilhæfa lífsförunaut í ljóðinu Munablik fyrsta sunnudag í vetri 1974, þá 83 ára, farast honum í fyrstu orð sem hér segir: Ék Keymi i andamyndir af ljúflinKunum ljósu. sem léku sér um völlinn i hlýrri morKunsól. i daKKarperluúða þeir dónsuðu á rósum með draumsóley ok fjólu i nýjum morKunkjúl. Svona rómantískur er hann, hinn hartnær hálfníræði öldung- ur, en varla væri hann það, ef ekki væru það djúptæk sannindi, sem hann segir í þessu erindi, teknu úr öðru ljóði til eiginkonunnar: Vlna mín. I vernd hjá þér vonlr minar Keymi. I>ú heíur veltt mér allt. sem er auöna í þessum heimi. Ég læt svo þessari umsögn minni lokið, og hvað sem líður svartsýnum öfuguggum samtíðar- innar, þakka ég þessi ljóð, þótti og beinlínis hressing að því að kynn- ast hinum aldna, en sívaska vega- bótamanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.