Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Sinfóníuhljómsveitin á æfingu í Háskólabíói í fyrradag vegna konsertsins í tilefni 30 ára afmælisins í dag. Ljósm. Mbl. RAX. Sinfóníuhljómsveit íslands 30 ára: „Verður áfram hornsteinn íslenzks tónlistarlífs“ Á MORGUN, sunnudag, verður Sinfóníuhljómsveit íslands 30 ára. í tilefni af afmælinu heldur hljómsveitin sérstaka afmælis- tónleika í dag kl. 17 í Háskóla- bíói. Tónleikarnir eru opnir öllum að kostnaðarlausu meðan húsrúm leyfir. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru haidnir í Austurbæjarbíói 9. marz 1950. í dag eru 59 fastráðnir hljóð- færaleikarar í hljómsveitinni, þar af 14 eriéndir. Fram- kvæmdastjóri er Sigurður Björnsson, en alls hafa þeir verið fimm frá stofnun hennar. Á fréttamannafundi, sem haldinn var af stjórnendum og nokkrum meðlimum hljómsveit- arinnar í tilefni af afmælinu, kom fram, að í tilefni af þessum áfanga hefur verið gefið út sérstakt afmælisrit. í ritinu, sem Gunnar Egilson klarinettleikari ritstýrði, er saga hljómsveitar- innar rakin og sagt frá helstu hljómsveitarstjórum og einleik- urum. Jón Þórarinsson rekur í sérstakri grein sögu hljómsveit- arinnar og fremst í ritinu eru ávörp útvarpsstjóra og mennta- málaráðherra. Það kom einnig fram á fundin- um, að stærsti draumur starfs- manna og velunnara hljómsveit- arinnar er að hún fái fastan starfsgrundvöll sem sjálfstæð stofnun og vænta þeir þess, að hið fyrsta verði samþykkt á Alþingi lagafrumvarp, sem lýtur að þessu. Einnig hefur það verið hljómsveitinni fjötur um fót að eiga ekki aðgang að sérstöku hljómlistarhúsi og sögðu fundar- bcðendur að Háskólabíó, þar sem allir meiri háttar tónleikar eru haldnir, hefði marga ókosti, og nefndu þeir sérstaklega þak- leka og lélega einangrun. Það hefur verið stefna hljóm- sveitarinnar að fara sem oftast út á land til að gefa landsbyggð- arbúum einnig tækifæri til að njóta sígildrar tónlistar. Það háir þó, að erfitt er að finna húsnæði sem uppfyllir lág- markskröfur um hljómburð. Þeir sögðu einnig ætlunina að halda áfram þeirri stefnu að ná meiri breidd í efnisvali og geta boðið upp á léttklassíska tónlist, en þar kæmu til erfiðleikai með fjármagn. Starfstími Sinfóníuhljóm- sveitarinnar er frá september- byrjun til júníloka, æfingar eru daglega alla virka daga og held- ur hljómsveitin um 50 tónleika árlega. Fastir áskrifendur að tónleikunum eru um 560 talsins og talið er að um 30—40 þús. manns sæki tónleikana árlega. Á dagskrá afmælistónleik- anna í dag verða verk eftir Richard Wagner, Vincenzo Bell- ini, Gabriel Fauré, Peter Tchai- kovsky og Rossini. Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson. í tilefni af afmælinu sótti Mbl. heim hljómsveitina á æfingu í Háskólabíói og ræddi við fimm hljóðfæraleikara sem verið hafa í hljómsveitinni í 30 ár, og reyndar spilað öllu lengur á hljóðfæri, þá Gunnar Egilson klarinettleikara, Jónas Þ. Dag- bjartsson og Þorvald Stein- grímsson fiðluleikara, Björn R. Einarsson básúnuleikara og Jón Sigurðsson hornleikara. Barningur og basl einkennandi „Þótt hljómsveitin sé 30 ára, þá er hljómsveitarstarf miklu eldra á íslandi, nær allt aftur til ársins 1927. Sögu brautryðjenda- starfsins veit þó sennilega eng- inn, en rætur hljómsveitarinnar liggja víða og aðdragandi að stofnun hennar nokkuð langur," sögðu þeir félagar. „Það sem fyrst og fremst hefui' einkennt fyrstu 30 ár Sinfóníuhljómsveitarinnar er stöðugur barningur og basl fyrir tilveru hennar. Haustið 1955 leit ekki björgulega út, en þá lá starfið með öllu niðri í sex mánuði. En við eygðum von með konungsheimsókninni 1956, Friðrik konungur var mikill áhugamaður um klassíska tón- list og sjálfur ágætur hljóm- sveitarstjórnandi. I tilefni heim- sóknarinnar var starfið drifið upp, og hefur verið óslitið síðan. Segja má að hljómsveitin hafi ekki enn fengið öruggan starfs- grundvöll. Við vonuðumst til að fá í afmælisgjöf samþykkt frum- varp sem liggur fyrir Alþingi, en verði það að lögum rætist tals- vert úr frá því sem nú er. Brennandi áhugi er lífgjafi Það sem fyrst og fremst hefur staðið hljómsveitinni fyrir þrif- um er hversu lág laun hljóðfæra- leikararnir hafa orðið að gera sér að góðu. Hafa þeir af þessum sökum orðið að stunda aðra vinnu samhliða æfingum og spil- amennsku og hefur það komið niður á hljómsveitinni. Af þess- um sökum hafa flestir efni- legustu tónlistarmenn landsins í dag sótt til útlanda. Það sem eiginlega hefur haldið hljóm- sveitinni gangandi er brennandi áhugi þeirra sem í henni starfa fyrir að halda í henni lífi. Svífur andi frumherjanna enn yfir vötnum, en spurning hvort svo verði miklu lengur, þegar þeir óhjákvæmilega verða að draga sig í hlé. Framfarir Þrátt fyrir erfiða aðstöðu og stöðugan barning hefur hljóm- sveitinni farið fram, á því leikur enginn vafi. Hætniskröfurnar eru orðnar gífurlegar, enginn „hoppar" inn í hljómsveitina. Innbyrðis gengur samstarfið vel, menn eru velviljaðir og áhuga- samir í garð hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur unnið sig upp hjá fólki, finnum við það t.d. einkum úti á landsbyggðinni. Það er hins vegar erfitt að svara þeirri spurningu hvort hljómsveitin standist saman- burð við erlendar hljómsveitir. Það er ekki hægt að bera hana saman við stórfrægar erlendar „plötuhljómsveitir". í nágranna- löndunum búa samsvarandi hljómsveitir við 300 ára gamla hefð, meðan okkar er strangt til tekið aðeins 30 ára. Þá eru kjör okkar hljómsveitar og aðbún- aður lakari en borgarhljóm- sveita erlendis. Þegar Ashke- nazy sagði að hljómsveitin væri „semi-professional“ átti hann einmitt við þetta, að hann gæti ekki gert sömu kröfur til íslenzku sinfóníuhljómsveitar- innar og frægra erlendra hljómsveita, þar sem kjör og aðbúnaður hljómsveitarinnar væri lakari. Aukinn áhugi á klassík Við teljum að skoðanakönnun Hagvangs um vinsældir útvarps- efnis gefi ekki rétta vísbendingu um áhuga fólks á klassískri tónlist, aðsóknin og áhuginn eykst frekar en hitt. Það er skiljanlegt að fólk hafi ekki áhuga á né nenni að hlusta á klassíska tónlist í útvarpi, sök- um slakra tóngæða. Við hefðum líklegast svarað spurningunni um hvort við hlustuðum á klassíska tónlist í útvarpi neit- andi. Það er ekki hægt að líkja því við að hlusta á plötu með góðri hljómsveit í góðum hljómburðartækjum. Það er síðan enn meiri ánægja að fara á tónleika og sjá fólkið flytja verkin." Léttmeti vantar í spjallinu við fimmmenning- ana var víða komið við og um margt skrafað. Það kom m.a. fram hjá þeim að líklegast væri hljómsveitin í of föstum skorð- um, lítið um nýjungar í starfinu til að vekja meiri athygli, meira þyrfti að vera af „léttmeti" inn á milli, þótt erfiðu tónlistarverkin yrðu áfram uppistaðan og aðal viðfangsefnin. Einnig þyrfti að vera meira um samstarf við tónlistarskólana, það gæddi tónlistarlífið nýju lífi og yrði meira skapandi fyrir alla aðila. Hornsteinn tónlistarlífsins Þegar fimmmenningarnir, sem ásamt fjölda annarra ýttu hljómsveitinni úr vör, ríkti mik- ill vorhugur hjá öllum aðstand- endum. Þeir vildu gera hljóm- sveitina að veruleika, og hafa því staðið við sín fyrirheit. I ljósi þeirrar miklu reynslu og yfir- sýnar yfir tónlistarlíf voru þeir spurðir að lokum hvort þeir teldu að sinfóníuhljómsveit ætti rétt á sér í okkar fámenna þjóðfélagi, hvort við hefðum efni á að halda henni við lýði. Þeir sögðu: „Sinfóníuhljómsveitin hefur verið hornsteinn íslenzks tónlistarlífs í þrjá áratugi, og mun alltaf verða. Ef hennar nyti ekki við væri lítil sem engin eða mjög takmörkuð kennsla í hljóð- færaleik hér á landi, líklegast eingöngu kennt á píanó. Og þá væri ekki um óperuflutninga að ræða, enga kammermúsík. Sin- fóníuhljómsveitin er forsenda fyrir slíkum tónlistarflutningi, hún er forsenda tónlistarskól- anna, söngskólanna og tónskáld- in hefðu ekkert til að semja fyrir ef sinfóníuhljómsveitarinnar nyti ekki við.“ Þeir hafa spilað með sinfóníuhljómsveitinni frá upphafi (fv): Jónas Þ. Dagbjartsson fiðluleikari, Gunnar Egilson klarinettleikari, Björn R. Einarsson básúnuleikari, Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari og Jón Sigurðsson hornleik- aH. Ljósm. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.