Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Var ekki bund- inn við eitt eða neitt samkomulag „ÉG er persónulega á móti því, að Alþingi ákveði með lögum greiðslur úr vissum stofnlánasjóðum til þessa eða hins, sérstaklega ef um er að ræða annað en fjárfestingu. Þess vegna fannst mér þetta hálfgerð- ur skrípaleikur og vildi ekki láta honum ómót- mælt,“ sagði Tómas Árna- son, viðskiptaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um ástæður þess, að hann — skrípaleikur að skylda Byggðasjóð á þennan hátt lagði fram á Alþingi í fyrradag breytingartil- lögu við samkomulag alþýðubandalagsmanna, framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um hlut Byggðasjóðs í greiðslu vegna vangreiddra út- flutningsuppbóta til bænda, en Tómas vildi hafa heimild en ekki skyldu á Byggðasjóði að greiða helming 3ja millj- arðanna. „Ég er hins veg- ar ekki á móti því að bændur fái þetta fé, en mér finnst bara að ríkis- sjóður eigi að standa beint að málinu.“ „Hins vegar finnst mér nú ofmælt, að kenna breytingar- tillögu minni um það, að málið fékk ekki afgreiðslu. Mönnum var í lófa lagið að kolfeila hana bara og halda svo áfram með hitt. Eg álít, að stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar hafi hins vegar álitið, að stjórnarandstaðan myndi þumbast áfram í málinu og þess vegna hafi verið ákveðið að fresta afgreiðslu þess.“ Mbl. spurði Tómas, hvers vegna hann hefði svo dregið breytingartillögu sína til baka „að sinni“, eins og hann orðaði það og hvort það þýddi áfram- haldandi andstöðu hans við þetta atriði frumvarpsins. „Ég vildi út af fyrir sig ekki bregða fæti fyrir framgang málsins," svaraði Tómas. „En ég skipti ekki um skoðun." Mbl. spurði Tómas, hvort hann hefði þá ekki sem ráð- herra verið bundinn af sam- þykkt ríkisstjórnarinnar og sem þingmaður af samþykkt þingflokks Framsóknarflokks- ins. Hann sváraði: „Það hefur engin samþykkt verið gerð í ríkisstjórninni um þetta atr- iði. Samkomulag náðist í fjár- hags — og viðskiptanefnd efri deildar, en ég var ekki á þeim þingflokksfundi, sem afgreiddi málið af okkar hálfu. Þannig var ég ekki bundinn við eitt eða neitt samkomulag." Steinþór Gestsson alþingismaður: Öll bið verður að skrif ast á reikning ríkisstjórnarinnar „MÉR finnst alveg stór- furðulegt, hvernig mögu- legt hefur orðið að klúðra þessu máli aftur og aftur, þessu máli, sem á að vera bændum til björgunar,“ sagði Steinþór Gestsson, alþingismaður, er Mbl. leitaði í gær álits hans á því, að ekki skyldi gengið frá 3ja milljarða króna láni í útflutningsuppbæt- ur til bænda áður en Al- þingi var frestað. „Það er ekki með neinu móti hægt að kenna stjórnarandstöð- unni um það, hvernig þetta fór. Til dæmis get ég sagt, að ég var ekki fylli- lega ánægður með þetta frumvarp, en þó mat ég það svo nærri tillögum, sem ég lagði fram í milli- þinganefnd í sumar, að ég gæti allvel við unað, ef þessi björg yrði sam- þykkt.“ „Það hefði ekki þurft að vaka neinar næturstundir stjórnarandstöðunnar vegna til að afgreiða málið fyrir þingfrestun," sagði Steinþór. „Alþýðuflokkurinn hafði lýst því yfir, að hann myndi ekki hindra þetta mál og Sjálfstæð- isflokkurinn studdi það. Ég kann enga aðra skýringu á þessum málalyktum en þá, að ríkisstjórnin hafi hreinlega ekki komið sér saman um afgreiðslu málsins fyrir þing- hlé. Það virtist eitthvert ósætti gjósa upp í stjórnarher- búðunum undir lokin og satt að segja virtist mér stjórnar- liðar eiga ákaflega erfitt með að taka á nokkru máli með rólegri yfirvegun undir það, að þinginu var frestað. Það læðist að manni grunur um það, að með einhverjum í þeim hópi hafi blundað þessi ákvörðun um að málið skyldi ekki af- greitt. Ég geri ráð fyrir því, að þær yfirlýsingar gildi, sem menn í stjórnarandstöðunni hafa gef- ið um þetta mál og því er eingöngu við ríkisstjórnina að sakast, ef einhver dráttur verður á þessu máli. Björgin minnkar stöðugt, því þessar krónur minnka með hverjum mánuðinum, sem líður. Öll bið verður að skrifast á reikning þessarar ríkisstjórnar.“ Egill Jónsson alþingismaður: Ríkisstjórnin er hik- andi, ósamstæð og veik „ÞAÐ er raunar óskýran- legt, hvernig þetta fór. Menn höfðu haft uppi stór orð og mikinn áróður vegna hinnar margumtöl- uðu útgöngu í fyrra og notað hana sem ástæðu þess, að málið var ekki þá afgreitt með viðunandi hætti. Nú þegar gengið var á eftir ríkisstjórninni um afgreiðslu málsins og vilji stjórnarandstöðunnar margítrekaður, þá er svar- ið að senda þingið heim. Ég fæ ekki annað séð, en þetta þýði, að við völd í landinu er hikandi, ósam- stæð og veik ríkisstjórn,“ sagði Egill Jónsson alþing- ismaður, er Mbl. leitaði álits hans á því, að Alþingi skyldi frestað án þess að lög um 3ja milljarða lán vegna útflutningsuppbóta til bænda væri afgreitt. „Menn verða að athuga það,“ sagði Egill, „að þetta fjármagn hefur stórlega rýrnað og í raun er óskiljanlegt með öllu, hversu mikill dráttur hefur orðið á afgreiðslu þessa máls. Það er langt um liðið síðan í raun kom samstaða fulltrúa þriggja flokka um vilja til að leysa þetta mál, eða strax í fyrravor, þegar sérstök nefnd var skipuð til að fjalla um það. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Steinþór Gestsson, hafði þá samþykkt þingflokks sjálfstæðismanna að baki sér og hans tillögur gengu mjög í sömu átt og það stjórnarfrum- varp, sem nú var lagt fram. Málið kom fyrir efri deild á þriðjudaginn og þá lýsti ég því yfir, að við sjálfstæðismenn teldum málið brýnt og mynd- um gera það, sem í okkar valdi stæði, til að greiða götu þess í gegn um þingið. Við höfðum að vísu athugasemdir fram að færa við upphaflega gerð frum- varpsins, en svo náðist sam- komulag í fjárhags — og við- skiptanefnd efri deildar og þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkti að standa að frum- varpinu, eins og það þá var orðið. Það var því ljóst að þetta mál átti vísan stuðning Sjálf- stæðisflokksins og þar með var sterkur þingmeirihluti fyrir því að leysa framleiðsluvanda- mál ársins 1978 með þessu móti. En þá hendir ríkisstjórn- in bara málinu frá og vill ekki fyrir nokkurn mun afgreiða það. Svonalagað er auðvitað hreint með ólíkindum. Og við skulum ekki gleyma því, að bændur eiga fleiri reikninga ógreidda. Við umræður í efri deild lögðum við sjálfstæðis- menn áherzlu á það. Bændur hafa ekki enn fengið bætt það tjón, sem þeir urðu fyrir, þegar vinstri stjórnin frestaði verð- hækkun á landbúnaðarvörum 1. september sl. og þeir hafa heldur ekki fengið það, sem af þeim var tekið með verð- ákvörðun 1. desember sl. Þess- ar innistæður bænda eru ekki langt frá einum milljarði króna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.