Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
Evrópukeppnin í handknattleik
Leiðin var mis-
jafnlega greið
Liðin tvö, sem standa aðeins
íeti frá úrslitaleiknum í Evrópu-
keppni meistaraliða. Valur og
Atletico Madrid, hafa þurft að
hafa fyrir árangri sínum til
þessa.
Að vísu sátu bæði liðin hjá i 1.
umferð. f annarri umferð mætti
Atletico franska liðinu "Stella
Sports. Vann spænska liðið alger-
an yfirhurðasigur á heimavelli,
28-16, og sýndi síðan fram á að
liðið er einnig sterkt á útivelli,
með því að sigra í Frakklandi
21-17. Samanlagt 49-33.
í átta liða úrslitum sigraði
spænska liðið dönsku meistarana
Fredricia KFUM. Jafntefli varð í
Danmörku, 17-17, en Spánverjarn-
ir sigruðu í heimaleik sínum 19-17.
Sýndu Spánverjarnir enn í viður-
eigninni við danska liðið, að þeir
eru sterkir á útivelli sem heima-
velli.
Valsmenn sátu hjá í fyrstu
umferð eins og Atletico. En í
síðari umferðinni mætti liðið
Brentwood frá Englandi og var
aldrei spurning hvort liðið myndi
halda áfram í keppninni. Sigraði
Valur 32-19 í útileiknum og 38-16 í
heimaleiknum. Síðan sló Valur
Drott frá Svíþjóð út í minnisstæð-
um leikjum. Tapaði Valur fyrri
leiknum í Svíþjóð 17-18, en vann
síðan frækinn sigur, 18-16, í Höll-
inni, eftir að hafa verið um tíma 6
mörkum undir, 4-10.
Atletico sigraði Val 24-21 í fyrri
leiknum, þannig að möguleikarnir
eru vissulega fyrir hendi. En erfitt
verður það. Þáttur áhorfenda
verður mikill og svíkjast þeir ekki
undan sínu, enda hefur sjaldan
verið leikinn jafn mikilvægur
handboltaleikur hér á landi.
Þokulúðrasveit
í GÆRKVÖLDI fór fram frekar nýstárleg æfing á félagssvæði
Vals við Illiðarenda. Þrjátíu og fjórir ungir Valsdrengir æfðu
sig í því að þeyta þokulúðra. Þeir ætia ekki að láta sitt eftir
liggja við að skapa stemmningu á leik Vals og Atletico á
sunnudagskvöld. Versiunin Eilingsen iánaði þeim þokulúðra-
lager verslunarinnar og verða þeir óspart þeyttir á leiknum.
Munu piltarnir dreifa sér um salinn í höllinni til þess að ná sem
bestri stemmningu. Vonandi fá þeir góðar undirtektir. — þr.
Forsalan .
gengur vel
FORSALAN á leik Vals og Atletico hefur gengið mjög vel, samt
er ekki enn uppselt og þó nokkuð til af miðum í stæði og nokkur
sæti niðri. Þeir, sem hafa hug á að tryggja sér miða i dag, geta
fengið þá keypta í iþróttahúsi Vals við Hliðarcnda milli kl. 14
og 18 í dag og siðustu miðarnir verða svo seldir í anddyri
Laugardalshailarinnar á sunnudag, áður en leikurinn hefst.
Það er að segja verði einhverjir miðar þá eftir.
Glefsur úr fyrri leiknum
ALLAR líkur eru á að giefsur úr fyrri leik Vals og Atletico
verði sýndar í upphafi íþróttaþáttarins i dag, að sögn Bjarna
Felixsonar. Spænska sjónvarpið tók upp kafla úr leiknum fyrir
Bjarna og átti hann von á spólunum til landsins í gærdag.
Liðin sem leika
VALUR: aldur: hæð: þyngd:
Brynjar Kvaran 22 1.86 82
ólafur Benediktsson 26 1.79 80
Björn Björnsson 24 1.88 90
Bjarni Guðmundsson 23 1.77 70
Steindór Gunnarsson 24 1.81 75
Stefán Gunnarsson 29 1.88 93
Þorbjörn Jensson 25 1.96 96
Jón H. Karlsson 31 1.81 88
Stefán Halldórsson 20 1,80 70
Þorbjörn Guðmundsson 25 1.96 95
Gunnar Lúðvíksson 22 1.80 70
Þjálfari er Hilmar Björnsson ATLETICO MADRID: J. Goni 21 1.86 81
J. Diaz Cabenaz 24 1.76 77
F. De Andreas 30 1.73 71
C. Alonso 21 1.96 95
J. De La Puerte 23 1.83 91
J.J. Uria 23 1.90 92
J. Lopez-Manrig 26 1.83 84
M.A. Aperator 30 1.83 86
M. Novales 25 1.88 85
J. R. Martinez 18 1.80 75
F.J. Parilla 21 1.82 77
L.M. Morante 26 1.76 83
A. Milian 21 1.78 77
Þjálfari er Juan de Dios Roman.
Nú eiga íslenskir áhorfendur leik
Tekst áhorfendum
að fleyta Val
yfir flúðirnar?
NÚ eiga ísienskir áhorfendur
leik. Á morgun, sunnudag kl.
19.00 á islenskt félagslið í fyrsta
skipti í sögunni góða möguleika á
að komast í úrslitaleik í Evrópu-
meistarakeppni í flokkaiþrótt.
Liklega gera fæstir sér grein
fyrir hversu mikil auglýsing það
væri fyrir land og þjóð, og um
leið sigur fyrir íslenskan hand-
knattleik og íþróttir í landinu
almennt ef það tækist. Það verð-
ur mikil pressa á leikmönnum
Vals á morgun og þeir þurfa
allan þann stuðning sem þeir
geta fengið hjá áhorfendum.
Islenskir áhorfendur hafa sýnt
það og sannað oftar en einu sinni
að þeir geta verið stórkostlegir.
Og oft hafa það verið þeir sem
hafa átt mestan þátt í sigri með
áköfum hvatningarhrópum. Svo
verður einnig að vera annað
kvöld.
Með sameiginlegu átaki er hægt
að ná takmarkinu.
Þegar Valur lék fyrri leik sinn
við Atletico Madrid voru stuðn-
ingsmenn Atletico stórkostlegir,
þeir beinlínis stjórnuðu leiknum.
Dómararnir voru miklir heima-
dómarar og dæmdu Val oft í óhag.
Greinilega óttuðust þeir áhorfend-
ur. Leikmenn Vals stóðu sig því
vel á sannkölluðum heimavelli
spænska liðsins, sem gaf því þrjú
mörk. Nú er að sjá heimavöll Vals,
Laugardalshöllina, á sunnudags-
kvöld. Er það þriggja marka
völlur eða máske fjögurra?
Áhorfendur verða að vera með
frá byrjun og mega ekki láta
deigan síga þrátt fyrir að illa
gangi. Tekst áhorfendum að fleyta
Val yfir flúðirnar? — þr.
Valur mun berjast
til þrautar í leiknum
— segir Hilmar Björnsson
Á MORGUN, sunnudag, fer
síðari leikur Vals og Atletico
Madrid fram í Evrópumeistara-
keppninni í handknattleik. Leik-
ur þessi er án efa einn merkasti
íþróttaviðburður sem fram á eft-
ir að fara hér á árinu. Takist Val
að sigra með þriggja marka mun
í leiknum og takist Spánverjum
ekki að skora nema 20 mörk eða
minna komast Valsmenn í úr-
slitaleik keppninnar og yrði það
mikið afrek og rós í hnappagat
Valsliðsins. Aldrei fyrr hefur
íslenskt lið komist svo langt i
Evrópukeppninni i handknatt-
leik og möguleikar liðsins á að
komast i úrslitin eru miklir.
Lið Vals hefur æft mjög vel alla
vikuna og búið sig eins vel undir
leikinn og nokkur kostur er. Æft
hefur verið á hverjum degi, farið
yfir leikkerfi og leikur Atletico
grandskoðaður. Hilmar Björns-
son, þjálfari Vals, sagði að leikur-
inn á morgun yrði mjög erfiður og
lítið mætti bera útaf til að illa
færi. Mikil pressa væri á leik-
mönnum sem gerðu sér grein fyrir
hversu mikið væri í húfi. —
Varnarleikur okkar svo og mark-
varsla verða að vera mjög góð og í
sóknarleiknum verðum við að
koma þeim á óvart, sagði Hilmar.
— En við verðum að spila af
kaldri skynsemi í leiknum og
vinna inn mörkin hægt og bítandi,
það mega engin læti eiga sér stað.
Lið Spánverjanna hefur þrjú mörk
í forskot og ekki er gott að segja
hvernig leik þeir ætla sér að leika.
Máske reyna þeir að hanga á
boltanum. Við munum berjast til
þrautar í leiknum, sagði Hilmar.
—þr.
• Frá fyrri leik llöanna sem íram íór i Madrid. Puento
heíur brotist í gegn framhjá Steindóri og Þorbirni og
skorar.