Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Albert Guðmunds- son hótaði að segja af sér nef ndarstarfi ALBERT Guðmundsson borgar- íulltrúi sagði á borgarstjórnar- fundi á fimmtudagskvöld að hann sæi sér ekki annað fært, en láta af starfi í byggingarnefnd dvalarheimilis aldraðra, sem reisa á við Snorrabraut, en á fundinum kom fram að embættis- maður borgarinnar er talinn hafa brugðist trúnaðarskyldu og gefið fjölmiðlum upplýsingar um mál sem átti að fara leynt um sinn. Albert Guðmundsson kvað borg- arstjóra hafa staðfest á borgar- stjórnarfundinum að upplýsingar um kostnaðaráætlun dvalarheimil- isins hefðu borist til fjölmiðla og væri þar um trúnaðarbrot að ræða sern kæmi illa við borgaryfirvöld, að hugsanlegir verktakar vissu nú þeg- ar áætlað kostnaðarverð og gætu hagað tilboðum sínum samkvæmt því. Sagði Albert að væri embættis- mönnum borgarinnar ekki treyst- andi fyrir trúnaðarmálum sem þess- um yrði að gera varanlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir trúnað- arbrot, en yrði það ekki hægt teldi hann sig knúinn til að láta af starfinu í byggingarnefndinni. Kristján Svcinsson augnlæknir var í gær kjörinn heiðursfélagi Læknafé- lags Reykjavíkur. Með honum á myndinni eru nokkrir stjórnarmanna L.R., frá vinstri: Tryggvi Ásmundsson, Kristján Sveinsson, Örn Smári Arnaldsson og Magnús Karl Pétursson. IJÓSM. Rax. Kristján Sveinsson heiðurs- félagi Læknafélags R-víkur KRISTJÁN Sveinsson augnlæknir, heiðursborgari Reykjavíkur hefur verið kjörinn heiðursfélagi Lækna- félags Reykjavíkur og var honum í gær afhent heiðursskjal við athöfn i Domus Medica. Örn Smári Arnaldsson formaður Læknafélags Reykjavíkur afhenti Kristjáni Sveinssyni heiðursskjalið, Forsætisnefnd Norðurlandaráðs við lok þingsins í Þjóðleikhúsinu í gær, talið frá vinstri: Olof Palme, Matthías Á. Mathiesen, Elsi Hetemftki-Olander, Knud Engaard og Lars Korvald. Áður en Matthias Á. Mathiesen forseti Norðurlandaráðs sagði þingi slitið laust fyrir klukkan þrjú í gærdag var ákveðið að halda næsta þing í Kaupmannahöfn að ári. Finna þarf aðra mark- aði fyrir íslenzka osta Segir mjólkurbússtjóri um minnkandi ostakaup Bandaríkjamanna Þingeyinga en á fundi stjórnar L.R. í byrjun febrúar var ákveðið að gera Krist- ján að heiðursfélaga. Kristján Sveinsson varð áttræður 8. febrúar. Er hann þriðji núlifandi heiðursfé- lagi L.R., hinir eru Bergsveinn Ólafsson og Valtýr Albertsson. Kristján Sveinsson er eini núlifandi heiðursborgari Reykjavíkur. VIÐ höfum verið nokkuð stór- ir, en þó hafa Eyfirðingar framleitt stærstan hluta ost- anna sem farið hefur á Bandaríkjamarkað, en það kemur að sjálfsögðu illa við okkur að Bandaríkjamenn skuli ekki kaupa meira af óðalsostinum, sagði Haraldur Gíslason mjólkurbússtjóri hjá Vasjukov og Miles unnu Browne og Sosonko ÞEIR Vasjukov og Miles grisjuðu heidur betur toppinn á Reykja- vikurskákmótinu í elleftu umferð- inni í gærkvöldi með sigrum gegn Browne og Sosonko. Kupreichik og Torre skildu jafnir og er nú forskot Rússans orðið hálfur ann- ar vinningur og stórmeistaratit- illinn í seilingarfjarlægð, þvi nú vantar bara hálfan vinning i hann. Jón L. Árnason vann Helga Ólafsson og skák Hauks Angan- týssonar og Byrne lauk með jafntefli. Skák Margeirs Péturs- sonar og Guðmundar Sigurjóns- sonar fór í bið og er Margeir talinn hafa vinningsstöðu. Skák þeirra Hauks Angantýs- sonar og Browne fór aftur í bið í gær, en jafntefli eru talin líklegust úrslit hennar. Þeir Vasjukov og Miles tefldu mjög markvisst gegn Browne og Sosonko og innbyrti Vasjukov vinninginn í 33 leikjum og Miles í 35. Jón L. Árnason vann Helga Ólafsson í 25 leikjum eftir slæm mistök Helga. Þeir Torre og Kup- reichik héldu taflinu í jafnvægi allan tímann og sömdu um jafn- tefli eftir 23 leiki, þegar hvorugur taldi sig mega taka neina áhættu. Haukur og Byrne sömdu um jafn- tefli eftir 27 leiki. Margeir tefldi mjög sterkt gegn Guðmundi og hélt sókninni stöðugt gangandi. Þegar skákin fór í bið var staðan þessi, en Margeir, sem hefur hvítt, lék biðleik. Elósttg Nafn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Vinn. 2540 1. W. Browne (Bandar.) 1 'k 'k 'k '1 'k 1 0 'k 5'k 2530 2. R. Byrne (Bandar.) 0 'k 1 'k 0 'k 'k 'k 0 1 4'k 2420 3. H. Schussler (Svíþjóð) 'k 'h 'k 'k 'k 'k 'k 'k 'k 5 2435 4. Jón L. Árnason 'k 0 'k 'k 'k 0 1 'k 'k 'k 'k 5 2475 5. Guómundur Sigurjónsson Vi 'k 'k 'k 'k 0 'k 'k 0 0 Z'k 2545 6. A. Miles (England) 0 1 'k 'k 'k 'k 1 'k 0 1 5'k 2425 7. Margeir Pétursson 'k 'k 'k 1 0 1 'k 0 'k A'k 2445 8. Helgi Ólafsson 0 'k 'k 0 1 1 'k 'k 0 0 4 2405 9. K. Helmers (Noregur) 2425 10. Haukur Angantýsson 'k 1 'k 0 0 0 0 0 0 2 2545 11. E. Vasjukov (Sovétr.) 1 'k 'k 0 'k 'k 1 1 'k 0 S'k 2520 12. E. Torre (Filippseyjar) 'k 'k 'k 'k 1 'k 1 0 'k 'k 5'k 2535 13. V. Kupreitshik (Sovétr.) 1 'k 'k 1 1 'k 1 1 'k 'k Tk 2545 14. G. Sosonko (Hollandi) 'k 0 'k 'k 1 0 1 1 1 'k 6 Kaupfélagi Húsavík. Haraldur sagði að á síðasta ári hefðu Bandaríkjamenn keypt yfir 2 þúsund lestir af osti, en nú ætluðu þeir aðeins að kaupa um 600 tonn í allt, 300 tonn af óðalsosti og 300 tonn af 45% osti. Kvað Haraldur tæp 100 tn verða framleidd á Húsavík, en mest yrði framleitt hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, en fyrir utan þessa tvo staði hefur Sauðárkrókur einnig fram- leitt óaðalsost og mun svo einnig verða áfram. Fnyk leggur af Markarfljóti Borgareyrum 7. marz í þurrkum þeim, sem ríkt hafa að undanförnu, þegar allar ár eru með minnsta móti, er engu líkara en hlaup sé að koma í Markar- fljót. Er vatn í fljótinu meira en eðlilegt má teljast í slíku tíðarfari og er það einnig mun dekkra en það venjulega er og er það nú þykkt og ljótt. Þá leggur af fljótinu mikinn fnyk og mun hann hafa borist í austanáttinni allt til Þorlákshafn- ar. Ekki mun þó um neitt stór- hlaup að ræða og ekki er vitað um neinar náttúruhamfarir á jöklum, en bæði liturinn á fljótinu og fnykurinn gefa tilefni til slíkra athugana. Fréttaritari. —Við seljum að vísu nokkurt magn af 45% osti til Bandaríkj- anna, en fyrir hann fæst miklu lægra verð og tel ég að við verðum því að leita markaðar fyrir osta okkar annars staðar. Annars ætt- um við að geta skapað okkur nafn í ostaframleiðslu, rétt eins og Danir, og án efa er hægt að selja Bandaríkjamönnum feitan ost. Óðalsosturinn er seldur eftir kvótakerfi, en þar fyrir utan þyrfti að vinna að því að selja ýmsa sérstaka osta til Bandaríkj- anna, þar er áreiðanlega óunninn markaður, sem gæti gefið góða raun. Haraldur kvað mjólkurbúin framleiða meira af öðrum ostateg- undum nú þegar svo lítið væri framleitt af óðalsosti fyrir Banda- ríkjamarkað, en hitt kæmi og til að framundan væri minnkandi mjólkurframleiðsla og því færi ört minnkandi hráefnið til ostagerð- ar. Fjölmargir haía spurt um Fífu- hvammslandið „ÞAÐ hafa fjölmargar fyrir- spurnir borizt til okkar og nokkrir eru með þetta í gaum- gæfilegri athugun," sagði Ragn- ar Ólafsson lögmaður er Mbl. innti hann frétta af sölu Fífu- hvammslands, sem hann hefur með að gera. „En ég get auðvitað ekkert sagt frekar um málið á þessu stigi, sagði Ragnar ennfremur. Engar ákvarðanir hjá ríkisstjórn „MÁLEFNI BSRB hafa verið tii athugunar i ríkisstjórninni, en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði Ragnar Arnalds, er Morgun- blaðið spurði hann í ^ær. hvort gagntilboð ríkisins til BSRB hafi verið til umræðu á ríkisstjórnar- fundi i fyrrakvöld. Ragnar kvaðst búast við, að eitthvað myndi heyr- ast frá ríkisstjórninni um samn- ingamál við BSRB í næstu viku. Engar ákvarðanir voru teknar á ríkisstjórnarfundinum í fyrrakvöld, en rætt var bæði um vandan frystiiðnaðarins í landinu og van ullariðnaðar. „Þetta er allt athugunar,“ sagði Ragnar, „stór mikil vandamál, sem þarf að huga gaumgæfilega." Ragnar k\ mörg mál hafa verið til umræðu á dagskrá, en hann kvað enj stórákvarðanir hafa verið tekn „Við reiknum með að ýmislegt, si verið hefur til umræðu á rík stjórnarfundum í þessari vil komi til ákvörðunar frekar í næf viku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.