Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 15 einn styrkur til framhaldsmennt- unar í kennslu þroskaheftra. Nú standa til boöa styrkir á árunum 1981 — 1982. Það eru tveir háskóla- styrkir, einn kennarastyrkur o>í einn blaðamannastyrkur." — Geta hverjir sem er sótt um þessa styrki? „Það eru nokkur skilyrði sem sett eru, t.a.m. með aldur, skyld- leika við Rotary-félajía, sem ekki má vera of náinn, o.fl. Þeir, sem áhuga hafa á að sækja um, geta snúið sér til Jóns R. Hjálmarssonar fræðslustjóra á Selfossi. Einnig stendur hreyfin};in fyrir námshópaskiptum. Nú í byrjun marzmánaðar fara fimm unjjir menn — utan Rotaryhreyfinpar- innar — ásamt fararstjóra, sem er Rotary-féla};i, í kynnisferð til um- dæmis 583, sem er í fylkjunum Arkansas, Oklahoma og Texas í Bandaríkjunum, ot; tekur ferðin 6 vikur. Fyrir 2 árum fór sams konar hópur í för til Ástralíu ot; við tókum á móti hópi þaðan á árinu 1977. Þá má einnij; nefna, að við höfum staðið að unj;lin};askiptum op hafa fjölmargir íslenzkir ungl- ingar farið til annarra landa og við aftur tekið á móti erlendum ung- mennum. Greiðum við helming ferðakostnaðar fyrir þá sem fara utan og gestgjafar greiða uppihald, annað en vasapeninga. Eru þessi skipti gagnkvæm. Árlega berast fjölmörg boð um nemendaskipti fyrir heil skólaár. Einnig boð um skipti á fjölskyld- um. Hvorug þessi starfsemi hefur þróast að gagni, en erlendis er þetta orðinn stór þáttur í starfi Rotaryhreyfingarinnar til bættra samskipta þjóða á milli.“ Endurnýjun Ncsstoíu og gra*nlandsvcrkeíni — Hyggist þið standa að ein- hverjum sérstökum verkefnum hérlendis í tilefni af þessu merkis- afmæli hreyfingarinnar? „Starfandi er sérstök afmælis- nefnd, sem skipuð var á síðasta Rotaryþingi. Nefndin hefur rætt þessi mál á fundum sínum og varð sammála um að einbeita sér að tveimur verkefnum, þ.e. aðstoð við endurnýjun Nesstofu og einnig Grænlandsverkefni. Ákveðið hefur verið að ganga frá herbergi í Nesstofu, þar sem hægt verður að koma fyrir gömlum safnmunum, bæði frá læknum, lyfsölum og ljósmæðrum og öðru því sem forvitnilegt væri frá fyrri tíð á þessu sviði. En eins og kunnugt er, þá var Nesstofa á Seltjarnarnesi f.vrsti bústaður landlæknis og einnig fyrsti vísir að lækningastofu hérlendis. Hér er um afmarkað verkefni að ræða sem hægt er að ljúka á skömmum tíma. Rotaryklúbbur Siglufjarðar hef- ur kosið 3ja manna nefnd til að vinna frekar að Grænlandsverk- efninu. Það verkefni verður tvíþætt. I fyrsta lagi ætlar íslenzka Rotaryumdæmið að bjóða hingað til lands 1—2 Grænlendingum á aldrinum 15—17 ára til skólavistar, kynningar og fræðslu á landi og þjóð. Hitt verkefnið er í höndum Siglufjarðarklúbbsins og tekur hann ákvörðun um hann.“ Baldur er eins og áður segir umdæmisstjóri Rotary, aðrir í frafnkvæmdastjórn eru Jón Gunn- laugsson læknir, Seltjarnarnesi, sem viðtakandi umdæmisstjóri, Pétur M. Maack, Kópavogi, sem verðandi umdæmisstjóri, Kristinn G. Ólafsson, Ólafsfirði, sem fyrr- verandi umdæmisstjóri og Gunnar B. Guðmundsson forseti Reykja- víkurklúbbsins. Göngum mót nýjum dcgi „„Þjónustan sé þitt leiðarljós“ er kjörorð núverandi forseta Rotary International, James L. Bomar. Með þetta kjörorð í veganesti göngum við Rotaryfélagar mót nýjum degi í sögu Rotaryhreyf- ingarinnar. Við göngum mót nýjum morgni, með nýjum vonum, nýjum fyrirætlunum og nýjum heitum til þess að auka skilning manna á meðal, góðvilja og frið meðal þjóða heims. Að því að ná þessu takmarki stuðlum við hver og einn með störfum okkar fyrir Rotary, í anda Rotary," sagði Baldur í lokin. Bridge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Reykjavíkurmótið í sveitakeppni — Úrslit Um helgina fer fram úrslita- keppnin í Reykjavíkurmótinu, sveitakeppni. Hefst keppnin á laugardag kl. 12.30 og spila þá sveitir Hjalta Elíassonar og 01- afs Lárussonar annars vegar og sveit Óðals og Sævars Þor- björnssonar hins vegar. Spilaðir verða 40 spila leikir. Á sunnudag mætast svo sigurvegarar í þess- um leikjum í 64 spila úrslitaleik og hefst keppnin þá klukkan 13. Bridgefélag Breiðholts Aðalsveitakeppni félagsins er lokið með sigri sveitar Helga Skúlasonar en sveitin hlaut alls 50 stig. í sveit Helga voru ásamt honum: Hjálmar Fornason, Leif- ur Karlsson og Grétar Samúels- son. í öðru sæti varð sveit Baldurs Bjartmarssonar sem hlaut einnig 50 stig en hafði verra stigahíutfall. í þriðja sæti varð sveit Guðmundar Sigur- steinssonar með 49 stig. Jafnari gat keppnin ekki verið. Á þriðjudaginn verður spil- aður eins kvölds tvímenningur og er allt spilafólk velkomið. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Reyðarf jarðar og Eskifjarðar Aðal sveitakeppni BRE stend- ur nú yfir. Að loknum 6 umferð- um er staða 7 efstu sveitanna þessi: Sveit Kristjáns 111 stig Sveit Aðalsteins 98 stig Sveit Friðjóns 88 stig Sveit Búa 69 stig Sveit Magnúsar 67 stig Sveit Ólafíu 61 stig Sveit Guðmundar 58 stig Bridgefélag Reykjavikur Fjórum kvöldum af sex er lokið í tvímenningskeppninni og er staða efstu para þessi: Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 372 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 314 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 288 Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson 244 Björn Eysteinsson — Þorgeir Eyjólfsson 199 Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 198 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 189 Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson 153 Eitt spil féll í keppninni síðast. Voru spiluð 7 grönd á öllum borðum og unnin — merkilegt nokk. Næst verður spilað á miðviku- daginn kemur og hefst keppnin kl. 19.30. Víkingar sigruðu Barðstrendinga Bridgedeild Barðstrendingafélagsins í Reykjavík sótti Víkinga heim að Hæðargarði í vikunni og spiluðu 12 sveitir frá hvorum aðila. Úrslit urðu: Sveit sveit Ragnars Þorsteinssonar, Bstr.— Björns Friðþjófss. Vík. 7—13 Baldurs Guðmundssonar Bstr.— Vilbergs Skarphéðinss. Vík. 0—20 Sigurðar ísakssonar Bstr. — Godfreys Brabin Vík. 4—16 Viðars Guðmundssonar Bstr. — Agnars Einarssonar Vík. 0—20 Ágústu Jónsdóttur Bstr. — Ingibjargar Björnsd. Vík. 20—0 Sigurðar Kristinssonar Bstr. — Ólafs Friðrikssonar Vík. 15—5 Ásgeirs Sigurðssonar, Bstr — Ásgeirs Ármannss. Vík. 20—0 Sigurbjörns Árnasonar Bstr. — Viðars Óskarssonar Vík. 19—1 Sigurjóns Valdimarss. Bstr. — Magnúsar Thjell Vík. 0—20 Kristjáns Kristjánss. Bstr. — Hjörleifs Þórðarsonar Vík. 20—0 Vikars Davíðssonar Bstr. — Jóns ísakssonar Vík 2—18 Kristins Óskarssonar Bstr. — Jóns Ólafssonar Vík. 8—12 Víkingar unnu á 7 borðum en Barðstrendingar á 5. Víkingar fengu 125 stig gegn 115 Barðstrendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.