Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 5 Ljóðatónleikar í Austurbæjarbíói Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona og dr. Erik Werba píanóleikari halda í dag, laugardag, tónleika í Austurbæjarbíói sem hefj- ast kl. 14:30 og eru á vegum Tónlistarfélagsins. Prófessor Erik Werba sem er þekktastur sem undirleikari margra helztu ljóðasöngvara heimsins, hefur jafnframt stund- að kennslu— og fræðistörf. Hann hefur um árabil verið prófessor við Tónlistarháskólann í Vínar- borg. Þar stundaði Sigríður Ella nám undir handleiðslu hans í fjögur ár og lauk þaðan prófi með bezta vitnisburð á’-ið 1975. Þá hefur Sigríður tvis\ • tekið þátt í alþjóðlegum námski um í ljóða- söng, sem dr. Werbi. jeldur víðs vegar og hlaut hún fyrstu verð- laun á slíku námskeiði í Belgíu árið 1971. Dr. Werba stendur nú fyrir námskeiði í ljóðasöng á vegum Söngskólans í Reykjavík. Einar K. Guð- finnsson á fundi í Bolungarvík AÐALFUNDUR Félags ungra sjálfstæðismanna í Norður- ísafjarðarsýslu verður haldinn í Sjómannastofunni í Félagsheim- ili Bolungarvíkur á morgun, sunnudag, og hefst fundurinn klukkan 17. Á fundinum eru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og einnig ræðir Einar K. Guðfinnssoii um Sjálfstæðisflokkinn og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Einar K. Guðfinnsson. Sambandsráðs- fundur SUS í dag STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur boðað til sam- bandsráðsfundar S.U.S. i dag og hefst hann klukkan hálf tíu árdegis í Félagsheimili sjálfstæðismanna i Kópavogi, að Hamraborg 1. Rétt til fundarsetu eiga stjórn SUS, tveir félagar frá hverju aðildarfélagi og tveir frá hverjum kjördæmasamtök- um, ungir flokksráðsmenn og sér- stakir trúnaðarmenn SUS. Á fundinum verður rædd starf- semi SUS og Sjálfstæðisflokksins og rætt verður um ýmis önnur mál sem ofarlega eru á baugi, svo sem verkalýðsmál, orkumál og atvinnu- mál. Meðal ræðumanna eru Jón Magn- ússon formaður SUS, Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, Sigurður Hafstein fram- kvæmdastjóri flokksins, Erlendur Kristjánsson í stjórn SUS, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður og borgarráðsmaður, Gunnlaugur Snædal nemi og margir fleiri. Lið Manchester United, sem verður á skjánum i dag í ensku knattspyrnunni klukkan 18.50. Sjónvarp í dag klukkan 18.50: Lið United á skjánum ENSKA knattspyrnan er á' dagskrá sjónvarps i dag eins og alltaf á laugardögum, en þáttur- inn er i umsjá Bjarna Felixsonar fréttamanns á sjónvarpinu. Bjarni sagði í samtali við| Morgunblaðið í gær, að í dag yrðu ] sýndir þrír leikir, eða öllu heldur hlutar úr þremur leikjum. í fyrsta lagi er það .leikur West Ham og Tottenham, þater það leikur Manchester United og Úlf- anna, og loks leikur West Ham og Q.P.R. I íþróttaþættinum verða svo sýndar myndir frá Ólympíu- leikunum, og þar gæti verið að mynd Steinunnar Sæmundsdótt- ur brygði fyrir að sögn Bjarna, en í gær hafði honum ekki unnist tími til að fara yfir myndirnar sem þá voru nýkomnar. I Hringur sýnir í Norræna húsinu Listamaðurinn við eitt verkanna á sýningunni. Ljósm. mash. HRINGUR Jóhannesson opnar málverkasýningu í Norræna hús- inu í dag, laugardaginn 23. febrúar kl. 14. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 — 22 til 9. mars. Á sýningunni eru 72 verk, olíu- málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Verkin eru svo til öll gerð á síðustu þremur árum eða frá síðustu einkasýningu Hrings sem var á Kjarvalsstöðum 1977. Hringur fær flestar hugmyndir að verkum sínum frá umhverfinu. „Ég á alltaf stóran bunka af rissmyndum og stundum tek ég ljósmyndir úr blöðum. Ég fer síðan í gegnum bunkann þegar mig vantar efni,“ sagði Hringur. Á sýningunni má m.a. sjá bæði teikningar og málverk af krana í vinnustofu Hrings í Aðaldal, út- sýnið úr glugga vinnustofunnar og mynd sem Hringur gerði eftir rissmynd sem hann gerði í flugvél á leið norður. Þetta er 18. einkasýning Hrings en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum víða hér á landi og á öllum Norðurlöndunum, í Skot- landi, Þýskalandi og Bandaríkjun- um. fflS:A i 56 Kijsr ; SÆ-20'76 \ «■ T0V°?,S 76 «. 140079 s SS^'" I V owsmobi'e J6 ,7, 126.456 130.295 135.929 143.5" 146 960 160.86' 187,850 197,487 204.242 205 47! 209 92 211.31 220.2' 215.3 221.7 . 2271 238. 298 428 Framrúða, Hurðarlæsing, Stefnuljósapungur, Kúplingsdiskur, Frambretti, Dempari \ Spindilkúla, Bremsuklossar Aðalljós, Samkvæmt könnun í tímaritinu Samúel á verðmismun á varahlutum í bila var LADA 1500 í 1. sæti og LADA sport í 2. sæti. Rett er að geta þess að flestir varahlutir eru þeir sömu í allar gerðir af LADA. LADA hefur sannað kosti sína hér á landi með því að vera söluhæsti bíllinn ár eftir ár og er það bæði af sparneytni og hve ódýrir þeir eru í rekstri. (Viðhald og varahlutir). f An» ódýrir varahlutir „er mest seldibíllinn” hátt endursöluverd BIFREIÐAR & LANDBUNADARVELAR dliMiía Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 312 36 1 Varahlutaverslun sími 3 92 30 A THUGIÐ Bílasöludeildin er opin í dag, laugardag kl. 2—6. Komið, spjalliö viö sölumennina og þiggiö kaffisopa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.