Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 39 Ágústa Guðna- dóttir — Minning manndómssveit samtíðarinnar með gildar rætur í þeirri helgu trú, sem hafði um aldaraðir sam- einað kynslóðir byggðarlagsins í kirkjum að Miklaholti. Vegna þess var unaðslegt að mega fá að eiga fagnaðarstundir með Þverárhjón- unum, börnunum þeirra sjö og öðrum ástvinum og vandamönn- um þennan bjarta maísunnudag á Snæfellsnesi. Já, einmitt á þessum stað, sem geymdi þeim — og okkur öllum — svo margar og hjartfólgnar minn- ingar. Það var hér sem næstelzti sonur Þverárhjónanna, Þorleifur Alexander, hafði vígst brúði sinni, Öldu Gísladóttur frá Hausthús- um, hinn 27. desember 1970, og það var hér sem Þorleifur sagði síðar að hann vildi í fyllingu tímans eiga sína gröf. Það var hér sem organistinn, er kom frá Reykjavík til að stýra söng þegar eldri dóttir Kristínar var fermd, sagði er Kristín játaði að hún hefði tárast af gleði við athöfnina: „Lofaðu Guð. Það er bara gott fólk sem grætur í gleði og sorg.“ Já — í gleði og sorg. Það voru fjórir lífsglaðir ungir menn, tveir bræður og tveir frændur þeirra, sem flugu tveim flugvélum frá Reykjavík til Borg- arfjarðar sunnudaginn 17. febrúar sl. En er þrír þeirra höfðu síðar horft „eitt ævalangt augnablik" á það er flugvél féll til jarðar með annan bróðurinn þá féllu sölt tár djúprar sorgar við lík Þorleifs Jónssonar frá Þverá. Og í dag verður það borið til moldar að Miklaholti á Snæfellsnesi. Þorleifur fæddist í Reykjavík en fluttist kornungur með foreldrum sínum að Þverá. Árið 1965 hóf hann nám í bifvélavirkjun í Reykjavík og vann að því loknu við störf í þeirri grein. Alda var við kennaranám er þau ÞorLeifur gengu í hjónaband. Að námi hennar loknu fluttust þau að Laugagerðisskóla í Eyjahreppi. Þar gerðist Þorleifur kennari í bókfærzlu, handavinnu og vél- fræði og ók jafnframt bifreið skólans. Einkabarn þeirra Öldu og Þorleifs, Jón Þór, fæddist að Laugagerðisskóla árið 1974. Þar sem hugur Öldu stefndi til fram- haldsnáms fluttu þau Þorleifur aftur til Reykjavíkur árið 1974. Þorleifur gerðist sölumaður hjá Velti h.f. þar sem hann vann ætíð síðan. Að loknu námi hóf Alda kennslustörf á ný. Þau hjónin voru búin að koma sér upp fögru og mjög smekklega búnu heimili að Torfufelli 19 þar sem þau horfðu vonglöð til framtíðarinnar. Þorleifur var gæddur miklum gáfum og góðu brjóstviti. Hann var dverghagur, úrræðagóður, drenglyndur og traustur í öllum samskiptum. Hann var hvers manns hugljúfi, vildi öllum gott gera og átti því traustan og fjölmennan vinahóp. Áreiðanlega féllu nokkur gleði- tár hátíðardaginn góða, 27. maí sl., og þau verða mörg tár sorgar- innar, sem falla við hinztu hvílu Þorleifs Jónssonar að Miklaholti í dag. En þeim sem bera nú þyngstu byrðar mikillar sorgar vil ég segja þetta: Lofið Guð fyrir að þið grátið nú góðan dreng. Þakkið fyrir hve vammlaus hann var. Horfið til hátíðarinnar, sem haldin var í vor, og hafið hugfast hve ríkan þátt Þorleifur átti í því, allt sitt alltof stutta líf, að sú hátíð verður ógleymanleg öllum sem hana áttu. Munið, að þegar tár sorgarinnar eru þornuð — í trú á annað og æðra en það sem forgengilegt er — verður það vel og lengi geymt sem ætíð mun reynast ljúft að eiga til endurminninga um líf Þorleifs Jónssonar frá Þverá. Vegna þessa ber okkur fyrst og fremst að vera þakklát við leiðar- lok. Sigurður Magnússon Fædd 20. ágúst 1927. Dáin 5. febrúar 1980. Mig langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast góðr- ar vinkonu okkar, sem frá okkur hvarf svo langt um aldur fram, aðeins fimmtíu og tveggja ára að aldri. Okkur, sem erum á miðjum aldri, finnst þetta ekki vera hár aldur, ef heilsan er í lagi og annað eftir því, þótt sumu ungu fólki finnist við vera gömul. En sumir eru þeir, sem allir laðast að, jafnt yngri sem eldri, þar er ekki um neitt kynslóðabil að ræða. Hún Ágústa var ein af þeim konum, sem jafnt börn og fullorðnir gátu leitað til með sín vandamál eða annarra. Sama var hvort um nótt eða dag var að ræða. Hún hafði alltaf tíma fyrir aðra. Heimilið var Ágústu allt. Hún var einstaklega barngóð kona, um það bar vitni sú mikla umhyggja, sem hún bar fyrir barnabörnum sínum og sú gleði, sem þau veittu henni eftir að hennar eigin börn fóru að flytjast að heiman. Öllum vildi hún gott gera. Gústa var mjög trúuð kona og bjó yfir ýmsu dulrænu, sem aðeins fáum er gefið. Engri manneskju hef ég kynnst jafn bóngóðri. Eg held að hún hafi engum getað eða viljað neita, sem til hennar leit- uðu. Saumaskapur lék í höndum hennar. Á yngri árum vann Gústa á saumastofu og efa ég ekki, að sá húsbóndi hefur verið ósvikinn, sem verka hennar naut. Ósjaldan minnist ég þess, að ég fór til Gústu og bað hana að leiðbeina mér með eitt eða annað. Oftast endaði heimsóknin þannig, að Gústa sagði við mig: skildu þetta nú bara eftir, ég skal gera þetta fyrir þig. Við vissum, að Gústa gekk ekki heil til skógar hin síðari ár. En hvort sem ástvinir okkar deyja á sóttarsæng eða eru burt kallaðir Jarðsungin hefur verið mín elskaða systir Hafdís Gerd Paul- sen sem bjó að Vesturbraut 10 í Grindavík. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum, og innilegu þakklæti. Mynd hennar fylgir mínum fyrstu barnsminn- ingum. Margs er að minnast og sakna, hún átti heitt hjarta og elskaði hvert dýr stórt sem smátt allt til hinstu stundar, en tóma- rúmið er stórt. Hafdís var fædd 23. apríl 1949, móðir hennar er Þórunn Ólafs- dóttir. Hafdís var tæplega mánaða gömul þegar hún var færð föður snögglega frá okkur, kemur dauð- inn ávallt að okkur óviðbúnum. Minningin um góða konu, sem mörgum varð til góðs, lifir meðal okkar, og vissan um að litla stúlkan hennar, sem farin var á undan henni, og einnig móðir hennar eru henni nú við hlið verði ástvinum hennar huggun, þess biðjum við. Guð blessi minningu Ágústu Guðnadóttur. Með kærri þökk fyrir samfylgdina. Guðbjörg Guðnadóttir. Sælir þeir. er sárt til finna sinna andansnektar hér, þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himnaríkið er. Vald. Briem. Síðdegis 5. febrúar 1980 spurð- ust þau tíðindi, að Ágústa Guðna- dóttir, Háaleitisbraut 54, Reykjavík, væri látin. Þessi hel- fregn kom öllum á óvart, en kunnugir vissu þó, að hún átti við ákveðna erfiðleika að etja. Ágústa var fædd 20. ágúst 1927 á Brekkum í Hvolhreppi, Rang- árvallasýslu. Foreldrar hennar voru Guðni Guðjónsson og Jónína Guðmunda Jónsdóttir. Þau eign- okkar og fyrri konu hans Guðrúnu Magnúsdóttur til fósturs. Stjúp- móður sína missti hún úr berkl- um. Hafdís hvílir nú við hlið hennar í Fossvogskirkjugarði. Þegar fóstri hennar giftist síðar móður minni, tóku þau Hafdísi sem sína eigin dóttur, og hef ég aldrei fundið annað en við syst- urnar værum þrjár, og Hafdís okkar elst, ég Sigurrós fjórum árum yngri og Lena fimm árum yngri. Hafdís giftist 18 ára gömul Konráð Sigurjónssyni frá Reykja- nesi. Þau bjuggu í Grindavík að undanskildum stuttum tíma sem þau bjuggu í Höfnum. Þau eignuð- ust tvö börn, Agnesi Hólmfríði, f. 2.5 1967, og Gunnar Hans, f. 19.5. 1970. Ég votta þeim mína innileg- ustu samúð vegna þeirra stóra missis og bið góðan Guð að hugga þau og vernda. Hjónabandi Hafdísar og Kon- ráðs lauk við upphaf veikinda hennar. Upp frá því var líf hennar skuggum vafið. Stuttan tima, allt- of stuttan, var hún þó heilbrigð og hamingjusöm þegar hún gekk með þriðja barn sitt dreng, f. 1.10.1979. Hann var skírður Níels Haukdal. Farið hans er Jón Haukdal. Að síðustu þakka ég henni liðnar samverustundir og fel hana góðum Guði. Sigurrós Paulsen Hafdís Gerd Paul- sen — Minning uðust 12 börn og var Ágústa fjórða í röðinni. Af þessum stóra systkinahópi eru níu enn á lífi. Tveir bræðra hennar hafa látist, annar dó á barnsaldri, hinn drukknaði 30. október 1968. Móðir Ágústu lést eftir erfiða sjúk- dómslegu 16. júní 1969. Ágústa reyndist móður sinni mjög vel í veikindum hennar, en Jónína dvaldi á heimili Ágústu meira og minna á milli þess, sem hún var til meðferðar á sjúkrahúsi. Faðir Ágústu býr á Selfossi, en hann brá búi á Brekkum 1971. Ágústa var með afbrigðum verklagin. Hæfileikar hennar til hannyrða komu fljótt fram, enda var hún eftirsótt til meiriháttar handverka. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Hún var mjög nýtin og átti auðvelt með að gera góða flík út litlu. Ágústa var góð heim að sækja síkát og ráðagóð. Ætt- ingjar og vinir leituðu því oft.til hennar. Hún axlaði marga byrð- ina með öðrum, en hún var kona dul og fór leynt með eigin vanda- mál. Þau bar hún ein og óstudd, án þess að öðrum væri þau ljós. Ágústa varð fyrir miklu áfalli 1949, en hún missti þá í bílslysi 4 ára einkadóttur sína. Þessi missir fékk mjög á hana, svo að aldrei greri um heilt. Rúmu ári síðar eignaðist hún Steinunni Önnu og nokkrum mánuðum eftir það slitnaði upp úr fyrra hjónabandi hennar. Hún dvaldi um hríð í foreldrahúsum að Brekkum, ásamt nýfæddri dóttur sinni. Dvölin á Brekkum var stutt. Hún fór til Reykjavíkur og starfaði þar um hríð. Hún fól foreldrum sínum umsjá dótturinnar, enda hefur einstæð móðir átt erfitt uppdrátt- ar á þeim tíma. Anna ólst því að mestu leyti upp á Brekkum til 10 ára aldurs. Ágústa giftist eftirlifandi eigin- manni sínum 1956. Þau eignuðust tvo syni, Jón Valgeir og Guðna. Þau bjuggu lengst af að Háaleitis- braut 54 í Reykjavík. Þar bjó Ágústa fjölskyldu sinni snyrtilegt heimili, þar sem öllum var vel tekið, er heimsóttu þau hjón. Ég minnist Ágústu fyrst á Brekkum, þegar ég var barn að aldri. Okkar kynni urðu nánari eftir því sem árin liðu. Eftir að hún dvaldi um hríð á sjúkrahús- inu á Selfössi, þar sem gerð var á henni aðgerð á fótum, voru mér ljósir mannkostir hennar, enda kynntist ég henni þá vel. Ég kom því oft við á Háaleitisbrautinni, þegar ég átti þar leið um og ekki hvað síst, þegar ég var við nám. Við áttum þá oft skemmtilegar samverustundir, sem ég gleymi seint. Ég mun ávallt minnast hennar með þakklæti og hlýju. Með þessum fátæklegum línum vil ég endurgjalda ánægjulega við- kynningu, sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Ég bið algóðan guð að blessa minningu hennar og styrkja eiginmann hennar og börn. Systursonur. SÝNING í FRÍKIRKJUNNI SUNNU- DAGINN 24. FEBRÚAR KL. 5 OG 8.30 „SÉRKENNILEG BORG LIÐNA TÍMANS" Sjáið TÝRUS borgina neðansjávar;, SÍDON borg blóðsúthellingar; BYBLOS: sjávarborgin sem Biblían fékk nafn sitt frá; BAALBEK: taktu þátt í óleystum leyndardómum steina hennar. Hlustiö á DAVID LAWSON segja frá hvernig musteri Baalbeks minntu hann á „Tíu leyndardóma ham- ingjusams hjónabands.“ Uppgötvið ieyndardóma fullnægjandi hjónabands sem veitir báöum aöilum hamingju og tilgang. Allir velkomnir, ókeypis aögangur, samskot verða tekin fyrir kostnaði. VIÐTALSTIMI | Alþingismanna og ^ borgarfulltrúa | Sjálfstæðisflokksins ^ í Reykjavík | Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 23. febrúar veröur til viðtals Albert Guömundsson. Albert er í borgarráöi, framkvæmdarnefnd vegna byggingastofnana í þágu aldraðra, hafnarstjórn, launamála- nefnd. ■ FIMLEIKAR FIMLEIKAR ■ Unglingameistaramót Islands í fimleikum verður haldiö í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands viö Stakkahlíð. Undanrásir stúlkna: Laugardaginn 23. febrúar kl. 13. Úrslit: Stúlkur og piltar: Sunnudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Komiö og sjáiö spennandi keppni. Fimleikasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.