Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 27

Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 27 • Kappinn á mvndinni heitir Eberhard Gienger og er eins og nafnið bendir til Þjóðverji. Og eins og myndin bendir til er hann fimleikamaður. Hann er meira að segja snjall fimleikamaður. sá besti í Vestur-Þýskalandi. en í heimalandi sinu hefur hinn 28 ára gamli Gienger sölsað undir sig 28 Þýskalandstitlum í samanlagðri stigatölu, 29 titla í hringjum. 30 titla á svifrá. Ekki slöpp írammistaða það, en Gienger hefur einnig náð árangri á alþjóðavettvangi. Þrisvar hefur hann orðið heimsmeistari. einu sinni Evrópumeistari o.fl. í Fort Worth á heimsmeistaramótinu í desember síðastliðnum. fór hins vegar lítið fyrir honum einhverra hluta vegna. Fjölmennt mót í Borgarnesi INNANHÚSSMÓT UMSB 14 ára og yngri fór fram í íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi 27. janúar 1980. Til leiks mættu um 70 ung- menni frá 8 félögum og var stigakeppnin milli þeirra mun jafnari en oft áður. Skemmtileg keppni var í ein- stökum greinum. en sérstaka athygli vakti hástökk Hafdísar B. Guðmundsdóttur. 1.30 m, en hún er aðeins 10 ára gömul. Úrslit. urðu: PILTAR 13-14 ára Langstökk án atr. m Björn Þór Reynisson V. 2,28 Guðbrandur Reynisson I 2,16 Gísli Gunnarsson HÞ. 2,12 Þrístökk án atr. m Guðbrandur Reynisson í 6,38 Björn Þór Reynisson V. 6,22 Gísli Gunnarsson HÞ. 6,07 Hást ökk með atr. m Kristján Theodórsson Sk. 1,35 Guðbrandur Reynisson í 1,35 Hjalti Reynisson R. 1,30 Ilástökk án atr. m Gísli Einarsson D. 1,05 Kristján Theodórsson Sk. 1,00 Hjalti Reynisson R. 1,00 TELPUR 13—14 ára Langstökk án atr. m Elín Blöndal í 2,29 Anna Björk Bjarnad. Sk. 2,14 Kristín Jóh. Símonard. í. 2,08 Hástökk með atr. m Anna Björk Bjarnad. Sk. 1,25 Elín Blöndal I. 1,25 Sigríður Aðalsteinsd. Br. 1,20 STRÁKAR 12 ára og yngri Langstökk án atr. m Höskuldur Jensson Br. 2,14 Kjartan Reynisson R. 2,04 Ingimundur Ingimundar. R. 1,95 Stigakeppni félaga: Piltar UMF. Skallagrímur 8,0 st. UMF. íslendingur 12 st. UMF. Brúin 0,0 st. UMF. Reykdæla 8,0 st. UMF. Víslir 10,0 st. UMF. Dagrenning 0,0 st. UMF. Haukur — Þrestir 5,0 st. Þrístökk án atr. m Höskuldur Jensson Br. 6,15 Kjartan Reynisson R. 5,75 Hástökk með atr. m Höskuldur Jensson Br. 1,10 Aðalsteinn Símonarson í. 1,10 Jón B. Guðmundsson Sk. 1,10 Hástökk án atr. m Höskuldur Jensson Br. 0,95 Kjartan Reynisson R. 0,90 Aðalsteinn Símonarson í. 0,80 STELPUR 12 ára og yngri Langstökk án atr. m Hafdís B. Guðmundsd. Sk. 2,02 Helga B. Bjarnadóttir R. 1,87 Þorgerður Sigurðard. Sk. 1,85 Hástökk með atr. m Hafdís B. Guðmundsd. Sk. 1,30 Þorgerður Sigurðard. Sk. 1,15 Soffía Reynisdóttir Br. 1,15 Stigahæstu einstaklingar í hverjum aldursfl.: 13-14 ára PILTAR stig Guðbrandur Reynisson í. 11 Kristján Theodórsson Sk. 8 Björn Þór Reynisson V. 8 Gísli Gunnarsson HÞ. 5 Gísli Einarsson D. 5 TELPUR stig Elín Blöndal í. 8 Anna Björk Bjarnad. Sk. 8 Kristín Jóh. Símonard. í. 2 Sigríður Aðalsteinsd. Br. 2 12 ára og yngri STRÁKAR stig Höskuldur Jensson 20 Kjartan Reynisson 10 Aðalsteinn Símonars. I. 6,5 Jón B. Guðmundsson Sk. 3,5 STELPUR stig Hafdís B. Guðmundsd. Sk. 10 Þorgerður Sigurðard. Sk. 5 Helga B. Bjarnadóttir R. 3 Soffía Reynisdóttir Br. 2 Telpur Strákar Stelpur Samtals 8,0 st. 3,5 st. 16,0 st. 35,5 st. 12 st. 8,5 st. 1,0 st. 33,5 st. 2,0 st. 20,0 st. 2,0 st. 24,0 st. 0,0 st. 12,0 st. 3,0 st. 23,0 st. 0,0 st. 0,0 st. 0,0 st. 10,0 st. 0,0 st. 0,0 st. 0,0 st. 5,0 st. 0,0 st. 0,0 st. 0,0 st. 5,0 st. Stórsigur Njarövíkinga gegn Fram EINS og fram kom í blaöinu síðastliö- inn laugardag, unnu Njarðvíkingar stórsigur á Frömurum, í úrvalsdeild- inn í körfuknattleik á heimavelli sínum í Njarðvíkum á föstudags- kvöld. Vegna rúmleysis í blaðinu á laugardag var ekki hægt að greina ítarlega frá leiknum og verður hér á eftir reynt að bæta úr því. Því fór fjarri að leikurinn væri allan tímann svo ójafn sem lokatölur hans gefa til kynna. Fyrri hálfleikurinn var raunar mjög jafn og skiptust liðin á um nokkurra stiga forystu, en í hálfleik var staðan 44—40, Njarðvík- ingum (hag. Fram undir miðjan síðari hálfleik- inn skildu aðeins örfá stig liðin, en þá tóku Njarðvíkingar mikinn kipp og náðu fljótlega yfirburðastöðu, sem þeir héldu til loka leiksins, en honum lauk með sigri þeirra, 94—69. Fyrri hálfleik þessa leiks léku Njarövíkingar ekki vel. Svo virtist sem svæðisvörn Framaranna kæmi þeim í opna skjöldu, í það minnsta gekk þeim illa að finna glufur í henni framan af leiknum. Fá langskotin þeirra rötuðu rétta leið í körfuna, en aftur skoruöu þeir mikið úr hraða- upphlaupum, sem mörg hver voru sérlega glæsileg. Þeir Guðsteinn Ingimarsson og Gunnar Þorvarðarson voru bestir Njarðvíkinga að þessu sinni; Guð- steinn hélt öllu spili liðsins gangandi, baröist eins og Ijón í vörninni og hvatti liðsmenn sína óspart. Þá áttu einnig ágætan leik þeir Brynjar Sigmundsson, Jón V. Matthíasson og Ted Bee. Framarar geta að mörgu leyti sjálfum sér um kennt, hvernig leikur þessi fór. Þegar mest lá á, að fara sér hægt og flana ekki að neinu, flýttu þeir sér sem mest þeir máttu í sókninni, tóku ótímabær skot og svo mætti lengi telja. í fyrri hálfleiknum léku þeir býsna vel og börðust vel í vörninni. I síðari hálfleiknum héldu þeir ekki ró sinni og virtust raunar leggja árar í bát meðan Njarðvík- ingar tvíefldust. Símon Ólafsson var bestur Fram- ara að þessu sinni, en engu að síöur hefur maður á tilfinningunni að Símon geti miklu meira. Darrell Shouse átti einnig ágætan leik, en var þó fullbráður í sókninni, serstak- lega í síðari hálfleiknum. Ómar Þráinsson og Þorvaldur Geirsson léku einnig vel. StÍKÍn fyrir UMFN: Gunnar PorvarAarsun 2-r>. Gufistrinn InKÍmarssun 22. Itrynjar SÍKmundsson 15. Jónas Jóhannosson 10. Jón V. Matthíasson 8. Tod lirt’ fi. Valur InKÍ- mundarson 1. Júlíus ValKOÍrsson ok Smári Traustason 2 hvor. StÍKÍn fyrir Fram: Darroll Shouso 25. Simon Ólafsson 21. Ómar hráinsson 10. borvaldur Goirsson 8. Jónas Kotilsson 2. Dómarar voru SÍKuróur Valur ok Gunnar ValKOÍrsson. ,., • Þannig sannreyna skíóasnillingarnir hvort aö nýi skíðagallinn sé nógu rcnnilegur. Klæða sig í hann, spenna á sig skíðin og lahba síðan inn í bifrciðavcrksmiðju. Þar fá þeir að ganga inn í loftgöng og setja sig þar í steilingar eins og sjá má af myndinni. Myndin er tekin í Benz-verksmiðju í Vestur-Þýskalandi. en Þjóðverjar nota aðferð þessa ekki síður en nágrannar þeirra ítalir. Svisslendingar og Austurríkismenn. Armenningar slógu út Grindavík EINN leikur hefur þegar farið fram í bikarkeppni KKÍ. Ár- mann bar sigurorð af Grindavík með 122 stigum gegn 109. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 61—52 fyrir Ármann. Danny Shous var stigahæstur Ármenn- inga með 67 stig, en Mark Holmes skoraði mest Grindvík- inga, eða alls 37 stig. Einn leikur fer fram um helg- ina sem Mbl. er kunnugt um. Er það viðureign Hauka og KR. en leikurinn fer fram í íþróttahús- inu í Ilafnarfirði á sunnudaginn og hefst hann klukkan 20.00. • Enska 1. deildar félagið Aston Villa hefur gert heiðarlega tilraun til þess að ráða bót á þeim vanda sem vetrarveður eiga til að valda á Bretlandseyjum. Þegar verst hefur látið, hefur orðið að fresta fjölda leikja um háveturinn. Félagið festi þá kaup á því fyrirbæri, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, en hlutverk þess er að ryðja snjó og vatnselg af leikvanginum, einnig að slétta úr ójöfnum. Hefur þetta gefist vel og hefur enn ekki þurft að fresta leik á velli Villa í vetur þrátt fyrir að svo hafi orðið að gera víða í næsta nágrenni. • Willy Williams, 28 ára gamall bandarískur blökkumaður og karate-kappi með meiru. setti met á karatokcppni í Tókíó fyrir skömmu. er hann mölvaði átta sterka trékuhha með einu og sama bylmingshögginu. berhent- ur. Hefðu margir komið blóðugir úr slíkum hamagangi. en ekki Williams. Þetta var meiri háttar karatemót. en þar tóku þátt 187 keppendur frá 65 löndum. Frjálsar fyrir þá yngstu MEISTARAMÓT yngstu aldursflokk- anna innanhúss fer fram í íþróttahús- inu í Hafnarfirði sunnudaginn 17. febrúar n.k. og hefst kl. 13.30. Keppnisgreinar eru hástökk og lang- stökk án atrennu. Laugardaginn 16. febrúar fer fram í Baldurshaga kl. 14.00 keppni í 50 m hlaupi og langstökki. Keppnisflokkar eru: Piltar, telpur, strákar, stelpur. Þátttökutilkynningum skal skila í síöasta lagi þriðjudaginn 12. febrúar til Haraldar Magnússonar Hverfis- götu 23 c Hafnarfirði. Sími 52403 ásamt þátttökugjaldi kr. 150 fyrir hverja grein.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.