Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 16
16
' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
Jón Isberg:
Nú fyrir nokkrum dögum var ég
í Reykjavík og fór þá niður í
Alþing. Það vildi svo til að
byggðasjóður var til umræðu
vegna tillögu um að nota fjármagn
hans til þess að verðjafna raf-
magn. Nú ræði ég þá hugmynd
ekki frekar, sem þó væri ærin
ástæða, heldur þær fullyrðingar
sumra þingmanna, að engin raun-
veruleg byggðastefna væri til.
Þetta voru að vísu þingmenn úr
Reykjavík, sem lítið þekktu til
landsbyggðarinnar og e.t.v. eru
haldnir þeirri firru, að lands-
byggðin sé baggi á Reykjavík
m.ö.o. að fólkið, sem skapar hin
raunverulegu verðmæti, sjómenn-
irnir, frystihúsfólkið og bændurn-
ir séu á framfæri þeirra, sem sjá
1. Að treysta atvinnulíf byggða-
laganna svo atvinna verði að
jafnaði til fyrir alla íbúa og geti
auk þess tekið við eðlilegri
fjölgun í héraðinu.
2. Að koma samgöngum í það horf
að allir þéttbýlisstaðir og sem
flest heimili séu í akvegasam-
bandi mestan hluta ársins og
samgöngur á sjó og í lofti séu
tíðar og stöðugar.
3. Að allt grunnskólanám og
fyrstu bekkir framhaldsskóla
verði heima í héruðum.
4. Að heilsugæslustöðvar veiti
svipaða þjónustu og í þéttbýli.
5. Að fjarskipti geti verið trufl-
analaus og íbúar geti notið
sjónvarps og útvarps.
6. Að eðlilegt félagslíf og menn-
til að þáverandi atvinnujöfnun-
arsjóður legði fram fjármagn til
nýrra atvinnufyrirtækja t.d. 40%
af hlutafé og þegar fyrirtækjunum
yxi fiskur um hrygg fengju eig-
endur að kaupa þessi hlutabréf á
raunvirði. Ef þessi stefna hefði
verið tekin, væru vafalítið mörg
fyrirtæki betur stæð í dag. Auð-
vitað hefðu nokkur oltið uppfyrir.
Þannig verður það alltaf.
Við skulum gera okkur grein
fyrir því, að hvað sem öllum
ismum líður þá er aðalatriðið að
fólkið í landinu hafi góða atvinnu
og til séu fyrirtæki, sem geta boðið
góð atvinnuskilyrði og greitt gott
kaup. Fyrirtæki, sem er í sífelld-
um fjárhagskröggum, getur það
ekki.
Bankarnir virðast stundum
óþarflega skiliningslausir. Þess
vegna þarf, því miður, pólitíska
stofnun, sem lítur á málið frá
Byggðastefna
unt að koma vörunni í verð og sjá
um þjónustu við þessar frum-
vinnslugreinar. Ég veit nú raunar
að þetta er einum of mikil einföld-
un, en set hana nú fram til þess að
minna á vissar staðreyndir.
Byggðastefnan hefur verið skil-
greind þannig, að henni er ætlað
að stuðla að eðlilegri fólksfjölgun í
byggðum landsins og stöðva fólks-
flótta til þéttbýlisstaðanna við
Faxaflóa.
Þessu markmiði byggðastefnu
er ætlunin að ná með því að skapa
á sem flestum stöðum svipuð
lífskjör og eru eða verða á stór-
Reykjavíkursvæðinu m.a. með því:
ingarlíf geti þróast og dafnað.
Svona einfalt er þetta. Við
förum aðeins fram á að okkur sé
gert fært að halda okkar fólki.
Förum sem sagt fram á að reynt
verði að stöðva fólksfækkun. Að
þessu hefur byggðasjóður stuðlað
svo og þeir sjóðir sem á undan
honum störfuðu þ.e. atvinnujöfn-
unarsjóður og atvinnubótasjóður.
Að fenginni reynslu veit ég, að
sárafáir lesa greinar sem þessa og
þá helst byrjunina. Ég ætla því að
koma því hér að strax áður en ég
ræði málið frekað að ég tel að
engin „landamerki eða hérðs-
mörk“ eigi að ríkja í útlánum
sjóðsins. Ekki á heldur að vera um
sjálfvirka lánafyrirgreiðslu að
ræða eins og var t.d. til skipakaup-
anna hér áður fyrr. Heldur á fyrst
og fremst að beita sjóðnum til
þess að efla atvinnulífið þar sem
þess er þörf. Þess vegna væri alveg
sjálfsagt að lána á stór-Reykja-
víkursvæðið, ef þar yrði samdrátt-
ur eða hætta á samdrætti, þótt
sjóðurinn hafi í upphafi verið
stofnaður til þess að efla atvinnu-
líf landsbyggðarinnar, þar sem
samdráttur var og lá við land-
auðn.
Fyrir um fimmtán árum ritaði
ég grein í Morgunblaðið og lagði
víðari sjóndeildarhring en þröng-
um peningasjónarmiðum banka-
stofnana.
Við skulum minnug þess, að
sérstök lög þurfti að setja Hamp-
iðjunni til bjargar og ríkissjóður
keypti stóran hluta í Slippstöðinni
á Akureyri til þess að bjarga
henni. Og sjálft átrúnaðargoð okk-
ar sjálfstæðismanna, að Ólafi
Thors frágengnum, Bjarni heitinn
Benediktsson beitti sér fyrir
stofnun Bæjarútgerðar Reykja-
víkur vegna þess að hann mat
atvinnuöryggi bæjarbúa meira en
ímyndaðar kennisetningar.
Það hefur meira að segja skeð
nú nýlega í höfuðvígi frjálsrar
samkeppni í Bandaríkjunum, að
alríkisstjórnin þar veitti bifreiða-
verksmiðjum mikla fjárhagsað-
stoð til þess að koma í veg fyrir
lokun fyrirtækisins og að fjöldi
manns misstu atvinnu sína. Þetta
skuldum við hafa í huga þegar við
ræðum um byggðasjóð. Hann á
ekki að vera banki, sem lánar 20%
af kostnaði, heldur sjóður, sem
hjálpar til þess að koma á fót
nýjum fyrirtækjum í iðnaði, út-
gerð, landbúnaði, samgöngum eða
viðskiptum, fyrirtækjum sem efla
viðkomandi bæ eða hérað. Honum
er einnig ætlað að hlaupa undir
bagga, ef tímabundnir erfiðleikar
ætla að ráða fyrirtækjum að fullu.
Fyrirtækjum, sem annars gætu
starfað eðlilega, ef þeim tekst að
komast yfir þessa stundarerfið-
leika.
Ef fyrirtæki er þarft þ.e. veitir
fólki atvinnu við framleiðslu not-
hæfrar vöru eða veiti nytsama
þjónustu, á að koma því yfir
erfiðleikana án tillits til þess hver
er eigandinn eða hvar það er á
Iandinu. Svona rétt sem dæmi má
nefna Olíumöl h.f, sem er í
vandræðum.
Ef þessi stefna væri tekin, yrði
byggðasjóður sannkallaður
byggðasjóður. En það á ekki að
nota hann til þess að greiða niður
rafmagn, það á ekki að nota hann
til þess að greiða útflutningsbæt-
ur á landbúnaðarafurðir, það á
ekki að nota hann til þess að
leggja vegi um landið.
Fjármagn til slíkra hluta á að
taka úr sameiginlegum sjóði
landsmanna. Byggðasjóður á að
vera einskonar baktrygging þess,
að ekki komi til atvinnuleysis eða
landauðnar á landi hér, hvort sem
erfiðleikarnir steðja að á Raufar-
höfn eða í Reykjavík, í Vík eða á
ísafirði.
Jóhannes Laxdal, Isafirði:
1. Hinn neikvæði
þáttur f jölmiðla
Eitt aðaleinkenni verðbólgu er
að krónunum fjölgar en verðgildið
minnkar. Það sem fyrir fáum
árum var talið í hundruðum er nú
talið í þúsundum og það sem þá
var metið til þúsunda er nú metið
til milljóna. Því er það brýn
nauðsyn að samningar um kaup og
kjör séu í stöðugri endurskoðun.
En þótt verðgildið sé lítið þá er
ennþá einhver sjarmi yfir orðinu
milljón í hugum margra, einkum
fréttamanna fjölmiðla.
Nú hefur það gerzt, að útgerð-
armenn skuttogara á Vestfjörðum
mata þessa sömu fréttamenn
stanzlaust á upplýsingum um
tekju; háseta á skipum sínum.
Svona uppblásnar æsifregnir eru
engum mönnum sæmandi. Allra
,ízt útgerðarmönnum, því þeir
vita manna bezt, að sjómennskan
er ekki bara ship o hoj. Hún er
Iíka híf-op og stanzlaus vinna.
Síðast en ekki sízt er hún happ-
drætti. Og eins og í öllum happ-
drættum getur bara einn fengið
stóra vinninginn, þ.e. verið afla-
hæstur. Hvers vegna er þá alltaf
verið að tala um toppana, undan-
tekningarnar, en þagað um hitt og
gefa fólki þannig ranga mynd af
kjörum íslenzka sjómannsins?
Af hverju skýra útgerðarmenn
ekki á sama hátt frá því sem að
þeim snýr? Svo sem eins og hver
útgerðarkostnaðurinn er? Og hvað
aflinn er í raun og veru mikils
virði? Bæði fyrir þá sem seljendur
og þá sem kaupendur eins og er í
flestum tilfellum hér á Vestfjörð-
um. Af hverju þegja þeir um sinn
eiginn gróða? Er Kristján búinn
að setja á þá múl? Spyr sá sem
ekki veit.
Og hvað vakir fyrir þeim mönn-
um sem básúna aflahlut einstakra
skipa í upphafi veiðiárs? Þegar
framundan eru stórfelldar þorsk-
veiðitakmarkanir sem eflaust eiga
eftir að taka kúfinn af þeim
tekjum sem þegar hefur verið
aflað. Eru einhverjar annarlegar
hvatir sem liggja að baki? Þeir
skyldu þó ekki vera að skapa
móralska andúð almennings á
ímyndaðri heimtufrekju vest-
firzkra sjómanna í þeim kjaradeil-
um sem nú standa yfir og firra sig
allri ábyrgð á afleiðingum þeirrar
deilu?
2. Þáttur fisk-
verðs í kjörum
sjómanna
En lítum nú á málið frá hinni
hliðinni. Eins og allir vita ákvarð-
ast kaup sjómanna að mestu leyti
af fiskverðinu eins og það er á
hverjum tíma og ekki ósjaldan
höfum við róið uppá væntanlegt
fiskverð, sem svo oft á tíðum
reynist allmiklu lægra en við
höfðum búizt við og töldum rétt-
látt miðað við almenna kaup-
gjaldsþróun.
En af hverju gerðu sjómenn
aldrei neitt róttækt í því að fá
þessu breytt? Af hverju fórnuðum
við ekki stundargróða fyrir lang--
tíma hagnað? Var kaupið svo lágt
og kjörin svo bág hjá þorra manna
að við hefðum ekki efni á því að
hirða krónuna? Það hlýtur að
vera. Þessi óánægja með fiskverð-
ið stafar af því að viðmiðunar-
grundvöllur verðlagsráðs og yfir-
nefndar fæðir alltaf af sér lág-
marksverð, þ.e. það verð sem illa
rekin og illa staðsett hús geta
(í 6 þáttum)
borgað án þess að fara á hausinn.
Og þeim fiskkaupendum sem bet-
ur eru stæðir og betur eru í sveit
settir (t.d. frystihúsin á Vestfjörð-
um), er í sjálfsvald sett hvort þau
greiða hærra verð. En vitanlega
ætti í sambandi við verðákvarðan-
ir að miða við bezt reknu húsin og
tryggja þannig hámarksverð, en
það virðist vera orðin lenzka að
verðlauna skussana. Og alltaf er
það launafólk sem að endingu ber
skaðann.
3. Þáttur fiskkaup-
enda í að rýra
hlut sjómanna
Þrátt fyrir óánægju sjómanna
með það hvernig staðið er að
fiskverðsákvörðunum gætum við
enn um sinn unað við óbreytt
ástand ef ekki væri leikinn þessi
sífelldi skollaleikur í sambandi við
verðlasgsmálin, þar sem fiskkaup-
endunum er gert kleift að hrifsa
það til sín aftur með hægri hendi
sem þeir þó höfðu látið með þeirri
vinstri. Þetta er lögverndaður
þjófnaður sem sjómenn standa
varnarlausir gagnvart. Nægir að
nefna 2 dæmi þessu til sönnunar:
í fyrsta lagi þegar breytt var
stærðarmörkum á grálúðu þannig
að stærsti hlutinn af því sem áður
fór í hærri verðflokkinn, fór eftir
breytinguna í lægri flokkinn.
í öðru lagi var á síðasta hausti
tekin upp ný aðferð við verðlagn-
ingu á þorski. Þar sem áður var
beitt lengdarmælingum er nú
beitt þyngdarmælingum við verð-
flokkaákvarðanir. Og var þetta
gert án alls samráðs við samtök
sjómanna.
Ef þessum tilfæringum væri nú
hætt og sjómenn fengju hið raun-
verulega fiskverð allt til skipta, er
ósennilegt að látið hefði verið
sverfa til stáls í kjaramálum
sjómanna núna. Því sjómenn eru
seinþreyttir til vandræða. En á
þessu er engin leiðrétting í vænd-
um og því hefur sjómannafélag
ísfirðinga neyðst til að taka upp
baráttu á heimavelli fyrir bættum
hag.
4. Þáttur sjóða-
kerfis í að rýra
hlut sjómanna
Þegar ég tala um raunverulegt
fiskverð á ég við hið opinbera
fiskverð + þau 15%, sem útgerð-
armenn taka nú af óskiptu. Þessi
15% skiptast þannig að 10% fara í
stofnfjársjóð og 5% í olíusjóð. En
til hvers eru þessi sjóðir? Koma
þeir áhöfnum skipanna einhvern
veginn til góða? Svarið er nei.
Stofnfjársjóður er hugsaður til
endurnýjunar skipanna og átti
kannski rétt á sér þegar um tap á
rekstrinum var að ræða, en í
verðbólguþjóðfélagi þegar skipin
margfaldast að verðmæti í öfugu
hlutfalli við afskriftir þá á þessi
sjóður engan rétt á sér. Varðandi
olíugjaldið getur það varla talizt
réttlátt að stór hluti flotans skuli
rúnta um á frírri olíu á kostnað
þeirra sem þurfa svo líka að borga
hundruðir þúsunda á ári til kynd-
ingar heimila sinna í landi.
5. Sjómanna-
þáttur ísfirðinga
Því er það að við höfum í
kjarabaráttu okkar sett á oddinn
hækkun skiptahluts um 3 pró-
sentustig, úr 29,3% í 32,3%.
Finnst mönnum það ósanngjörn
krafa þegar haft er í huga að
skiptaprósenta okkar var 35%
fyrir breytingarnar sem gerðar
voru á sjóðakerfinu árið 1976?
Aðrar óléttvægari kröfur okkar
hafa heldur ekki mætt skilningi
hjá útgerðarmannafélagi Vest-
fjarða, svo sem eins og kröfur um:
1. Greiðslu á frívaktavinnu. 2.
Frítt fæði. 3. Hækkun á ákvæðis-
beitingu.
Hins vegar eru þeir til viðræðna
um róðrarstöðvun hjá línubátum
yfir páska, atriði sem búið er að
lögbinda samkvæmt ákvörðun
sjávarútvegsráðherra. Svona
þvergirðingsháttur getur ekki
leitt til samkomulags. Báðir aðilar
verða að setjast niður og skipta
réttlátlega þeirri köku sem um er
bitist, en eins og málin standa í
dag, hafa útgerðarmenn upp í sér
svo stóra sneið af kökunni að þeim
mundi svelgjast á ef þeir gleyptu
hana.
6. Kristjáns þáttur
Ragnarssonar
Að lokum vil ég minna á að
þessi vinnudeila er ekkert einka-
mál Vestfirðinga. Hún snertir
sjómenn hvar sem er á íslandi. Og
ef við náum málum okkar fram,
munu aðrir njóta góðs af og fylgja
á eftir. Þetta veit Kristján Ragn-
arsson og berst fyrir því af oddi og
egg að ná öllum sjómannasamtök-
um á landinu undir einn hatt í
samningamálum og mikil áhrif
virðist sá maður hafa innan sam-
taka útgerðarmanna. En það er
trúa mín og fleiri í sjómannafé
lagi ísfirðinga, að vestfirzkir út-
gerðarmenn yrðu til muna samn-
ingsliprari ef þeir losuðu sig við
spottann suður. Samkomulag út-
gerðarmanna og sjómanna á Vest-
fjörðum hefur hingað til verið gott
og því er það illa komið að
útgerðarmenn skuli í þessu máli
vera orðnir að áttavilltum kálfum
í tjóðurbandi Kristjáns Ragnars-
sonar.
ísafirði, 28. febrúar,
Jóhannes Laxdal,
bátsmaður á Guðbjörgu ÍS 46.
Hugleiðingar um
kjaramál sjómanna