Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 48
PIERPODT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiðum. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Ljósm. Jútíus og A.S. Lögrcglan í Reykjavík elti í gærkvöld ökumann suður á Arnarnes og lauk hann þar ökuferð fyrir utan veg. Við eftirlit sá lögreglan eitthvað athuga- vert við akstur nýicgs Mustang-bíls og hóf eftirför og sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum og komst þrisvar framhjá lögreglunni áður en hann ienti á ljósastaur og fór útaf á Arnarnesi. Margir árekstrar urðu í Reykjavík í hálkunni í gær, 36 árekstrar og þar af tvisvar ekið á gangandi. Flyst hluti ullar- iðnaðar úr landi? Vestfirðir: 22% meiri af li en á sama tima í fyrra ÞEIRRI hugmynd hefur skotið upp hjá okkur að við yrðum e.t.v. að flytja eitthvað af starfseminni til útlanda, en í bili er allt í biðstöðu hjá okkur og því ekkert hægt að segja ennþá hvað gerist í náinni framtíð, sagði Pétur STÓR hætta er á að til vatns- skorts komi hjá Hitaveitu Reykjavíkur næsta vetur, og að fyrirtækið neyðist til að hætta að tengja ný hús við veitukerfi Hitaveitunnar, ef ekki fæst leyfi til hækkunar á gjaldskrá um 58%, eins og stjórn Hitaveitunnar hefur farið fram á. Framangreindar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem forráðamenn Hitaveitunnar boðuðu til í gær, en eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær vantar Hitaveituna 1600 milljónir króna til framkvæmda á þessu ári, en alls er ráðgert að ráðast í framkvæmdir fyrir 3,5 milljarða króna á árinu 1980. Alis njóta nú 113 þúsund manns Eiríksson forstjóri Áiafoss er Mbl. ræddi við hann í gær. Pétur Eiríksson sagði þetta vera eina þá hugmynd, sem borið hefði á góma í sambandi við lausn á þeim erfiðleikum er nú steðjuðu að ullariðnaði og yrði þessi hugmynd skoðuð vandlega ef ástandið batnaði orku frá Hitaveitunni, og samtals greiða þessir notendur um 6 millj- arða króna í afnotagjöld á ári. Ef allt það svæði sem nú fær heitt vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur væri kynt með olíu kostaði það hins vegar um 50 milljarða króna á ári. Það sem einkum hefur valdið því að stjórnvöld hafa verið treg til að veita fyrirtækinu um- beðnar hækkanir á liðnum árum, er að gjöld hitaveitunnar eru reiknuð inn í vísitölu framfærslu- kostnaðar, en Hitaveita Reykja- víkur er eina hitaveita landsins sem þar er inní. Nánar segir frá blaðamanna- fundinum hjá Hitaveitu Reykja- víkur á blaðsíðu 25 í Morgunblað- inu í dag. ekki, en sem stæði hefði ullariðnaðurinn ekki fast land undir fótum og því ekki vitað að hverju stefndi. Þráinn Þorvaldsson hjá Hildu hf. var einnig inntur eftir hvort hugsanlega yrði einhver sauma- starfsemi flutt úr landinu og kvað hann það vissulega koma til greina. Það væri þó ekki vinsæl hugmynd, hann hefði hingað til ekki viljað líta við henni, en ef ullariðnaður hér- lendis myndi lognast út af yrði að sjálfsögðu að grípa til ein- hverra aðgerða. —Við höfum byggt upp mikla markaði er- lendis, sem hefur tekið áratug og kostað milljónir og menn vilja að sjálfsögðu ekki hlaupa frá þeirri fjárfestingu. Þess vegna vilja menn frekar hefja framleiðslu erlendis lognist hún útaf hér, en við vonum að til þess þurfi ekki að koma, sagði Þráinn að lokum. IIEILDARAFLI vestfirzkra fiskiskipa frá áramótum var í lok febrúar orðinn 22% meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Síðustu daga hafa tog- arar verið að fá mjög góðan afla við Víkurál, en þeir höfðu áður verið í Kolluál. Komu Vestfjarðartogararnir margir inn í gær með fullfermi eftir um vikutúr. Afli línubáta hefur einnig verið að glæðast síðustu 2—3 dagana, en þeir eru nú komnir á steinbít og hafa fengið 10—17 tonn í róðri. Unnið við loðnufrystingu i Vest- mannaeyjum. Ljósm Mbl. Sigur- geir. NÚ MUN vera búið að frysta um 800 tonn af loðnu sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í gær. Svig- rúm er til, skv. samningum, að frysta allt að 6 þúsund tonn af loðnu. Hrognataka er enn ekki byrjuð en reikna má með að það verði strax á mánudag. SH hefur get samning við Japani um sölu á 600 lestum af loðnu- hrognum. Gæftir voru sæmilega góðar fyrri hluta febrúarmánaðar en síðari hlutann var veðráttan mjög erfið til sjávarins og mikl- ar ógæftir. Afli togaranna var mjög góður allan mánuðinn, einnig var ágætur afli hjá neta- bátunum, en afli línubátanna var almennt heldur rýr. í febrúar stunduðu 44 bátar frá Vestfjörðum bolfiskveiðar, réru 22 þeirra með línu, 10 með net og 12 voru á botnvörpu. Heildaraflinn í febrúar var 10.389 lestir og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 18.749 lestir. í fyrra var febrúaraflinn 8.878 lestir og heildaraflinn frá áramótum 15.300 lestir. Vertíð- araflinn er því orðinn rúmlega 22% meiri en á sama tíma í fyrra. Afli linubátanna í febrúar nú var 1488 lestir í 287 róðrum eða 5,2 lestir að meðaltali í róðri, en í fyrra var afli línubáta í febrúar 2.683 lestir í 505 róðrum eða 5.3 lestir að meðaltali í róðri. Bátaaflinn var nú 3.071 lest, en afli togaranna 7.318 lestir. Aflahæsti línubáturinn í febrúar var Orri frá ísafirði með 130.4 lestir í 17 róðrum, Garðar frá Patreksfirði var aflahæstur netabáta með 365,6 í 14 róðrum, en Guðbjörg frá Isafirði var aflahæst togaranna með 659,5 lestir í 4 löndunum. Loðna fékkst síðasta sólarhring við Ingólfshöfða og frá Krísu- víkurbjargi norður undir Sand- gerði. Á fimmtudag fengu 27 skip 11.990 lestir. Nú hafa um 46 þúsund tonn veiðst eftir að hinni „hefðbundu” loðnuvertíð lauk, en á henni fengust tæplega 230 þúsund tonn. Er loðnuveiðín frá áramót- um þá orðin um 275 þúsund tonn. Enn hafa ekki öll þau skip, sem ætla á loðnu, byrjað veiðar aftur, en 11 munu byrjuð á netum. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Fjarstæða að blanda saman olíukaupum og Jan Mayen Hitaveita Reykjavikur: Vatnsskortur og stöðvun nýtenginga yfirvofandi Búið að frysta um 800 tonn af loðnu Útbreiðsla hafíss „Þetta er minna en í meðallagi að ísjaðarinn væri nú um 75 og mjög ólíklegt að ís leggist að sjómílur frá Straumnesi, en í landinu að þessu sinni," sagði febrúar í fyrra var ísjaðarinn Þór Jakobsson, á hafísrann- ekki langt undan Melrakka- sóknadeild verðurstofunnar, í sléttu. samtali við Mbl. í gær. Þór sagði, „ÞAÐ kemur ekki til greina af minni hálfu að fara að blanda saman olíukaupum og Jan Mayen málinu. Ég tel það bara ekki ná nokkurri átt og sögusagnir um það, að eitt- hvað slíkt vaki fyrir mér, eru algjör fjarstæða,“ sagði Olaf- ur Jóhannesson utanríkisráð- herra, er Mbl.spurði hann í gær, hvort hugsanleg olíu- kaup okkar í Noregi yrðu tekin upp í viðræðunum í næsta mánuði um Jan Mayen. Blaðamaður norska blaðsins Nationen, sem hér fylgdist með Norðurlandaráðsþingi, skrifaði frétt í blað sitt þess efnis, að íslendingar hefðu óformlega gefið í skyn, að norsk olía gæti orðið verzlun- arvara í samningaviðræðun- um um Jan Mayen. Ólafur Jóhannesson sagði, að ekki væri búið að ákveða, hvenær í næsta mánuði Jan Mayen viðræðurnar færu fram, en hann kvaðst frekar gera ráð fyrir því, að þær yrðu í Reykjavík. Sjá. íslendingar geta fengið keyptar norskar olíuvörur fyrir árslok 1985. Bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.