Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 vlrp " MORGtlNý^v’ KAFFfNO 11 t «• <:/V<V:.V c M ' /V/y •* <-/.s c Kc/'S-At/'-.c /oX XCX-6 / c fcVcýcýoVc ,■ v ■ ‘ i ?;M 21« Jæja, hvað sögðu þeir hjá skattin- um, vinur? Svona drengur minn, þú kemur og geíur mér skýringu á öllu saman ef ég á að fyrirgefa þér. Þú mátt trúa þvi, að hann Lilló er búinn að vera erfiður í dag. Aldardómar BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Gestir Bridgefélags Reykjavíkur á Stórmótið, sem haldið verður 22. og 23. marz verða Danirnir Steen Möller og Stig Werdelin. Báðir margreyndir landsliðsmenn Dan- merkur og með margar skraut- fjaðrir í höttum sínum. Ber þar eðlilega hæst 2. sæti á Evrópumót- inu síðastliðið sumar og aftur 2. sætið í Sunday Times keppninni á dögunum en það eitt að fá þar boð um þátttöku þykir sérstakur heið- ur. Spilamennska þeirra mótast eðlilega nokkuð af hinu gallharða keppnisbridge. Og ef til vill skýrir það sagnirnar gegn ítölunum frægu, Belladonna og Garozzo, sem voru með spil vesturs og austurs og sá fyrrnefndi gaf. Norður S. Á75 H. 982 T. D1043 L. G103 COSPER COSPER 8VLb Og hvað er þá hægt að leika sér? Vestur S. D8 H. ÁG T. K9872 L. Á974 Austur S. 9 H. D6543 T. G6 L. KD865 „UM séra Pál Björnsson í Selar- dal, sautjándu aldar klerk, sem Hannibal Valdimarsson hefur ver- ið að láta flytja fróðleg útvarpser- indi um 10. og 17. febrúar, gildir víst líkt og um margt annað og marga aðra, að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Enginn maður er með öllu án mannkosta og enginn verðskuldar í rauninni ill eftir- mæli. En að segja að menn séu „umdeildir" þýðir í rauninni ekki annað en það, að ekki hafi allir enn komizt til skilnings á eðlisfari þeirra og satt að segja furðar mig á því, að jafn mannúðlegur og vel hugsandi maður og Hannibal skuli ekki hafa séð hvers konar maður Páll í Selárdal var. Það er lítið eftir því farandi þó að aldardómar 17. aldar væru séra Páli og hans líkum í hag. Menn fylgja undantekningarlítið þeim að málum, sem völdin hafa og mest mega sín. Menn voru með þeim, sem sfóðu að galdradómum og framkvæmdu þá, á móti þeim, sem ofsóttir voru á þennan hátt, bæði meðan þessu fór fram og lengi á eftir. Alveg á sama hátt og ef einhver væri nú á dögum að halda því fram að í tiltekna líkkistu hefði ekkert verið látið annað en mold og grjót, áður en hún fór niður í jörðina — þá mundu langflestir vera á móti þeim, sem þetta segði, en með hinum, sem segðu að allt hefði farið rétt og eðlilega fram. Nema Suður S. KG106432 H. K107 T. Á5 L. 2 Norður P 4 Spaðar Austur 1 Hjarta Suður Allir 3 Spaðar Pass Vestur 1 Tígull P Werdelin var í suður og gegn spöðunum fjórum spilaði vestur út spaðaáttu. Suður tók fyrsta slag- inn með gosa og næst tók hann á lígulás og spilaði aftur tígli, sem Belladonna tók með kóngnum. Að því búnu hugsaði hann sig vel um. Werdelin hafði reynt og náð fram eina vinningsmöguleikanum. í blindum biðu tveir slagir á tígul, sem yrðu sigurslagirnir yrði vörn- in ekki á undan að taka sína fjóra. Að lokum fann Belladonna lausnina og spilaði lágu laufi undan ásunum. Og Garozzo var með á nótunum, skipti í hjarta og Werdelin reyndi kónginn eðlilega. Allt kom fyrir ekki — tapað spil. Vissulega var vörnin frábær enda veitti ekki af. Eini vinn- ingsmöguleikinn reyndur og hefði sjálfsagt dugað gegn flestum. Maigret og vínkaupmaðurinn 53 rann ögn til hliðar svo að hann sá að náttkjóllinn hennar var Ijósrauður. Hún virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því, þetta virtist vera henni mjög eðlilegur heimaklæðnaður. — Hafið þíð verið gift lengi? — Átta ár. Hann kom inn í verzlun þar sem ég vann. Hann var að leita sér að hálsbindi. Hann var lengi að velja það. Hann virtist verða hrifinn af mér. Þegar ég fór heim úr vinnu um kvöldið fylgdi hann á eftir mér. Þannig gekk það íjögur eða fimm kvöld í röð og hann þorði aldrei að ávarpa mig. — Bjó hann þá hér? — Nei. Hann bjó á hóteli í Latinuhverfinu. Við höfðum ekki þekkzt í nema þrjár vikur, þegar hann bað mig að giftast sér. Ég var ekki sérlega áfjáð i það. Hann var ósköp ágætur og ekkert út á hann að setja, en einhvern veginn ekkert um- fram það. — Þér voruð sem sagt ekki ástfangnar af honum? Hún leit á hann og blés frá sér reykjarmekki. — Ástfangin? Ég veit nú ekki hvort sú margumrædda tilfinning er yfirleitt til. Alténd trúi ég ekki á hana. — Má ég spyrja yður einnar spurningar, frú Pigou. Er eig- inmaður yðar eilítið haltur? — Hann varð fyrir bil og braut á sér aðra hnéskclina. Siðan haltrar hann þegar hann gengur hratt. en annars ekki. — Er Iangt síðan hann varð fyrir því slysi? — Það var að minnsta kosti áður en ég kynntist honum. — Hvað hafið þér þekkt hann lengi? — Átta ár. Við vorum trúlof- uð i einn mánuð, svo giftum við okkur. — Þér hélduð áfram að vinna um hríð? — Já, fyrstu þrjú árin. En það var alveg óbærilegt álag. Á morgnana varð ég að búa til morgunverð og taka til i ibúð- inni. Um hádegið hittumst við og borðuðum saman og eftir vinnu varð ég að kaupa inn, búa til mat og gera hreint. Þetta var ekki mannsæmandi líf. Ilann leit á litla divaninn þar sem ægði saman plötum og vikublöðum og síðan á ösku- hakkann með sigarettustubhun- um. Það var augljóst að þetta var hennar eftirltisstaður. Skyldi hún hafa elskhuga? Hann var næstum viss um það. sumpart úr úr leiðindum, sum- part vegna þess að hún hafði greinilcga rika þörf fyrir róm- antik og spennu. Hún var heldur fýluleg í framan og virtist yfirleitt ekki sérlega glaðsinna. — Ilöfðuð þér engan grun fyrr cn maðurinn yðar hvarf? — Nei, ég veit ekki hvort hann hafði fengið vinnu annars staðar, en hann íór að heiman á sama tima og heim kom hann á sama tima. Eltir Georges Simenon Jóhanna Krisljónsdóttir sneri á islensku — Og afhenti alltaf sömu upp- hæðina við mánaðarmót. — Já. Ilann lét mig hafa launin og siðan lét ég hann hafa fjörtíu franka fyrir sigarettum og smáútgjöldum. — Urðuð þér ekkert óróleg- ar þegar hann kom ekki heim? — Sosum ekki. Ég verð ekki svo glatt óróleg. Ég hringdi á skrifstofuna og bað um að fá að tala við manninn minn. Það var einhver karlmaður sem kom í simann. „Ilann cr ekki hér,“ svaraði hann. „Vitið þér hvenær hann kem- ur?“ „Það hef ég ekki hugmynd um. Það er langt síðan ég hef séð hann.“ — Svo lagði hann tólið á. Þá varð ég dálítið óróleg og íór á lögreglustöðina og spurði hvort þeir hefðu nokkrar spurnir haft af honum, til dæmis hvort hann hefði getað lent í slysi eða einhverju svoleiðis. En hún hafði auðsýnilega ekki spurt itarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.