Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 11 GreKory Bianchini or Ursula Knarr í afturhluta vólarinnar unnu f!us;freyjurnar MarKrót. Rattna ok Erna Hálofta- spjall milli og Chicagó I'rida Schutto fókk rúmKoð saúi í fremstu roð fyrir sík <»k borni Bob Allback Elson Nowell Judith VVillcox nson segja upp hluta af starfsfólki og hinir vinna ef til vill með neikvæð- um hugsunarhætti. Hins vegar hafði maður það á tilfinningunni að það væru of margir starfsmenn hjá fyrirtækinu í hinni svokölluðu yfirbyggingu ag að sumir hefðu haft það of rólegt of lengi, hvort sem það á eftir að koma á daginn eða ekki.“ Valdi Flugleiðir vegna góðra kjara Frida Schutto heitir þýzk kona sem er búsett í Chicagó. Hún kvaðst hafa verið í heimsókn hjá ættingjum sínum í Þýskalandi, en í sjö ár hefur hún verið búsett vestan hafs. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég flýg með Flugleiðum og ég valdi félagið vegna verðsins og góðra kjara sem fylgja, m.a. hagstæðra ferðamöguleika. Ég hef flogið með mörgum flugfélögum og Pan Am þykir mér verst, en þjónustan hjá Icelandair er mjög góð. Mér var sagt hjá Pan Am á leið austur um haf að ég gæti ekki fengið mjólk fyrir nýfædda dóttur mína vegna þess að hún flygi frítt. Hefur þú heyrt annað eins? Nú er ég búin að vera 10 vikur í Þýzkalandi, en það var þýzkur vinur minn sem flýgur mikið, sem sagði mér frá Icelandair og ég er mjög ánægð með viðskiptin." Frida var með litla stúlku á öxlinni og var að svæfa hana. „Er hún sofnuð," spurði hún mig sem sá betur framan í barnið. Ég svaraði játandi. „Þá hlýtur vélin að lenda eftir 1 xk tíma,“ hélt hún áfram. Það reyndist rétt við at- hugun. „Ég þarf ekki klukku þegar ég er með þessa í flugvél," sagði hún,“ stúlkan sofnar 1 'k tíma fyrir lendingu hvort sem það er í Reykjavík, Luxemborg eða Chi- cagó.“ „Hefur reynzt mér bezta flugfélagið á Chicagóleiðinni“ Judith Willcox var á leið til Bandaríkjanna frá Frakklandi þar sem hún býr. Hún tók lest til Lyxemborgar til þess að geta flogið með Flugleiðum. „Fyrsta reynsla mín af Flugleið- um fyrir tveimur mánuðum var ekki góð,“ sagði hún, „þá var 19 tíma seinkun. Skrifstofan hafði lofað að senda skeyti fyrir mig vegna seinkunarinnar, en það var ekki gert og það kom sér illa fyrir vini mína sem ætluðu að taka á móti mér. Síðast þegar ég flaug var svo 4 stunda seinkun, en mér þótti það nú ekki mikið og nú er ég svo glöð því það er allt á áætlun, meira að segja á undan áætlun. Ég flýg með Icelandair vegna þess að verðið er svo lágt og mér líkar þjónustan mjög vel. Seinkan- ir geta alltaf komið upp í forðalög- um og í umræddum seinkunum fengum við gistingu á hóteli og fæði svo það var í sjálfu sér ekki undan neinu að kvarta. Ég pantaði ferð með Icelandair í gegnum ferðaskrifstofu í París og síðan hef ég flogið með félaginu. Það hefur reynzt mér bezta flug- félagið með be?ta verðið sem flýgur til Chicagó. Það er eitt hins vegar sem ég skil ekki og það er hvers vegna Icelandair kynnir ekki meira ísland og möguleika á því að dvelja í landinu þó ekki væri nema nokkra daga. Ég frétti til dæmis af tilviljun af því hjá kunningja mínum að það er hægt að kaupa nokkurra daga stop-over ferð á íslandi og slíkt vil ég gjarnan reyna. Ég vil þó taka fram, að þótt ég hafi lent í nokkrum seinkunum hjá Icelandair þá var ein vinkona mín sem lenti í 19 tíma seinkun- inni að lenda í slíku í fyrsta sinn hjá félaginu þótt hún væri þá að fljúga í 15. skiptið. Ég hafði ekki heyrt um Iceland- air fyrr en hjá ferðaskrifstofu í Chicagó og nú síðast fékk ég sendan miða frá Chicagó því ferðaskrifstofan í bænum sem ég var í vissi ekki um Icelandair, eða taldi að ég gæti ekki fengið miða eins og ég bað um. Ég keypti miða aðra leið á 457 dollara, en með Air France kostaði önnur leiðin 750 dollara og sama með Pan Am. Ég flýg örugglega með Flugleiðum næst.“ „Miðaverðið að- laðandi og flug- freyjurnar einnig“ Bob Allback frá New York kvaðst hafa verið á skíðum í Evrópu undanfarnar vikur, en þetta var í sjötta skiptið sem hann flýgur með Icelandair. „Verðið á flugmiðanum er mjög aðlaðandi," sagði hann,“ og það eru flugfreyjurnar einnig," hélt hann áfram og brosti, „það fer saman hjá Icelandair og þjónust- an er frábær og flugfreyjurnar eru mjög vingjarnlegar og hjálplegar og færa farþegum góðan mat. Það er ekki margt sem ég get gagn- rýnt, en þó má nefna að ég hringdi út á flugvöll í Munchen og vildi breyta pöntun. Ég hringdi kl. 8 um kvöld, en þá sagði stúlkan á flugvellinum að allt væri lokað. Ég hélt hins vegar að það væri tölvuþjónusta allan sólarhringinn. Vegna þessa gat ég ekki breytt pöntun, en æskilegt væri að hafa símsvara og jafnvel upptökutæki í framhaldi af honum til þess að leysa úr svona. Þar sem ég gat ekki fengið neitt staðfest fór ég til Lyxemborgar og varð þá að taka flug til Chicagó til þess að komast áleiðis til New York þar sem búið var að fella niður New York-flug- ið. Þetta á að vera óþarfi, en að öðru leyti er flugfélagið og þjón- ustan mjög góð. „Flugfreyjurnar yrðu framarlega á Ólympíuleikunum“ Mages Mania var að koma frá borginni Kaiserslautern í Þýzka- landi á leið til vina sinna í Bandaríkjunum. „Ég flýg með Icelandair vegna þess að fólk í Kaiserslautern sagði mér frá félaginu og það stenzt sem mér var sagt að um væri að ræða góða þjónustu, ljúfar flugfreyjur og hagstætt verð. Þessir vinir mínir sem sögðu mér frá félaginu höfðu hins vegar aldrei flogið með því, aðeins heyrt um það. Nú, allt hefur gengið samkvæmt áætlun og mér líkar þjónustan vel, en ekki öfunda ég flugfreyjurnar af blússinu sem þær verða að vera á allan tímann. Ég er viss um að þær yrðu framarlega á Ólympíuleikunum í maraþonhlaupi jafnt sem sprett- hlaupum." Tveimur dögum á undan áætlun vegna ferðabreytinga í einni sætaröðinni sátu gamlir kunningjar sem höfðu hitzt af tilviljum á leiðinni vestur yfir haf. Þetta voru þau Ursula Knarr frá St. Louis og Gregory Bianchini frá New York. Ursula: „Ég skrapp til Evrópu í stutt leyfi og er nú á heimleið. Lagði af stað 18. janúar og er síðan búin að vera í Austurríki, Sviss og Þýzkalandi. Þetta er í 5. skiptið sem ég flýg með Iceland- air, en eini gallinn við þetta nú er sá að ég varð að fara heim tveimur dögum á undan áætlun vegna þess að ferðir hafa verið felldar niður." Gregory: „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég flýg með Icelandair og mér líkar það vel. Sérstaklega líkar mér þjónustan vel hjá flug- freyjunum. Þær hafa vakandi auga með manni og það fær mann til þess að slappa af og láta fara vel um sig.“ Ursula: „Ég flaug fyrst með íslenzka flugfélaginu árið 1961 og síðan hef ég ekki flogið með öðru flugfélagi yfir Atlantshafið þótt ég hafi flogið með ýmsum þekkt- ari flugfélögum á öðrum leiðum." Gregory: „Ég frétti af Iceland- air í gegnum vin minn, þ.e. flugleiðina. Ég hafði áður heyrt um Icelandair, en vissi ekki um rútuna né verðið sem er hagstætt miðað við flest flugfélög. Ég held að meiri auglýsing ætti að koma til hjá félaginu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.