Morgunblaðið - 05.02.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 05.02.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 35 Geir Gunnarsson um verðjöfnun á olíu: „Hér er hálft frum- varp á ferð — tekju- öflunina vantar“ Auknar niðurgreiðslur þýða 5 til 6 milljarða kr. útgjöld Frumvarpi Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S) og fleiri þing- manna um jöfnun hitunarkostn- aðar húsa. þ.e. ha'kkun á niður- greiðslum olíu til húshitunar. var vísað til iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis. Aður höfðu farið fram nokkrar umraxlur sem spegluðu viðbrögð þingmanna við frumvarpinu. Hér verður litillega sagt frá undirtektum einstakra þingmanna. Hættuleg mismunun Tómas Árnason (F) meðflutn- ingsmaður að frumvarpinu sagði kostnað við olíuhitun húsnæðis hafa þrítugfaldast á skömmum tíma. Fimmtungur þjóðarinnar byggi nú við húshitunarkostnað er stórskerti ráðstöfunartekjur mið- að við þá er nytu hitaveitu. Munurinn gæti verið allt að sjö- faldur. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir tvöföldun núgildandi olíu- styrks. Sá galli er á þessu frum- varpi að ekki er gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun til að mæta útgjöldum, er það feldi í sér. Nefndi hann þrjár leiðir til að mæta ráðgerðum kostnaði: 1) að skera niður útgjöld ríkissjóðs um 5 milljarða króna, 2) að afla sérstaks fjár eins og gert var 1974 (hækkun söluskatts um 1%), 3) að fara blandaða leið af framan- greindum tveimur leiðum. 7 milljarðar 1980 Sighvatur Björgvinsson (A). sem einnig er meðflutningsmaður, sagði hér mikið réttlætismál á ferð. En annað tveggja verður að gera, að útvega fjármagnið sem til þarf, „sem mér virðist vera um 7 milljarðar króna á árinu 1980“, ellegar að skera niður fram- kvæmdir og framlög sem því svarar". Hissa á flutningsmönnum Geir Gunnarsson (Abl) tók undir brýna þörf verðjöfnunar á olíu til húshitunar. Hér væri um utanað- komandi viðskiptaáfall að ræða sem þjóðin yrði að axla sem heild. I núverandi fjárlögum væri gert ráð fyrir 2,3 milljörðum til niður- greiðslu olíu til húshitunar. Þetta frumvarp, ef samþykkt yrði, hækkaði þennan útgjaldalið um 6 milljarða í 8,3 milljarða króna, Hann væri hissa á því að flutn- ingsmenn, eins og fyrrv. fjármála- ráðherra og núverandi formaður fjárveitinganefndar, flyttu frum- varp um slíkan útgjaldauka, án þess að leggja til tekjuöflun á móti, sem þó væri lykillinn að lausninni. Flatur niðurskurður ríkisútgjalda, sem þá næði til ellilífeyris, heilbrigðismála, menntamála o.s.frv. væri út í hött. Hér væri aðeins hálft frumvarp á ferð. Meginhlið þess, fjáröflunina, vantaði. Hann gagnrýndi og ýmis töluleg atriði í málflutningi Þor- valds Garðars (S) og Tómasar Árnasonar (F) og taldi réttara að vísa málinu til fjárveitinganefnd- ar en iðnaðarnefndar, m.a. með hliðsjón af stærð ráðgerðra út- gjalda. Þakka ber frumkvæði að þessu máli Helgi F. Seljan (Abl) sagðist mæla fyrir munn fjarstadds með- flutningsmanns að frumvarpinu (Stefáns Jónssonar). Hann þakk- aði frumkvæði það, sem fyrsti flutingsmaður (Þorvaldur Garðar) hefði sýnt í málinu. Hann ræddi um ýmsa þætti þess að spara erlendan hitagjafa og benti á: rafhitun, fjarhitun, einangrun húss, auk nýtingar heita vatnsins. Óbreytt ástand kallaði á fólks- flótta frá „olíuhitunarsvæðum“ og byggðaröskun, sem torvelda myndi nýtingu auðlinda okkar, ekki sízt fiskimiðanna umhverfis landið. Sanngirnismál Eiður Guðnason (A) sem er einn meðflutningsmanna frv. sagði hér sanngirnismál á ferð. Ójöfnuðurinn og mismununin, sem fælist í óbreyttu ástandi, væri óþolandi. Ef menn gætu drýgt mánaðarlegar ráðstöfunartekjur um 70 til 100 þús. kr. með því einu að flytja frá „olíuhitunarbyggð- um“ væri boðið upp á byggðarösk- un, sem gæti orðið þjóðinni dýrari í raun en sanngjörn verðjöfnun. Fleiri leiðir mætti eflaust fara en í þessu frumvarpi fælust. Aðal- atriðið væri að takast á við vandann og leysa hann. Hver verður stefnan í ríkisf jármálum? Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S) minnti á, hvern veg hefði verið að málum staðið 1974. Þá hefðu tvö frumvörp verið sam- þykkt varðandi niðurgreiðslu olíu- verðs: annars vegar um fyrirkomulag hennar, hins vegar um tekjuöflun (1% álag á söl- uskattsstofn). — Flutningsmenn hefðu talið rétt — við núverandi aðstæður — að sjá hverju fram yndi með stefnumörkun í ríkis- fjármálum áður en tekjuhlið málsins yrði ráðin. Aðalatriðið væri að gera sér grein fyrir því, að þróun olíuverðs væri utanaðkom- andi áfall, sem væri hvað afleið- ingar varðaði samsvarandi nátt- úruhamförum, og því vandamál, sem þjóðin yrði að takast á við í heild. Hann vildi ekki gera lítið úr kostnaðarhlið málsins, en þegar björgunar væri brýn þörf, yrði ekki alltaf við komið að semja fjárhagsáætlun um björgunar- kostnað fyrirfram. Hann minnti á að bæði frumvörpin 1974, annars vegar um tilurð og fyrirkomulag niðurgreiðslna á olíu, hins vegar um hækkun söluskatts, hefðu far- ið til umfjöllunar í iðnaðarnefnd, enda mætti leggja niður aðrar nefndir en fjárveitinganefnd, ef öll mál sem fælu í sér útgjöld, ættu þangað að fara. Að umræðu lokinni var málum vísað til annarrar umræðu og iðnaðarnefndar með samhljóða at- kvæðum. Nokkrir Irammámenn flokka í þinghúsi: Magnús II. Magnússon félagsmálaráðherra. lengst til vinstri. þá Geir Ilallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokks, Steingrimur Hermannsson. formaður Framsóknarflokks og Ragnar Arnalds. formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Milli Steingríms og Ragnars sér í Ölaf Ragnar Grímsson (Abl) og að baki Ragnars sjást Tómas Árnason (F) og Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings. Búlgörsk skemmtikvöld að Hótel Loftleiðum Víkingasal dagana 6.—10. febrúar. Búlgarskur matur í sérflokki Öll kvöld skemmta búlgarskir listamenn með þjóðdönsum, söng, göldrum, jafnvægislist og tríó leikur fyrir dansi. GESTAHAPPDRÆTTI Sniávinningar á hverju kvöldi. Aðalvinningur: Ferð til Búlgaríu fyrir tvo með ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar. Verður dregin út 10. febrúar. Húsið opnað kl. 19:00. Miðvikud. — fimmtud. — sunnud. er dansað til kl. 01. föstud. og laugard. til kl. 02. Borðapantanir hjá veitingastjóra í sírna 22321. Borðum haldið til kl. 20:30. Hvernig væri að breyta til og láta sjá sig. Verið velkomin, HÚTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.