Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Eyjaráðstefnan: F astari tök á verndun og uppbyggingu þorskstofns Jón Jónsson fiskilræóinKur Ég mun gera hér að umtalsefni síðustu úttekt Hafrannsóknar- stofnunar á ástandi nokkurra helstu stofna botnlægra fiska á íslandsmiðum. Eins og sést á 1. mynd sem sýnir heildarþorskveið- ar og þorskveiði Islendinga frá því í byrjun aldarinnar þá hefur veiðin einkennst af allmiklum sveiflum frá einu ári til annars. I heildarveiðinni eru þrír aflatopp- ar: 1933, 1954 og 1970 og veiði íslendinga nær hámarki á líkum tíma. Aukning íslensku veiðanna frá 1972 standa vitaskuld í beinu sambandi við útfærslu landhelg- innar og fækkun erlendra veiði- skipa eins og sést á því að heildarveiðin snarfellur samtímis. Takmarkanir undaníar- inna ára hafa ekki nægt til uppbyggingar þorskstofnsins. Á 2. mynd er sýnd stærð þorskstofnsins á Islandsmiðum árið 1955 en það ár var heildar- stofninn (3+ ára) áætlaður um 2.6 milljón tonn. Á næstu árum fór stofninn minnkandi og komst í lágmark, 1.5 milljónir tonna árið 1965, en óx síðan aftur í 2 milljónir tonna árið 1970. Aðalor- sök þessarar aukningar voru sterkar göngur frá Austurgræn- landi á þessum árum. Síðan minnkaði stofninn niður í 1.2 milljónir tonna árið 1975. Frá 1976 hefur heildarstofninn verið að smástækka og kemur þar til aukin friðun, en fyrst og fremst tvéir góðir árgangar, frá árunum 1973 og 1976. Neðri línan á 2. mynd sýnir tilsvarandi stærð hrygningar- stofnsins (7+). Hér er um um að ræða líkar sveiflur, en þó hefur hrygningarstofninum hrakað til- tölulega meira en heildarstofnin- um. Þetta sýnir ljóslega að þær takmarkanir sem gerðar hafa ver- ið á undanförnum árum hafa ekki nægt til þess að byggja upp þennan hluta stofnsins og á mynd- um er sýnir þróun stofnsins fram Jón Jónsson fiskifræöing- ur f jallar um ástand botn- fiska á Is landsmiðum Á Eyjaráðstefnunni um síðustu hclgi flutti Jón Jónsson fiskifræðingur og forstöðumaður Ilafrann- sóknastofnunar erindi um ástand botnfiska við ísland, en að loknu erindi hans urðu miklar umræður og fyrir- spurnir. Á þriðja hundrað manns sátu ráðstefnuna. til ársins 1985 ef ekki verða gerðar frekari takmarkanir á veiðunum en á sl. ári. Hrygningarstofninn er áælaður tæplega 300 þús. tonn í ársbyrjun 1980 og mun minnka niður í 200 þús. tonn í ársbyrjun 1981 sé ekkert að gert. Veiðitakmarkanir undanfarinna ára hafa einkum komið ungfiskin- um að gagni, sem sjá má af því að árið 1973 var landað af íslandsm- iðum 37,6 milljónum fiska þriggja ára gömlum en tæplega fimm milljónum fiska jafngömlum hvort árið 1978 og 1979. Svo sem kunnugt er, varð sl. vetrarvertíð mun betri en nokkur undanfarin ár sérstaklega suð- vestanlands, en þar óx bátaaflinnn um þriðjung miðað við árið 1978 og það þrátt fyrir áukið þorsk- veiðibann í lok vertíðar. Vilja þorskstoíninn í 500 þús. tonn á 3 árum. Aflaaukningin var mest í netin en uppstaðan í netaveiðinni var sex og sjö ára fiskur, árgangurinn frá 1972 og 1973 og byggðist SA hluti netaveiðanna á þessum tveim árgöngum. Árgangurinn frá 1973 var hinsvegar langstærstur í öðrum Veiðarfærum suðvestan- lands, 37% af línuþorskinum og 50% af botnvörpuþorskinum. Þeg- ar litið er á vertíðina SV-lands í heild voru 40% aflans 6 ára þorskur, 30% 7 ára þorskur, 12% 8 ára þorskur, en aðein \% 9 ára þorskur, en það er stóri árgangur- inn frá 1970. Eg gat þess áðan að stonfunin telji að hrygningarstofninn í byrj- un þess árs sé álitinn vera tæp 300 þús. tonn og er það 10%- meira en gert var ráð fyrir í síðustu skýrslu stofnunarinnar. Þessa aukningu má fyrst og fremst rekja til endurmats á árganginum frá 1973. Hinsvegar er árgangurinn frá 1974 talinn lélegur og er búist við að hrygningarstofninn fari niður í 200 þús. tonn árið 1981 eins og að framan segir. Stærð hrygn- Stcfnvtan-t) þú«. tvmn 500 h ÝSA 1965 1970 (975 1980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.