Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
Laugardagskvikmyndin:
Sápulöður í
þrettán þáttum
(Jr laugardagskvikmyndinni, sem er á dagskrá sjónvarps klukkan
21.35 í kvöld. Audrey Hepburn og Albert Finneý í hlutverkum
sinum.
Sjónvarp í kvöld klukkan 20.45:
Tvö á ferð í storma-
sömu hjónabandi
í kvöld er á dagskrá
sjónvarpsins fyrsti þátt-
urinn af þrettán úr
bandaríska gaman-
myndaflokknum Sápulöð-
ur (Soap, Löður), og hefst
þátturinn klukkan 20.45.
Myndaflokkur þessi
fjallar á gamansaman
hátt um líf tveggja fjöl-
skyldna og ýmis ævintýri
sem þar koma upp á, um
fjölskyldur systranna
Jessicu og Mary.
Sjónv. kl. 21.10:
Mynd um
fuyðufugla
í Ástralíu
Dýra- og fuglamyndir hafa jafn-
an verið meðal efnis sjónvarpsins
íslenska, allt frá því þaö hóf göngu
sína, og trúlega njóta þættir þessir
mikilla vinsælda fólks á öllum
aldri, enda eru þeir bæði fræðandi
og skemmtilegir í senn.
í mynd sem er á dagskrá sjón-
varpsins klukkan 21.10 í kvöld er
fjallað um allsérkennilega fugla,
haugbúa, í þeirri fjarlægu heims-
álfu Ástralíu. Fuglategund sú sem
þar er sagt frá hefur tamið sér svo
sérkennilega lifnaðarhætti, að
fuglafræðingar og aðrir vísinda-
menn ætluðu lengi vel ekki að trúa
því. Síðar kom þó annað í ljós, og
hafa fuglar þessir vakið mikla
athygli allra fræðimanna á þessu
sviði. Verður því spennandi að sjá
upp á hverju þessir fuglar hafa
tekið sem er svo sérkennilegt.
Two for the Road
nefnist laugardagskvik-
mynd sjónvarpsins í
kvöld, eða Tvö á ferð eins
og hún nefnist í þýðing-
unni. Þýðandi myndar-
innar er Jón O. Edwald,
en með aðalhlutverk fara
hinir heimskunnu leikar-
ar Audrey Hepburn og
Albert Finney.
Myndin fjallar um
stormasamt hjónaband
hjónanna Marks og Jó-
hönnu, sem þrátt fyrir
allt hafa verið gift í tólf
ár. Myndin er bresk, frá
árinu 1967.
Utvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
8. marz
MORGUNINN
7.00 Veðuríregnir. Fréttir.
7.10 Leikíimi
7.20 Bæn
7.25 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Tónleikar.
8.15 Veðurfr. forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
leikar.
8.50 Leikfimi.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 óskalög sjúklinga.
Kristín Sveinbjörnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Að leika og lesa. Jónína
H. Jónsdóttir stjórnar barna-
tíma.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
13.30 I vikulokin. Umsjónar-
menn: Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Guðjón Friðriksson
og Óskar Magnússon.
15.00 í dægurlandi. Svavar
Gests velur íslenzka dægur-
tónlist til flutnings og fjall-
ar um hana.
15.40 íslenzkt mál. Jón Aðal-
steinn Jónsson cand. mag.
talar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Heilabrot. Tiundi þáttur:
Hvað ætlarðu að gera í
sumar? Stjórnandi: Jakob S.
Jónsson.
17.00 Tónlistarrabb; - XVI.
Atli Heimir Sveinsson fjallar
um concerto grosso.
17.50 Söngvar í léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
KVÖLDID
19.35 „Babbitt“, saga eftir Sin-
clair Lewis í þýðingu Sigurð-
ar Einarssonar. Gísli Rúnar
Jónsson leikari les (15).
20.00 Harmonikuþáttur. Um-
sjónarmenn: Bjarni Mar-
teinsson, Högni Jónsson og
Sigurður Alfonsson.
20.30 Það held ég nú! Hjalti
Jón Sveinsson stjórnar
dagskrárþætti með blönduðu
efni.
21.15 Á hljómþingi. Jón Örn
Marinósson velur sígilda
tónlist, spjallar um verkin
og höfunda þeirra.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.30 Lestur Passíusálma (30).
22.40 Kvöldsagan: „Úr fylgsn-
um fyrri aldar“ eftir Friðrik
Eggerz Gils Guðmundsson
Ies (17).
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
SUNNUD4GUR
9. marz
MORGUNINN
8.00 Morgunandakt
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustu-
greinar dagbl. (útdr.).
8.3.5 Létt morgunlög
Hljómsveit Gunnars Hahns
leikur sænska þjóðdansa.
9.00 Morguntónleikar
10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10
Veðurfregnir.
10.25 Ljósaskipti
Tónlistarþáttur í umsjá Guð-
mundar Jónssonar píanó-
leikara.
11.00 Messa i Hábæjarkirkju.
Hljóðr. 24. f.m.
Prestur: Séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir. Organleikari:
Sigurbjartur Guðjónsson.
12.10 Dagskráin. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Pýþagóras og íslenzka
goðaveldið
Einar Pálsson flytur síðara
hádegiserindi sitt.
14.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátíð í Bratislava
1978
15.00 Sjúkrahús Ollen-dúllen-
doff: Skemmtiþáttur fyrir
útvarp
Ilöfundar og flytjendur efn-
is: Gísli Rúnar Jónsson,
Edda Björgvinsdóttir, Rand-
ver Þorláksson og Jónas Jón-
asson. Gestaleikarar: Sigurð-
ur Sigurjónsson og Jörundur
Guðmundsson. Stjórnandi:
Jónas Jónasson. Leikstjóri:
Gísli Rúnar Jónsson. Hljóm-
sveit undir stjórn Vilhjálms
Guðjónssonar skipa: Harald-
ur Á. Ilaraldsson, Hlöðver
Smári Haraldsson, Már
Elísson og Sveinn Birgisson.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Skáldkona frá Vestur-
botni. Hjörtur Pálsson
spjallar um sænsku skáld-
konuna Söru Lidman og ræð-
ir við Sigríði Thorlacíus, sem
les kafla úr verðlaunaskáld-
sögunni „Börnum reiðinnar"
í eigin þýðingu
17.00 Létt tónlist frá austur-
ríska útvarpinu.
Karel Krautgartner stjórnar
skemmtihljómsveit útvarps-
ins.
17.20 Lagið mitt
Helga Þ. Stephensen kynnir
óskalög sjómanna.
18.00 Harmonikulög
Allan og Lars Erikson leika.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.______________
KVÖLDID
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Vinna og heilsa
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
fræðslufulltrúi Menningar-
og fræðslusambands alþýðu
stjórnar umræðum um at-
vinnusjúkdóma. Þátttakend-
ur: Barði Friðriksson fram-
kvstj. samningadeildar
Vinnuveitendasambands ís-
lands, Boili B. Thoroddsen
hagfræðingur Alþýðusam-
bands Islands, Helgi Guð-
bergsson læknir og Hrafn V.
Friðriksson forstöðumaður
heilbrigðiseftirlits ríkisins.
20.30 „Boðið upp í dans“
Artur Schnabel leikur
Rondo brillante op. 65 eftir
Weber.
20.40 Frá hernámi íslands og
styrjaldarárunum síðari
Þorsteinn Gunnarsson leik-
ari les frásögu Hafliða Jóns-
sonar garðyrkjustjóra.
21.10 íslenzk tónlist
a. Lög úr „Pilti og stúlku“
21.45 „Ung ert þú, jörð mín“:
Ljóð eftir Gunnar Dal
Höskuldur Skagf jörð les.
21.50 Nýir ástarljóðavalsar op.
65 eftir Johannes Brahms
Elsie Morison, Marjorie
Thomas, Richard Lewis og
Donald Bell syngja. Vita
Vronsky og Victor Babin
leik á píanó.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Úr fylgsn-
um fyrri aldar“ eftir Friðrik
Eggerz
Gils Guðmundsson les (18).
23.00 Nýjar plötur og gamlar
Þórarinn Guðnason læknir
spjallar um klassíska tónlist,
sem hann velur til flutnings.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
8. mars
16.30 íþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Lassie
Sjötti þáttur.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.50 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrs
20.30 Reykjavíkurskákmótið
Skýringar flytur Jón Þor-
steinsson.
20.45 Löður
(Soap)
Bandariskur
gamanmyndaflokkur í
þrettán þáttum, saminn af
Susan Harris.
Fyrsti þáttur.
Systurnar Jessica og Mary
eru giftar og eiga' börn.
Myndaflokkurinn lýsir á
spaugilegan hátt ýmsum
uppákomum í lífi fjöi-
skyldnanna beggja.
Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
21.10 Haugbúar
Fuglategund nokkur i
Ástralíu hefur tamið sér
svo óvenjulega lifnaðar-
hætti, að þegar fuglafræð-
ingar heyrðu þeim fyrst
lýst, aftóku þeir með öllu
að birta jafnfáránlegan
þvætting í ritum sinum.
Bresk heimildamynd.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
Þulur Friðbjörn Gunn-
laugsson.
21.35 Tvö á ferð
(Two for the Road)
Bresk bíómynd frá 1967.
Aðalhlutverk Audrey Hep-
burn og Albert Finney.
Joanna og Mark hafa verið
gift í tólf ár, og fjallar
myndin um atvik í storma-
sömu hjónabandi þeirra.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.25 Dagskrárlok