Morgunblaðið - 05.02.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 05.02.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Stjórnmál eru ekki faðm- lög. Þau eru keppni þátttakenda um metorð og völd. Sagan hefur sýnt, að minnsti klofningur í stjórn- málaflokkum getur reynzt þeim þungur í skauti og jafnvel stórhættulegur. Þannig gekk Framsóknar- flokkurinn ekki heill til skógar frá því hann klofnaði og þar til endanlegt uppgjör fór fram milli Jónasar frá Hriflu og forystumanna flokksins. Á því tímabili gengu Tryggyi Þórhallsson og Ásgeir Ásgeirsson úr flokknum. Enn klofnaði flokkurinn vegna Möðru- vallahreyfingarinnar og voru þá möðruvellingar reknir úr Framsókn. Héðinn Valdimarsson klauf Alþýðu- flokkinn á sínum tíma og hóf skammvinnt samstarf við kommúnista. Síðar klofnaði flokkurinn aftur vegna átaka innan foryst- unnar út af Hannibal Vald- imarssyni, sem einnig gekk til samstarfs við kommún- ista um skeið. Og sjálfur hefur Kommúnistaflokkur- inn margklofnað og miklir forystumenn sagt skilið við hann eins og Hannibal, Björn Jónsson og Áki Jak- obsson, sem allir sneru heim til föðurhúsanna, Alþýðu- flokksins. Þannig hefur íslenzk stjórnmálasaga síður en svo verið átakalaus. Hún hefur þvert á móti einkennzt af miklum átökum, ekki sízt innan stjórnmálaflokkanna sjálfra og margir þverbrest- ir komið í ljós. En þrátt fyrir það hafa fyrrnefndir flokkar staðið af sér hretið. Það mun Sjálfstæðisflokk- urinn einnig gera eftir þau átök, sem átt hafa sér stað innan hans frá því í forseta- kosningunum 1952, þegar Gunnar Thoroddsen gekk þvert á stefnu forystunnar og í lið með tengdaföður sínum, ásamt fjölda sjálf- stæðismanna, en það tryggði Ásgeiri Ásgeirssyni sigur í forsetakosningunum. Að öðru leyti hefur verið heldur átakalítið innan forystu Sjálfstæðisflokksins og a.m.k. hefur málefnaágrein- ingur ekki orðið til þess að það hrikti í stoðum flokks- ins. Þó urðu átök milli Jóns Þorlákssonar og Ólafs Thors um gengismál á þriðja ára- tugnum og kjördæmamál á þeim fjórða, en allur ágrein- ingur leystur í bróðerni og órjúfandi vinátta alla tíð með þessum stórbrotnu for- ystumönnum flokksins og arftaka þeirra, Bjarna Bene- diktssyni. Það hefur ekki farið milli mála, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt við að etja innanflokksvandamál frá því síðastnefndi foringinn féll í valinn í blóma lífsins. Jóhann Hafstein tók við af honum og stjórnaði flokkn- um um skeið af alkunnu drenglyndi og heiðarleika. Hann kvað það köllun sína að brúa bilið milli fortíðar og framtíðar, sjá um að flokkurinn kæmist heill og óskiptur í hendur yngra for- ystumanns — og það gerði hann með sóma. Hann var síðasti forsætisráðherra Viðreisnarstjórnarinnar. En þá gáfust Alþýðuflokksmenn upp og þorðu ekki að halda því heillaríka samstarfi til streitu. Komst þá enn á vinstri stjórn, landinu til óheilla, enda hófst þá sú óðaverðbólga og ringulreið, sem af henni hefur leitt, og við höfum ekki enn bitið úr nálinni með þau ósköp öll. En nú hefði þurft að taka á með festu. Minnst hefur borið á átök- um innan Sjálfstæðisflokks- ins í íslenzkri stjórnmála- sögu, ef frá eru talin átökin 1952 og afleiðingar þeirra og svo þau átök, sem nú eiga sér stað innan flokksins. Ekki hefur verið um að ræða neinn málefnalegan ágrein- ing, í hæsta lagi mismun- andi túlkanir á stöðunni í stjórnmálum. Hér hefur fremur verið um persónu- lega valdastreitu að ræða, sem sjálfstæðismenn um land allt hafa horft upp á með sívaxandi ugg og áhyggjum. Augljóst er að ekki hafa allir getað unað málalokum á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, þegar Geir Hallgrímsson var kosinn formaður hans með yfir- burðum. Nú er svo komið, að Gunnar Thoroddsen, varaformaður flokksins, hefur tvívegis gripið inn í stjórnarmyndunartilraun- ir formanns síns með þeim hætti, að Geir Hallgríms- son telur, aö afdrifaríkt hafi orðið, fyrst þegar hann fyrir skemmstu fór að gæla við minnihluta- stjórn framsóknar- og al- þýðuflokksmanna án um- boðs frá þingflokki Sjálf- stæðisflokksins og nú, þegar hann tekur frum- kvæðið í sínar hendur — án samráðs við formann flokksins eða þingflokks, hvað þá þingflokkinn sjálfan, en slíkt heitir á íslenzku tilraun til klofn- ings, hvað sem líður sléttu og felldu yfirborðinu að öðru leyti. Slíkt hefur aldrei gerzt fyrr í sögu Sjálfstæðisflokksins, að gengið sé með þeim hætti framhjá formanni hans og þingflokki og allur saman- burður við myndun Ný- sköpunarstjórnarinnar 1944 er út í hött. Þá myndaði formaður flokks- ins, Ólafur Thors, ríkis- stjórn að vilja þingflokks síns, en fimm þingmenn treystu sér ekki til að styðja hana vegna aðildar kommúnista, en nú er reynt að mynda vinstri stjórn með aðild fram- sóknarmanna og komm- únista, sem sjálfstæðis- menn hafa aldrei unnið með fyrr í einni og sömu ríkisstjórn — og reynt að kljúfa þingmenn flokksins út úr þingflokknum til að þetta takist. Hér er að sjálfsögðu ekki höfuð- atriði, að verið sé að mynda méirihlutastjórn, heldur að höfuðandstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins reyna að nota óánægju meðal einstakra sjálf- stæðismanna til að mynda ríkisstjórn, sem klyfi flokkinn. Á því hefur verið tönnlazt hve nauðsynlegt sé að mynda ríkisstjórn, en þeir rúblumenn og ýmsir aðrir virðast ekki telja það neinu skipta, hvers konar ríkisstjórn verið er að mynda. Það hlýtur þó að vera aðal- atriðið og ekki síður hitt að væntanlegir stuðn- ingsmenn ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens fái að sjá málefnasamning hennar, en á það virtist skorta í gærkveldi. Það gefur auga leið, að þing- flokkur Sjálfstæðisflokks- ins getur ekki stutt þessar aðgerðir eins og á málum er haldið. Það segir t.a.m. mikla sögu, að málefna- samningurinn var ræddur á sunnudag í höfuðstöðv- um kommúnista á íslandi, Rúblunni við Laugaveg. En ef Rúblan kemst á laggirnar undir forystu dr. Gunnars, hlýtur það að leiða til alvarlegs klofn- ings í forystuliði sjálf- stæðismanna, en þá er eftir að sjá, hvort sjálf- stæðisfólki um land allt þyki ekki nóg komið. Hitt er svo annað mál, að stjórnmál eru ekkert faðmlag, a.m.k. ekki faðm- Iag til frambúðar og höf- uðpersónur þessa valda- tafls eiga eftir að upplifa það með eftirminnilegum hætti. En sá klofningur, sem varð í Sjálfstæðis- flokknum vegna sérstöðu Gunnars Thoroddsens, hlaut að draga dilk á eftir sér. Menn töldu þó, að sjálfstæðismenn bæru gæfu til að standa saman, þegar þingflokkurinn hafði í síðustu viku lýst yfir nær einróma trausti á Geir Hallgrímssyni, for- manni flokksins og áfram- haldandi stjórnarmynd- unartilraunum hans og að þeirri samþykkt stóðu menn, sem nú eru orðaðir við Rúbluna. Morgunblaðið harmar, að borgaraleg öfl landsins geta ekki snúið saman bökum á örlagatímum. Ef svo heldur fram sem horf- ir, á ringulreiðin eftir að magnast í landinu með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum, en það verður ekki vatn á myllu neinna nema upplausnarafla — og þá að sjálfsögðu helzt komm- únista. Það væri átakan- legt, ef borgaraleg öfl og frjálshyggjufólk í landinu félli um stundarsakir fyrir pólitískum töfrabrögðum einstakra stjórnmála- manna og kynni ekki að greina kjarna frá auka- atriðum. Og það er ekki sízt alvarlegt mál fyrir lýðræði og þingræði í landinu, að óeining skuli ríkja í stærsta stjórn- málaflokki landsins, Sjálf- stæðisflokknum, og sjálf- stæðismenn ekki bera gæfu til að standa saman. Það verður vatn á myllu kölska. En Sjálfstæðis- flokkurinn á eftir að hrista af sér allar klofn- ingstilraunir og ganga í endurnýjun lífdaganna. Það er ósk flestra Islend- inga og gegn henni mun ekkert afl í landinu geta staðið til langframa. En það tekur sjálfsagt tíma að græða þau sár, sem nú blæða. Allt þetta upphlaup á Alþingi íslendinga undan- farna daga lýsir ekki styrk þess, heldur veik- leika. Því miður. En þá spyrja margir hvað gerir til, þótt sjúkdómurinn birtist öllum almenningi. Hann geti varla verið launungarmál. Og hann verði ekki læknaður nema einkennin komi í ljós. Gunnar Thoroddsen á að baki sér langa pólitíska sögu. Hún hófst með glæsibrag, þegar hann kom ungur á þing, aðeins 23ja ára, 1934. En Morg- unblaðið treystir sér ekki til að spá um, hver endir- inn verður á þeirri gæfu- legu byrjun. Það hafa fleiri byrjað vel og nöfn nokkurra þeirra nefnd í þessari forystugrein s.s. Tryggva Þórhallssonar. Kalinn á hjarta þaðan slapp ég — gat hann sagt með Grími Thomsen, að gráu gamni loknu. Það er raunar megineinkenni pólitískrar sögu íslands, að klofningsmenn hafa getað gert sér þessa ljóðlínu að einkunnarorð- um sínum. En við, sem höfum horft með sívax- andi undrun á þaó, sem hefur verið að gerast á Alþingi íslendinga undan- farin dægur, eigum að horfast í augu við stað- reyndir og draga ályktan- ir af þeim, en ekki öðru. Það sem t.a.m. heita klofningstilraunir, á ekki að nefna einhverjum öðr- um, fallegri nöfnum. Og þeir sem þessi ósköp komu á óvart, eiga að gera sér grein fyrir því að aðdrag- andinn er lengri en marg- ur hyggur. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og setja allt að veði — ekki sízt í útvarpi og sjónvarpi. Ekkert skiptir í raun og veru máli í þeim leik og allt gert „með glöðu geði“: Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Vonandi á þjóðin eftir að upplifa betri, heiðar- legri og drengilegri spila- mennsku en hún hefur nú verið áhorfandi að. Hún á það skilið. RÚBLAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.