Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 17 borgarsvæðinu hefir verið uppi gagnrýni á að bæta hlut lands- byggðarinnar. Ekki hefir verið hægt að benda á skýra og vafa- lausa stefnu Sjálfstæðisflokksins í ýmsum hagsmunamálum lands- byggðarfólks. Þegar talsmenn flokksins reifa framfaramál landsbyggðarinnar hafa andstæð- ingarnir oft getað bent á einstakl- inga innan flokksins, sem hafa flaggað andstæðum skoðunum. kosningabaráttunni en reyndist alls ekki sá gunnfáni sem ætlast var til. Við túlkun og kynningu á stefnu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hefir mörgum þótt vera lögð of mikil áhersla á takmarkalausa frjálshyggju og íhaldssjónarmið en minna borið á þeirri frjálslyndisstefnu, sem ein- kennt hefir flokkinn allt frá stofn- un hans. Þetta þótti sérstaklega áberandi í „leiftursókninni." Framtíðin Magnús Kjartansson til viðhalds, og viðhaldsfjármunir hrökkva ekki til framkvæmda. Sú hlýtur að verða raunin að áformin verði framkvæmd í þremur áföng- um. Aðkeyrsluskáborðið getur því ekki komið til fyrr en 1982 ... Geti hjólastólarnir tveir komið að meira gagni annars staðar, þar sem tækni- vandamál eru ekki jafn vandleyst, væri eðlilegt íhugunarefni að flytja stólana þangað, annan eða báða." (Snarað úr dönsku, M.K.). Semsé: jáþakk í upphafi, neiþakk að lokum. Raunalegt er til þess að vita að Norðurlandaráði er svo féskylft að það guggnar andspænis smámun- um. Hérlendis tala hins vegar allir drýgindalega um áhuga sinn á blessaðri menningunni, og jafnrétti fatlaðra er mikið menningarmál. Væri nú ekki ráð að íslensk stjórn- völd hlypu undir bagga og tilkynntu á Norðurlandaráðsfundinum sem framundan er, að íslendingar séu fallnir frá bónbjargarstefnu í nor- rænum samskiptum og muni sjálfir leggja fram fé til þess að tryggja aðgengi í Norræna húsið og koma fyrir lyftu milli hæða. Slíkt menn- ingarframtak yrði ekki aðeins mjög þarflegt, heldur og vinsæl land- kynning; þess yrði getið víða um lönd að ár fatlaðra yrði athafnaár á íslandi. Ef tækist að gera fatlaða hér- landsmenn norræna, þyrfti sem fyrst að gera þá íslenska einnegin. Ef komið væri fyrir lyftu í Þjóð- minjasafnsgöngunum tómu yrðu fatlaðir hluti af þjóðinni og gætu m.a.s. notið þjóðlegrar og alþjóð- legrar myndlistar. Hliðstæðu máli gegnir um alþingishúsið, stjórnar- ráðshúsin, forsetahíbýlin (hvaða frambjóðandi býður best?), leikhús- in og hverskyns vistarverur aðrar. Ég man ekki betur en allir stjórn- málaflokkar hétu öllu fögru fyrir síðustu kosningar. Nú þarf að nýta atkvæði fatlaðra til framkvæmda; verður nokkur bið á því? 21sta febr. 1980. Engilbert Ingvarsson bóndi Tyrðilmýri: Eftir þau átök sem átt hafa sér stað á milli manna í Sjálfstæðis- flokknum munu sjálfstæðismenn og margir fleiri leiða hugann að því hvaða afleiðingar þessir at- burðir hafa og hvað sé framundan í íslenskum stjórnmálum. I stuttri blaðagrein verða þess- um málum ekki gerð nein tæm- andi skil, en ég mun reyna að setja fram nokkur sjónarmið þó ég ætli mér ekki þá dul að spá um framvindu mála. í umræðum um þessi mál Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar legg ég áherslu á það að staðið er frammi fyrir gerðum hlut og ekki verður farsælt að deila um liðna atburði. Nú þarf að vinna markvisst að því að sameina liðsmenn að nýju undir endur- skipulagðri fylkingu og forystu- sveit. Astæðulaust er að rasa um ráð fram í þeim efnum, tíminn vinnur með velviljuðum mönnum. Séríslensk sjálfstæðisstefna ' Sjálfstæðisflokkurinn hefir ávallt verið frjálslyndur flokkur, sem hefir viljað sameina atvinnu- hópa, hvetja einstaklinga til at- hafna og félagslegra umbóta. Flokkurinn hafnar alþjóðlegum fræðikenningum, sameignarsjón- armiðum án ábyrgðar einstakl- inga og skipulagshyggju með póli- tísku miðstjórnarvaldi. Sjálfstæð- isflokkurinn boðar séríslenska sjálfstæðisstefnu er höfðar til almennings um land allt. Sjálf- stæðismenn vilja frjálsan atvinnurekstur og takmarka ríkis- umsvif við nauðsyn á velferð borgaranna. Til þess að vinna að stefnumál- um og framkvæmd sjálfstæðis- stefnunnar gilda sérstakar félags- samþykktir ákveðnar á lýðræðis- legan hátt, sem eru skipulagsregl- ur Sjálfstæðisflokksins. Málefna- nefndir voru settar á stofn til þess að annast sérstök málefni og vinna þær í umboði miðstjórnar flokksins. Málefnanefndirnar eru mikilsverðar til þess að fjalla um stefnu og undirbúa ályktanir fyrir landsfundi. Til starfa í þeim hafa verið kallaðir menn sem hafa reynslu og þekkingu á viðkomandi sviði. Meim tillit til landsbyggðarinnar Á síðustu árum óðaverðbólgu og upplausnar hefir landsbyggðar- mönnum ekki þótt gæta.tillitssemi í stefnumótun flokksins í sumum málaflokkum er varða hinar dreifðu byggðir landsins. Á höfuð- stillt atburðum þannig upp að tveir hópar hafi tekist á, annars vegar Geirsmenn og hins vegar Gunnarsmenn. Slíkt er út í hött. Frásagnir blaða hafa verið í æsi- fréttastíl og meira að segja Sjón- varpið lét hafa sig í það að stilla þessum samstarfsmönnum, Geir Hallgrímssyni og Gunnari Thor- oddsen, upp í Kastljósi á við- kvæmum tíma. Furðulegt er að formenn hinna stjórnmálaflokk- anna gengu til þátttöku í þeim gráa leik. Það skiptir víst engu máli fyrir hvatamenn að þessum þætti að Geir og Gunnar eiga fjölskyldur og sameiginlega vini og samstarfsmenn. Þarna þurfti bara að gera hasar og nota myndefnið til að demba yfir al- þjóð. Er þetta það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum? Engilbert Ingvarsson. er Sjálfstæðisflokksins Frambjóðendur flokksins úti á landi hafa orðið að gefa harðorðar yfirlýsingar gegn sjónarmiðum sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta er ekki farsæl þróun og athyglisvert er að það virðist ekki vera Sjálfstæðisflokknum til framdráttar á höfuðborgarsvæð- inu. Óvinsældir vinstri stjórnarinnar gleymdust Sjálfstæðisflokkurinn mótaði nýja stefnuskrá á s.l. vetri í efnahags- og atvinnumálum END- URREISN í ANDA FRJÁLS- HYGGJU. Þar var sett fram áætlun um það hvernig mætti takast að vinna gegn verðbólgunni á raunhæfan hátt. Kosninga- stefnuskráin LEIFTURSÓKN GEGN VERÐBÓLGU var unnin upp úr þessu plaggi. En öll framsetning og uppstilling og ekki síst nafngiftin var með þeim brag að almenningur gat alls ekki tileinkað sér hana og margir flokksmenn andmæltu. Að sjálf- sögðu lögðust vinstri flokkarnir allir þrír á eitt með að gera stefnuskrána tortryggilega og boðuðu fólki að þeirra stefna væri mildari og kallaði ekki á eins miklar fórnir í baráttu við verð- bólguna. Með þessu komust þeir hjá því að umræður beindust eins að óvinsældum vinstri stjórnar- innar. Fólk gefur sér ekki tíma til að fara ofan í flókin efnahagsmál og úrræði í dýrtíðarmálum og bera saman valkosti í þeim efnum. Leiftursókn var í sviðsljósinu í Enginn málefna- legur ágreining- ur sjálfstæðismanna Þegar kratarnir sprengdu stjórnina á s.l. hausti voru margir ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum á móti því að hann veitti stjórn Alþýðuflokksins hlutleysi og töldu utanþingsstjórn æskilegri fram yfir kosningar, en þessi sjónarmið biðu lægri hlut. Það kom svo í ljós að þessi ráðstöfun var afar óvins- æl úti á landsbyggðinni, sérstakl- ega í sveitum. Það má því segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert oftar en einu sinni óvinsælar og örlagaríkar ákvarð- anir sem gáfu andstæðingunum byr undir báða vængi. Með þessu er því sagt að Framsóknarflokkur- inn hafi ekki endurheimt sitt fyrra tap fyrir eigin verðleika heldur fyrir ófarnað Sjálfstæðis- flokksins m.a. Við klofningsframboð sjálf- stæðismanna í alþingiskosningun- um og stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens var ekki farið að skipulagsreglum Sjálfstæðis- flokksins. Eg tel að ekki sé um afgerandi ágreining um stefnu og hugmyndafræði Sjálfstæðis- flokksins að ræða. Sá ágreiningur sem ég hef áður lýst um fram- kvæmdir og kynningu á sjálfstæð- isstefnunni er alls ekki hvatinn að klofningi sjálfstæðismanna. Grár leikur f jölmiðla Að undanförnu hafa fjölmiðlar Afgerandi af 1 í þjóðlifinu Menn koma og fara. Þó ráða- menn í Sjálfstæðisflokknum deili nú um sinn munu þau lífsviðhorf, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á, verða ríkjandi á meðal þjóðar- innar. Það mun svo gera gæfu- muninn hvernig verður haldið á framkvæmd sjálfstæðisstefnunn- ar og hverjir veljast til forystu í flokknum. Ef sjálfstæðismenn standa saman um að sameinast um stefnumótun og framkvæmd sinna mála er enginn efi á því að Sjálfstæðisflokkurinn verður af- gerandi stjórnmálaafl, sem verður leiðandi í þjóðlífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.