Morgunblaðið - 05.02.1980, Page 33

Morgunblaðið - 05.02.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 33 Minning: Kristín Sandholt í dag fer fram frá Dómkirkj- unni jarðaför frú Kristínar Sandholt, ekkju Egils Sandholts skrifstofustjó'ra Pósts og síma. Kristín fæddist í Litladal í Svínavatnshreppi í Austur- Húnavatnssýslu 24. september 1898 og var því á áttugasta og öðru aldursári er hún lést í Borgarspít- alanum þ. 25. f. mán, eftir langa baráttu við erfiðan, ólæknandi sjúkdóm, sem hún bar af mikilli hreysti og æðruleysi. Skal hér komið á framfæri innilegu þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks sem stundaði hana í tíðum sjúkdómslegum. Foreldrar Kristínar voru þau hjónin Guðný Jónsdóttir prófasts á Auðkúlu Þórðarsonar og Brynj- ólfur Gíslason prests á Reynivöll- um Jóhannessonar. Þau bjuggu í Litladal tíl ársins 1907, að þau fluttust suður er Brynjólfur gerð- ist ráðsmaður á búi Eggerts Briem í Viðey næstu tvö árin. Vorið 1909 fékk hann Skildinganes (austur- partinn) til ábúðar. Þar bjó hann til dauðadags árið 1923. Kristín Sandholt var þriðja í röðinni níu systkina, sem öll komust til fullorðin^ára. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í fjöl- mennum systkinahópi, sem öll fengu einhverja framhaldsmennt- un, þótt efni væru lítil. Fjórar systurnar gengu í Kvennaskólann í Reykjavík. Þar nam Kristín árin 1914—1916 og tók þar lokapróf úr efsta bekk. Var þetta nám henni, eins og fleirum, hollt veganesti út í lífið. Að námi loknu og lengi síðan vann Kristín á póstmálaskrifstof- unni. I þeirri stofnun kynntust þau Egill Sandholt og gengu í hjónaband vorið 1928. Egill var mjög gegn maður og farsæll í öllum störfum, hafði traust og trúnað allra sem hann þekktu. Þau Kristín byggðu sér hús við Karlagötu 4. Þar stóð heimili þeirra traustum fótum ráðdeildar og reglusemi, þar sem híbýlaprýði bar ljósan vott um manndóm og metnað húsbændanna. En austur í Kópavogskaupstað í dalnum sunn- anundir Digraneshálsi stendur lítið hús í skjóli hárra trjáa og heitir að Lækjarnesi. Það er sumarhús þeirra Sandholtshjóna, þar sem þau undu flesta sumar- daga sinna hjónabandsára og Kristín ein síðan Egill andaðist. Og þar má sjá vitni þess hversu vel og giftusamlega er hægt að verja tómstundum sínum og vinna í þágu framtíðar fyrir land og þjóð. Minnumst við nú að gott var að leita með börnin suður í sumarbú- stað á sólbjörtum sumardögum úr norðansvalanum í Reykjavík og í skjólið í sólbyrginu. Þar var setið og sólað sig, teið drukkið uppi í byrgi og börnin léku sér inn á milli trjánna. Egill og Kristín eignuðust 2 syni, þeir eru Brynjólfur dýra- læknir, kvæntur Agnesi Aðal- steinsdóttur. Þau eiga 3 börn. Hallgrímur verkfræðingur, kona hans er Þóra Bergsdóttir. Þau eiga líka 3 börn. Kristín Sandholt var heilsteypt kona, hispurslaus í tali og fram- komu, traustvekjandi í orði og allri gerð. Hún var góð móðir og myndarleg húsfreyja, helgaði heimilinu á Karlagötunni og sumarlandinu í Kópavogi flestar stundir, en vann þó nokkuð að líknarmálum í Kvenfélaginu Hringnum. Hinn fagri, þroskamikli skógur í Lækjarnesi mun lengi vaxa og dafna og bera vitni um nytsamlegt og fagurt tómstundastarf þeirra Sandholtshjóna í þágu íslenskrar skógræktar. A sama hátt mun minningin um þessa mætu konu ætíð lifa í hugum vina hennar og vensla- manna. Nú þegar hún er kvödd er henni þakkað af alhug og öllum ástvinum hennar og afkomendum beðið blessunar Guðs á ókomnum árum. Tengdadætur. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég varð nýlega ekkja. Ég á dásamlegt heimili og marga vini. En stundum verð ég gagntekin af einmana- kennd. Hvernig get ég unnið bug á henni? Einmanaleiki er hlutskipti mannsins á þessari jörð. Eg þekki þúsundir manna, en stundum verð ég einmana — af því að ég þrái vináttu. Eg ætla að gefa yður nokkur ráð, sem ég nota til að sigrast á einmanakennd. I fyrsta lagi er ég aldrei einmana, þegar ég biðst fyrir, því að þá kemst ég í samfélag við hann, sem er beztur allra vina, Jesúm Krist. Hann sagði: „Ég kalla yður ekki framar þjóna, heldur vini“. Þá er ég aldrei einmana, þegar ég tala við aðra um Krist. Það er beinlínis hrífandi að ræða við fólk um Krist. Það getum við öll gert, og við gerum ekki of mikið af því. Einhvern veginn er það svo, að við erum ófeimin að ræða um efnislega hluti, en ekki um andleg mál. En þetta ætti ekki að vera þannig. Biblían segir: „Allt, sem er hreint, allt, sem er elskuvert ... allt, sem er gott afspurnar, hugfestið það.“ Andlegt samtal læknar einmanaleika, af því að þá kemur Guð nálægt okkur. Aldrei er ég heldur einmana, þegar ég er að lesa í Biblíunni. Ég les hana á hverjum degi, heilu kapítulana. Ekkert eyðir einmanaleikanum eins og drjúg stund með orði Guðs. Þýskaland að hausti; nafn á frummáli: Deutschland im Herbst. Land: V-Þýskaland. 1978. Stjórn: Alf Burstellin. Fass- binder o.fl. Handrit: Heinrich Böll. Pet- er Steinbach. Kvikmyndun: Michael Ball- haus o.fl. Klipping: Heidi Genée o.fl. Sýningarstaður: Regnbog- inn/kvikmyndahátíð 1980. Þýskaland í hers höndum Það er annars einkennilegt hvernig alls konar bylgjur ganga yfir löndin. Einn dag- inn er farið að stinga örygg- isnælum í eyru og nef, annan baðað sig í blómum, þann þriðja gengið heim til fólks og það skotið í andlitið. Slík bylgja nefnist á alþjóðamáli terrorismi á góðri íslensku hryðjuverk. Það er líka ein- kennilegt hvernig samfélagið bregst við slíkum bylgjum. Bítlarnir fengu orðu úr hendi drottningar vegna þess að þeir juku útflutning, hryðju- verkamenn eru hundeltir af til þess stofnuðum hetju- hersveitum og lokaðir inni í sérhönnuðum geymslum vegna þess að þeir eru ógnun við ríkjandi skipulag. Það er líka einkennilegt hvernig menn líta á slíkar bylgjur í þann mund er þær fjara út. Þá koma alls konar sérfræð- ingar og fá þeim stað í sögunni. Vilja skýringarnar verða eins margar og menn- irnir. Halda þá sumir því fram að terroristar séu að kikna undir tryllingi neyslu- samfélagsins og vilji hætta á tímabundinn fasisma til að fá fram breytingar. Aðrir að stóri björninn í Moskvu kippi í spottana og styðjist þar við formúluna órói-íhlutun-þíða (menn gleyma svo auðveld- lega því sem óþægilegt er). Þá benda nokkrir á að t.d. í Líbanon hafi ísraelsku og bandarísku leyniþjónustunni ekki verið ósárt um óróann og meðfylgjandi stórárásir á búðir Palestínuskæruliða. Þær raddir hafa jafnvel heyrst að vissum mönnum í innsta hring ítalskra stjórn- mála bæri ábyrgðin á hvern- ig fór með Aldo Moro. Eng- inn þessara skýringa skiptir í rauninni máli, það skiptir ekki máli bvort kúlan kemur úr rússneskum AK-47 riffli eða ísraelskri Uzi vélbyssu. Á endanum situr hún föst í hjörtum þeirra sem næstir stóðu. Hversdagsmanneskja sem reynir að lifa í sátt við umhverfi sitt, hversu ófull- komið sem það nú er miðað við loftkastala mannkyns- frelsara. Myndin Þýskaland að hausti sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni finnst mér ekki taka nægilega á sársauka þeirra sem eftir lifa. Að vísu fáum við að fylgjast með ælum, kóka- ínsniffi og harmagráti eins frægasta leikstjóra Þýska- lands, Rainer Warner Fass- binder, er hann fær fréttir um sjálfsmorð Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jean-Carls Raspe sem mig minnir að hafi verið foringj- Kvikmyndahátíð 1980 eftir ÖLAF M. JÓHANNESSON ar Baader-Meinhof hópsins. í þessu fyrsta atriði fáum við einnig að fylgjast með kostu- legum tilburðum „vinar“ Fassbinder er hann reynir að hugga kappann. Tilfinningar ættingja Hanns-Martin Schleyer sem var stútað skömmu síðar að undirlagi Meinhof-hópsins koma hvergi inn í myndina. Glæsi- leg jarðarförin, virðuleg at höfn forstjóra Benz-verk- smiðjanna og 2 mínútna þögn óbreyttra verkamanna, allt verður þetta til þess að áhorfandanum finnst sem enginn hafi dáið. Hanns- Martiri Schleyer hafi ekki verið maður heldur aðeins táknmynd ópersónulegs auð- valds og hálf fasísks skipu- lags. Lítið tannhjól í stórri vél, sem stöðvaðist í 2 mínút- ur en gekk enn hraðar á eftir. Umkomulausir syrgj- endur Baader-Meinhofs hópsins með allsberan Fass- binder í fararbroddi, nísta hins vegar hjörtu áhorfenda. Þarna dóu píslarvottar sem holað er í jörðina í viðurvist lögregluhunda. Myndin er að vísu heiðarleg í því að hún leitast við að finna sögulegar skýringar á þeirri kuldalegu afstöðu sem tekin er til sjálfsmorðs í Þýskaiandi og hún beinir sjónum áhorfenda til þeirra sem grafnir eru líkt og hræ af samfélaginu, þeirra sem ekki „pössuðu inní“. Sú mynd úr fortíðinni sem þarna er höfð til viðmið- unar er að sjálfsögðu frá tímabili nasismans. Sjálfs- morð Rommells hershöfð- ingja og hin konunglega út- för hans. Ef þessi tengsl hefðu verið rakin skýrar og allt táknmál myndarinnar rökrænna, væri Þýskaland að hausti merk heimild um ákveðið tímabil í sögu þjóð- arinnar líkt og Marmara- maður Wajda er um sögu Póllands en þarna skortir á verkstjórn. Þýska nákvæmni skortir hins vegar ekki hjá Werner Herzog — næstu V-þýsku myndar kvikmynda- hátíðarinnar verður því beð- ið með óþreyju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.