Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Þorleifur A. Jóns- son — Minningarorö Fæddur 14. janúar 1950. Dáinn 17. febrúar 1980. í dag 23. febrúar verður vinur minn Þorleifur Jónsson borinn til hinstu hvílu frá Miklaholtskirkju á Snæfellsnesi. Hann var sonur hjónanna Jóns Gunnarssonar og Kristínar Þorleifsdóttur frá Þverá í Eyjahreppi, og annar í röðinni af 7 systkinum, fimm bræðrum og tveim systrum. Kynni okkar hófust er hann kom tæpra 16 ára til náms að fyrirtækinu SAAB-verkstæði J. og K., er ég rak í félagi við Jens Clausen á þeim árum, og var hann okkar fyrsti nemi í bifvélavirkja- iðn. Strax frá fyrstu tíð mátti sjá hvílíkt mannsefni hann hafði að geyma. Gekk hann til starfsins af kostgæfni í hvívetna og varð brátt vinsæll bæði af okkur, samstarfs- mönnum og viðskiptavinum, fyrir fágaða framkomu, skipulagt starf og vandvirkni. Höfum við einnig frá hans frændbálki góða verk- menn, bæði Björgvin Gunnarsson og Guðmund Jónsson bróður Þor- leifs, hvort tveggja hagleiks menn. Arin líða, Þorleifur lýkur sveinsprófi með mestu ágætum og vinnur okkur ötullega fram til þess tíma er hvörf verða á okkar verkstæði og við hættum. Þá um það leyti takast ástir með honum og hans eftirlifandi eiginkonu, Öldu Gísladóttir frá Hausthúsum í sömu sveit og hann var frá. Hún lýkur kennaranámi og þau setjast að að Laugagerð- isskóla og dveljast þar næstu árin. Á þeim tíma starfar Þorleifur við skólann, akstur skólabarna, vöru- bifreiðaakstur og síðast átti hann vöruflutningabifreiðar er óku millli Stykkishólms og Reykja- víkur. Oftsinnis hittust fjölskyldur okkar á þessum árum, annað hvort hjá okkur í Reykjavík eða við hjá þeim uppi á „nesi“, og eigum við frá þessum stundum margar ljúfar minningar. Enn liggja leiðir okkar Þorleifs saman, er hann ræðst til starfa hjá Velti h.f. sem sölumaður vörubifreiða og annarra þunga- tækja. Þar var réttur maður á réttum stað. Þolinmæði hans, næmni og eiginleiki að hlusta fyrst, en tala síðan og þekking hans á vörunni, gerði að hann bæði var virtur og metinn. Hann talaði við viðskiptavini á jafnrétt- isgrundvelli, því hann hafði stund- að sama fag og þeir, en hafði þar einnig sína tæknilegu þekkingu gegnum iðn sína. Þorleifur var mjög næmur mað- ur og varkár að eðlisfari, enda hafði honum farnast mjög far- sællega stjórnun bæði léttra og þungra tækja svo sem fólksflutn- ingabifreiða, jarðýtna, stórra vöru- og flutningabifreiða o.fl. og honum aldrei hlekkst á. Þorleifur var mikill og góður heimilisfaðir og mun enginn + Móðir mín og tengdamóöir GÍSLÍNA GÍSLADÓTTIR fyrrum húsfreyja Völlum, lézt 21. febrúar. Sigríöur Kjartansdóttir, Björn Jónasson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúö og vinarhug við fráfall móöur okkar, tengdamóöur og ömmu SIGRÍÐAR HJALTESTED frá Vatnsenda Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, KRISTINS OTTASONAR, skipasmiös Guölaug Eiríksdóttir Hanna Kristinsdóttir Hilmar Gestsson Otti Kristinsson Rannveig ívarsdóttir og barnabörn + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa GÍSLA J. SKAFTASONAR, Lækjarbakka, Mýrdal. Kristín Ólafsdóttir, Þórólfur Gíslason, Fjóla Gísladóttir, Birgir Hinriksson, Ragnhildur Gísladóttir, Guöbergur Sigurösson og barnabörn. gleyma hversu góður og þolinmóð- ur hann var við son sinn Jón Þór alla tíð. Eitt fegursta síðdegisveður sem ég hefi úþplifað hér við Faxa- flóann var sunnudaginn 17.2., er ég ók að austan yfir Hellisheiði. Öll Esjan og Skálafellið glóðu í miðdegissólinni. Skuggar Vífil- fellsins stóðu á hvolfi í tjörnum og pollum, lognið var slíkt að Reykjavík endurspeglaðist í Sund- unum. Minning þessa síðdegis er end- urspeglun þeirra minninga er upp í huga minn koma eftir kynni mín af Þorleifi, kyrrð, birta, fegurð, einlægni. Kosti sem allir óska sér, en aðeins fáum hlotnast. Ég og fjölskylda mín vottum foreldrum, systkinum, tengdafor- eldrum, og þó sérstaklega Öldu og Jóni Þór samúð okkar, en megi minningin um góðan son, tengda- son, eiginmann og föður milda sorg þeirra. Kristján Tryggvason Dagarnir eru að lengjast, lífið leikur í lyndi, starfið blómstrar, dagurinn er bjartur og fagur. Þorleifur lætur hrífast af þessum fallega vetrardegi. Hugurinn bein- ist ósjálfrátt að hugðarefninu — fluginu, að njóta andartaksins áhyggjulaust, fjarri dagsins önn, snúa aftur endurnærður til þeirra er hann unni mest, og tilbúinn að takast á við það starf er honum var svo hugleikið. Þessi bjarti og fagri sunnudag- ur breyttist á svipstundu í nátt- myrkur er fréttist að Þorleifur væri ekki lengur á meðal okkar, vegna þess hörmulega flugslyss er leiddi hann til bana þennan sama dag. Þar fór góður drengur í blóma lífsins, eiginmaður, faðir, vinur, starfsfélagi, starfsmaður og hvers manns hugljúfi í hverju sem nefnt er. Fyrirtæki mitt átti því láni að fagna að njóta starfskrafta hans síðastliðin 3 ár, fyrst sem bifvéla- virkja, og síðan sem sölumanns. Bæði störfin rækti hann af mikilli samviskusemi, einstakri reglu- semi og skipulagni, slíkt er ekki öllum gefið. Þorleifur var bjart- sýnn, rólyndur, hvers manns hugljúfi, varkár, fróðleiksfús, heiðarlegur, skapgóður, traustur og sannur drengur. Þetta er góð einkunn og hana gef ég vitandi þess, að allir er Þorleif þekktu eru mér sammála. ’ Allt það er að framan er sagt gefur nokkurt hugboð um hve stórt skarð er höggvið í hóp starfsfélaga hans, hvað fyrirtækið sem hann vann fyrir hefur misst mikið. Það gefur einnig hugboð um hve gífurlega stórt skarð er höggvið í fjölskyldu hans, fjöl- skyldu með bjarta framtíð, fjöl- skyldu gleði, samheldni og hlýju. Um leið og ég þakka Þorleifi fyrir gott og drengilegt starf, færi ég eiginkonu hans, ungum syni, svo og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur, og bið Guð að halda fast í hendur þeirra, þeim til halds og trausts um framtíð alla. Ásgeir Gunnarsson Á aldagömlum helgistað, Mikla- holti á Snæfellsnesi, hófst mikil og eftirminnileg hátíð sunnudag- inn 27. maí sl. Til samfagnaðar þar höfðu hjónin að Þverá í Eyjahreppi, Kristín Þorleifsdóttir og Jón Gunnarsson, boðið nánustu ættingjum sínum, vinum og venzlamönnum. I staðarkirkjunni höfðu þau ákveðið að láta ferma yngsta barnið af þeim sjö sem þau voru búin að koma upp. Þar hafði þriðji elzti sonur þeirra einnig ákveðið að staðfesta hjúskapar- heit sitt þann dag. Að lokinni guðsþjónustu var boðið til ríku- legrar veizlu sem einnig var hald- in í tilefni þess að næstyngsta barnið þeirra Þverárhjónanna hafði þá nýlokið stúdentsprófi með mjög loflegum vitnisburði. Minning: Sigurður Krist- inn Þorvaldsson Fæddur 1. júlí 1912 Dáinn 13. desember 1979 Ég bjóst við því að einhver minntist Sigurðar Þorvaldssonar og þó mér dytti það fljótlega í hug, vænti ég þess að það kæmi frá einhverjum kunnugri og hæfari en mér. En nú sé ég að svo ætlar ekki að verða. Þess vegna skrifa ég nú, þó seint sé nokkur kveðjuorð. Á þessum 20 árum sem ég hef verið á Akranesi, hef ég eignast marga kunningja. Um þá eru, eins og gerist, mismunandi minningar. Einn þeirra sem hvað bjartast er yfir er Sigurður Þorvaldsson. Sigurður fæddist að Lambhús- um á Akranesi 1. júlí 1912, Þorvaldssonar á Valdastöðum og víðar, Ólafssonar á Bræðraparti, Jóhannessonar, er drukknaði 1859, Pálssonar. Kona Ólafs á Bræðra- parti var Guðrún Tómasdóttir Zoega Jóhannessonar. Tómas drukknaði við Akureyjarrif 10. nóv. 1862 með 12 manns. Það þarf ekki að taka það fram að allt eru þetta sjómenn, sumir annálaðir formenn á gamla vísu. Seinni kona Þorvalds, móðir Sigurðar, var Sig- ríður Eiríksdóttir bónda í Skild- inganesi Alexiussonar. Það er nú kannski komið nóg af ættfræðinni, þó skal bætt við að meðal barna Tómasar Zoega voru Ingigerður, gift Benedikt Gröndal skáldi og Geir Zoega, lengi rektor við Menntaskólann í Reykjavík. Sigurður ólst upp í samhentum systkinahópi, hjá góðum foreldr- um, ekki kannski í peningaflóði og skemmtanaglaum nútímans, en örugglega við meiri lífsgleði og lífsfyllingu. Hugur hans stefndi á sjóinn eins og annarra ungra manna á hans árum hér á Skagan- um. Hann tók vélstjórapróf í Reykjavík 1932 og mun hafa bætt við þá þekkingu á öðru vélanám- skeiði síðar. Árið 1940 hóf hann útgerð, fyrst með Bergþóri Guð- jónssyni sem var búinn að vera formaður um nokkur ár. Þorvald- ur Ellert var einnig með skip, og nú stofnuðu þessir ungu menn Fiskiðjuver 1947. Þótti það í nokk- uð mikið ráðist af eignalitlum mönnum. En þeir áttu áræðið, viljann og vit til að stjórna af hagsýni með reglusemi og ráð- deild. Og svo höfðu þeir heppnina líka með sér. Við þetta fyrirtæki vann svo Sigurður sem vélstjóri, fyrst á bátunum og síðan sem vélamaður og vélstjóri í frystihús- inu. Nú fyrir nokkrum árum veiktist hann hættulega, eftir að hann náði sér að nokkru leyti aftur. Fór hann enn að starfa m.a. um tíma sem bræðslumaður í prentsmiðjunni og síðar á Hafnar- viktinni meðan hann gat. Hvar sem hann var, var það rúm vel skipað og samstarfsmenn nutu samverunnar, sem oft var blönduð gamansemi og græskulausri gleði. Ég kynntist Sigurði þannig, að „Ég vona að þið leggið það á ykkur að koma frá Reykjavík," sagði Kristín. „Það er alveg frá- leitt að við, gamlir vinir og ættingjar, hittumst aldrei nema þegar við verðum að tárast saman við jarðarfarir." Og auðvitað komum við með aldursforsetann okkar síunga í fylkingarbrjósi. Sannarlega var öllum það ljúft að mega taka þátt í fagnaði þessarar frábærilega farsælu og samstæðu fjölskyldu. Með dæmafáum dugnaði hafði Þverárhjónunum auðnast að koma með góðum efnum upp stórum barnahópi og afla sér og fjölskyld- unni allri óskoraðrar virðingar og mikilla vinsælda. Allir voru syn- irnir fimm búnir að staðfesta það með störfum sínum að þeir voru orðnir miklir og fjölhæfir mann- dómsmenn og dæturnar tvær fet- uðu sama veg. Hið sviphreina og fagra yfirbragð barnanna allra og ljúft viðmót endurspeglaði þá eðl- iskosti sem einkenndu alla þessa fjölskyldu og ollu því að hún varð hugþekk og kær öllum þeim sem af henni höfðu einhver kynni. En hátíðin, sem hófst að Mikla- holti 27. maí sl., bar þess einnig öruggt vitni að það var fleira en hagleikur og dugnaður Þverár- hjónanna til sjálfsbjargar í sam- tíðinni sem gengið hafði í arf til barna þeirra. Þau áttu sér einnig sterkar rætur í þeirri fortíð, sem geymdi hið verðmætasta frá bar- áttusögu forfeðra þeirra fyrir lífi sínu og menningu, trú og erfða- venjum. Þess vegna varð mesti fagnaðarfundur fjölskyldunnar að hefjast á hinum ævaforna kirkju- stað, þar sem forfeður hennar höfðu um aldaraðir átt sínar mestu helgistundir, þar sem þeir höfðu að leiðarlokum verið bornir til moldar. Þessi hátíð var stað- festing á því að nú væri því meginverkefni Þverárhjónanna giftusamlega lokið að koma öllum börnunum sjö inn í fullvaxna við heimsóttum sama manninn á Elliheimilinu við Kirkjubraut. Það var Magnús Halldórsson frá Síðumúlaveggjum. En hann var eins og mörgum er kunnugt mikill fræðaþulur og hélt öruggu minni miklu lengur en flestir aðrir menn. Þar lágu leiðir okkar sam- an. Eftir það hittumst við nokkr- um sinnum, sem mér finnst hafa verið alltof sjaldan. Því það var alltaf ávinningur að tala við Sig- urð. Hann var einn þeirra, sem vilja hafa allt sem sannast og réttast. Hann neitaði að segja neitt nema það væri öruggt. Eg hygg hann hafi verið einn þeirra manna sem hægt var að segja um, að handtak hans og orð voru betri en skriflegir gjörningar annarra manna. Hann tók nokkurn þátt í starf- semi verkalýðsfélagsins og var þar starfandi í vélstjóradeild félagsins og ýmsum nefndum, sem mig vantar þekkingu til að tala um. Hinn 3. júlí 1937 kvæntist hann Svövu Símonardóttur, skipstjóra- dóttur úr Reykjavík og má einnig rekja ættir hennar hingað á Akra- nes og nágrenni þess. Þau eignuð- ust sjö mannvænleg börn, sem öll eiga nú bjarta minningu um föður sinn og hún um eiginmann. Það er sárt að sakna, en það er þó bót þegar um leið er þess minnst að þjáningarnar eru liðnar, hvíld eftir langan og gæfuríkan starfs- dag fengin. Og ég veit ég mæli fyrir munn margra þegar ég samhryggist eða samgleðst þeim sem eftir eru, allt eftir því hvernig á er litið. Samgleðst þeim sem fékk þráða hvíld í veikindum sínum og samhryggist þeim sem eftir standa en þó. — Ég sam- gleðst þeim einnig með að horfa fram á væntanlega endurfundi á landi sælunnar þar sem nóttlaus voraldar veröld er. Ég þakka kynnin og veit að handan þess fljóts, sem skilur að okkar sýnilega heim og þann ósýnilega, hefur hann borið að landi og fengið góðar viðtökur. Þar bíður hann vinanna að heiman. Þökk fyrir allt. Ari Gislason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.