Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 15 innan tveggja ára verði slíkt bann komið á. Þá ber auðvitað að nefna að marg- ir hvalastofnar eru í bráðri hættu að deyja út. Hval- veiðar eru íslendingum ekki mikilvægar efnahags- lega séð og ef þetta boð mitt gæti stuðlað að stöðv- un hvalveiða frá íslandi þá myndu milljónir manna fagna því víðs vegar um heirn." Hefur þú rætt við ís- lenzka ráðamenn um tilboð þitt? „Já, ég hef rætt við ráðherrana Steingrím Her- mannsson og Ingvar Gísla- son. Þeir tóku mér ljúf- mannlega og sögðu að mál- ið yrði að leggja fyrir ríkisstjórnina. Þá ræddi ég við Þórð Ásgeirsson, for- mann alþjóða hvalveiði- ráðsins. Hann sagði að um veiðar á villibráð væri að ræða. En hér er um iðnað að ræða og aðrar veiðar á villibráð eru mun mann- úðlegri.Þar er skepnan drepin mannúðlega og skjótt. Svo er ekki um hvalveiðar, skepnan þjáist mikið áður en dauðinn líknar henni. Hrefnudráp eru til að mynda sérstak- lega ómannúðleg. Ef um landskepnur væri að ræða þá brytu aðferðirnar áreið- anlega í bága við íslenzk lög. Það er helst til saman- burðar, að dádýr væri skot- ið með ör og síðan væri dýrið látið hlaupa í kring um bíl, þangað til því að lokum blæddi út og dauð- inn miskunnaði því. Þá mun ég eiga viðræðu við Kristján Loftsson, for- stjóra Hvals hf.“ sagði dr. Chris Davey að lokum. Ár trésins er ekki bundið við það eitt að planta réttum trjám á rétta staði. Á þessu ári skyldi og hefja undirbúning að gróður- setningu næsta árs og jafnframt að beina athyglinni að hirðingu þeirra tjáa, sem þegar eru komin á legg. Engar plöntur, hvorki jurtir, grös né tré, ná eðlilegum vexti nema í góðum jarðvegi. Frjór jarðvegur er sjaldfundinn á öllu Islandi og því þarf að bæta allan jarðveg í görðum með áburði áður en hafist er handa við trjáplöntun. Það er alger frágangssök að planta trjám í lélega garðmold og er aðeins þeim til tjóns og orðin mjúk og hlý er kominn tími til að setja niður plöntur. En þetta tekur oftast heilt sumar og bráðlátu fólki finnst langt að bíða eftir því. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið, og því skal vanda vel allan undir- búning að gróðursetningu. Trjáplöntur, sem gróðursettar eru í ófrjóa jörð, standa lengi í stað eða vaxa mjög hægt í mörg ár, en þær, sem komast strax í góða mold, renna upp eins og fífill í túni. Að þessu skyldu allir þeir hyggja, sem eiga hálfkaraðar lóðir við hús sín nú á þessu ári. Þeir ættu að nota sumarið til að Hákon Bjarnason: 1. grein U ndir búningur að plöntun trjáa raunar, sem það gera. Þegar lóðir við hús hafa verið jafnaðar og flötum þeirra komið í það horf, sem þær eiga að vera, er næsta skrefið að bera áburð í moldina. Nú getur uppfyll- ingarmoldin verið með ýmsu móti, ýmist steindauð rofamold, svonefnd túnmold, eða meira eða minna rotnuð mómold. Af þessu þrennu er mómoldin langbest, enda þótt hún geti verið misjöfn, en rofamoldin er ekki annað en næringarlaust uppfyllingarefni. Túnmoldin er að jafnaði litlu skárri. Af þessum sökum þarf mikið af húsdýraáburði til að bæta rofamoldina og túnmoldina og blanda honum jafnt í hana. Mómoldin geymir töluvert af næringarefnum en engu að síður þarf hún nokkurn skammt af húsdýraáburði til að hún grotni fyrr. Þegar moldin í görðum er bæta jarðveginn fyrir næsta vor en hrapa ekki að því að gróður- setja tré þótt árið sé kallað ár trésins. Það er næsta nauðsynlegt að nota húsdýraáburð til að koma rækt í jarðveg og af því þurfa engin óþrif að vera, ef honum er blandað saman við mold um leið og hann kemur á staðinn. Mold er einhver besti lyktareyðir sem til er. Þótt vel sé á stað farið við trjáræktina og plönturnar taki góðum þroska líður samt að því skortur getur orðið á áburði. Með hæfilegri grisjun, sem er nauðsyn, er þó lítil hætta á slíku. Trén, sem eftir standa að lokinni grisjuninni, geta teygt rætur sínar víðar og aflað meiri nær- ingar. Hins vegar er afar auðvelt að komast að því, hvort tré standi í svelti. þau tala sínu máli, sem allir geta skilið með því að hafa opin augu. Af lengd og gildleika efstu árssprotanna í krónu lauftrjáa má undireins sjá hvernig trénu líður. Séu þeir grennri og styttri en í meðallagi er áburðar vant. Rótarskot eða smágreinar neð- arlega á stofni bera líka vott um vanlíðan. Barrtré haga sér svolítið öðruvísi, nálar þeirra verða stuttar, stífar og hvassar þegar þeim er áburðar vant, og á stundum slær á þau gulum lit. En lengdin á árssprotum barr- trjáa ræðst mjög af hita undan- íarins sumars, svo það er ekki ávallt að marka hana. Þegar talað er um skort á áburði er það fyrst og fremst skortur á köfnunarefni, nitri, en þar næst komur fosfór. Auðvelt et að bæta úr þessu með hús- dýraáburði eða tilbúnum áburði. Ef trén eru lítil kemur sletta af húsdýraáburði að bestum not- um, en stærri trjám má hjálpa með tilbúnum áburði einum. Góð regla, sem þó styðst aðeins við reynslu, er að ætla hverju tré 1 gramm tilbúins áburðar, t.d. túnáburðar, fyrir hvern senti- metra af hæð trésins. Þannig fengi 1 m tré 100 gr. áburðar. Þeir, sem nota tilbúinn áburð, verða að gera sér grein fyrir því, að innihald köfnunarefnis er mjög mismunandi í hinum ýmsu áburðartegundum og haga gjöf- inni samkvæmt því. Garðáburð- ur, sem svo er nefndur, hefur t.d. nokkru minna köfnunarefni en túnáburðurinn, en Kjarni nokkru meira. Þá er hér til ágætur áburður með fjölda snef- ilefna, en yfirleitt er sjaldan skortur á þeim. Áburður kemur að langbestum notum sé honum dreift tvívegis á sumri og þá auðvitað hálfur skammtur í hvert skipti. Fyrri áburðargjöfin gæti þá farið fram snemma í júní en sú seinni um 4 vikum síðar. Þá er ekki síður þjóðráð að hafa vatnstunnu í garðinum og leggja j)ar í poka með húsdýraáburði. Áburðarlög- ur úr slíkri tunnu gerir öllum plöntum gott. Allt illgresi, sem úr görðum kemur, torfhausar, lauf, kvistir og hvaðeina af lífrænum upp- runa ætti að setja í haug eða kassa og láta grotna þar uns hægt er að dreifa því um garðinn á nýjan leik. Að öðrum kosti þarf að flytja mold í beð og garðinn allan á nokkurra ára fresti. Loks skal á það bent, að þegar trjám líður vel og þau hafa nógu af að taka úr jarðveginum, eru þau miklu hraustari en ella. Næringarskortur í langan tíma getur orðið til þess að tré hætti að vaxa eða veslist upp, en hraust tré verjast betur öllum sjúkdómum og hrinda betur frá sér ásókn skordýra. Af þessum sökum er það fyrsta og þýðingarmesta boðorð- ið við alla trjárækt og alla ræktun hverju nafni sem nefnist að gera jarðveginn myldinn og frjóan, og halda frjóseminni við. að segja, og mikilvægur þáttur þjónustunnar lýtur einmitt að því að auðvelda fólki að gera saman- burð á verði,“ sagði Ólafur. „Er mikið um að fólk notfæri sér þessa þjónustu?" „Já, það hefur verið mikið um það á liðnum árum. Það kom strax í ljós þegar Arkitektafélagið opn- aði Byggingarþjónustu sína fyrst árið 1959 að það var mikil þörf fyrir slíka starfsemi. Gunnlaugur Halldórsson ak'ritekt var frum- kvöðull að því að félagið fór út á þessa braut, því að þarna var kominn vettvangur fyrir fjöl- mennustu stétt landsins, ef svo má að orði komast, sem sé húsbyggj- endur. Flestir komast í þá stétt einhverntíma á lífsleiðinni. Bygg- ingarþjónusta arkitekta var fyrst til húsa að Laugavegi 18, en árið 1964 fluttist hún að Laugavegi 26. Frá árinu 1973 höfum við svo verið að Grensásvegi 11, en nú finnst okkur starfsemin vera komin þar sem hún á raunverulega heima, í Iðnaðarhúsinu." „Nú er sú þjónusta, sem þið veitið, almenningi að kostnaðar- lausu. Hver stendur straum af kostnaði við reksturinn?" „Byggingarþjónustan varð sjálfseignarstofnun fyrir rúmu ári, þegar Húsnæðismálastofnun ríkisins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins komu til liðs við Arkitektafélag íslands, sem fram að þeim tíma hafði rekið fyrirtækið á eigin vegum. Síðan hafa fimm aðilar hafið þátttöku í þessu samstarfi, Reykjavíkurborg, Akureyrarbær, Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssamband iðnað- armanna og Iðntæknistofnun ís- lands, en allt eru þetta að sjálf- sögðu aðilar, sem stefna að því að efla og bæta húsnæðis- og bygg- ingarþjónustu í landinu," sagði Ólafur Jensson. ■x Nokkrir sýningarbásar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.