Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Minning: Edilon Kristófers- son frá Kaldalœk Fæddur 15. september 1905. Dáinn 27. febrúar 1980. I dag verður jarðsettur frá Ólafsvíkurkirkju einn af sjógörp- um Ólafsvíkur, Edilon Kristófers- son. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík þann 27. febrúar s.l. Edilon var fæddur í Ólafsvík og átti þar heima alla ævina, að undanskildu síðasta æviárinu hér í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Kristófer Sigurðsson, sjómaður í Ólafsvík, og Vigdís Bjarnadóttir. Var fjölskyldan kennd við bæirm „Kaldalæk", þar sem þau áttu heima. Kristófer faðir Edilons var mik- ill sjósóknari í Ólafsvík, en far- kostirnir í þá daga voru opnir árabátar. Hann drukknaði í fiski- róðri ásamt allri skipshöfn, þar á meðal einum sona hans. Edilon var þá 13 ára. Hann varð því snemma að taka þátt í harðri baráttu fyrir lífinu sem fyrirvinna heimilisins ásamt fósturbróður sínum, Ingva Kristjánssyni, sem á nú heima í Stykkishólmi, en milli þeirra hafa ávallt verið traust og sterk vinabönd. Edilon byrjaði sem sjómaður 14 ára gamall og var það nær óslitið í rúmlega 40 ár, þar af mörg ár á togurum, en í þá daga komust á slík skip ekki nema hraustustu fiskimennirnir. Það var heldur ekkert léttaverk að róa á opnum róðrarskipum frá hafnlausri strönd á þessum árum. Eftir strangan róður þurftu þessir menn að setja upp þunga bátana á sínu eigin afli eftir hvern róður. Nútímafólk fær ekki skilið hvernig þetta er hægt, en þetta varð að vera hægt, um annað var ekki að ræða, en margir báru þessa menjar alla ævina. Edilon upplifði það á 40 ára sjómannsævi að vera í takt við framfarir — vélknúin skip og hafnarbætur. Hann tók þátt í þeim framförum í sjávarþorpinu sínu, Ólafsvík, af lífi og sál. Edilon hafði sérstaka hæfileika sem sjómaður. Hann var meðal þeirra fágætu sjómanna, sem þekktu öll mið á Breiðafirði og í kringum Snæfellsnes eins og stofugólfið heima hjá sér. Það þurfti ekki mælitæki í báta sem Edilon var innanborðs á Breiða- fjarðarmiðum. Hans leiðsögn var örugg og veðurglöggur var hann með afbrigðum. Eftir að hann hætti sjósókn fræddi hann unga sjósóknara um leyndardóma mið- anna. Allir undruðust hæfni hans á þessu sviði. Um langt árabil var Edilon fenginn til að vera lóðs á erlendum skipum, er þurftu að sigla milli hafna á Snæfellsnesi, enda fáir kunnugri um Breiða- fjörð. Árið 1933 gekk Edilon að eiga eftirlifandi konu sína, Lilju Ág- ústsdóttur frá Lýsuhóli í Staðar- sveit, frábæra dugnaðarkonu. Þau stofnuðu heimili í Ólafsvík. Sam- búð þeirra var farsæl. Þau voru samstíga í að komast upp úr fátækt og kreppu fyrstu sambúð- aráranna, enda bæði hamhleypur til allrar vinnu. Lilja Ágústsdóttir er sérstökum hæfileikum gædd sem handiðnaðarkona. Þau eign- uðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin:Aðalheiður, gift Sveini Kristjánssyni kennara í Reykja- vík, Magnea, gift Hellert Jóhann- essyni, rannsóknarlögregluþjóni Reykjavík, Kristófer, kvæntur Ásthildi Geirmundsdóttur, Ólafs- vík, Gústaf, kvæntur Bergljótu Óladóttur, kennara. Barnabörnin eru 13. Öll eru börn þeirra myndarfólk, sem eiga traust samferðamanna, hafa fengið í arf dugnað og mannkosti foreldra sinna. Með Edilon Kristóferssyni er fallinn í valinn einn af tímamóta- mönnum Ólafsvíkur. Hann lifði í æsku tímabil fátæktar og harðrar baráttu íbúanna við að draga björg í bú til að framfleyta lífinu. Hann er einn af þeim sem ekki bognuðu, enda þeim eiginleikum gæddur að sjá fremur bjartari hliðar lífsins. Hann lifði miklar umbreytingar í heimabyggð, tók þátt í framförum af sönnum áhuga, þar stóðu hans rætur. Edilon var alla ævina sannur félagshyggjumaður. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni, var einn af frumherjum í réttlæt- isbaráttu fyrir bættum kjörum í sinni heimabyggð. Hann var einn af áhugamönnum og stofnandi samvinnuverzlunar í Ólafsvík 1943, sem rauf atvinnulega einok- un á staðnum með byggingu ný- tísku frystihúss og útgerð. Með sama áhuga var hann einn af stofnendum byggingarsamvinnu- félags, sem byggði 10 íbúðarhús 1943-1945. Þau Lilja og Edilon eignuðust eitt húsið, „Arnarholt", að Grundarbraut 14 þar sem þau áttu fallegt heimili allt til 1978, en þau fluttust til Reykjavíkur að Asparfelli 6. Eftir að Edilon hætti sjó- mennsku hóf hann störf við fisk- verkun, aðallega í frystihúsinu. Vann hann svo til óslitið fram á síðustu árin, jafnvel eftir að hann missti heilsuna. Hann var úrvals verkamaður við hvað sem hann starfaði, vinsæll hjá öllum, enda glaðvær og tillögugóður. Hann lagði ávallt gott til mála, enda gæddur miklum félagsþroska og lífsreynslu. Edilon var sérstaklega fróður um menn og málefni, hafði stál- minni, var mikill sögumaður, hann hafði yndi af því að rifja upp atburði liðinna ára og kunni ógrynni af kveðskap og drápum eftir ýmsa samferðamenn. Er skaði að ekki skyldi hafa verið unnið að því að skrá eftir honum þennan fágæta fróðleik. Edilon var frændrækinn með afbrigðum og mikill fjölskyldufaðir. Ég átti því láni að fagna að eiga trúnað hans og traust og það sem mér fannst mest áberandi í fari hans var væntumþykja hans til umhverfisins. Saga byggðarlags- ins, örnefnin, fiskimiðin — fá að lifa með og taka þátt í framförum. Allt auðgaði þetta líf hans og tilveru, létti honum lífsbaráttuna og heilsuleysi síðustu árin. Slíkir menn hafa áhrif, skilja eftir síg góðar minningar. Ég þakka Edilon samfylgdina. Fyrir hönd Ólafsvíkur flyt ég honum þakkir fyrir framlag hans við að gera Ólafsvík að byggi- legum stað, sem nú á bjarta framtíð. Trú hans á staðinn bilaði aldrei, hann lifði það að sjá þá trú rætast. Við hjónin flytjum Lilju, börn- um þeirra og öðrum ástvinum hans innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þeim minninguna. Minningin um líf og starf Edil- ons Kristóferssonar mun lifa. Alexander Stefánsson Hugljúfur vinur minnn lauk jarðvist sinni á Landspítalanum í Reykjavík hinn 27. næstliðins mánaðar, Edelon Kristófersson. Hann var fæddur á Kaldalæk í Ólafsvík á Snæfellsnesi hinn 14. september 1905, og var því á sjötugasta og fimmta aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru Kristófer Sigurðsson útvegsbóndi og formaður á Kaldalæk og Vigdís Bjarnadóttir. Kristófer fórst í sjóróðri við áttunda mann hinn 15. apríl 1918, fimmtíu og fjögurra ára að aldri, fæddur 19. júlí 1864. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason og kona hans Þórkatla Jóhannsdóttir. Bát Kristófers rak mannlausan á fjörur innan við Öndverðanes tveim dögum eftir slysið með öllum farviði. Edelon ólst upp á Kaldalæk við mikið ástríki fósturmóður sinnar, Ingi- bjargar Jónsdóttur, til fullorðins- ára. Þegar Edelon svo ungur að árum sem hann var þegar faðir hans féll frá varð hann snemma að vinna fyrir sér. Hann varð snemma ötull og kappsamur að vinna fyrir sér sem hann raunar átti kyn til enda viljugur og samviskusamur sem ávallt síðan a lífsleiðinni, enda á orði haft hve mikið traust hann ávann sér meðal almennings á lífsferli sínum vegna dyggðar og vandaðs lífernis lífsgötuna á enda. Alla ævi sína vann Edelon störf verka mannsins sem til féll hvort heldur var á sjó eða landi og var virtur og mikils metinn af öllum samferða- mönnum sínum, háum sem lágum í mannfélagsstiganum, því að upp- lagi var maðurinn hvort tveggja í senn hreinskilinn og hreinskipt- inn, svo af bar. Ég sem þessi orð skrifa ætla mér ekki þá dul að ég sé þess megnugur að skrifa til hlítar um jarðvistardvöl Edelons Kristóferssonar. Þar um eru aðrir mér færari er stundir líða fram, en víst má ég fullyrða það að framgangsmáti hans á lífsleiðinni var honum og fjölskyldu hans ekki til lýta. Það mun láta nærri að liðinn sé um það bil hálfur fjórði áratugur síðan kynni mín við þessi góðu hjón og börn þeirra hófust, og er mér óhætt að fullyrða sem satt, að þar féll aldrei skuggi á meðan allra naut vio. Hinn 20. maí árið 1933 gekk Edelon að eiga unnustu sína, Lilju Ágústsdóttur frá Lýsuhóli í Staðarsveit.Varð hjónaband þeirra með miklum ágætum þau fjörutíu og sjö ár, sem þau nutu samvistanna, enda var umhyggju hans við heimili sitt og fjölskyldu viðbrugðið, og mun ég ekki fjölyrða um það á þessum vettvangi, svo kunn var hún öllum Ólafsvíkingum. Börn þeirra hjóna urðu fjögur og eru þau öll á lífi, en þau eru þessi: Aðalheiður, gift Sveini Kristjánssyni kennara; Magnea, gift Hellert Jóhannessyni rannsóknarlögreglumanni; Krist ófer bifreiðarstjóri, kvæntur Ásthildi Geirmundsdóttur; og Gústaf M. rakari, kvæntur Berg- ljótu Óladóttur. Og nú við fráfall þessa vinar míns er mér efst í huga að þakka honum og fjöl- skyldu hans vináttu þeirra og tryggð. Ég minnist þeirra un- aðsstunda, er við áttum saman á þessum mörgu árum. Fari hann nú að leiðarlokum heill og sæll. Edelon var staðfastur guðstrúar- maður. í fullvissu um eilíft líf kvaðst hann mundu taka móti vinum sínum, er síðar tækju land á strönd eilífðar landsins, og gjarnan vildi ég verða þess aðnjót- andi að þiggja leiðsögu hans er þar að kæmi, ég myndi telja mér sæmd að svo virðulegri landtöku. Edelon verður jarðsettur frá Ól- afsvíkurkirkju i dag, laugardaginn 8. marz. Að síðustu votta ég frú Lilju og fjölskyldunni allri inni- lega samúð mína og virðingu í sorg þeirra. Lifi þau öll heil til æviloka. Kristján Þórsteinsson frá Önd- verðanesi. Svona er lífið. Það er aðeins flutningur yfir í annað líf, æðra og fullkomnara; á því er enginn efi. Edilon andaðist að Landspítalan- um 27. febrúar 1980, eftir langvar- andi og erfiðan sjúkdóm, sem hann bar einstaklega vel. Hann var fæddur í Ólafsvík 15. septem- ber 1905. Frá því að við vorum báðir drengir í Ólafsvík hefur aldrei borið skugga á okkar vináttubönd, enda var Eddi með afbrigðum tryggur á öllum sviðum. Eftir að hann giftist sinni ágætu eigin- konu, Lilju Ágústsdóttur frá Lýsuhóli í Staðarsveit, komum við aldrei til Ólafsvíkur nema til að heimsækja þau og börn þeirra. Eftir að þau fluttust til Reykja- víkur fyrir rúmum tveim árum, leið aldrei svo dagur án þess að Eddi annað hvort kæmi eða hringdi. Þetta sýnir best hversu tryggur hann var mér og fjöl- skyldu minni. Eddi gekk aldrei í neitt lang- skólanám, enda ekki nema 14 ára er faðir hans, Kristófer Sigurðs- son, drukknaði ásamt 7 öðrum duglegum atorkumönnum á ára- báti. Kom þá það í hlut Edda að axla þá ábyrgð að sjá heimilinu farborða. Nú til dags hefði þótt sjálfsagt að setja þennan unga dreng til mennta í æðri skólum, ekki skorti hann gáfur til þess. En fátæktin var mikil og allir þurftu að vinna. Fáa menn hef ég þekkt sem höfðu eins gott minni og eins skemmtilega og lifandi frásagn- argáfu, hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Hann var snillingur á því sviði. Það færi vel á því, ef skráð yrði saga Ólafsvík- ur, að hans, eiginkonu hans og barna þeirra, yrði rækilega minnst í þeirri bók. Nú fer að líða að lokum þessarar minningargreinar um góðan vin. Margt er ósagt ennþá, en það geymist og mun aldrei gleymast, hvorki hjá mér, eiginkonu minni, börnum okkar né barnabörnum. Þau elskuðu Edilon öll, enda var ekki annað hægt sökum þess kærleika sem hann bar til þeirra allra. Að lokum þakka ég honum, eiginkonu hans, börnum og tengdabörnum fyrir órofa tryggð, sem aldrei slitnar. Guð varðveiti sálu hans nú og um alla framtíð. Minn góði vinur tekur á móti mér hinum megin, og ég vona og bið Guð að þar geti farið vel um okkur báða. Guð blessi öll skyld- menni hans, sem ennþá eru lifandi hér á jörðinni. Oliver Guðmundsson. (Jarðarför Edilons fer fram frá Ólafsvíkurkirkju 8. mars.) Bústaðakirkja: „Frelsun og frelsi“ SÉRA Guðmundur Sveinsson predik- ar við guðsþjónustu í Bústaðakirkju á sunnudaginn kl. 2.00. Fjallar hann um efnið „Frelsun og frelsi" út frá þessum meginspurningum: 1. Hversu horfir hjálpræðisboðskapur kirkjunnar við samtíðinni? 2. .Er kristindómurinn eini vegur mannkyns til hjálpræðis og samfé- lags við guðdóminn? 3. Hvernig er háttað sambandi frels- unar og frelsis að kristnum skiln- ingi? 4. Boðar kristindómurinn öllum þjóð- um og mönnum frelsi? Eru for- sendur frelsunar mannkynsins að finna í kristinni trú og lífsskoðun? Að guðsþjónustu lokinni býður sókn- arnefnd upp á kaffi í safnaðarheimil- inu, þar sem séra Guðmundur situr fyrir og ræðir við söfnuðinn. Er þetta þriðja og síðasta predikun séra Guðmundar Sveinssonarí Bú- staðakirkju að sinni, en á liðnum árum hefur þekktum guðfræðingum og kennimönnum verið boðið að stíga í stólinn og síðan svara spurningum kirkjugesta. Hefur þetta borið góðan árangur og aukið verulega á fjöl- breytnina í safnaðarlífinu. Messan hefst kl. 2.00 og eru vitan- lega allir boðnir velkomnir, utansafn- aðarfólk sem heimamenn. —(Fréttatilkynning.) „Málið er í athugun“ — segir iðnaðarráðherra „MÁLIÐ hefur verið til meðferðar hér í ráðuneytinu að undanförnu og um þessar mundir vinnur vinnuhópur ráðuneyta að skoðun málsins þannig að ég get ekki tjáð mig frekar á þessari stundu," sagði Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra er Mbl. innti hann álits á þeim mikla vanda sem nú blasir við ullariðnaðinum. „Okkur er auðvitað ljóst að þarna er við nokkurn vanda að eiga, en það á eftir að skoða betur hversu mikill hann er,“ sagði Hjörleifur ennfremur. + Faöir okkar og tengdafaöir BETUEL JÓN BETÚELSSON, l^st „ Laugarnesvegi 106, Reykjavík, lest o. .ffars sl. að Ási, Hverageröi. Börn og tengdabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúð við fráfall og jaröarför móöur okkar LOVÍSU VIGFÚSDÓTTUR, Garöastræti 45. Synir hinnar látnu, Ragnar Þjóöólfsson, Gunnar Þjóóólfsson. + Þökkum innilega samúö og vinarhug vegna andláts föður okkar ÓLAFS GÍSLASONAR Hesteyrí, Suöursveit. Björn Ólafsson, Jóhanna Olafsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Torfhildur Ólafsdóttir, og fjölskyídur. + Þökkum innilega öllum þeim er vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, JÓHÖNNU GUDRÚNU OLAFSDOTTUR, Hraunbae 35. Ingimar Hallgrímsson, Stella Ingimarsdóttir, Jón Pétursson, Kristján Ingimarsson, Kristjana Haraldsdóttir, Theodór Ingimarsson, Sjöfn Sverrisdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.