Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 39 óbyggðir og svaf í tjaldi og var hin hressasta. Margrét giftist Guðjóni Ein- arssyni frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Bjuggu þau Margrét í Rifshalakoti þar skammt frá. Eignuðust þau þrett- án börn. Þrjú börn þeirra létust í æsku, en hin komust upp, þar af eru tveir látnir. Margrét og Guð- jón slitu samvistum eftir langa sambúð og fluttist Margrét suður til Reykjavíkur með tvo yngstu drengina. Erfið urðu næstu ár Margrétar og vann hún mikið og hvaða vinnu sem var og gaf ekkert eftir. Kom sér þá vel að lundin var þétt og seiglan mikil, því þá veitti ekki af. Eftir því sem börnin uxu úr grasi fór að koma betri tíð. Bjó Margrét lengst af á Kárastíg 2 með börnum sínum og var þá oft glatt á hjalla og naut hún sín bezt með börnunum sínum. Það má segja að hafi verið hennar lífsstarf að koma börnun- um sínum til manns og tekist vel. Mátti bezt sjá afkomendur henn- ar, er hún varð níræð og börn hennar héldu henni veislu. Mættu allir sem gátu, ungir sem gamlir og fannst mér það myndarlegur hópur, hún sjálf glöð og kát, svo ánægð með allan hópinn sinn, því ég held henni hafi aldrei liðið eins vel og þegar krakkarnir voru komnir saman, helst allir. Eins og hún sagði svo oft, krakkarnir mínir. Aldrei féll henni verk úr hendi, þar til í haust að hún gat ekkert gert, hvorki lesið eða prjónað. Gjafmild var Margrét svo af bar, hún vildi bókstaflega gefa allt og ' það var gert með góðu hugarfari •og ef fólk vildi ekki þiggja þá gat hún ekki skilið, því henni fannst það svo sjálfsagt. Ömmubörnin og langömmu- börnin minnast ömmu sinnar er þau komu í heimsókn að amma sótti stóra krukku fulla af fimmtíu krónum og leysti þau út með pening. Nú er langri ævi lokið í þessu lífi, með skini og skúr eins og ger.gur. Kveð ég nú Margréti og þakka henni allar góðu stundirnar. Vona ég að hún sé komin á fund frelsara síns fyrir mildi hans sem hún svo heitt trúði á og þráði. Tengdadóttir. Kristín Lýðs- dóttir - Minning Fædd fi. desember 1897. Dáin 27. janúar 1980. Árið 1953 var sex ára stúlka fjarri sínum nánustu og heimili sínu vegna langdvalar móður hennar á Vífilsstaðahæli. Setti oft að henni grát og óyndi af heimþrá, svo að foreldrum hennar rann til rifja. En það var ekki í nein hús að venda, þar til móðir hennar hugkvæmdist að leita til góðrar konu i nágrenni heimilisins, sem oft hefði sýnt telpunni hlýju, þegar hún kom í heimsókn í fylgd sonardóttur hennar. Þar var hjartarými svo stórt, að sonar- dóttirin fékk fúslega að deila ömmu sinni með vinkonunni til að bæta henni upp sáran skort á ömmum og öfum. Þessi öðlingskona brá við á samri stundu eins og ekkert væri sjálfsagðara og tók stúlkuna í fóstur í nokkra mánuði, þar til veikindi móðurinnar voru afstað- in, og hvarf telpunni þá allur leiði við ástúðlega umhyggju og kær- leik Kristínar „ömmu“, eins og hún hét upp frá því. Með þessu miskunnarverki var hún reyndar ekki aðeins að koma vandalausum nágranna til hjálpar í bágindum, heldur færði hún líka þá fórn að verða af mikilli siglingu til Spánar og Afríku, sem hún og eiginmaður hennar höfðu ráðgert. Á þeim árum voru slík ferðalög sem ævintýri, þótt nú sé öldin önnur, en aldrei minntist Kristín einu orði á, að sjálf hefði hún ætlað með bónda sínum í þessa för. Það var fyrir einskæra tilvilj- un u.þ.b. tuttugu árum síðar, að sú er þetta ritar, sem reyndar var umrædd stúlka, komst á snoðir um, hversu mikið var lagt í sölurnar hennar vegna. Þessi litla saga segir meira en mörg orð um konu þá, sem í dag verður kvödd frá Fossvogskapellu, en hún hét fullu nafni Kristín Lýðsdóttir, til heimilis að Barma- hlíð 1, hér í Reykjavík. Kristín fæddist 6. desember árið Fáein kveðjuorð: Líneik Arna- dóttir frd Ogri „1 ÖkH oru stofur stórar. storkum viAum hafin oru húsin öll.“ Svo kveður kraftaskáldið Forn- ólfur í hinu magnaða kvæði sínu um heimsókn Stefáns biskups til Björns í Ögri árið 1517. Mér kom þetta ljóð til hugar þegar ég frétti lát Líneikar Árna- dóttur, fyrrum húsfreyju í Ögri. Afi hennar, Jakob Rósinkarsson, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir reistu einnig stórhýsi í Ögri, sem enn stendur. — Dætur þeirra Halldóra og Ragnhildur bjuggu þar einnig með sæmd. Við búi af þeim tók Hafliði Ólafsson frá Strandseljum, sem kvæntur var Líneik Árnadóttur. Hafliði var hinn merkasti maður, en lézt fyrir aldur fram. Nú búa í Ögri Halldór hreppstjóri sonur þeirra góður búþegn, og María kona hans Guð- röðsdóttir frá Kálfavík. Líneik í Ögri var kona frábær að mannkostum, hógvær og trygg. Ég kynntist henni ungur drengur og stóð vinátta okkar allar stundir. — Þegar ég heimsótti hana síðast í sjúkrahæli í Reykjavík, aldraða og lasburða, brosti hún sínu hlýja og elskulega brosi, þegar hún sá mig birtast. — Fyrir nokkrum árum, meðan hún var enn heima í Ögri, gengum við um Ögurkirkju- garð, þar sem forfeður okkar beggja hvíla, en faðir hennar, glæsimennið Árni Jakobsson, lézt kornungur úti í Danmörku og hvílir þar. Mikið þótti henni vænt um að ég heimsótti leiði hans þar og lagði blóm frá henni við legstein hans. Líneik var prýðilega greind kona, músíkölsk og ljúf og elsku- leg í allri framkomu. Var hún í mörg ár organisti í Ögurkirkju eftir að Bjarni í Vigur lét af því starfi. Milli heimilis okkar í Vigur og Ögurheimilisins ríkti gömul tryggð og vinátta. Líneik og Haf- liði voru gestrisin og börn þeirra geðþekk og gerðarlegt fólk. Þessi fáu kveðjuorð til minnar kæru vinkonu, Líneikar frá Ögri, eiga jafnframt að flytja innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og skylduliðs. Lundúnum, 29. janúar 1980 Sigurður Bjarnason frá Vigur. 1897 og var því komin á níræðis- aldur, er hún andaðist að Reykja- lundi 27. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Lýður Árnason, sem ættaður var af Rangárvöllum, og Sigríður Sigurð- ardóttir frá Saurbæ í Holtum, en hún var af kyni Jóns Steingríms- sonar, hins fræga eldklerks. Lýður og Sigríður áttu bú að Hjallanesi í Landssveit á fjórða tug ára og þar fæddust þeim tólf börn, tíu synir og tvær dætur. Með ráðdeild og atorku tókst þeim að ala upp þennan stóra barnahóp á eigin spýtur, þrátt fyrir nokkra fátækt í byrjun, og þurftu þau aldrei að senda neitt barnanna frá sér, eins og títt var á þessum tímum hjá barnmörgum fjölskyldum. Synirn- ir tíu voru líka drjúgur liðsauki við sveitastörfin, er þeir uxu úr grasi, og ekki hafa dæturnar legið á liði sínu innan dyra. Á heimilinu ríkti ekki aðeins vinnusemi, heldur og fádæma ein- drægni, sem átti rætur í kær- leiksríku atlæti og guðrækni for- eldranna, enda mun svo hafa verið um Sigríði, að hún vaknaði dag hvern full þakklætis og tilhlökk- unar að mega enn njóta samver- unnar við börnin sín. Það fer ekki hjá því, að slíkt veganesti í æsku segi til sín, enda voru þau systkin öll fágætlega gott fólk og dugmikið og svo samheldin, eftir að þau fóru úr foreldrahúsum og settust að í Reykjavík, að þar bar aldrei skugga á. Er nú aðeins einn bróðir á lífi, Kristinn, sem í dag sér á bak síðasta tengiliðnum við æsku- heimilið. Árið 1923 giftist Kristín sveit- unga sínum, Guðmundi Jónssyni frá Hrólfsstaðahelli, en hann var sonur Jóns Hannessonar og Stein- unnar Gunnlaugsdóttur, sem bjuggu myndarbúi að Húsagarði á Landi. Var Guðmundur stakur elju- og dugnaðarforkur, eins og hann átti ætt til. Þau Kristín hófu búskap í Reykjavík við fremur lítil efni, og var heimili þeirra framán af á ýmsum stöðum í bænum, þar til þau eignuðust eigin húsnæði eftir allmörg ár. í tæpan áratug áttu þau heimili að Njálsgötu 100, en frá því skömmu eftir stríð bjuggu þau í glæsilegri og fallegri íbúð í Barmahlíð 1. Fram undir stríðsþyrjun stund- aði Guðmundur sjómennsku, aðal- lega á togurum, og það kom því í hlut Kristínar að bera megin- þunga af daglegri önn heimilisins og barnanna tveggja, Björgvins og Bryndísar. Það lætur að líkum, að það hefur oft reynt á nýtni og nægjusemi húsmóðurinnar á þeim krepputímum, en það veittist henni leikur, enda var Kristín með eindæmum hög til handa, hvort sem um saumaskap eða prjóna var að ræða. Þegar Guðmundur réðst til starfa í landi skömmu fyrir stríð, varð fljótlega breyting til hins betra á hag fjölskyldunnar. Guð- mundur sýndi bæði dugnað og útsjónarsemi á þeim uppgangs- tímum, sem hér urðu á stríðsárun- um, svo að hann auðgaðist vel. Upp frá því bjuggu þau hjónin við meiri ytri gæði en almennt tíðkað- ist, svo að jafnvel eftir að Kristír varð ekkja árið 1961, þurfti hún ekki að bera neinn kvíðboga fyrir fjárhagsafkomu sinni. Líf giftrar konu af þeirri kyn- slóð, sem Kristín tilheyrði, er fyrst og fremst mótað af athöfn- um og starfi eiginmannsins. Hann skapar þá ytri umgjörð, sem ævi húsmóðurinnar er felld inn í. En sú umgjörð segir oftast lítið um konuna, sem inni fyrir býr, og svo var um Kristínu. Eins og sagan litla í upphafi þessara minningar- orða lýsir svo glöggt, var það aðalsmerki hennar, að hún vann sín góðverk í kyrrþey og hafði aldrei orð um þau meir. Hin inngróna hógværð hennar og lítil- læti réðu því einnig, að hún var fremur hlédræg, en þeim, sem hún eitt sinn batzt vina- eða fjöl- skylduböndum, var hún tryggðin hrein. Skipti þá engu máli, hver*í hlut átti, að hún umvafði þá manneskju svo fölskvalausri elsku, að það hlaut að hafa á hana mannbætandi áhrif. Góð efni Kristínar seinni hluta ævinnar fengu í engu breytt þess- um einkennum, en á hinn bóginn gerðu þau Kristínu kleift að fá ríkulega útrás fyrir örlæti sitt og rausnarskap. Hún var ætíð stór- tæk í gjöfum og ekki síður höfð- ingi heim að sækja. Var það jafnan vani hennar að búa gestum svo drekkhlaðin borð, að þeim gat verið vandi á höndum, hvorn kostinn átti að taka, að ofbjóða meltingarfærunum þann daginn eða særa húsmóðurina ella. Varð þá flestum fyrir að velja hinn fyrrnefnda, en aldrei þakkaði neinn svo fyrir sig, að hún bæði ekki afsökunar á „þessu lítilræði". Hins vegar þótti henni það ævin- lega óþarfa fyrirhöfni við sig, ef eitthvað var gert fyrir hana sjálfa. Þannig var Kristín Lýðsdóttir til hinztu stundar, því að þegar dóttir hennar vildi koma áleiðis þakklæti til starfsfólks á Reykja- lundi, er hafði annast hana síðustu tvo mánuði lífsins, kvað það hana aldrei hafa beðið um eitt né neitt, en hafa verið fulla þakklætis, hvað lítið sem gert var fyrir hana. Þeir eiginleikar kærleika og hógværðar, örlætis og lítillætis, er fléttuðust svo eindregið saman í persónu Kristínar tel ég að hafi fyrst og fremst átt rætur í ein- lægri trú hennar á boðskap Jesú Krists, því að trúin veitti henni ekki aðeins andlegan styrk, hvað sem líkamanum leið, heldur grundvallaði hún breytni hennar og allt viðhorf til lífsins. Hún var jafnframt sannfærð um æðra líf að þessu loknu og sú vissa gaf henni einhvern innri frið, sem lýsti af svip hennar, jafnvel þótt hún væri' sárþjáð, en það bar oft við í seinni tíð. Reyndar gerði hún sér jafnan far um að leyna því, til að aðrir væru ekki með áhyggjur af sér. Kristín dvaldi margsinnis á sjúkrahúsum síðustu árin, en allt- af náði hún nokkurri heilsu á ný, svo að undrum sætti. Var það ekki sízt fyrir eindæma umhyggju allr- ar fjölskyldunnar, sem taldi enga fyrirhöfn eftir sér, að henni mætti líða sem bezt heima, þótt hún byggi ein, eins og hún kaus sjálf. Björgvin sonur hennar átti ótaldar ferðir til hennar með mat á hverjum degi og Bryndís hlúði að henni á ótal aðra vísu, sem og tengdabörnin Kristín Jónsdóttir og Guðjón Björgvin Jónsson. Barnabörnin og makar þeirra voru líka einhuga að heimsækja hana og létta henni ævikvöldið á alla lund, svo að aðdáunarvert hlýtur að teljast og heyrir án efa til undantekninga. Reyndar er það svo, að þeir, sem þekktu Kristínu, furðar ekki á því, að aðbúð hennar skyldi vera þann- ig allt til hinztu stundar. Hún hafði gefið öllum svo ríkulega af elsku sinni fyrr og síðar, að hún hlaut að uppskera eins og sáð var til. Það er mér ómetanleg gæfa að hafa fengið hana Kristínu fyrir „ömmu“ og ég mun varðveita minninguna um hana þakklátum huga ævina á enda. Ég vona, að hún fyrirgefi mér, þar sem hún er nú á Guðs vegum, að ég skuli leyfa mér sem þakklætisvott að lýsa að nokkru mannkostum hennar að leiðarlokum. Það hefði henni sízt verið að skapi í lifanda lífi. Þeir verða margir, sem sakna Kristínar Lýðsdóttur, nú þegar hún er öll, en þótt það sé ævinlega sárt að sjá á bak kærkomnum ættingja eða góðum vini, er sökn- uðurinn að þessu sinni blandinn þeirri vissu, að Kristín kvaddi þennan heim i fyllingu síns tíma, ferðbúin í þá för, sem fyrmöllum liggur; að hún var sátt við lífið og sátt við dauðann. Fjölskylda mín og ég vottum ættingjum hennar innilega sam- úð. Blessuð sé minning góðrar konu. Jónína Margrét Guðnadóttir. Sökum þess hve kveðjustundina bar brátt að, gafst okkur ömmu minni aldrei tóm til að kveðjast sem skyldi. Var það meira mín sök en hennar. Hugur hennar var síungur, ég lét það viUa mér sýn og gleymdi, að árin voru orðin svo ótalmörg. Hugur hennar og hugsun börð- ust árangursríkri baráttu við tímans rás en líkaminn varð að lúta í lægra haldi. Þeirri baráttu lyktar einatt á einn veg, hjá því verður víst ekki komizt. Og vafalaust hefur sú barátta ekki verið eins átakalítil og hún virtist á yfirborðinu. Kristín Lýðs- dóttir var nú ekki beint gefin fyrir að kvarta undan sársauka og þrautum. Það má eiginlega segja, að hún hafi pukrast við að deyja til að valda okkur ekki óþarfa áhyggjum. „Til að valda okkur ekki óþarfa áhyggjum", slík var nú dæmalaus gæzka hennar. Hamingjan felst í því að eiga samleið með góðum félögum. Okkar hamingja var að eiga samleið með henni. Með ömmu minni er horfin sú fyrir- mynd, sem mótaði okkur öll, sem nutum hennar í uppvextinum. Að við skildum komast til þroska og þess manns, sem við þó erum, eigum við ekki sízt þeirri f.vrir- mynd að þakka. Ég geri mér þetta ljóst nú, þegar hennar bjarta leiðarljós er slokknað. Hún kenndi okkur hvað það var að gjalda einatt með góðu, þegar hún tók upp hanzkann fyrir okkur krakkana, jafnvel þótt við hefðum gert eitthvert prakkarastrikið. Þá gleymdist það oft, að hún væri amman í hópnum. Unglingseðli hennar olli því, að yngra fólk, oft óvenzlað, hændist að henni og. batzt henni stundum sterkum böndum. Kristín Lýðsdóttir lifði í nútíð en ekki þátíð. Þótt skoðanir okkar væru oft skiptar naut ég þess að sitja í ró og ræða við hana um lífið og framtíðina. Hvernig átti ég að taka mark á henni þá, þegar hún sagði tíma- bært að ljúka þessari jarðvist sinni svo við þyrftum nú ekki að hafa meira fyrir gamla hróinu. Til að hægja hug hennar, lýsi ég því nú yfir fyrir hönd okkar allra, okkar var ánægjan. Hún var nefnilega gefandinn í þessu lífi. Hennar einu harma- kvein heyrðust, þegar reynt var að breyta því hlutskipti. Það var ekki hlaupið að því að fá hana til að þiggja og fram til síðustu stundar heppnaðist henni það áform sitt að vera sjálfri sér nóg og engum til íþyngdar. Þannig vildi hún helzt hafa það. Hún geisiaði einatt af gleði gefandans, sálin ætíð brosandi og vel fyrir kölluð, hvað sem líkam- anum leið. Ósjaldan kom hún til okkar færandi hendi og lítið var um endurgjöldin. Og stærsta gjöf- in hennar og jafnframt sú síðasta verður aldrei endurgoldin. Sú gjöf er minningin um einstaka konu. Ég þakka vini samfylgdina. Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.