Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Stjórn Dýraspítala Watsons: Reksturinn ekki öruggur nema með dýralækni í fullu starfi í tilefni af viðtali við Brynjólf Sandholt, héraðsdýralækni, í Morgunblaðinu 1. feb. sl., langar mig til að biðja blaðið fyrir eftirfarandi: Dýraspítalinn, þ.e.a.s. verk- smiðjuframleitt hús, 130 mý og tæki í það, var gefinn til landsins í feb. 1974. Var j/efandinn, eins o« flestir vita, hinn fíóðkunni dýra- vinur Mark Watson, og vildi hann með (íjöfinni leKfýa sitt af mörk- um til dýraverndarmála á Islandi, á sama hátt og hann hafði Kert á öðrum sviðum t.d. með höfðingleg- um gjöfum tii menningarmála. Öllum hinum fíóðu fíjöfum Marks Watson hefir verið tekið með þökkum, nema dýraspítalan- um, en þá brá svo við, að enginn vildi þiggja þá góðu gjöf, hvorki landbúnaðar- né menntamálaráðuneytið. Eftir mikið þras varð það úr, að Reykjavíkurborg gaf lóð undir spítalann og reisti hann af mikl- um myndarskap og hafi borgar- stjórn heiður og þökk fyrir það. Til að reka spítalann var stofn- að Sjálfseignarfélagið Dýraspítali Watsons og er það þannig mynd- að, að eftirfarandi aðilar skipa 2 fulltrúa í sjálfseignarfélagið: Reykjavíkurborg, Samband dýra- verndunarfélaga íslands, Hunda- vinafélagið, Hestamannafélagið Fákur, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum og Dýraverndunar- félag Reykjavíkur. Sjálfseignarfélagið á og rekur spítalann, en í skipulagsskrá sjálfseignarfélagsins segir, að til- gangur félagsins sé að efla dýra- vernd í landinu. Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með starf- rækslu dýraspítalans. Verði félagið lagt niður, fara eignir þess til menntamálaráðu- neytisins, sem fer með yfirstjórn dýraverndarmála. Spítalinn var tilbúinn til notk- unar 20. maí 1977 og þá tók sjálfseignarfélagið við rekstri hans. Þá þegar var leitað til Brynjólfs Sandholt um að hann kæmi til starfa á spítalanum, en hann kvaðst ekki geta bætt því starfi við sig sökum anna, en hann er héraðsdýralæknir í Kjósarum- dæmi, sem nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu og Stór-Reykja- víkursvæðið. Dýraspítalinn ritaði þá iand- búnaðarráðuneytinu, sem hefir með héraðsdýralækna að gera, og bauð fram laun fyrir aðstoðar- dýralækni í umdæmi í eitt ár, ef það mætti verða til þess að Brynjólfur gæti komið að spítal- anum. Þessu bréfi var ekki svarað. Engin lagaheimild er fyrir að- stoðardýralækna, en hins vegar var heimild til að ráða farand- dýralækni. Var slíkur dýralæknir ráðinn og hefir starfað í Kjósar- umdæmi í tæp tvö ár, en koma hans hefir ekki gert Brynjólfi kleift að sinna spítalanum ennþá. í ágúst sl. barst spítalanum boð frá dönskum dýralækni, sem rek- ur dýraspítala á Jótlandi, um að hjálpa okkur yfir byrjunarörðug- leikana. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um, að íslenskur dýra- læknir fengist ekki að spítalanum, m.a. vegna þess að þeir eru allir þegar í föstu starfi og raunar allt of fáir á landinu, var samið við þennan danska dýralækni, sem kemur hingað í mars. Er reyndar nauðsynlegt að hefja starfsrækslu spítalans með kunnáttumanni á sviði dýraspít- aiareksturs, því að spítalinn er sá fyrsti hér á iandi, og engin reynsla fyrir rekstri slíkrar stofnunar hér. Varðandi kjör dýralæknisins er byggt á gjaldskrá, sem Brynjólfur Sandholt var búinn að semja fyrir spítalann, svo að fullyrðingar Brynjólfs um þrefalt hærra gjald á spítalanum eru furðulegar, þar sem hann hefir sjálfur ætlað sér að starfa samkvæmt þeirri gjald- skrá, ef hann kæmi að spítalanum. Samningsviðræður við Brynjólf Sandholt hafa staðið yfir meira og minna síðan í júní 1977, en það sem borið hefir á milli er einkum tvennt: 1. Brynjólfur vill fá 50% eða meira af greiðslu fyrir öll þau tilfelli, sem hann sinnir á spítal- anum. 2. Brynjólfur vill vera 3 tíma á dag á spítalanum, auk stærri aðgerða. Dýraspítalinn telur að 3ja tíma læknisþjónusta á dag, þar sem Brynjólfur ætlaði auk þess að taka helming innkominnar greiðslu, sé ekki nægileg til að tryggja fjár- hagslega afkomu spítalans. Auk þess hyggst Brynjólfur halda áfram að sinna smádýra- lækningum á heimili sínu fyrir hádegi og dýraspítalinn fær enga hlutdeild í hestalækningum hans. í samningum við danska dýra- lækninn er hins vegar gert ráð fyrir föstum launum til hans, en allar tekjur umfram það renna óskiptar til spítalans. Auk þess mun danski læknirinn sjá um allan rekstur spítalans og er það ómetanleg stoð, þar sem engin reynsla er til á því sviði á íslandi, sem fyrr segir. Hinn 30. nóv. sl. barst Dýraspít- alanum bréf frá Dýralæknafélagi Islands, þar sem það óskar eftir viðræðum við stjórn Dýraspítal- ans um stofnun samstarfsnefndar um faglega stjórnun spítalans. Á nefnd þessi að vera skipuð héraðs- dýralækni, Brynjólfi Sandholt, dýralækninum á spítalanum og einum dýralækni frá Dýralækna- félaginu. Hefir stjórn Dýraspítal- ans samþykkt þessar viðræður og bíður nú eftir að Dýralæknafélag- ið segi nánar um stað og tíma viðræðna. Hinn 10. jan. sl. barst Dýraspít- alanum bréf frá Brynjólfi Sand- holt, Helga Sigurðssyni, farand- dýralækni, og Eggert Gunnars- syni, sem mun starfa viö rann- sóknir á Keldum. Það hljóðar þannig: „Við undirritaðir dýralæknar höfum ákveðið að hafa með okkur samstarf um smádýra- og hrossa- lækningar hér á Stór-Reykja- víkursvæðinu. I þessu augnamiði leitum við nú að hentugu húsnæði til að starf- rækja smádýraklinik. Þess vegna leitum við eftir, hvort möguleiki sé á að leigja það húsnæði ásamt tækjum sem sjálfseignarfélag Dýraspítala Watsons á við Vatns- veituveg, t.d. í eitt ár. Þar sem við höfum í hyggju að hefja þetta samstarf okkar frá 1. febrúar n.k. óskum við eftír skrif- legu svari stjórnarinnar fyrir 23. þ.m. og má senda svarið til einhvers okkar undirritaðra." Þessu bréfi var svarað með eftirfarandi bréfi, sem borið var á heimili Brynjólfs Sandholt kl. 16. fimmtudaginn 31. janúar sl.: „Stjórn Dýraspítala Watsons hefir í dag rætt á fundi sínum bréf yðar og Eggerts Gunnarssonar og Helga Sigurðssonar frá 10. jan. sl., þar sem þið farið þess á leit að fá leigt húsnæði spítalans og tæki í eitt ár. Á almennum fundi, sem haldinn var í Sjálfseignarfélaginu Dýra- spítali Watsons hinn 29. des. sl. var samþykkt að fela stjórninni að gera samning við Breth-Hansen, dýralækni í Danmörku, um erl- endan dýralækni í fullt starf, þar sem fullreynt er að íslenskur dýralæknir er ekki fáanlegur á þeim grundvelli, en það er álit félagsfundarins, að rekstur á spítalanum sé ekki fjárhagslega öruggur nema með dýralækni í fullu starfi. Á stjórnarfundinum í dag var samt sem áður ákveðið að fá frekari upplýsingar frá yður í sambandi við ofannefnt bréf yðar, en þær eru þessar: 1. Hvernig verður rekstri spítalans háttað, ef þér takið hann á leigu, hve langur verður opnun- artími hans og á hvaða tíma dags? 2. Verður rekstur spítalans aðal-starf nokkurs ykkar þriggja, eða ætlið þið að reka hann í hjáverkum? 3. Verður starfandi sérmenntað hjúkrunarfólk á spítalanum? 4. Hve háa leigu á húsnæði og tækjum hafið þið hugsað ykkur að greiða spítalanum á mánuði? 5. Verður hægt að reka áfram dýrageymslu á spítalanum og jafnframt geymslu í fyrirhuguðu sérhönnuðu húsi á lóð hans?“ Á ofannefndum félagsfundi, sem haldinn var 29. des. sl. , var lögð fram eftirfarandi bókun af Ólafi Ragnarssyni, hæstaréttar- lögmanni, og Guðmundi Ólafssyni, formanni Fáks: Ég mótmæli því að starfsemi Dýraspítala Watsons hefjist á útleigu húss og tækja. Kappkosta ber að hefja spitalarekstur strax. Ó. R. — G. Ó. (sign) Dýraspítalastjórnin getur fyrir sitt leyti fallist á þetta sjónarmið þeirra Ólafs og Guðmundar, en vill ítreka þaö, að síðan 20. maí 1977 hafa hús og tæki spítalans staðið öllum dýralæknum til af- nota, þó fáir hafi notfært sér þá aðstöðu, og svo er enn. Auk þess starfar sérmenntað starfslið, þ.e. dýrahjúkrunarkona og sjúkraliði, við Hjálparstöð dýra, sem rekin hefir verið á vegum spítalans, og er þetta starfsfólk einnig reiðubúið að að- stoða dýralæknana, ef þéir óska eftir því. Með þökk fyrir birtinguna. Sigríður Ásgeirsdóttir, hdl. formaður stjórnar Dýraspitala Watsons Sigurður Herlufsen: Svar til yfirskólatannlæknis í daghlóðum í dag 18. janúar er greinargerð frá yfirskólatann- lækni sem bcr yfirskriftina „Hrollvekja um tannverndarað- gerðir“. Umrædd grein er tilkomin vegna nokkurra fróðleiksmola um neikvæða þætti við fluornotk- un. sem birtist í tímaritinu Holl- efni og heilsurækt. Gefa þeir aðra og hrikalegri mynd af þessu eíni, heldur en fyrirsvarsmenn fluor- inngjafa hafa haldið á lofti. Mér er ljúft að eiga orðastað við yfirskólatannlækni af þessu tilefni. Loksins er svo komið að fyrir- svarsmenn fluors eru farnir að geta nákvæmar en áður, þeirrar staðreyndar að eiturverkanir fluors eru umtalsverðar. Svo dæmi sé tekið úr grein yfirskóla- tannlæknis: „Lögð er mikii áhersla á að börnin kyngi ekki (fluor) upplausninni." „Mjólkur- sopi dregur úr eiturverkunum fluors um 40%“ „í hitaveituvatni er hins vegar 1 mg fluor í hverjum lítra og skulu þeir, er þess neyta, ekki taka fluortöflur" „Samt sem áður er fólk hvatt til varkárni í meðferð fluortaflna og ef minnsti grunur leikur á um að töflur hafi verið teknar inn svo að nálgist hættumörk skal leitað læknis". Yfirskólatannlæknir dregur í efa að samband sé milli krabba- meins og fluors. Grein sú sem hann mótmælir sem réttri, segir frá rannsókn sem fór fram í Bandaríkjunum, af þeim dr. Dean Burk krabba- meinssérfræðingi, fyrrverandi stjórnanda The National Cancer Institute og dr. John Yianoyianis, en hann er vísindaráðgjafi The National Health Federation. I sambandi við íani.sóknir á samhengi krabbameins og fluors er þetta mál í.brennidepli meðal lærðra og leikra. Vísindamenn deila hart bæði með og móti. Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók sem heitir: Fluoridation — The Great Dilemma, eftir dr. George L. Waldbott, ásamt Albert W. Burgstahler Ph.D., H. Lewis McKinney Ph.D. og formála skrif- ar Alton Ochsner M.D. Þar eru öll vandamál varðandi fluor tekin fyrir með vísindalegri nákvæmni, meðal annars eru 67 myndir og línurit í bókinni. Helstu innihalds- atriði: Eiturverkanir, tjón a erfða- eiginleikum, fæðingargallar, krabbamein, umhverfistjón og margt fleira. Ég ráðlegg yfirskóla- tannlækni og öðrum sem áhuga hafa, að útvega sér þessa ítarlegu bók. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Önnur athugasemd yfirskóla- tannlæknis er gerð við greinina „Fluor veldur heilaskaða" og sagt er að þar sé um miklu stærri fluorskammta að ræða, heldur en notaðir eru til tannverndar. Ég leyfi mér að mótmæla þessu, og vitna í umrædda grein: „Fyrir nokkru skrifaði Próf. dr.med. F. Schmidt, sem stjórnar rannsókna- stöð við háskólann í Heidelberg, að með mælingum á efnaskiptun- um væri það sannað að natrium- fluorid eins og það er notað sem meðal gegn tannátu. hemur frumuöndunina, og kemur það sérstaklega fram í heilanum sem tekur til sín allt að 25% af öllu súrefni líkamans. Varanleg inntaka á fluoridum í töfluformi eða gegnum drykkjar- vatnið kemst því ekki hjá að valda skaða á eðlilegum andlegum vexti barna, sérstaklega þegar þess er gætt að inntakan fer fram á fyrstu árum barnanna, þegar heilinn þarf sérstaklega mikið súrefni vegna síns öra vaxtar". Þriðja athugasemdin af hálfu yfirskólatannlæknis er útaf grein- inni „Barn deyr af fluoreitrun". Hann afgreiðir þessa voðafrétt með svofelldum orðum: „Ef rétt er skýrt frá, hefir þetta slys orðið vegna vítaverðrar vanþekkingar viðkomandi manns á þeim efnum sem hann notaði í starfi." Hafi umræddur tannlæknir sýnt af sér vítaverða fáfræði um eiturverkanir fluors, þá eiga for- svarsmenn fluorinngjafa þar ein- hverja sök, vegna þess að þeir hafa ekki vakið máls sem skyldi á þeim hættum sem þarna eru svona áþreifanlegar. Það er fyrst nú allra seinustu ár, að við á íslandi, sjáum á prenti, fjallað nánar um hætturnar. Vissulega er það góðra gjalda vert, en það eru einmitt slíkar greinar og hér eru til umræðu er segja frá slæmri reynslu af fluor, sem við getum þakkað þessi breyttu vinnubrögð. Þær hafa vakið áhrifamenn og því duga ekki lengur einhliða lofgrein- ar. 14—15 ára þegar rannsóknin fór fram. Fluorbörn töldust þau vera sem notað höfðu fluortöflur í það minnsta tvö ár og gerðu enn. Við heildarsamanburð, áður en börnin voru stúkuð niður eftir matarvenjum, efnahag og tann- verndarvenjum, sýndi meðaltal tannskemmda 16,2% hjá 123 fluorneytendum, 19% hjá 226 ekki-fluorneytendum. Þegar svo börnunum var skipt niður eftir ofantöldum atriðum (starfi föðurs, sælgætisnotkun og tannburstun) þá hækkaði meðal- tal skemmda fluorbarna, en lækk- aði hjá samanburðarhópnum. Meðfylgjandi tafla sýnir niður- stöðurnar: Tannskemmdir hjá hópum fluorneytenda og ekki-neytenda. Skilgreining: Fjöldi barna: Tannsk. i % Fluorneytendur (í 8 ár) 49 16,6 Samanburðarhópur ekki-fluorneytenda 49 16,6 Fluortannkremsnotendur (í 3 ár) 40 17,5 Samanburðarhópur 40 15,7 Fluortöflu og fluortannkremsnotendur 34 14,2 Samanburðarhópur 34 16,9 Allir fluornotendur 123 ,16,2 Samanburðarhópur 123 16,7 Einmitt nú barst mér í hendur nýtt blað af National Fluoridation News', þar sem meðal fróðlegra greina er ein sem fjallar um þýskar rannsóknir í Hollandi, sem afsanna fullkomlega þá miklu bót á tannsjúkdómum af völdum fluorinngjafa, sem haldið er stöð- ugt fram af fyrirsvarsmönnum, (þeir tala um 50—60% minni tannskemmdir fluorbarna). (Eftirfarandi niðurstöður birt- ust einnig í Science News 1. sept. 1979.) í umræddri rannsókn tóku þátt 583 skólabörn í Leeuwarden (bær í norður Hollandi þar sem enginn fluor var settur í drykkjarvatnið). Börnin voru öll fædd árið 1961 og Þessar rannsóknir sýna að þeg- ar fluornotendur og ekki-fluornot- endur eru með svipaða aðstöðu í lífinu, eru tannskemmdir nánast eins í báðum hópunum. Það er því umhugsunarefni, hvað gæti komið mikið jákvætt út úr tannverndar- starfi, ef fyrirsvarsmenn fluors myndu nota allt það fjármagn og fyrirhöfn sem sett hefur verið í það að auka fluornotkun, og þess í stað kenndu undirstöðuatriði nær- ingarfræðinnar með jafnmiklum krafti, t.d. með útgáfu leiðbein- ingarpésa. Við sem stöndum hjá og fylgjumst með, bíðum eftir slíku jákvæðu framtaki. Með þökk fyrir birtinguna, Sigurður Herlufsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.