Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 11 m.a. í Bretlandi, hafa faert rök að því að ein algengasta orsök fóst- urláta séu einmitt grófir litn- ingagallar. En það er fleira en litningagall- ar sem finna má við legvatns- rannsóknir. Til dæmis má finna grófa galla á taugakerfi, auk annarra fágætra sjúkdóma. En jafnvel þótt við höfum þarna ágætis hjálpartæki, sem litn- ingaprófin eru, þá getum við aldrei lofað nokkurri konu að allt sé í lagi með barnið hennar. Hins vegar eru þessir sjúkdómar sem ég hef rætt um mjög fágætir. Þeir koma fyrir hjá um 2—4 börnum af hverjum 1000.“ „Komi í ljós fóst- urgallar á konan rétt á fóstureyðingu“ — Hvað er gert ef fósturgallar finnast? „Þegar litningaprófin eru gerð er komið langt umfram hinn margumtalaða 12 vikna tíma. En ef um grófa galla er að ræða þá gildir um þá, og hefur alltaf gilt, allt önnur regla en um venjulegar fóstureyðingar. Þá má gera síðbúna fóstureyðingu eða fram- kalla fæðingu fyrir tímann. Því er þó ekki að neita að alltaf má búast við vafatilfellum, þ.e.a.s. að gallinn sem fram kemur er það lítill að erfitt getur verið að taka ákvörðun um hvað gera skal. Það má bæta því við að við legvatnsrannsóknir getum við auðveldlega séð hvort'fóstrið er karlkyns eða kvenkyns en við höfum aldrei framkvæmt rann- sókn einungis til að athuga slíkt. Einstöku mæður biðja um að fá að vita hvers kyns barnið sé og þá segjum við þeim það en 3 af hverjum 4 vilja ekki vita það.“ „Legvatnstakan getur orsakað fósturlát í 1 —2 skipti af 1000 — Eru til einhverjar reglur um það hvaða konur eiga rétt á legvatnsrannsókn og hverjar ekki? „Reglurnar eru enn í mótun hér sem annars staðar í heiminum. Það er afskaplega erfitt að setja mörkin. Þó eru menn sammála um það að aðaláherslan skuli lögð á það að legvatnsprófanir skuli gerðar á konum sem áður hafa fætt börn með litningagalla eða aðra grófa meðfædda galla og einnig ef einhver náinn ættingi annars hvors foreldrisins er með slíka galla. Annar hópur kvenna sem hefur verið umræddur í sambandi við þessi próf eru konur um og yfir fertugt. Þarna eru við í nokkrum vanda. Við vitum að ef við athug- um þúsundir fæðinga þá koma litningagallar oftar fyrir með hækkandi aldri, einkum hjá kon- um yfir fertugt. En hvar aldurs- mörkin á að setja veit enginn í heiminum ennþá. Nokkuð hefur borið á þvi að menn vilji setja mörkin við 35 ára aidurinn og höfum við reynt að verða við því hér á landi. Til þess að sýna hvað það er vafasamt að fullyrða mikið í þessum efnum má benda á að ég held að ég muni það rétt, að af síöustu 7 konum sem fætt hafa mongólíta hér á landi eru 6 þeirra ungar mæður. Þetta segir lítið vegna þess að við vitum að lang- flestar fæðingar eru hjá konum á aldrinum 17—30 ára en eftir það fer barneignum mjög fækkandi. Tvær ástæður eru fyrir því að við reynum frekar að halda í við fjölda legvatnsrannsókna. I fyrsta lagi tekur rannsóknin töluverðan tíma og takmarkað hvað rann- sóknastofan getur annað. Hins vegar er það atriði að við getum búist við að sýnistakan sjálf fram- kalli fósturlát hjá einni til tveim- ur konum af þúsund sem rannsak- aðar eru,“ sagði Gunnlaugur að lokum. rmn Á þessu spjaldi er búiö aö raöa iitningun- um upp eftir sórstöku kerfi og er þaö lokastig rannsóknarinnar. Spjaldiö sýnir eölilegan dreng. Elín Guömundsdóttir klippir út margfalt stækkaöar myndir af litningunum. Ástrós Arnardóttir flokkar Hér myndir af litningunum. Ljósm. Kristján. Margrót Steinarsdóttir stendur hór viö hitaskápinn þar sem legvatnsfrumurnar eru ræktaöar. Rannsóknin tekur 3 vikur Á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstig eru litningaprófin gerð. Við það vinna þær Halla Hauksdóttir og Elín Guðmundsdóttir mcinatæknar og Ástrós Arnardóttir og Margrét Steinarsdóttir liffræðingar. Og flókið mál er að lýsa aðferðum við rannsóknina nákvæmlega. í stuttu máli eru frumur úr legvatninu ræktaðar i hitaskáp við 37°C í 2—3 vikur. bær eru siðan heimtar og litningar úr 10—15 frumum greindir bæði i smásjá og á myndum. Flestum sýnum er svarað innan þriggja vikna. Tillaga um sveigj- anlegan vinnu- tima samþykkt i borgarstjórn BORGARSTJÓRN samþykkti á siðasta fundi sinum tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins um sveigjanlegan vinnutima. Tillagan er svohljóð- andi: „Borgarstjórn samþykkir að láta kanna. að hve miklu leyti hægt sé að koma við sveignan- legum vinnutíma starfsmanna borgarstofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar og að koma slikri vinnutilhögun á þar sem slikt þykir henta, bæði starfs- fólki og starfsemi.“ Elín Pálmadóttir fylgdi tillög- unni úr hlaði, en einnig tóku til máls Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Kristján Benediktsson, Magnús L. Sveinsson, Guðrún Helgadóttir og Sigurður Harðarson. Voru borg- arfulltrúar sammála tillögunni. Tillagan var samþykkt sam- hljóða og síðan vísað til borgar- ráðs. Aðstoðarmað- ur forstjóra Sambandsins Þorsteinn Ólafsson viðskipta- fræðingur, fyrrverandi aðstoð- armaður Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra hefur verið ráðinn fulltrúi forstjóra Sambandsins frá 1. febr. sl. Þorsteinn lauk prófi í við- skiptafræðum frá Háskóla íslands árið 1970. Þorsteinn Ólafsson gegndi fyrst eftir nám starfi fulltrúa í fjármálaráðuneytinu, síðan deildarstjóra tolla— og eigna- deildar ráðuneytisins til ársins 1976 er hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar. í október 1978 var hann skipaður aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra. Starf Þorsteins hjá Sam- bandinu verður að vinna að sérstökum verkefnum fyrir for- stjóra Sambandsins. Miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga: Herstöðvaand- stæðingar á þingi skorist ekki undan ábyrgð MIÐNEFND Samtaka her- stöðvaandstæðinga hefur sent frá sér ályktun í tilefni mynd- unar ríkisstjórnar og segir í ályktuninni að miðnefndin lýsi vanþóknun sinni á því að yfir- lýstir andstæðingar erlends hers i landinu „skuli nú taka þátt í myndun hersetustjórn- ar.“ Segir einnig í ályktuninni að herstöðvaandstæðingar á þingi megi ekki skorast undan þeirri ábyrgð að beita áhrifum sínum málstaðnum til framdráttar. „Ýmsir hafa viljað útskýra þetta aðgerðarleysi herstöðva- andstæðinga á þingi með stöðn- un í alþjóðamálum og er þá m.a. vísað til Afganistan. Er ekki verið að snúa faðirvorinu upp á andskotann ef nota á hersetu í Afganistan til að réttlæta áframhaldandi erlenda hersetu á Islandi ?“ segir að lokum í ályktun SHA. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRATI • SlMAR: 17152*17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.