Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Flúðum er lítið fell og skemmti- legt, aðeins 253 m á hæð. Það er Miðfell. Þangað hélt mestallur hópurinn í gönguferð. Og veðrið, maður lifandi, það var eins og á besta sumardegi, bjart til allra átta. Beint í austur frá Miðfelli er Galtafell, litlu hærra eða 284 m. Yfir það teygði sig bleikur morg- unroði. A bænum Galtafelli, sem stendur undir fellinu, er Einar Jónsson myndhöggvari fæddur og uppalinn. Sagt er, að kenna megi drætti landslags æskustöðvanna í verkum hans. Leið okkar lá framhjá bænum Hellisholti og upp í kvos í Miðfelli. Síðan var farið til vinstri, og var á brattan að sækja, þar til tindinum var náð. Ekki lengi gert það, sem lítið er, aðeins 150 m frá jafn- sléttu. Frá Miðfelli var samt ótrúlega víðsýnt. Það sást yfir allt Suðurland, frá Eyjafjöllum í austri að Ingólfsfjalli í vestri. í norðri sáust Laugardalsfjöllin og Langjökull, ásamt Jarlhettum og Bláfelli. „Hvaða mikla fjall er þetta, sem gnæfir yfir Lyngdals- heiðina þarna í vestrinu?" spyr einhver. En Jón fararstjóri, sem er í óðaönn að rekja fyrir okkur fjallanöfnin, svarar að bragði: „Þetta fjall heitir nú Esja.“ „Nú við sjáum þá næstum því til Reykjavíkur," segir sá er spurði. Milli Miðfells og Galtafells ligg- ur þjóðvegurinn upp að Flúðum. Þeir, sem ekki vilja fara lengra, geta haldið beint heim eftir hon- um. Hópurinn skiptist nokkurn veginn til helminga, sumir halda áfram yfir á Galtafell en hinir halda heim. Þeir síðarnefndu taka að undirbúa það, sem til sténdur um kvöldið, nefnilega heilt þorra- blót. Það er af okkur, sem gengum áfram yfir á Galtafell, að frétta, að það var einnig auðunnið, aðeins 284 m á hæð. Við útsýnið frá Miðfelli bættist okkur útsýni yfir Stóru-Laxá, sem rennur fyrir austan Galtafellið. Sáum við upp undir hin stórfenglegu Laxár- gljúfur, sem alltof fáir hafa séð. Bærinn Sólheimar lá þarna norð- austur af fellinu. Nokkru ofar og handan árinnar, er svo bærinn Laxárdalur. Við reyndum að koma auga á bæinn Kaldbak, sem liggur langtum norðar og um 2 km vestan við Stóru-Laxá. Töldu sum- ir sig koma auga á hann en aðrir ekki. Fyrir innan Kaldbak og alveg við ána er eyðibýlið Hruna- krókur á fögrum stað, og sem vel er þess virði að skoða ásamt Laxárgljúfri. Af Galtafelli horfum við enn yfir þessa búsældarlegu sveit, Hrunamannahrepp. Við göngum norður með brúnum þess og tökum stefnuna á Flúðir. Síðla dags erum við komin til baka og látum þreytuna líða úr okkur í heitu vatninu. Undirbúningur þorrablótsins er í fullum gangi og leggur hver sitt á borð af þorra- mat, sem hann hefur tekið með sér að heiman. Er brátt komið hlaðið borð af öllum mögulegum þorra- mat, meira að segja súrsaðir selshreifar, sem margir brögðuðu í fyrsta sinn þetta kvöld. Snemma kvölds hófst svo þorra- blótið og var matnum gerð góð skil. Að því loknu hóf Hallgrímur eina af sínum snilldarfrásögnum. Einnig voru fluttar vísur ortar í ferðinni. Síðan hófst söngur mikill og stóð lengi kvölds. Skemmtu sér allir hið besta. Lauk þar með þessum ágæta degi. Bíllinn, sem hafði farið aftur í bæinn á föstudagskvöldið, var ekki væntanlegur fyrr en undir hádegið á sunnudeginum. Gátu menn hagað morgninum að vild sinni, auk þess að pakka saman og ganga frá. Var ýmist farið í smágöngutúr, sund eða einfald- lega sofið. Upp úr hádegi voru Flúðir kvaddar og haldið rakleiðis að Vörðufelli á Skeiðum. Þar með var komið að þriðju fjallgöngunni í þessari ferð. Vörðufell er um 100 m hærra en Galtafell og miklu víðáttumeira. Uppi á því er vatn, sem heitir Úlfsvatn. Þess má geta, að stöðuvatn er einnig á Miðfelli. Gangan hófst hjá eyðibýli, sem heitir Framnes, og stendur sunn- anundir fellinu. Var farinn stór hringur uppi á fjallinu og sást vítt yfir. Gaman var að sjá hvar þær mættust Brúará og Hvítá, og mynda Skálholtstungu á milli sín. I norðvestri glóðu Botnssúlur al- hvítar, og voru ýmist í ljósi eða skugga. Ingólfsfjallið hafði snævi- þakta bungu, svo það líktist jökli tilsýndar. Gönguferð okkar lauk niðri við bæinn Fjall, sem er litlu norðvest- an við Framnes. Þar með var lokið allri útivist í fyrstu helgarferð ferðafélagsins Útivistar 1980. Að- eins var eftir að aka í bæinn. Læt ég okkar góða ferðafélaga, Hallgrím Jónasson, enda þessa frásögn með vísu, sem hann orti til hópsins á heimleið: Vel er allt um ykkar gerð, eins og best til hagar. Þakka ég (yrir þessa ferð, það voru góðir dagar. Kristján M. Baldursson Henni er mikill vandi á höndum þá hún tek- ur við rikj- um í apríllok lögfræði í þrjú ár og enn náði hún prófum. Þá hóf hún að undirbúa sig fyrir framtíðarstarf sitt sem drottning. Hún hafði alltaf verið dyggur aðdáandi hinnar aðsópsmiklu ömmu sinnar, Vilhelmínu drottn- ingar og hún átti til að segja við vini sína, að henni fyndist kon- unglegur þjóðhöfðingi ekki aðeins eiga að stjórna heldur og að sjást stjórna. Hún er ekki á sama máli og móðir hennar, sem lítur á hlutverk drottningarinnar sem „móður þjóðarinnar", enda þótt það sé einmitt sú ímynd, er hefur haldið konungdæminu lifandi. Þjálfun Beatrix fyrir framtíðar- starfið fólst m.a. í því að vinna dulbúin með Hjálpræðishernum í skuggahverfum Amsterdam. Hún varð fyrir holskeflu reyk- sprengja og morðhótana, þegar hún ákvað að giftast Claus prinsi, en hann hafði verið meðlimur Hitler-æskunnar á æskuárum sínum í Austur-Afríku. Ákvörðun hennar að láta brúðkaupið fara fram í Amsterdam, þar sem and- úðar á Þjóðverjum gætti mest, var talin óviturleg meðal allra ráð- gjafa hennar, en hún krafðist þess að fá að ráða. En næsta ár, þegar Beatrix ól son, fyrsta skilgetna soninn í konungsfjölskyldunni í fjóra ætt- liði, var Claus í miklum metum. Núna eru vinsældir hans meiri en konu hans, eftir því sem skoðana- kannanir segja. Beatrix prinsessa hefur ekki til að bera þá hlýju, er gerir móður hennar vinsæla. Hún er sögð þrjósk, fljót að hlaupa upp á nef sér og gefin fyrir valdsótta. í eigin brúðkaupi strunsaði hún út úr herberginu, þegar hún var beðin að vera á sínum stað á mynd með gestunum. Meðan á Lockheed- málinu stóð, sagðist hún mundu neita að erfa krúnuna, ef faðir hennar yrði sóttur til saka. Mál- sóknin var látin niður falla. Hollendingar hafa umborið Júlí- önu drottningu af því að þeim þykir vænt um hana. Hinsvegar hneigjast þeir í vaxandi mæli til að aðhyllast lýðveldi og nýja drottn- ingin verður því að sanna ágæti sitt. Hamrahlíðarkórinn. Merkur tónlistarviðburð- ur í Garðinum um helgina Garði, 21. febrúar. Á SUNNUDAGINN kemur mun kór Menntaskólans í Hamrahlíð syngja á tónleik- um i Samkomuhúsinu. Tón- leikarnir eru haldnir á veg- um Tónlistarfélags Gerða- hrepps og hefjast kl. 15. Efnisskrá kórsins verður mjög fjölbreytt, en stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfs- dóttir. Tónlistarfélagið var stofnað 26. febrúar í fyrra og er því eitt ár liðið frá stofnuninni um þessar mundir. Þá rekur félag- ið Tónlistarskóla Gerðahrepps sem er í nánum tengslum við Tónlistarskóla Keflavíkur og stendur nú yfir fyrsta starfsár skólans. Formaður Tónlistar- félags Gerðahrepps er Edda Karlsdóttir. Arnór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.