Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
ÚTVARP
Það held ég nú
Hjalti Jón Sveinsson
í útvarpi á sunnudagskvöld verður
Hjalti Jón Sveinsson með þátt sem
hann kallar Það held ég nú. „Eg verð
með hugleiðingar um hitt og þetta,
fjalla um hestamennsku og í fram-
haldi af því tek ég viðtal við Sigur-
björn Bárðarson tamningamann. Þá
ræði ég við Hilmi Jóhannesson á
Sauðárkróki um gamanvísur og sonur
hans Jóhannes syngur nokkrar góðar.
Þá spjalla ég um bæjarlífið í
Reykjavík, leik lög úr ýmsum áttum
og síðast en ekki sízt má nefna að
Hermóður Birgir Alfreðsson syngur
Kostervalsinn við undirleik dansks
kvartetts sem Hermóður kom með
undir handleggnum upptekinn."
BJAftNI
GUÐBERGUR
MÁLVERKASÝNINGAR
HRINGUR
BALTASAR
PÉTUR
Fimm á ferðinni
Á AKRANESI sýnir
Bjarni Jónsson listmálari
um þessar mundir í bóka-
safni Akraness. Sýning-
unni lýkur á sunnudags-
kvöld en Bjarni sýnir þar
olíumyndir, vatnslita-
myndir, teikningar og
málaðan rekavið. í Nor-
ræna húsinu sýnir Hring-
ur Jóhannesson, og á
Kjarvalsstöðum sýna
Baltasar og Pétur Ber-
hens olíumálverk. Þá
sýnir Guðbergur Auð-
unsson í sal Félags
íslenzkra myndlistar-
manna við Laugarnesveg
og lýkur sýningu hans á
sunnudagskvöld.
FERÐALOG
Fjallgöngur
fgrir harð-
sœkna
og hœgfara
FERÐAFÉLAG íslands og Úti-
vist efna til fjallgangna i ná-
grenni Reykjavikur á sunnudag
og eru þær miðaðar við þolna og
hraðskreiða göngugarpa annars
vegar og þá sem vilja halda sig
við rólegri taktinn hins vegar.
Ferðafélagið býður upp á tvær
gönguferðir á sunnudag kl. 1 frá
Umferðarmiðstöðinni. Önnur
ferðin er á Grímsmannsfjall fyrir
ofan Gljúfrasteinog síðan verður
gengið um Seljadalsbrúnir að
Hafravatni. Þetta er leiðin fyrir
þá röskari, en sú rólegri er
gönguferð um Mosfellssveitar-
fjöllin og gengið verður upp á
Helgafell, þaðaná Æsustaðafjall
yfir Skammadal og upp Reykja-
borgina að Hafravatni þar sem
hóparnir hittast og fá sér ugglaust
dreggjarnar úr kaffibrúsunum.
Utivist býður upp á þrjár ferðir
á sunnudag . Kl. 10.30 hefst ferð
að Gullfossi, Geysi, Laugarvatni
og Búrfelli í Grímsnesi. Gönguferð
verður á Búrfell fyrir þá sem vilja,
en öðrum í hópnum gefst kostur á
DAGUR reiði heitir sálumessa
Stravinsky sem kór og hljómsveit
Tónlistarskólans flytja ókeypis
fyrir gesti og gangandi í Há-
teigskirkju á sunnudag kl. 5.
undii stjórn Marteins H. Frið-
rikssonar.
Á síðustu æviárum Stravinskys
samdi hann sálumessu „Requiem
canticles". Verkið er undir sterkum
áhrifum tólftónatónskáldsins Ant-
on Webern, en dramatískir hæfi-
leikar Strawinskys eru, í fyrirrúmi.
Rewuiem canticles er í hefðbundnu
formi, þó töluvert stytt, og lögð
mest áhersla á kaflann Dies irae
Á myndinni trónar Vifilsfallió
hæst, en þangaó halda
Útivistarmenn í snaggaralega
fjallgöngu é sunnudag.
að skoða Sogsmannvirkin. Komið
verður í bæinn fyrir kvöldmat.
Kl. 1 fara Útivistarmenn tvær
gönguleiðir. Sú erfiðari er göngu-
ferð á Vífilsfell sem er 655 metra
hátt og hin er um Sandafell og
niður í Lækjarbotna. Um þá
fjallgöngu má segja að hún sé
sérstæð fyrir það að hún er öll
niður á við því bílarnir fara á
hæsta punkt. Þetta eru um það bil
5 km gönguleiðir, sú fyrri fyrir þá
harðskeyttari, en sú síðari fyrir þá
sem vilja dóla undan fæti úti í
náttúrunni.
(Dagur reiði.) Fegurð er ekki í
þessu verki, en fjölbreytilegt og
áhrifamikið er það. Kór tónlist-
arskólans fer með stórt og erfitt
hlutverk, og sömu sögu er að segja
um einsöngvarana Rut Magnússon
og Halldór Vilhelmsson. Hljóm-
sveit Tónlistarskólans, sem er fjöl-
menn í þessu verki leikur. Annað
verk á efnisskrá er „Regina coeli"
eftir Mozart. Það er bæn til Maríu,
drottningar himnins, fremur stutt
verk, en ákaflega fallegt eins og
beztu verk Mozarts. Nemendur úr
Tónmenntakennaradeild stjórna
nokkrum sálmalögum í útsetningu
yngri og eldri tónskálda.
TÓNLIST
Opið hús
hjá Sin-
fóníunni
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands
heldur upp á 30 ára afmæli
sveitarinnar með tónleikum í Há-
skólabíói í dag kl. 5, en þar er opið
hús fyrir alla og ókeypis aðgang-
ur. Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Björnssonar söngvara og
framkvæmdastjóra Sinfóníunnar
eru á efnisskránni verk eftir
Wagner, Bellini, Fauré, Weber og
Tschaikovsky, en stjórnandi er
Páll P. Pálsson. Einleikarar eru
Kristján Þ. Stephensen á óbó,
Pétur Þorvaldsson á selló og
Einar Jóhannesson á klarinett.
Svo eitthvað sé nefnt af þeim
verkum sem flutt verða eftir þessi
öndvegistónskáld má nefna 4.
sinfóníu Tschaikovskys og forleik-
inn að óperunni Tannhauser eftir
Wagner.
Þá má geta þess að Sinfóníu-
hljómsveit Islands leikur í sjón-
varpinu frá kl. 20.50—21.30 á
sunnudagskvöld og verður slegið
þar á létta strengi svipað og á
landsreisu Sinfóníunnar sl. haust.
59 hljóðfæraleikarar eru nú fast-
ráðnir hjá Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Marteinn H. Friðriksson viö stjórnvðlinn.
SÁLUMESSA
Dagur reiði
Þokulúðrasveit
32ja valsmanna
Tveir úr þokulúðrasveit Vslsarsnna á ssflngu ( gær. Ljósmynd Mbl.
Kristján.
BÚAZT má við miklum tilþrifum
í Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöld þegar leikur Vals og
spænska liðsins Atletica Madrid
hefst i handknattleik, en um er
að ræða siðari leik liðanna um
rétt til úrslitaleiks i Evrópu-
keppninni í handbolta.
Fyrri leiknum lauk með sigri
spænska liðsins á Spáni, 24—21,
svo ljóst er að knappt getur orðið
á milli hvort liðið fer í úrslitaleik-
inn. Sitthvað stendur til hjá Völs-
urum og m.a. hafa þeir fengið
lánaða nokkra tugi af þokulúðrum
hjá Ellingsen og hefur verið stofn-
aður sérstakur kór til þess að leika
þennan eina tón sem lúðrarnir búa
yfir, en kórinn mun gefa í þegar
svo ber undir.
LÚÐRAR
Lúðrasveit
býður i bœinn
í bæinn svo lengi sem húsrúm
leyfir, en ókeypis er á tónlcikana.
Ellert Karlsson viö stjórnvölinn
hjá Lúðrasveit verkalýðsins.
31 er í sveitinni, meirihlutinn
ungt fólk, sem stundar nám.
LÚÐRASVEIT verkalýðsins held-
ur árlega tónleika sína í Háskóla-
bíói kl. 2 í dag, laugardag, undir
stjórn Ellerts Karlssonar. Eru
tónleikarnir með léttu og f jörugu
sniði og tónlistarunnendum boðið
Þetta er annað árið sem Ellert er
með Lúðrasveit verkalýðsins á
sínum snærum og nefndi hann,
sem dæmi um hið leikandi og
létta lagaval, lög eftir Sigfús
Halldórsson, lag úr söngleiknum
Evita, frönsk lög, lagið Spænsku
augun og einnig eru bítlög, rokk
og dixeland.