Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Kristján M. Baldursson: Útivist á Flúðum Hlýúð og fljóða fjöld flokkinn prúða Kleður. Austur að Flúðum aka i kvðld allt á súðum veður. Það er á föstudagskvöldi í byrj- un þorra, að 35 manna hópur á vegum ferðafélagsins Útivistar er á leið austur að Flúðum. Þar er ætlunin að dvelja til sunnudags og nota tímann til hollrar útiveru og gönguferða, eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Flúðir er bæja- hverfi í Hrunamannahreppi og hefur þar myndast vísir að litlu þorpi. Við Flúðir er mikill jarð- hiti, sem nýttur er til gróðurhúsa- ræktunar og sundlaugar. Þá má ekki gleyma hitapottunum, sem við í þessum hópi nutum vel og síðar frá greinir. Þessi hópur er vel samstilltur, því margir þekkjast úr fyrri ferða- lögum Útivistar um byggðir og öræfi landsins. Hér finnst ekkert kynslóðabil, þó aldursskipting sé mikil. Þannig var 80 ára aldurs- munur á yngsta og elsta þátttak- andanum. Aldursforsetar hópsins eru tveir gamlir og þekktir ferða- garpar, þeir Hallgrímur Jénasson og Eyjólfur Halldórsson. Það er Hallgrímur, sem á vísuna í upphafi þessa pistils, en hann er mjög góður hagyrðingur, auk þess að vera frábær sögu- maður. Þess nutum við góðs af nú, eins og svo oft áður. Ekki má gleyma að minnast á 36. félagann í hópnum, hann Hektor. Hektor er engin smásmíði að stærð, en varð eftirlæti allra í ferðinni, vegna þess hve þægur og blíður hann var. Aldrei heyrði ég hann reka upp gelt, en reikna fastlega með því að hann geri það, þegar á þarf að halda. Ferðin sækist vel, því ekki er ófærðinni fyrir að fara, þó um hávetur sé. Ekið er yfir Hellisheiði til Selfoss. Þar er stutt viðdvöl, en síðan haldið áfram eftir Suður- landsvegi. Ekið er til vinstri hand- ar af honum og inn á Skeiðaveg. Brátt förum við að nálgast áfangastað. Við ökum yfir Stóru- Laxá, og þá erum við í Hruna- mannahreppi. Skömmu síðar er rennt inn á Flúðir eftir 2—3 tíma ferð úr Reykjavík. Gististaðurinn er ekki af lakara taginu. Heilt mótel er ætlað bara fyrir okkur. I því eru 8 herbergi og utan við hvert þeirra er ker með þægilega heitu vatni, hitapottur. Við hugsuðum til þess með til- hlökkun að geta slappað af í þeim eftir gönguferð morgundagsins. Smástund, áður en gengið var til náða, tóku menn lagið, enda söngglatt fólk hér á ferð. Vel var sofið fram á næsta morgun, enda lá ekki svo á í þessari fyrstu helgarferð ársins. Allir voru því vel sofnir og saddir fyrir átök dagsins. í suður frá Sue Masterman og Anton Koene/ OBSERVER Uppstökka prinsessan „VIÐ skulum öll gefa Beatrix krónprinsessu gjöf — gefum henni traust okkar“ voru orð Andrea van Agt, forsætisráð- herra Hollands, strax og Júlíana drottning hafði tilkynnt, að hún myndi afsala sér krúnunni i hendur hinnar 42 ára gömlu dóttur sinnar hinn 30. april næstkomandi. Beatrix krónprinsessa þarf á talsverðum velvilja að halda, ef hún á ekki að verða siðasti ættliður Oraniu-konungsættar- innar, er rikir i Hollandi. Hol- lendingar hafa á siðustu árum umborið konungsveldið fyrst og fremst vegna þess trausts, er þeir bera til Júliönu drottningar. Stig af stigi hefur hollenska konungdæmið verið svipt ævin- týraljóma sínum. Hið eina, er varðveitzt hefur óskaddað er Júlí- ana drottning sjálf, en hún hefur staðið af sér allar raunir í einka- lífinu með reisn, þar með talið Lockheed-hneykslið, þegar eigin- maður hennar, Bernharð prins, var Beatrix prinsessa með foreldrum sinum, Júliönu drottningu og Bernhard prins. sakaður um mútuþægni, og upp- ljóstranir um að faðir hennar hafi haldið frillur og framfleytt óskil- getnum börnum. Að minnsta kosti þrír hálfbræður hafa komið fram. Beatrix krónprinsessa býr í upp- hafi valdatíma síns við hamingju- samara fjölskyldulíf en móðir hennar. Hún og eiginmaður henn- ar, Claus prins, sem er 55 ára gamall og starfaði fyrrum í vest- ur-þýsku utanríkisþjónustunni, virðast lifa hamingjusömu og ró- legu lífi með sonum sínum þremur, prinsunum Willem Alexander 12 ára, Johan Friso 11 ára og Con- stantijn, sem er 10 ára. Claus starfar við þróunaraðstoð og hefur yndi af því starfi, er fyllir það tóm aðgerðarleysis, sem er oft hlutskipti drottningarmanna. í Baarn Lyceum skólanum sýndi Beatrix þegar stjórnunarhæfi- leika. Fyrstu sjö ár ævi hennar mörkuðust af hernámi Hollands í heimsstyrjöldinni síðari, er hol- lenska konungsfjölskyldan flúði til Englands, og Júlíana prinsessa neyddist um tíma til að halda í útlegð til Kanada ásamt börnum sínum. Að loknu námi í menntaskóla, þar sem Beatrix fékk hæstu ein- kunnir á prófum, lá leið hennar í Leiden-háskóla. Hún lagði stund á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.