Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 31 Kyrir utan Hótel Kabúl — sovéskur bryndreki. Afganistan. Nikita Krutschev, fyrrum leiðtogi sovéska kommún- istaflokksins, skrifaði í minning- um sínum: „Afganskir leiðtogar voru sérstaklega tregir og tor- tryggnir þegar við buðum þeim lán.“ Afganir tóku að lokum við lánum frá Sovétríkjunum og þágu 1.5 milljarða dollara í árlega aðstoð, auk þess sem veruleg aðstoð kom frá vestrænum ríkjum. stjórnarbyggingum í Kabúl. Mo- hammed Daoud, fyrrum forseti landsins, reyndi eftir megni að viðhalda jafnvæginu og Afganir nutu góðs af. Hann hafði styrka stjórn á ríkisfjármálum og Afgan- ir komu sér upp 450 milljón dollara gjaldeyrisvarasjóði. Ferðamannaiðnaður var byggður upp en öldum saman lá silkileiðin svokallaða um landið. Sovétmenn byggðu flugvöll — Banda ríkjamenn byggðu enn stærri flugvöll Afganir reyndu að halda hlut- leysi sínu og spila á jafnvægi austurs og vesturs. Sovétmenn byggðu alþjóðlegan flugvöll í Kab- úl en Bandaríkjamenn byggðu enn stærri flugvöll í Kandahar. Kreml stóð straum af kostnaði við gerð ganga í gegnum Salangskarð við landamæri Sovétríkjanna. Fyrir fé frá Washington var lögð þjóð- braut til Pakistans. Sovétmenn sendu tæknilega ráðgjafa til að kanna hinar 'miklu gaslindir í Afganistan. Bandarískir ráðgjafar höfðu eigin skrifborð í flestum Þegar Karmal gerð- ist marxisti afneitaði fjölskyldan honum Þrátt fyrir alla aðstoðina og breytingarnar þá var Afganistan eitt afturhaldssamasta ríki heims. Fátækt var mikil og ólæsi var landlægt. 80% af íbúum þjóðar- innar, sem telur 18 milljónir, kunnu ekki að lesa. Meðalaldur var árið 1972 rétt um 40 ár og 1977 voru þjóðartekjur 227 dollarar á mann. Múhameðstrú á sterk ítök með þjóðinni og andkommúnismi einn- ig. Þegar Babrak Karmal gerðist marxisti þá var honum afneitað af fjölskyldu hans. „Faðir hans fór fyrir dómstólana og lét lýsa því yfir, að Babrak væri ekki sonur hans,“ segir verzlunareigandinn í Kabúl, og hann segist þekkja vel til fjölskyldunnar. „í ríkjum mú- hameðs var það slæmt að vera kommúnisti, mjög slæmt. Allah gerir þér þá lífið mjög erfitt fyrir," sagði hann ennfremur. Klaufalegar aðfarir stjórnvalda hjálpuðu ekki til. Markmið sem í sjálfu sér voru háleit snerust alveg við í höndunum á stjórn- völdum — svo sem að útrýma ólæsi og að skipta upp jörðum. Af slíku offorsi var gengið fram í þessu að hlaut að kalla á andsvör. Stjórnvöld réðust kauðslega að helgustu táknum þjóðarinnar. Moskan í Mazari Sharif í norður- hluta landsins er einn af gimstein- um þjóðarinnar. Stjórnvöld létu stengja stóran rauðan borða „þjóðarflokksins", hins marxíska herraflokks yfir anddyri hennar. I augum múhameðstrúarmanna er slíkt guðlast. Sá verður dýrlingur, sem Rússar drepa, og sá er hetja, sem drepur Rússa Og verzlunareigandinn heldur áfram, um leið og hann tekur um tebollann sinn. „Vinur,“ segir hann „lífið hér í Afganistan er ekki dans á rósum eins og í Ameríku. Lífið er erfitt, mjög erfitt. En ef múhameðstrúar- maður er drepinn af Rússa þá fer hann til paradísar sem shahid (dýrlingur). Og ef hann drepur Rússa þá er hann ghazi (hetja).“ Slík er heiftin, slíkt er hatrið. Karmal hefur reynt að lægja öldur haturs og heiftar í garð leppstjórnar hans með því að hægja á umbreytingum í landinu. Hann hefur dregið úr offorsinu við að reyna að koma á jarðabæt- um og útrýma ólæsi, — sem í sjálfu sér eru göfug markmið. En ólíklegt er að honum takist að afmá þann stimpil, sem hann hefur fengið hjá afgönsku þjóð- inni — að hann sé maðurinn, sem opnaði hliðin fyrir Rauða herinn inn í landið — að hann sé maðurinn, sem kom landinu undir járnhæl Sovétríkjanna. I verzluninni talar einhver um, að stjórnvöld gangi nú skipulega fram í því að brenna hina helgu bók íslams, — Kóraninn. Hvort það er satt skiptir litlu, — það sem skiptir máli er að allir í verzluninni trúa því. Uti hefur myrkrið skollið á, innan stundar gengur útgöngubann í gildi. Eig- andinn lýkur úr bollanum og réttir úr bakinu. „Bíddu bara,“ segir hann, „v ið getum ekkert gert eins og málin standa. En í vor þegar snjóa leysir munu allir Afganir, jafnvel þessir," segir hann og bendir á 10 ára gamlan dreng, sem situr við ofninn," jafnvel þessir munu berjast á götum úti.“ Björn Björnsson fprmaður Póstmannafélags Islands: Nokkur orð í tjlefni greinar Agústs Geirssonar Ágúst Geirsson, formaður Fé- lags íslenskra símamanna, gerir í Morgunblaðinu 4. mars sl. nokkr- ar a-thugasemdir við fundarsam- þykkt, sem Morgunblaðið hafði tekið upp úr Fréttabréfi Póst- mannafélags íslands. Ég ætla ekki að svara grein hans í einstökum atriðum, en reyna að koma frám sjónarmiðum P.F.Í. í þessu máli. Á undanförnum árum, þó ekki hinum allra síðustu, hefur það átt sér stað að fjöldi starfsmanna, sem vinnur að mestu eða öllu leyti að póststörfum, hefur verið gerður að félögum í F.Í.S. Póstmannafé- lagið hefur margsinnis mótmælt þessu og jafnframt bent á, að mikill fjöldi starfsmanna ynni undir röngu stöðuheiti og er þá aðallega átt við talsímaverði sem vinna póstafgreiðslustörf. Þó fannst póstmönnum út yfir ganga þegar fjármálaráðuneytið og F.I.S. sömdu um „vandasamari póststörf" eins og átti sér stað 1978. Nýtt er það í málinu að yfirmenn Póst- og símamálastofn- unarinnar hafi verið þar í vitorði og skýrist þá margt annað. Aftur brá póstmönnum, þegar fjármála- ráðuneytið samdi við F.Í.S. um stöðu fulltrúa í Borgapnesi. Þarna var um að ræða að póstafgreiðslu- mannsstöðu var breytt í full- trúastöðu. Þessa stöðu átti að sjálfsögðu að auglýsa, og er þá ekki óeðlilegt, að fyrrverandi talsímakona, en þáverandi póst- afgreiðslumaður, hefði fengið stöðuna og hefði hún þá að sjálfsögðu verið velkomin í P.F.Í. Komum við þá að Varmármál- inu. í Símablaðinu, 1—2 tbl. 1979, er viðtal við stöðvarstjóra Póst- og símstöðvarinnar á Varmá vegna opnunar nýs póst- og símahúss. Segir þar orðrétt: „Hér hefur orðið allmikil breyting á afgreiðsluhátt- um, þar sem segja má, að öll símaafgreiðsla sé úr sögunni, ein- göngu skeytaafgreiðsla og boxa- símtöl. Að öðru leyti er þetta eins og venjuleg póstafgreiðsla og hef- ur öll póstþjónusta á stöðinni aukist gífurlega,.. Um þetta snýst málið. Þarna vinna sennilega allir undir röngu starfsheiti en ekki bara þessi eini félagi í P.F.Í., sem lokið hefur tveggja ára námi á skertum laun- um í Póst- og símaskólanum, en síðan verið neitað af stofnuninni um þau laun sem honum ber að námi loknu. Símamenn hafa sínar brautir í Póst- og símaskólanum svo sem fyrir línumenn, símsmiði, símrit- ara og símvirkja og semja fyrir þá. Póstmenn vilja hér eftir sem hingað til hafa innan síns félags það fólk, sem að meiri hluta vinnur póststörf, og semja fyrir það. Hitt er svo rétt, að það er fjöldi fólks hjá Póst- og símamála- stofnuninni, sem vinnur við blönd- uð störf, og sjálfságt er að félögin komi sér saman um í hvoru félaginu það er. Einnig er ég sammála Ágústi um að félögin eigi að starfa miklu meira saman, bæði inn á við og út á við og á ég þá ekki síst við innan vébanda B.S.R.B., enda gáfum við jákvætt svar við samþykkt, sem gerð var í Munaðarnesi á síðasta landsþingi F.Í.S. 1978, þar sem ályktað var, að P.F.Í. og F.Í.S. ynnu að nánara samstarfi í framtíðinni. Af þess- um samningi hefur ekki orðið enn, en vonandi verða þessi skrif okkar til að flýta því máli. F æreyskar konur halda basar FÆREYSKAR konur sem heima eiga hér í Reykjavík og næsta nágrenni og eru í kristi- legum samtökum færeyskra kvenna, „Sjómannskonuhringn- um“, efna á morgun, sunnudag, til árlegs basars þar sem á boðstólum eru heimaunnar prjónavörur og heimabakaðar kökur. Hafa þessar konur kom- ið saman reglulega í vetur á heimili formanns þessa félags, frú Justu Mortensen, til þess að búa til basarmuni, en basarinn verður í Færeyska sjómanna- heimilinu við Skúlagötu og hefst kl. 2 síðd. Ágóðinn rennur til byggingarsjóðs Færeyska sjómannaheimilisins, sem er í MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGCRÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 smíðum hér í bænum, en smíði þess hófst fyrir allmörgum ár- um. í Færeyjum eru nú starfandi í 60 bæjum og byggðum þessi kristilegi félagsskapur, „Sjó- mannskvinnuhringurinn". Þeir vinna allir að því að styðja og styrkja starfsemi færeyskra sjómannaheimila. Germaníu- mynd í dag GERMANÍA hefur fengið til sýn- ingar nokkra þætti úr þýzkum sakamálaflokki, sem heitir „Der Tatort“. sem er í iíkingu við myndaflokkinn „Der Kommiss- ar“ sem sýndur var hér í sjón- varpinu fyrir alllöngu. Fyrsti þátturinn heitir „Vodka, Bitter Lemmon“. Verður fyrsti þátturinn sýndur í dag, laugardag, í Nýja Bíói kl. 14. — Eins og vant er eru þessar kvikmyndasýningar Germaníu öllum opnar og ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.