Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 25 Frá fundi forráðamanna Hitaveitu Reykjavikur með blaðamönnum í gær. Jóhannes Zoega hitaveitustjóri standandi lengst til vinstri. Fundurinn var haldinn i hinum glæsilegu húsakynnum Hitaveitunnar að Grensásvegi 1, sem tekin voru i notkun fyrir rúmum tveim árum. Fjárhagsvandi Hitaveitu Reykjavíkur: Stór hætta á vatnsskorti næsta vetur og stöðvun á tengingu til nýrra húsa STJÓRN veitustofnana Reykja- vikurborgar boðaði til blaða- mannafundar i gær, en eins og fram kom í frétt Morgunblaðs- ins í gær, á Hitaveita Reykja- víkur nú í verulegum fjárhags- vandræðum, sem geta orðið til þess að ekki verður hægt að tengja ný hús við kerfi Hitaveit- unnar á næstunni. Á fundinum kom fram að ástæða þessara erfiðleika er tregða stjórn- valda til að leyfa nauðsynlegar hækkanir á verði heita vatnsins. Töldu forráðamenn Hitaveitunnar Hitaveitu Reykjavíkur mjög hafa orðið að gjalda þess að vísitölu- fjölskyldan svonefnda er talin með- al viðskiptavina hennar og því hefur ekki verið leyft að hækka vatnsverðið í samræmi við óskir Hitaveitunnar og borgaryfirvalda. Hafa hækkanir á orku hennar verið mun minni en hjá öðrum hitaveit- um. Á fundinum kom ennfremur fram, að beinn orkukostnaður hjá viðskiptavinum Hitaveitunnar er nú 12% af sambærilegum kostnaði hjá þeim, sem nota olíu til upphit- unar. Ef mælaleiga, heimæðagjald og fleira er tekið inn í dæmið, þá er talið að viðskiptavinur Hitaveit- unnar greiði 15% af því sem hann yrði að greiða ef hann notaði olíu til húshitunar. Miðað við bygginga- vísitölu er verð heita vatnsins nú um 57% af verði þess fyrir tíu árum, en sá samanburður er talinn raunhæfur, þar sem mikið af kostnaði við Hitaveituna er tengd- ur byggingarkostnaði. Sögðu for- svarsmenn Hitaveitunnar á fund- inum með blaðamönnum i gær, að þótt það væri að sjálfsögðu ekki stefna borgaryfirvalda að láta verð heita vatnsins fylgja hækkunum olíuverðs teldu þau hins vegar að tekjur Hitaveitunnar yrðu að standa undir öllum rekstrarkostn- aði, afborgunum lána, nýrri vatns- öflun og nýlögnum þegar ekki er um nein stórfelld stökk í útvíkkun dreifikerfisins að ræða. Fyrir nokkrum árum, þegar kerfi Hitaveitunnar voru útvíkkuð til nágrannabyggða, voru tekin erlend lán til að fjármagna stækkun kerfisins og viðbótarvatnsöflun. Eftirstöðvar þeirra lána eru nú hátt á sjötta milljarð króna og árlegar greiðslur vegna þeirra eru um 1200 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Nauðsynlegar fram- kvæmdir hitaveitunnar á þessu ári munu kosta um 3.5 milljarða króna og er þar í mörgum tilvikum um að ræða framkvæmdir sem frestað hefur verið á undanförnum árum og ekki verður undan vikist að hrinda í framkvæmd. Má þar nefna nýjar jarðboranir í Reykjavík og nágrenni, dælustöð við Grafarholt og byggingu nýrra hitavatnsgeyma í Grafarholti, en þeir munu mjög auka á öryggi kerfisins og tryggja orku á sérstökum álagstímum. Þá er áætlað að kostnaður við dreifikerfi vegna nýrra bygginga í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði nemi 978 milljónum króna á þessu ári. Á fundinum lýstu forráðamenn Hitaveitu Reykjavkur þeirri skoð- un sinni, að verðlagsyfirvöld yrðu að taka upp raunhæfari stefnu í gjaldskrármálum fyrirtækisins í stað þess að synja stöðugt óskum borgaryfirvalda um nauðsynlegar hækkanir á vatnsverðinu. Þá megi benda á að hið óraunhæfa lága orkuverð hjá Hitaveitu Reykja- víkur hafi orðið tilefni til margs konar samanburðar við orkukostn- að landsmanna er búa utan orku- veitusvæðis Hitaveitunnar og hafa komið fram háværar kröfur um að skattleggja viðskiptavini hennar til þess að greiða niður orkukostnað annarra landsmanna. Á fundinum kom fram að miðað við núgildandi gjaldskrá og verðlag skorti 1600 milljónir króna til þess að fjárhagsdæmi hitaveitunnar gengi upp á árinu. Því yrði við núverandi aðstæður aðeins mætt með niðurskurði á lögn dreifikerfa og með aukinni orkuöflun. Við- skiptavinir yrðu þá að sætta sig við hættu á orkuskorti á næsta vetri og stöðvun á tengingu nýrra húsa. Sem fyrr segir er talið að nauð- synlegar framkvæmdir á þessu ári muni kosta um 3.5 milljarða króna, en sú upphæð sundurliðast þannig: (Endurskoðuð framkvæmdaáætlun 1980 í þúsundum króna). I. Virkjanir, aðalæðar og geymar. 1. Boranir í Reykjavík og nágrenni 355.000 2. Virkjun borhola............... 47.000 3. Safnæðar...................... 47.000 4. Dælustöð við Grafarholt..... 475.000 5. Reykjaæð I — frá Grafarholti . 24.000 6. Geymar á Grafarholti......... 970.000 7. Nesjavellir (boranir, rafstöð, leiðslur).......... 355.000 Samtais: 2.273.000 II. Dreifikerfi. 1. Reykjavík.....................740.000 2. Kópavogur . . .. ............. 25.000 3. Garðabær ..................... 35.000 4. Hafnarfjörður ................178.000 Samtals: 978.000 III. Ýmislegt. 1. Bækistöð við Grensás ........ 296.000 Samtals: 296.000 Samtals liðir I, II og III: 3.547.000 Á blaðamannafundinum kom fram, að algjör samstaða er um það innan stjórnar fyrirtækisins, að ekki beri að brúa bilið með erlend- um lánum. Hér sé um eðlilegt viðhaldsfé að ræða miðað við eðli- lega stækkun fyrirtækisins, sem beri að kosta af tekjum þess. Verði nú farið út í að taka erlend lán, muni það aðeins bitna á fyrirtæk- inu síðar, og verða til þess að auka á erfiðleika fyrirtækisins sé til lengri tíma litið. Sem dæmi um hið gífurlega umfang, sem nú er á Hitaveitu Reykjavíkur, má nefna, að eðlilegur vöxtur þess á ári er um 900 þúsund rúmmetrar í nýtengingu, en það samsvarar allri byggð í Keflavík eða hálfum Akureyrarbæ. Hita- veitan flytur nú á ári hverju um 45 milljón tonn af heitu vatni, en það er nífalt meira en árið 1960. í fyrra jókst notkunin um 5 milljónir tonna frá árinu áður, en það stafar af mjög köldum vetri 1978 til 1979. Fari svo, að ekki fáist leyfi til að hækka gjaldskrána nú, má búast við skorti á heitu vatni næsta vetur verði hann kaldur, en ekki fyrr en næsta eða þar næsta vetur verði vetur mildir næstu ár. Eiga við- skiptavinir hitaveitunnar því allt undir stjórnvöldum og veðurfari næstu árin, sem ráða úrslitum um hvort unnt verður að kynda eðli- lega á veitusvæðinu. Á veitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur búa nú um 115 þúsund manns, en þar af njóta 113 þúsund manns vatns frá veitunni. Kostn- aður sá er notendur greiða fyrir þessa 40 til 45 milljónir lítra er um 6 milljarðar króna, en yrði um 10 milljarðar króna ef leyfi fæst fyrir umbeðinni hækkun. Til saman- burðar má nefna, að ef kynda þyrfti allt þetta svæði með olíu, þá myndi það kosta um 50 milljarða króna á ári, enda þyrfti um 300 þúsund tonn af olíu til þeirrar kyndingar. Þá kom fram á blaðamannafund- inum, að verði leyfð umbeðin hækk- un á gjaldskrá Hitaveitunnar, það er um 58%, þá mun það hækka vísitölu framfærslukostnaðar um 1 til 1.5%. Enn má nefna, að fram kom á fundinum, að miðað við núgildandi forsendur munu líða um 10 ár að minnsta kosti þar til unnt verður að nýta vatnið að Nesjavöllum í Grafningi fyrir Hitaveituna, ef það verður þá unnt. Þau orkusvæði sem nú eru nýtt munu hins vegar ekki endast nema til 1986 eða 1987. Þaérður að fara inn á ný svæði til orkuöflunar. Ekki liggur enn fyrir hver af- staða stjórnvalda til hækkunar- beiðni Hitaveitunnar er, en öllum ráðherrum og þingmönnum Reykjavíkur hefur verið gerð grein fyrir málinu. - AH. c 25 o c 'O 2 20 i Kyndislödvar a Jardhiti 8 1 ■T T ’ — I "T ■ — rj “f 1 L-r 1 T ÍS 8 18 S £ g 'Ar 'Arleg vatnsdœling frá stödvum 1944-1979 2250 2000 ■1750 ■1500 -1250 1000 750 500 250 Vatnsverð Hitaveitu Rcykjavíkur miðað við almennt verðlag samkvæmt byggingavísitölu. Verð 1. júli 1970 14.50 kr/rúmm, visitala 4651 (480) sett 100%. (Súlurnar sýna meðalverð hvers árs, og jafnframt að árið 1970 náði verðið ekki 100%, jþótt það gerði það hluta ársins. Súlulínurit sem sýnir áriega vatnsdælingu frá stöðvum Hitaveitu Reykjavíkur árin 1944 til 1979. Eins og sjá má er árleg notkun nú um 45 miíljón tonn. Mikil aukning varð á siðasta vetri, vegna þess hve þá viðraði illa, en nær víst má telja að skortur verði á heitu vatni næsta vetur ef hann verður kaldur, ef ekki verður ráðist i nauðsyniegar framkvæmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.