Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 t Fósturmóöir mín og tengdamóöir, GUÐMUNDÍNA GUTTORMSDÓTTIR fyrrv. hjúkrunarkona, Brekkugeröi 20, Reykjavík. lést á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 3. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Hafsteinn Guömundsson, bóra Ragnarsdóttir. Minning: Margrét Guðmunds- dóttir frá Rifshalakoti t Móöir okkar, tengamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR, frá Heiðarseli á Síöu lést á Elliheimilinu Grund 24. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Runólfsson. t Maðurinn minn, SIGURDUR ODDSSON, Kjalardal, Skilmannahreppi, lést á Sjúkrahúsi Akraness aö morgni 3. febrúar. Helga Jónsdóttir. t Maöurinn minn, HREIÐAR GUOLAUGSSON, Ásgaröí 73, andaöist 1. februar. Ólína Kristinsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. t Okkar ástkæri, KARL ÓLAFUR ÓSKARSSON flugvélstjóri, Austurbrún 39, lést í New York aöfararnótt 3. febrúar. jarðarförin veröur auglýst síöar. Helga Lorenz, Magnús Karlsson, Jóhanna Ósk Karlsdóttir, Finnbogí Óskarsson. Jóhanna Jóhannsdóttir, Fædd 27. sept. 1888 Dáin 25. jan. 1980 I dag verður til moldar borin föðurmóðir mín Margrét Guð- mundsdóttir. Þreytt og syfjuð sofnaði hún svefninum langa, eftir tæprar aldar langa tilveru. Margrét fæddist að Glóru á Kjalarnesi og voru foreldar henn- ar Guðmundur Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós, og Ólöf Guð- mundsdóttir frá Reynivallakoti á Álftanesi. Föður sinn missti Margrét ung að árum, en upp frá því var hún sett í fóstur hjá Ólafi á Tindstöðum á Kjalarnesi, er hún ávallt kallaði pabba og þótti mjög vænt um, enda var hann henni mjög góður. Þar var Margrét fram yfir fermingu, en síðar að Bæ í Kjós. Margrét var ein af sex systkin- um, og eru tvær systur hennar Guðríður og Guðný enn á lífi háaldraðar. Frá Bæ í Kjós lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún vann í nokkur ár. Síðar réð hún sig sem kaupa- konu austur í Rangárvallasýslu að Rifshalakoti í Ásahreppi. Sú ráðn- ing átti eftir að marka stórt spor í hennar æviferil, því þar kynntist hún mannsefni sínu Guðjóni Ein- arssyni, syni Einars Guðmundss- onar er bjó á Bjólu í Ásahreppi. Margrét og Guðjón bjuggu að Rifshalakoti og varð þeim þrettán barna auðið, en átta þeirra eru enn á lífi. í kring um 1930 skildust leiöir þeirra hjónanna og fór Margrét þá til Reykjavíkur með tvö yngstu börnin með sér. Á þessum árum var lífsbaráttan hörð og litla eða enga vinnu að hafa. En með sinni óbilandi þrautseigju sigraði Mar- grét alla erfiðleika. Margrét var iðin manneskja og handlagin og eru margar ullarflíkurnar og vettlingarnir er fram af hennar fingrum hafa runnið. Margrét hafði gaman af náttúrulífi og ferðalögum. Hún gekk á Heklu- tind er hún bjó í Rifshalakoti og þótt það mikið ferðalag, sem það er og enn. Seinni árin ferðaðist hún nokkuð með sonum sínum um landið þvert og endilangt, en fjöll og firnindi voru hennar yndi. Mér er minnistæðast ferðalag er hún fór með þremur sonum sínum ásamt fleirum inn á Fjallabak og kring um Tindafjöll, hálfníræð að aldri. Þótt vegir væru illfærir eða nánast ófærir, þá lét Margrét aldrei bilbug á sér finna og var yfirleitt allra manna hressust. Einnig fór Margrét á elliárunum inn í Þórsmörk og dvaldist þar dögum saman með Ferðafélaginu. Er Margrét kvaddi þennan heim, munu ættliðir hennar vera orðnir fimm, og hátt á annað hundrað afkomendur. Ég fyrir hönd fjölskyldu minnar bið ömmu minni Guðs blessunar, og megi hún fara í friði. Matthías Þórðarson. í dag verður til moldar borin amma mín Margrét Guðmunds- dóttir, sem lézt 25. janúar sl. 91 árs að aldri. Amma var fædd að Glóru á Kjalarnesi, og voru foreldrar hennar Guðmundur Guðmundsson og Ólöf Guðmundsdóttir er þar bjuggu. Ung að árum missti hún föður sinn og var þá send í fóstur að Tindstöðum til Ólafs bónda þar. Þar ólst hún upp til sextán ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur og var þar í vist í nokkur ár. Árið 1911 giftist hún Guðjóni Einarssyni frá Bjólu í Rangárvallasýslu. Þau bjuggu í Rifshalakoti allan sinn búskap og eignuðust 13 börn. Þrjú dóu í æsku en tíu komust upp, tvær dætur og átta synir, en tveir af þeim sonum eru dánir fyrir nokkrum árum, Páll Óskar og Guðmundur. Börnin sem enn eru á lífi eru þessi: Guðrún, ekkja búsett í Kópavogi, t Útför móöur okkar, MATTHILDAR KVARAN MATTHÍASSON, veröur gerð frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Siguröur, Einar og Þorsteinn Arnalds. t Konan mín, móöir okkar, tengdamóðir op amma, INGIBJÖRG JÓNSDOTTIR Hátúni 10, verður jarðsungin föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Öryrkjabandalag íslands. Bertel Andrésson, synir, tengdadætur og barnabörn. + Móöir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SANDHOLT Karlagötu 4, verður jarösungin trá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Brynjólfur og Agnes Sandholt, Hallgrímur og Þóra Sandholt. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN JÓHANNESSON, Haugum, Stafholtstungum, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 1. feb. sl. Jaröarförin fer fram laugardaginn 9. feb. kl. 14 frá Stafholtskirkju. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á sjúkrahús Akraness. Margrét Finnsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Minningarathöfn um JULÍUS STEINDÓRSSON, hljóöfæraleikara, frá Suöurvík Vík í Mýrdal, er lést á Bispebjerg-hospital í Kaupmannahöfn 30. desember s.l. fer fram í Fossvogskapellu miðvikudaginn 6. febrúar n.k. kl 10.30 f.h. Dætur og systkini. ■ + Faöir okkar og tengdafaðir MATTHÍAS BJÖRNSSON frá Hellissandi er lést að elliheimilinu Grund 25. janúar, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi þriðjudaginn 5. febrúar kl. 16.00 e.h. Guöjón Matthíasson, Matthildur Matthíasdóttir, Guömundur Guðmundsson. + Eiginmaður minn og faöir okkar, JÓNJÓNSSON vélstjóri, Ránargötu 1A, sem andaöist 29. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Fanney Guðmundsdóttir og synir. + Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS STEFÁNS GUDMUNDSSONAR, Hátúni 4. Guö blessi ykkur öll. Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Aóalheiöur Erla Jónsdóttir, Lárus Jónasson og barnabörn. Guðríður gift Halldóri Guð- mundssyni þau búa að Hjarðar- bóli í Ölfusi, Ólafur bóndi Vestur- holtum í Þykkvabæ kvæntur Önnu Markúsdóttur. Ragnar býr í Kópa- vogi, kvæntur Ingu Kristjánsdótt- ur. Þórður býr í Reykjavík kvænt- ur Hrefnu Ormsdóttur. Skarphéð- inn býr á Stöðvarfirði kvæntur Ingu Haraldsdóttur. Hermann býr í Reykjavík kvæntur Guðlaugu Lúðvíksdóttur. Ágúst býr í Keflavík kvæntur Huldu Guð- mundsdóttur. Amma og afi slitu samvistum eftir rúmlega tuttugu ára búskap og tvístraðist þá barnahópurinn. Amma fór tíl Reykjavíkur með tvo yngstu drengina. Það hlýtur að hafa verið óskaplegt átak að leysa þannig upp heimilið á þessum árum og senda börnin frá sér og hefir áreiðanlega þurft bæði kjark og hörku til að standast slíkt, enda var amma ákveðin og skapmikil kona á meðan henni entist heilsa og kraftar. En nú hefur hún kvatt þetta líf, ævidagur hennar var orðinn langur og hún var orðin þreytt. Amma var trúuð kona og hún var sannfærð um það að börnin hennar, sem farin voru á undan henni myndu taka á móti henni þegar hennar tími væri útrunninn og hún væri búin að skila því hlutverki sem henni væri ætlað hér á jörðu. Og hlutverk hennar varð stórt. Hún skilaði þessu þjóðfélagi myndarlegum hópi, því að afkomendur hennar voru orðn- ir nokkuð á annað hundrað er hún kvaddi. Amma fékk það andlát, sem hún hafði óskað sér, að sofna útaf í rúminu sínu. Ég vona og veit að nú líður henni vel og nú er hún orðin létt á fæti á ný. Hvíl í friði. Auður. Aldrei er maður viðbúinn, þótt við vissum að degi væri farið að halla. Nítíu og eitt ár er löng ævi, en að hafa heilsu til nítíu ára aldurs er dásamlegt og þegar heilsan bilar að fá að deyja, það þráði hún og fékk ósk sína upp- fyllta að deyja í svefni, sátt við guð og menn. Margrét Guðmundsdóttir fædd- ist að Glóru, Kjalarnesi, dóttir hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar. Fjögurra ára gömul missti Mar- grét föður sinn. Fór hún þá í fóstur til Ólafs bónda á Tind- stöðum í Kjós. Reyndist hann henni mjög vel og minntist hún hans alltaf með hlýju og virðingu. Bernsku- og unglingsárin á Tind- stöðum voru góð en samt saknaði hún alltaf móður sinnar og held ég að það hafi markað líf hennar mikið. Hugur hennar stóð til lærdóms og vildi hún komast í Kvennaskólann en þótt efni væri til þá var ekki skilningur á slíku í þá daga. Talaði hún oft um það með söknuði að hafa ekki getað komist í skólann því ekki vantaði viljann né dugnaðinn. Ung stúlka fer Margrét í vist til apótekarans í Reykjavíkurapóteki. Var kona hans dönsk. Þar líkaði Margréti vistin vel og lærði margt. Fluttu hjónin síðan út til Danmerkur og vildi frúin taka Margréti með sér, en ekki vildi hún það. Unni hún landi sínu og vildi aldrei fara til útlanda. Ferðaðist hún um landið vítt og breitt, bæði í byggð og óbyggð og var hún þá í essinu sínu. Ferðaðist hún eins lengi og hún gat og fannst henni aldrei nóg. Sennilega eru ekki nema 6—7 ár síðan hún fór með sonum sínum í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.