Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 35 • • 011 varahluta- og viðgerðarþjónusta Heklu á einn stað EFTIR sameiningu Heklu h.f. og P. Stefánssonar hf. hefur vara- hlutaverzlun og viðgerðarverk- stæði fyrir Leyland- og Mitsu- bishi-bifreiðar verið til húsa að Hverfisgötu 103, en til stóð að sameina alla varahiutaverzlun fyrirtækisins undir einn hatt, svo og viðgerðarverkstæðið. Þessi sameining stendur nú fyrir dyrum. Á mánudagsmorgun verður varahlutaverzlunin og við- gerðarverkstæðið að Laugavegi 170 opnað fyrir alla viðskiptavini Heklu h.f. Finnbogi Eyjólfsson verzlunarstjóri hjá Heklu sagði í samtali við Mbl. að verzlunin yrði ekki stækkuð heldur hefði verið beitt ýmiss konar hagræðingarað- gerðum til þess að koma lagernum haganlega fyrir. Ennfremur sagði Finnbogi að- spurður að mjög litlar manna- breytingar yrðu við þessa samein- ingu. 8,5 milljarða króna hagnaður hjá Skandin- avian Bank i London REKSTUR Skandinavian Bank í London, sem i fyrra hélt upp á tíu ára afmæli sitt, gekk mjög vel á siðasta ári. Hagnaður fyrir skatta nam 9,3 milljónum punda, eða um það bil 8,5 milljörðum íslenzkra króna. Er um 13% aukningu að ræða frá árinu áður. Heildarvelta bankans jókst um 9% á sl. ári, úr ríflega 1000 milljónum punda í ríflega 1100 milljónir punda, eða úr 923 millj- örðum íslenzkra króna í 1015 milljarða íslenzkra króna. Þá er haft eftir forráðamönnum bankans að þeir líti framtíðina mjög björtum augum og eigi von á svipaðri aukningu á þessu yfir- standandi ári. Landsbanki íslands er einn hluthafa bankans. Full aðild að Alþjóða verzlunarráðinu? UNDANFARIN tvö ár hefur far- ið fram allítarleg könnun á möguleikum þess, að Verzlunar- ráð íslands tengist nánar starf- semi Alþjóða verzlunarráðsins, en hingað til hefur Verzlunarráð- ið aðeins átt aukaaðild. Það kom fram á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í vikunni að nauðsynlegt er að taka afstöðu til þessa máls innan tíðar og kom þar fram að bæði gæti stjórn Verzlun- arráðsins myndað þjóðnefndina og einnig hópur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum, sem áhuga hafa á nánari alþjóðlegum tengslum. Það kom fram hjá Árna Árna- syni framkvæmdastjóra Verzlun- arráðs íslands á aðalfundinum að við könnun hérlendis hefði komið í ljós verulegur áhugi fyrirtækja á þátttöku íslendinga í ráðinu. Israel: V öruskiptajöf nuður verulega óhagstæður VÖRUSKIPTAJÖFNIJÐUR ísraelsmanna var óhaKstæður um 3.15 millj- arða dollara, eða sem næst 1270 milljarða íslenzkra króna or hafði þá versnað frá árinu áður um 02%. Inn voru fluttar vörur fyrir um 7.43 milljarða dollara, eða sem næst 3000 milljarða íslenzkra króna, sem er um 31 % aukning frá árinu á undan. Utflutningur jókst hins vegar aðeins um 15%. og nam alls um 4.28 milljörðum dollara, eða sem næst 1730 milljörðum króna. Ljósu hliðarnar á þessu máli eru þó þær, að á síðasta ársfjórðungi minnkaði inn- flutningur um 37%. á sama tíma og útflutningurinn stóð því sem næst í stað. Þá varð mjög hagstæð þróun í útlána- málum banka síðustu fjóra mánuði ársins hvað þetta varðar, en bankarnir hertu mjög útlánaskilmála sína. Mikil þátttaka í sjóralli 1980? Síðastliðið haust var boðað til fundar á Hótel Borg til undirbúnings sjóralls 1980, sem er keppni sportbáta um- hverfis ísland, sem kunnugt er. Á þann fund mættu milli sextíu og sjötíu manns. Kosin var níu manna undirbúnings- nefnd, sem annast skyldi und- irbúning og semja reglur fyrir næsta sjórall. Hefur sú nefnd síðan komið vikulega saman til funda. Margt hefur borið á góma á þessum fundum varð- andi sjórall 1980, svo og framtíð þessarar keppni, sem nefndin hefur fullan hug á að verði árviss alþjóðlegur við- burður. Keppnisreglur fyrir 1980 hafa nú verið mótaðar í stórum dráttum. Eru þær frábrugnar fyrri reglum að því leyti að nú verða bátarnir flokkaðir niður eftir vélarorku þeirra. Ætti það að gera keppnina jafnari, ennfremur gæti það ýtt undir meiri þátt- töku en ella. Útlit er fyrir að á milli 10 og 20 bátar taki þátt í næsta ralli. Líkur eru á að bátar komi erlendis frá til þátttöku. Óneitanlega væri það ánægjulegt, og ætti að get sett svip á keppnina og vakið skemmtilega stemmningu, en um leið meiri hörku. Fullvíst má telja að bátar utan af landsbyggðinni mæti til leiks, svo sem frá Vestmannaeyjum, Borgarnesi, ísafirði, Eskifirði, þá finnst mér heldur ótrúlegt að höfuðstaður norðurlands, Akureyri, láti deigan síga og mæti ekki til leiks. í raun fyndist mér að það ætti að vera metnaðarmál kaup- staðanna úti á landi að eiga sína fulltrúa í þessari væntan- legu keppni, þeir sem eiga svo mikið undir sjósókn og hafa tengst hafinu frá frumbyggð sinni. Glöggt hefur komið fram að ekki skortir áhugann hjá íbúum þessara staða. Und- irbúningsnefndin hefur fullan hug á að vel takist til með sjórall ’80. Líkur eru á að svo geti orðið, svo framalega sem innanlandsóáran komi ekki í veg fyrir það eins og á seinasta ári, þegar tveggja mánaða farmannaverkfall hrjáði okkar þjóð og lagði sjórall 1979 svo gott sem í rúst. Allt verður þetta að ráðast og vonum við bara að slíkt endurtaki sig ekki, að sjálfsögðu þá fyrst og fremst þjóðarinnar vegna. Flokkaskipting Keppnisstjórnin hefur ákveðið flokkaskiptingu báta í sjóralli 1980, en aðeins var keppt í einum flokki 1978 og 1979. Nú verða flokkarnir þrír. Þór fer það að sjálfsögðu eftir þátttöku og stærð véla. A- flokkur, bátar af stærðinni 18 til 25 fet með vélarstærð allt upp í 175 hestöfl (hámark). B-flokkur, bátar af stærðinni 18 til 25 fet, með vélarstærð frá 176 hestöflum að 400 hest- öflum. C-flokkur, bátar af stærðinni 18 fet og upp í óákveðna stærð, frá 401 hest- afli upp í óákveðna vélarstærð. Keppnisstjórn má aðlaga ein- stöku báta að öðrum flokkum, ef þeir reynast einir í sínum flokki. Keppt verður eftir stigakerfi, þar sem gefin verða Bátar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON stig fyrir hvern legg. Leggur telst hver áfangi milli skyldu- viðkomustaða. Dæmi 5 bátar keppa, fyrsti leggur Reykjavík — Vestmannaeyjar, fengi þá fyrsti bátur á þeim legg 10 stig, annar bátur 7 stig, 3. bátur 5 stig, 4. bátur 3 stig, 5. bátur eitt stig og svona koll af kolli milli skylduhafna, allan hringinn. Þessi stigagjöf gildir fyrir hvern flokk. Keppnisleggirnir verða átta Átta keppnisleggir hafa nú verið ákveðnir í sjórallinu, sem Dagblaðið og Snarfari, félag sportbátaeigenda, standa að, ásamt F.R. mönnum. Eru þeir hugsaðir sem hér segir ásamt ákveðnum brottfaratíma á hverjum stað. 1. Laugardagur 5. júlí: Brottför frá Reykjavík kl. 14.00. Komið til Grinda- víkur kl. 17.00, skyldustanz 1 tími. Farið frá Grindavík kl. 18.00, komið til Vestmanna- eyja kl. 22.00. 2. Sunnudagur 6. júlí: Brottför frá Vestmanna- eyjum kl. 10.00, komið til Hafnar í Hornafirði kl. 20.00. 3. Mánudagur 7. júlí: Brottför frá Höfn kl. 10.00, komið til Neskaupstaðar kl. 15.00. 4. Þriðjudagur 8. júlí: Brottför frá Neskaupstað kl. 10.00, komið til Raufarhafnar kl. 17.00. 5. Miðvikudagur 9. júlí: Brottför frá Raufarhöfn kl. 10.00, komið til Grímseyjar kl. 14.00, skyldustans 2 tímar. Farið frá Grímsey kl. 16.00, komið til Akureyrar kl. 20.00. Dvalið þar fimmtudag. 6. Föstudagur 10. júlí: Brottför frá Akureyri kl. 10.00, komið til Siglufjarðar kl. 13.00, skyldustans 1 tími. Farið frá Siglufirði kl. 14.00, komið til ísafjarðar kl. 22.00. 7. Laugar- dagur 11. júlí: Brottför frá ísafirði kl. 12.00, komið til Ólafsvíkur kl. 18.00. 8. Sunnu- dagur 12. júli: Brottför kl. 13.00, komið til Reykjavíkur kl. 19.00. Þetta er áætlun sem ekki er víst að standist, því að fljótt skipast veður í lofti hér norður á hjara veraldar eins og lands- mönnum er kunnugt. Margar hindranir geta orðið á vegi þessara litlu skelja á svo langri leið. Það eitt út af fyrir sig gerir þetta skemmtilegra og eftirsóknarverðara að menn þurfi að leggja sig fram af samviskusemi og beita hugviti til þess að vel gangi. Grímseyingar sóttir heim Sem fyrr segir er ákveðin viðkoma í Grímsey. Öllum keppendum ætti að vera það sérstakt ánægjuefni margra hluta vegna. Það er ekki dag- lega sem mönnum gefst kostur á að heimsækja þessa nyrstu byggð íslands norðan heim- skautsbaugs, byggð sem óneit- anlega býr yfir nokkrum ævin- týraljóma, a.m.k. frá mínum bæjardyrum séð. Sjálfur hef ég einu sinni heimsótt Grímsey, er mér það eftir- minnilegt. Ég trúi því að Grímseyingar fagni þessari óvenjulegu heimsókn. Þó að viðkoman í Grímsey yrði ekki til annars en létta brúnir þeirra landa okkar þar norður í Dumbshafi fyndist mér það nægilegt tilefni til viðkomu. Ekki á ég við að brúnir þeirra eyjaskeggja séu þyngri en ann- arra, síður en svo. Heimildar- kvikmynd um sjórall 1980 Ákveðið hefur verið að heimildarkvikmynd verði tek- in um sjórall 1980. Mun hinn kunni kvikmyndatökumaður Ásgeir Long annast hana. Tel ég það mikið happ að fá til þess jafn reyndan mann sem Ásgeir er. Ráðgert er að sýna kvikmyndina víða um land og erlendis til kynningar á sjó- röllum framtíðarinnar. Hér sjáum við örlítinn hluta Snarfaraílotans steína á haf út til fiskveiða síðastliðið sumar. Ef til vill verður einhver af þessum bátum þátttakandi í sjóralli umhverfis landið 1980. Ljósm. h.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.